Heimilistíminn - 19.10.1978, Blaðsíða 33

Heimilistíminn - 19.10.1978, Blaðsíða 33
14. kafli. t ÞRÁNDHEIMI. Það var tveggja daga ferð að heiman til Þrándheims. Siðari nóttina gistu þau i Stóra- nesi, litlu þorpi við veginn, þar sem gistihúsið var þó enn þá stærra en i Bjarkalundi. Hér kom fólk úr ýmsum áttum, einkum frá Reyrási, Upplöndum og Þrándheimi, en sumir þó stund- um alla leið frá Kristjánssundi og Kristjániu sem nú heitir ósló og var svo óra langt i burtu. Drengirnir sáu svo margt og heyrðu, að það var ævintýri likast. Og þó urðu þeir ekkert þreyttir, þvi að það mætti þeim alltaf eitthvað nýtt, sem var bæði fróðlegt og skemmtilegt að sjá og kynnast. Þeir hefðu gjarnan kosið að fá að ferðast i tiu daga samfleytt, ef þess hefði verið nokkur kostur. En það var Þrándheimur, sem var takmark þeirra og að þessu sinni, — staðurinn, sem þeir hlökkuðu mest til að kynnast. Og loksins, að kvöldi þriðja dagsin?, vikkaði dalurinn langi og þau sáu borgina og hinn breiða fjörð. „Þarna er hún”, kallaði Bárður hátt og benti. Pabbi stöðvaði vagninn. Langt, langt þarna niður frá vatt áin sér i boga út i fjorðinn, og milli árinnar og fjarðar- ins, eins og á stórri eyju, lá Þrándheimsborg, með öllum sinum húsum og turnum. 1 nágrenni borgarinnar voru lágar hæðir og hliðar, þar sem viða voru stórir búgarðar. Þarna voru engin há fjöll, sem lokuðu útsýninu, aðeins skógi vaxnir ásar og svo sáu þau lika langt út eftir firðinum. ,,En hvað hér er fallegt”, sagði mamma. ,,Já, — og en hvað húsin eru mörg”, sagði Litli-Jón, afar undrandi. „Þau eru áreiðanlga hundrað,” gall i Bárði „Þau eru miklu fleiri, góði minn”, sagði pabbi og brosti. „Það sjáið þið nú betur, þegar við komum þangað.” Hann hottaði á hestana á ný, og þau óku niður veginn, sem var breiður og góður. Innan skamms lá hann niður að ánni, og siðan óku þau drjúga stund meðfram henni, þangað til þau komu á móts við borgina. Þvi næst lá leiðin yfir stóra og fallega brú, og þá voru þau loksins komin að lokamarki sinu, — komin til Þránd- heimsborgar. Og nú gátu drengirnir séð glöggt, hve húsin voru mörg, — já ótrúlega mörg. Þau voru ýmist samföst eða með stuttu millibili, eins langt og þeir sáu, há, sérkenni- leg hús með bröttu þaki. Sum þeirra stóöu á stólpum úti i ánni, eins og það væri ekki nægi- legt rými fyrir þau uppi á landi. Og meðfrem þessum húsum lágu margir bafcar og skip af ýmsu tagi við festar. „Þetta eru vöruflutningaskip”, sagði pabbi. „Sum þeirra komu frá fjarlægum löndum og voru hlaðin salti og sykri, kaffi og kryddi og ýmsu öðru. Allar þessar vörur eru siðan fluttar til stórra heildverslana hér i borginni, sem sið- an selja þær til smærri verzlana, bæði hér og um land allt.” „Já, það er gaman að hugsa um þetta”, sagði mamma. „Saltið og sykurinn heima i búrinu okkar hefur kannski komið með ein- hverju þessara skipa”. Þau óku nú um stund um þröngar göt ur, en innan skamms komu þau í breiða og fall- ega götu, með stórum hvitmáluðum timb- urhúsum til beggja hliða. Fjöldi manna var þar á ferli til að njóta kvöldbliðunnar — konur i sið- um, svörtum kápum, og karlmenn með háa hatta og göngustafi. Tóti hugsaði með sjálfum sér, að þetta hlyti allt að vera hefðarfólk, rikir lávarðar og frúr þeirra. En þarna var lika mikil vagnaumferð, bæði stórir og litlir vagnar. Það drundi i hjólum á steinlögðum götunum og háværir hófaskellir kváðu við. Stundum var umferðin svo mikil, að mamma var hrædd um, að vagnarnir mundu rekast á. En sem betur fór varð það ekki. Og nú óku þau um stórt torg og fóru fram hjá afarstórri kirkju, sem hafði svo háan turn, að drengirnir urðu að halla höfði langt aftur, til þess að geta séð efst upp á toppinn á hon- um. Þvi næst beygðu vagnarnir inn i breiða fallega götu, með háum laufrikum trjám, með fram gangstéttunum báðum megin. Og rétt á eftir nam lávarðurinn staðar framan við stórt hús. Ofan við dyrnar stóð með stóru letri: GISTIHOS — GREIÐASALA. „A ég að trúa þvi að við eigum að búa hér — i svona fallegu húsi”, sagði mamma undrandi. „Já, við erum alltaf vön að búa hér”, sagði frúin. „Hér er ánægjulegt að vera og ágæt þjónusta.” Og nú nú stigu þau öll úr vögnunum og gengu inn. Vinnustúlka kom fljótt hlaupandi og visaði þeim til herbergja sinna. Þau voru á annarrí hæð og gluggarnir sneru út að götunni. Þau fengu þrjú herbergi eins og fyrr, falleg og þægileg, eitt handa lávarðinum og frú hans, 33

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.