Heimilistíminn - 19.10.1978, Blaðsíða 5

Heimilistíminn - 19.10.1978, Blaðsíða 5
Björn Ulvaeus og Agnetha Faltskog stunda Ifkamsrækt af kappi. m—--------► keppninni sem um 500 milljónir sjón- varpsáhorfenda fylgdust meö. Þar sungu fjórmenningarnir Waterloo. Þau sigruðu I það skiptið ýmsa þekkta söngvara.þar á meðal OIiviu Newton-John, en eins og Benny segir: — Hún er dásamleg manneskja og myndi aldrei erfa þetta við okkur. ABBA-fjórmenningarnir eru löngu orðnir þreyttir á ferðalögum og kunna vel að meta lifið í Lidingö f Stokkhólmi. Björn segir: — Hjá okkur gengur fjöl- skyldan fyrir öllu öðru. Björn og Agnetha búa i yfirlætislausu niu herbergja húsi og þau forðast eins og heitan eldinn næturlifið i Stokkhólmi en sitja þess i stað heima og gæta Lindu, sem er 5 ára og Christians, átta mánaða. Til- koma hans var nákvæmlega útreiknuð og látin falla inn i fyrirframgerðar áætlanir um söngferðalög og aðrar áætlanir fjór- menninganna. — En það mátti ekki tæp- ara standa segir Agnetha. — Við vorum að ljúka við The Album, nýjustu plötuna okkar og ég var komin niu mánuði á leiö og varð að liggja fyrir.svo barnið kæmi ekki of fljótt. Agnetha heldur áfram: — Við höfum út- skýrt fyrir dóttur okkar, hvað við gerum, en hún er ekkert hrifin af þvi. Hún hlustar ekki einu sinni á plöturnar okkar. önnur ástæða er fyrir yfirlætisleysi þeirra i ABBA,en það er það sem þau kalla „konungleg sænsk afbrýðisemi.” — Ef fólk sæi okkur aka um á Rolls-Royce, myndi það kasta i okkur flöskum. Benny og Anni-Frid,sem kunningjarnir kalla Friðu eiga heima skammt frá og það tekur þau ekki nema fimm minútur i BMW-bilnum sinum aö aka til Björns og Agnethu. Þegar þau eru spurð að þvi, hvort þau ætli ekki að ganga i hjónaband ypptir Benny öxlum og segir: — Ég sé ekki ástæðu til þess að fá skirteini upp á ástina. Hjónabönd geta komiö sér vel fyrir fólk þegar um eignarétt er að ræða. en við skiptum öllu jafnt og eigum allt til helminga. Þau búa i þriggja hæöa gamal- dags húsi, þar sem tvö börn Fridu frá fyrra hjónabandi (Hans 15 ára og Lise- Lotte 11 ára) búa allt áriö um kring og sömuleiöis börn Benny sem ekki var gift- ur heldur bjó eitt sinn með annarri konu, Peter 15 ára og Helena 13 ára koma i heimsókn um helgar. Benny og Friða fara stundum út að skemmta sér i Stokkhólmi. Nýlega fóru þau svo I siglingu um Svartahafið á nýrri 220 þúsund dollara snekkju. Þau segjast Björn og Benny við vinnu sina.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.