Heimilistíminn - 19.10.1978, Síða 25

Heimilistíminn - 19.10.1978, Síða 25
Hann var kallaður honum sérstaklega komu af og til aö heimsækja hann. Hann hafði tekið að erföum sjálfstæði móöur sinnar og viljastyrk. Ef honum Hkaöi ekki viö einhvern „hinna útvöldu,” þá þurfti sá hinn sami ekki að óttast að hann færi aðra ferö til hallarinnar. Eirik- ur var mjög ákveöinn á þvi sviði. Oftast var boðið bræðrunum Oscar og Wilhelm Dyrssen, Hans, Göran og Robert, von Rosen, Moje von Krusenstjerna, Carl Kingspor, bræðrunum Gustaf og Magnus dé la Gardie, Fritz Sturzler, Sven Sund- berg og Sigvard Beck-Friis. Einnig kom frændi hans Carl Bernadotte af Wisborg stundum. Þetta voru að mati þeirra tlma mjög veröugir vinir. Aldrei komu stúlkur I heimsókn. Það kom ekki til greina á þessum tima að prinsinn gæti átt vinkonur. Hann átti heldur ekki systur og þess vegna gafst honum heldur ekki tækifæri til þess að sjá stúlkur sem hefðu getað verið vinkonur hennar... Eirikur varekki alveg eins hávaxinn og bræöur hans, þó var hann meira en meöalmaður á hæð um 180 cm. Hann var grannvaxinn eins og hinir tveir, dökk- hærður oggekk dálftið álútur eins og Wil- Framhald af bls. 21 helm. Hendurnar voru óvenjufallega lag- aöar. A ýmsan hátt minnti hann á söngvaprinsinn Gustaf afabróður sinn. Hann var bliðlegur og vingjarnlegur með dreymandi augu — og stundum kom næsta barnslegur gleðisvipur á andlitiö. Eirikur hafði einnig mjög gaman af tón- list eins og afabróöir hans og hún færði honum mikla gleði en það er þó ekki rétt að hann hafi spilaö á harmóniku til þess aö syngja með fuglunum... Þetta eru aðeins sögusagnir. Þunglyndi sótti á prinsinn en þó gat hann hlegiö á stundum. Hann langaöi til þess aðelska og njóta lifsins eins og aðrir. Bræðurnir giftusig, Gustaf Adolf árið 1905 og Wilhelm árið 1908 og litil kóngabörn fóru að koma i heiminn. Sjálfur vissi prinsinn að hann var dæmdur til þess aö lifa einn. Honum fannst hann aðeins vera hálfur maður. Innst inni vissi hann aö lifið myndi fara fram hjá honum og eiginlega ætti hann sér enga framtið. Sjúkdómurinn hafði þaö iför með sér að hann vissi að dagar hans voru senn taldir, og ekkert var aö gera. Stundum óskaði hann þess að hann væri dáinn/laus úr ánauðinni. Aldrei talaði Eirlkur um þjáningar sin- Eirlkur prins klæddur I útsaumaðan kjól og með festi um hálsinn ar I návist kunningja sinna og enginn tók heldur eftir þvi að hann gekk ekki heill til skógar. Enginn ræddi þessi mál við hann þótt menn vissu að ekki var allt eins og það átti að vera. Umræður fólks um prinsinn náöu aldrei til eyrna hans sem betur fór, enda lifði hann mjög einangruðu llfi. Arið 1909 var keypt handa honum hans eigið heimili, Ballingsholm við vatnið Trehörningen I Huddinge. Þetta var bygging sem líktist einna mest herragarði og á nokkuö stóru landi.en allt um kring voru furuskógar, ósnortin sænsk náttúran. Hinn nýi eigandi lét útbúa svalir sem sneru út aö vatninu og einnig var byggt þarna baðhús. Vass fylgdi honum nú sem áður. Móðir hans hélt áfram að fylgjast með öllu sem gerðist. rétt eins oghún hafði gert þótt úr fjarlægð heföi verið. Nú ákvaö hún meira að segja að mestu hvar hverjum einstök- um hlut var komib fyrirvbæði húsgögnum og listaverkum. Viktoria viöurkenndi hreinskilnislega að þjáningar yngsta sonar hennar höfðu oft komið fram’á henni tárunum. Prinsinn var sjálfum sér nógur. Hann hafði gaman af bókum,auk tónlistarinnar, sérstaklega sagnfræðiritum og fagurbók- menntum. Hann átti sjálfur gott bóka- safn. Svo fór hann gjarnan i langar gönguferðir, spilaði billjard, tennis.veiddi fisk og fór I veiöiferðir. Hann var mjög vel aö sér I landa- og staöafræði. Aðra hverja vikufór hann til Stokkhólms og heimsótti foreldrasina á Drottningholm eöa á Tull- ' garn. Annars tók hann nær engan þátt I skemmtanalífinu og heimsótti aldrei neina aðra. Hann var sannur vinur vina sinna og þeir minntust hans sem tryggs og ágæts vinar. Þeim þótti gaman að heimsækja hann og þá var spilað á spil og sitthvaö fleira. Og árin liöu: Arið 1918 herjaði spænska veikin I Svl- þjóð eins og hún gerbi á aðrar þjóðir. Margir liföu hana ekki af. Dag nokkurn varö Eirikur lasinn. Læknarnir úr- skurðuðu þegar i stað að hann væri með spænsku veikina en hann lá nú á Drottning holm. Sagt var að ástandið væri mjög alvar- legt.Hin tryggaVassvar hjá honum/en til þess aö hllfa Viktoriu sem ekki var hraust sjálf var henni ekki sagt, hversu alvarlegt ástand Eirlks væri. Þó skildist henni að hann væri að dauba kominn. Foreldrarnir flýttu sér til hans. En hengibrúin yfir aö Drottningholm var uppdregin og dýrmætur timi fór til spillis. Eirikur var látinn þegar konungs- hjónin komust til hans. Vass hafði lokað augum hans i hinsta sinn. Þetta var 20. september, nákvæmlega 37 ár voru liðin frá brúðkaupi foreldranna. þfb 25 /

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.