Heimilistíminn - 14.06.1979, Page 17

Heimilistíminn - 14.06.1979, Page 17
I hvern púða þurf ið þið ca. 2 metra af 90 cm breiðu efni. Saumið bútana saman eins og sýnt er á teikningunni sem fylgir hér með. Þar er hafður til hliðsjónar jólatréspoki eins og þeir gerðust hér fyrr á ár- um, f lettaðir úr tveimur litum. En auðvitað þurfið þið ekki endilega að hafa púðana mis- lita. Gott getur verið að sauma annan púða innan í utan um svampinn eða það sem þið ætlið að nota í fyllingu. Þá er auðveldara að taka ytra borðið af og þvo það hvenær sem þörf krefur. Við skulurn sauma nafna dúkana áný Hér í eina tíð var mjög algengt að fólk sæti og saum- aði svokallaða nafnadúka. Þessa dúka hef ég ekki séð lengi, en nýlega rakst ég á mynd af nafnadúk i þýzku blaði. Hvernig væri nú, að þið færuð að saf na ykkur nöf num í dúk. Þið getið keypt ykkur eitthvert fallegt ef ni, nóg er nú úrvalið nú til dags, og svo get- ið þið í byrjun ákveðið, hvort þið ætlið að sauma dúkinn með einum lit, eða mörgum. Gangið frá dúknum að utan, og byrjið svo að láta vini og kunningja skrifa nöfnin á dúkinn. Þið gætuð meira að segja notað dúkinn sem Kafaö f körfuna afmælisdaga-dúk, þannig að hver og einn skrifaði fæðing- ardag og ár á hann, og þá verð- ur auðvelt að muna eftir af- mælunum. Það er um að gera að fólk skrifi nöfnin sín nokk- uð stórt, því annars er svo erfitt að sauma þau út. Þið verðið svo að sauma nafnið strax eftir að það hefur verið skrifað á dúkinn, svo það má- ist ekki út. Þið gætuð sem allra bezt farið að nota dúkinn strax og fyrsta naf nið er komið í hann, það er engin nauðsyn að hann sé fullútfylltur. Þá munið þið líka frekar eftir að láta gest- ina skrifa, ef hann er á borð- inu af og til. Byrjið á nafnadúknum strax i dag. Þetta er skemmtileg til- breyting frá hinum hefð- bundnu kaffi — eða matardúk- um, og skemmtilegur siður, sem alls ekki má falla algjör- lega í gleymsku. 17

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.