NT - 17.08.1984, Side 25
Föstudagur 17. ágúst 1984 25
Útlönd r
Forseti Nicaragua
vill hitta Reagan
Mexíkó-Reuter
■ Embættismenn frá Nica-
Júgóslavía:
Afnemur
verð*
stöðvun
Bclgrad-Reuter
■ Stjórn Júgóslavíu til-
kynnti í gær að hún hygð-
ist aflétta verðlagshöftum
á ákveðnum neysluvörum,
í samræmi við samkomu-
lag sem gert var við Al-
þjóðlega gj aldey rissj óð-
inn.
Vörurnar sem um ræðir
eru aðallega í þeim flokki
sem ekki telst til nauð-
synja. Undirstöðuiðnað-
arvörur og nauðsynjar
verða áfram undir eftirliti
stjórnarinnar.
Verðstöðvuninni verð-
ur aflétt 1. september og
þá fellur einnig úr gildi
reglugerð sem skyldaði
framleiðendur varanna til
að tilkynna verðhækkanir
með 30 daga fyrirvara.
ragua og Bandaríkjunum hittust
á leynilegum fundi í gær í
Mexíkóborg til að ræða unt
leiðir til að leysa deilur land-
anna.
Bandaríkin ásaka Nicaragua
fyrir að flytja út kommúnista-
byltingu til nágrannaríkja sinna
og Nicaragua vill fá Bandaríkja-
menn til að hætta stuðningi
sínum við hægri sinnaða skæru-
liða sem vinna að því að steypa
stjórn Sandínista.
Þetta er fjórða lotan í þessum
viðræðum ríkjanna sem þykir
benda til þess að samkomulag
sé ekkl útilokað þótt margir vari
við of mikilli bjartsýni. Sér-
stakur sendimaður Reagans í
Mið-Ameríku, Harry Shlaude-
man, er aðalfulltrúi Bandaríkj-
anna í viðræðunum en Victor
Hugo Tinoco aðstoðarutanrík-
isráðherra er fyrir samninga-
nefnd Nicaragua.
Daníel Ortega, leiðtogi
stjórnarinnar í Nicaragua, mun
hafa látið í Ijós vilja til að fara
til Washington og ræða beint
við Ronald Reagan Bandaríkja-
forseta. Mun þessi ósk Ortega
vera meðal þeirra umræðuefna
sem fulltrúar Bandaríkjanna og
Nicaragua ræða nú á fundum
sínum í Mexíkó.
Stjórnvöld í Nicaragua segja
að innanlandsstríðið hafi þegar
kostað meira en 7000 manns
lífið og efnahagur landsins hefur
líka látið á sjá.
■ Bandarísk sprengjuleitarþyrla á flutningaskipinu Shreveport sem nú er komið til Rauðahafs. Þetta
er ein affjórum þyrlum sem Bandaríkjamenn nota til að leita að sprengjum í Rauðhafl. símamvnd-poi.Fo i o
V-Þýskaland:
Atvinnuleysi
eykur vinnu-
álag þeirra
Starfsmenn atvinnu-
miðlana mótmæla
Hamborj>-Reuter
■ Starfsmenn atvinnu-
miðlana í Hamborg héldu
í gær einnar klukkustund-
ar mótmælaaðgerðir til að
mótmæla auknu vinnu-
álagi sem fylgdi fjölgun at-
vinnuleysingja.
Um eitt þúsund manns
tóku þátt í mótmælaað-
gerðunum. Starfsmenn at-
vinnumiðlananna krefjast
þess að starfsliði verði
fjölgað í samræmi við hið
aukna vinnuálag.
1 Vestur-Þýskalandi eru
nú um 2,2 milljónir at-
vinnuleysingja.
Mikil þátttaka í sprengju-
leit í Rauðahafi í gær
Kairo-Reuier er nú hafln fyrir alvöru.
■ Sprengjuleitin í Rauðahafi Sprengjuleitarskip og þyrlur frá
Umsjón: Ragnar Baldursson og Guðmundur Hermannsson
Bandaríkjunum, Frakklandi,
Bretlandi og fleiri ríkjum taka
þátt í ieitinni.
Nýjustu tækni er beitt við
leitina enda hafa sprengjur nú
þegar laskað að minnsta kosti
17 skip auk þess sem fréttir hafa
borist um að enn fleiri skip hafi
skemmst þótt það hafi ekki enn
fengist staðfest.
Bandarískar þyrlur af RH-53
gerð flugu í gær yfir hafsvæðinu
fyrir utan hafnarborgina Jeddah í
Saudi-Arabíu. Síðast þegar
fréttist höfðu þær saint ekki
ennþá fundið neinar sprengjur.
Nú hefur leit að sprengjum
líka verið hafin í Nasser-vatni
sem er fyrir ofan Aswan-stífluna
í Egyptalandi. Egypsk yfirvöld
eru hrædd um að þar hafi verið
komið fyrir sprengjum. Þau
stöðva nú öll skip sem fara um
vatnið og leita í farangri fólks af
ótta um að hryðjuverkamenn
muni reyna að láta sprengjur í
vatnið.
40 milljón flokksfélagar:
Kínverskir leiðtogar
reyna að tryggja
stöðugleika í flokknum
■ Félagar í Kommúnistaflokki Kína munu nú vera yflr
40 milljónir talsins að því er skipulagsnefnd flokksins
skýrði frá nú fyrir skömmu.
Flokkurinn var stofnaður fyrir 63 árum og voru
stofnfélagar þá aðeins um flmmtíu talsins. Fyrstu áratugina
gekk á ýmsu og var flokkurinn um tíma í hættu á
útrýmingu. En við lok seinni heimsstyrjaldar höfðu
kommúnistar náð öruggri fótfestu í sveitum Kína og þegar
Alþýðulýðveldið Kína var stofnað árið 1949 voru félagar
í flokk þeirra um flmm milljónir.
Síðan fjölgaði félögunum menningarbyltingarinnar voru
jafnt og þétt og við upphaf þeirorðnir 17milljónir. I menn-
Indland:
767 járnbrautar-
slys á hverju ári
Bombay-Reuter
■ Frá því í apríl á síðasta ári þar
til í mars á þessu ári urðu samtals
767 járnbrautarslys á Indlandi. Að
minnsta kosti 200 manns létust í
þessum slysum auk þeirra fjöl-
mörgu sem slösuðust.
Síðast í gær varð alvarlegt járn-
brautarslys á lndlandi þar sem að
minnsta kosti 25 manns létu lífið.
Slysið vildi þannig til að járnbraut-
arbrú í Madyha Pradesh-fylki lét
undan þunga lestarinnar og fimm
járnbrautarvagnar steyptust niður
í á. Meira en hundrað manns
slösuðust alvarlega og talsmenn
indversku járnbrautanna sögðu að
tala látinna ætti hugsanlega eftir
að hækka.
Indverska járnbrautarkerfið
nær yfir um 61.000 km og um 9.6
milljón manns ferðast eftir því á
hverjum degi. Versta járnbraut-
arslys, sem hefur orðið á síðari
tímum, átti sér stað í júní 1981
þegar lest steyptist út af járnbraut-
arbrú niður í á. Þá létu 270 manns
lífið.
ingarbyltingunni urðu miklar
sviptingar í flokknum. Gömlum
og reyndum flokksfélögum var
vikið úr embættum og ungir
róttæklingar komu í þeirra stað.
Meira en 20 milljónir nýrra
félaga voru teknir í flokkinn á
þessum árum.
Það er því ljóst að meirihluti
félaga í Kommúnistaflokki
Kína urðu félagar í flokknum á
tíma menningarbyltingarinnar
eða í lok hennar þegar vinstri
róttækni réði ríkjum í Kína.
Þrátt fyrir þetta hefur flokkur-
inn hafnað menningarbylting-
unni með öllu og tekið upp
gjörbreytta stefnu þar sem vest-
rænn kapítalismi er að mörgu
leyti tekinn til fyrirmyndar.
Leiðtogar kommúnista-
flokksins eru sér mjög meðvit-
aðir um að þorri flokksfélag-
anna gekk í flokkinn þegar stefha
hans var því sem næst þver-
öfug við það sem hún er núna.
Þótt stór hluti fyrrverandi rauð-
liða hafi nú breytt pólitískri
afstöðu sinni og styðji núver-
andi stefnu stjórnvalda eru sjálf-
sagt margir sem enn eru undir
áhrifum hinnar gömlu vinstri
stefnu.
Fyrir meira en einu ári hófst
leiðréttingarherferð í flokknum
sem er ætlað að þurrka út áhrif
vinstri róttæklinga. Mörgum
leiðtogum vinstri róttæklinga
hefur þegar verið vikið úr em-
bættum og sjálfsagt fylgja fleiri
í kjölfarið.
Á síðustu finim árum hafa
líka 4,8 milljónir nýrra flokksféi-
aga verið teknir í flokkinn. Þessir
nýju félagar eru eindregnir
stuðningsmenn núverandi
■ Hu Yaobang aðalritari
Kommúnistaflokks Kína.
.stefnu og þeir eru yfirleitt mun
betur menntaðir en þeir flokks-
félagar sem fyrir eru.
Kínverskir flokksleiðtogar
vonast til þess að þessar aðgerð-
ir tryggi stöðugleika í flokknum
þannig að núverandi stefnu
verði ekki breytt þó að þeir
sjálfir falli frá og ný kynslóð
leiðtoga taki við.
Slapp með
skrekkinn
M»ns, Bel)>íu-Reuter
■ Anthony Delon, sonur
franska kvikmyndaleikarans
Alain Delon, slapp með skrám-
ur eftir að hafa ekið sportbifreið
sinni á 130 kílómetra hraða á
belgíska landamærastöð.
Svartaþoka var yfir landa-
mærunum og segist Anthony
ekki hafa séð landamærastöð-
ina. Hann ók fyrst á steinvegg,
síðan á umferðarmerki, og lög-
reglubíl og endaði á kyrrstæðum
bíl. Anthony, sem undanfarið
hefur átt vingott við Stephanie
prinsessu af Monaco, var fluttur
á sjúkrahús ásamt farþega í
bílnum en þeir sluppu báðir
með lítilsháttar skrámur.
Saksóknarinn í Mons íhugar
nú að kæra Anthony fyrir gá-
leysisakstur.
Bandaríkin:
Andstæðingur Kastros
kærður fyrir morð á
kúbönskum erindrekum
New York-Reuter
■ Eduardo Arocena, einn
af helstu leiðtogum Omega 7
hópsins sem vinnur að því að
steypa stjórn Kastros á
Kúbu, hefur nú verið ákærð-
ur fyrir tvö morð og fjölda
sprengjutilræða í New York
og Miami.
Við réttarhöldin, sem hóf-
ust á þriðjudaginn ásakaði
saksóknarinn Eduardo Ar-
ocena fyrir að hafa skipulagt
morðið á kúbönskum stjórn-
arerindreka við Sameinuðu
þjóðirnar í september 1980.
Hann er einnig ásakaður fyr-
ir að hafa fyrirskipað morð á
kúbanska útlaganum Eulalio
Jose Negrin en hann var
skotinn fyrir utan heimili sitt
í nóvember 1979 eftir að
samtök sem hann tilheyrði
hófu samningaviðræður við
stjórn Kastros.
Arocena segist vera sak-
laus og neitar öllum kæru-
atriðum sem auk fyrrnefndra
morða fela í sér ólöglega
eign og meðferð sprengju-
efna og annarra vopna.