NT


NT - 17.08.1984, Qupperneq 27

NT - 17.08.1984, Qupperneq 27
 Bikar- keppni FRI ■ Kristján Harðarson ■ Bikarkeppni Frjáls- íþróttasambands Islands fer fram í Laugardal í Reykjavík um helgina, en þetta verður í 19. sinn sem keppnin er haldin. Að þessu sinni taka lið þátt í henni og búast við hörkubaráttu, bæði í stigakeppninni og milli einstaklinga. Liðin sem nú taka þátt í bikarkeppninnþeru ÍR, ÚÍA, HSK, Ármann, UMSK og KR, en lið KR er frekar þunnskipað nú þar sem einungis tveir keppendur eru í liðinu. IR-ingar hafa oftast unnið keppnina, eða 12 sinnurn, en KR-ingar hafa fjórum sinum sigrað. Sambandið hefur styrkt bikarkeppnina, en FRÍ nýtur í ár íþrótta- styrks SÍS. Morgunblaðið gefur svo bikar þann sem keppt er um. Bikarkeppnin hefst kl. 14 á laugardag og verður svo fram haldið daginn eftir á sama tíma. Er ástæða til að hvetja áhugafólk og aðra til að mæta í Laugardalinn, því sérstök stemmning fylgir alltaf keppnum þessum, og hart er barist um hvert stig. Föstudagur 17. ágúst 1984 27 Breska knattspyrnusambandið: Skallagrímur í Borgarnesi: Sundfólkið efst á héraðsmótinu ■ Sunddeild Skallagríms í Borgarnesi hefur staðið sig með miklum ágætum í sumar. Milli 30 og 40 börn og ugnlingar liafa æft reglulega hjá deildinni og er áhuginn mikill. Má nefna að Skallagrímur vann Héraðsmót Borgarfjarðar með miklurn mun en sunddeild umf. íslend- ings hefur unnið það mót síð- astliðin 11 ár. Krakkarnir í Skallagrími hafa ennfremur sett yfir 70 aldursflokkamet í héraðinu. Þjálfarar krakkanna eru Björg Kristófersdóttir, Ingi- mundur Ingimundarson og Berta Sveinbjarnardóttir. ■ Þetta eru sundkrakkarnir úr og Berta. Skallagrími og efst á myndinni eru þjálfararnir Björg, Ingimundur NT-mynd RaRnheiöur Norðurlandamót unglinga: Kristján stökk lengst ■ Norðurlandamót unglinga 20 ára og yngri var haldið í Sollentuna í Svíþjóð um síðustu helgi. Island sendi sameiginlegt lið með Dönum á mótið og mátti liðið gera sér að góðu botnsætið bæði í karla- og kvennaflokki. Kristján Harðar- son náði þó mjög góðum ár- angri á mótinu, því hann varð NM-meistari í langstökki, stökk 7,41 m. Sigurstökk Kristjáns kom í síðustu umferð langstökksins, en finnskur keppandi var með forystuna alltfram til þess tíma. Sá finnski hafði stokkið 7,36 m, en Kristján náði að stökkva fimm sentímetrum lengra og tryggja sér gullið. Þá stóð Bryndís Hólm sig með miklum ágætum í lang- stökki kvenna. Hún stökk 5,66 m og hreppti bronsverðlaunin. Sem fyrr getur varð lið Dana og íslendinga neðst í báðum flokkunum. í karlaflokki sigr- uðu Finnar, en Svíar unnu í kvennaflokki. 2. deildin í knattspyrnu: FH nær öruggt upp í 1. deild ■ FH sigraði ÍBV 3-2 í hörku- leik í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu í gærkvöldi. Eftir þessi úrslit getur fátt komið í veg fyrir að FH-ingar endur- heimti sæti sitt í 1. deild að ári, en Vestmannaeyingar eru nær örugglega úr toppbaráttu deild- arinnar. Jón Erlingsson skoraði fyrsta mark leiksins og FH, þegar á 5. mín. leiksins en um miðjan hálfleikinn skoraði Jóhann Georgsson fyrir Eyjamenn úr vítaspyrnu. Þannig var staðan í leikhléi, 1-1. 1 síðari hálfleik tók svo ÍBV forystuna. Knötturinn barst þá inn í vítateig FH og Kári Þor- leifsson afgreiddi hann í stöng- ina og inn. Gott mark. En FH-ingar lögðu ekki árar í bát. Guðmundur Hilmarsson gaf knöttinn inn á Pálma Jóns'- son sem skoraði. Lokaorðið átti svo markakóngurinn Ingi -Björn Albertsson, rétt fyrir lok leiksins, 3-2. Sigur FH var sanngjarn í leiknum, því auk markanna þriggja áttu þeir einnig tvö skot í stöng í leiknum. En þetta var baráttuleikur og Vestmanna- eyingar börðust af miklum móð enda lifðu þeir enn í voninni um 1. deildarsæti fyrir leikinn. Stigagjöf fyrir ólæti áhorfenda ■ Breska knattspyrnusam- bandið hefur ákveðið að taka upp sérstaka stigagjöf fyrir ólæti á leikvöllum og er það von þess að með þessu móti megi takast að stemma stigu við þessari óheillaþróun. Liðum verður raðað upp eftir hegðan áhorfenda þeirra og verður síðan reynt að koma í- veg fyrir að þau lið, sem mesti skríllinn fylgir, eigist við á frídögum. Þá verður reynt að flýta leikjum til að draga úr ólátunum. Hins vegar féll knattspyrnu- sambandið frá þeirri hugmynd að svipta ólátaseggi vega- bréfum sínum til að koma í veg fyrir að þeir gætu ferðast með félögum sínum til annarra landa. Þá var einnig hætt við að banna sölu áfengra drykkja á leikvöllunum, þar sem slíkt bann hefði bitnað harkalega á þeim félögum, sem eiga spaka áhangendur. I úrslit ■ Léttir tryggði sér sæti í úrslitakeppni 4. deildarinn- ar í knattspyrnu er liðið náði jöfnu gegn Hildi- brandi í Vestmannaeyjum í B-riðli deildarinnar á þriðjudagskvöld. Loka- tölur urðu 1-1 og skoraði Sigbjörn ' Óskarsson mark Hildibrands en Sveinn Á. Baldursson fyrir Létti. AUGLYSENDUR ATHUGE) Fylgirit NT um 3. deildin í knattspyrnu: Fylkir og Reynir bítast á toppnum ■ Þrír leikir voru háðir í A-riðli 3. deildar í knatt- spyrnu í fyrrakvöld. Fylkir sigraði Víking í Ólafsvík 2-0, HV vann Snæfell 3-2 og í Sandgerði malaði Reynir Snæfell 4-1. Með sigri sínum halda Fylkismenn enn forystunni í riðlinum en Reynir er aðeins stigi á eftir þeim. Það var Oskar Theódórs- son sem skoraði bæði mörk Fylkis í Ólafsvík, sitt í hvorurn hálfleik. Guðmundur Stefán Mar- íasson náði forystunni fyrir Snæfell, en í síðari hálfleik héldu Reynismönnum eng- in bönd, Ómar Björnsson gerði tvö mörk og þeir Jón Sveinsson og Hjörtur Jó- hannsson sitt hvort. Uppi á Skaga náði Heim- ir Bergsson forystunni fyrir Selfoss en Egill Ragnars- son jafnaði fyrir hlé. I þeim síðari skoraði Elías Víg- lundsson tvívegis, fyrst með neglingu af 30 m færi og síðan beint úr auka- spyrnu en Selfyssingar áttu lokaorðið. Þórarinn Ing- ólfsson skoraði það mark úr tvítekinni vítaspyrnu. Staðan i A-riðli cr nú þessi: Fylkir 13 1« 1 2 33-15 31 RcynirS 13 9 3 1 32-11 30 Víkingur Ó1 13 9 1 4 29-18 28 Stjaman 13 6 2 5 30-21 20 Selfoss .... 13 6 2 5 23-18 20 Grindavik . 12 3 4 5 13-20 13 HV ......... 13 3 2 8 19-31 11 ÍK.......... 13 2 3 8 14-25 9 Snæfell ... 14 1 2 10 11-37 5 byggingariðnað kemur út 4. viku í ágúst. Auglýsingar sem birtast eiga í blaðinu þurfa að hafa borist auglýsingadeild NT í síðasta lagi föstudaginn 17. ágúst. Símarnir eru 18300 - 687648 - 686300

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.