NT - 03.09.1984, Qupperneq 9
innar var ekkert samráö haft
við helsta stjórnarandstöðu-
flokkinn, Framsóknarflokk-
inn. um þetta mál.
Stjórn Framsóknarflokksins
taldi þessi tíðindi hins vegar
svo alvarleg, að hún kaus þá
Eystein Jónsson og Hermann
Jónasson til þess að fara á fund
ríkistjórnarinnar og skýra
henni frá, að Framsóknar-
flokkurinn væri andvígur því,
að stefnt væri með slíku ofur-
kappi að því, að ísland sækti
um aðild að Efnahagsbanda-
laginu. Framsóknarflokkurinn
hvetti eindregið til þess, að
mál þetta yrði athugað miklu
betur og stefnt yrði að við-
skipta- og tollasamningi, en
ekki aðild.
Þessi afstaða Framsóknar-
manna varð til þess, að við-
reisnarstjórnin fór að hugsa sig
bétur um. Jafnframt munu
hafa borist fregnir utan frá, að
íslandi yrði ekki veitt full aðild
sökum þess, hve skammt iðn-
þróun þess væri komin. En
stjórnin var samt ekki af baki
dottin.
Ahugi hennar beindist næst
að aukaaðildinni. í Alþýðu-
blaðinu 6. febrúar 1962 má líta
á útsíðu stóra fyrirsögn, sem
hljóðar á þessa leið: „Aukaað-
ild hentar Islandi best.“ Grein
sú, sem fylgir þessari fyrirsögn,
hefst á þesa leið:
„Samband íslendinga við
Vestur-Evrópu má ekki rofna.
Tengsl við Efnahagsbandalag-
ið eru okkur nauðsynleg, og
aukaaðild virðist henta íslend-
ingum best. sagði Gylfi Þ.
Gíslason viðsk.m.rh. á fundi
Alþýðufélags Reykjavíkur í
fyrradag."
Frásögn blaðsins lýkur svo á
þessa leið: „Sagðist Gylfi vera
þeirra skoðunar, að ísland ætti
einmitt að sækja um slíka
aðild, þ.e. aukaaðild. Það væri
hins vegar enn vafamál, hven-
ær ísland ætti að senda umsókn
sína. Það væri enn of snemmt,
en sennilega yrðu íslendingar
að taka ákvörðun sína í þessum
efnum, þegar Norðmenn hefðu
lagt fram umsókn sína , en
búast mætti við, að þeir gerðu
það í næsta mánuði. Gylfi
sagði, að Islendingar mæítu
ekki draga þaö lengi að saákja
um aukaaðild, eftir að Norð-
menn hefðu lagt fram umsókn
sína.“
í framhaldi af þessu gerðist
það svo nokkrum dögum
seinna eða 10.-11. febrúar, að
haldinn var flokksstjórnar-
fundur Alþfl. Þar var
samþykkt, að ísland ætti að
„Það eru ekki
liðnir margir
dagar í „frels-
inu“, þegar
Gunnar Snorra-
son kaupmað-
ur í Hólagarði
hælir sérafnýj-
um viðskipta-
háttum: Hann
kaupir kar-
töflur af bænd-
um undir
skráðu verði.“
þeir óttist undirboð og drátt á
greiðslum þegar „frelsið"
eldist. Blaðamenn taka lítt
undir það. En hver er reynsl-
an? Það eru ekki liðnir margir
dagar í „frelsinu'1, þegar
Gunnar Snorrason kaupmaður
sækja urn aukaaðild að Efna-
hagsbandalaginu.
Meira um
aukaaðild
Haustið 1962 komu mál
þessi til ítarlegrar umræðu á
Alþingi. í langri yfirlitsræðu,
sem Gylfi Þ. Gíslason við-
skiptamálaráðherrra flutti,
skýrði hann frá því, að ríkis-
stjórnin teldi ekki fulla aðild
koma til greina, og væri því um
tvennt að velja - aukaaðild
eða viðskipta- og tollasamn-
ing. Á samanburði, sem Gylfi
■ Eysteinn Jónsson.
gerði á þessum tveimur
leiðum, kom skýrt í ljós, að
ríkisstjórnin taldi aukaaðild
miklu betri. M.a. sagði Gylfi:
„Höfuðmunur tollasamn-
ingsleiðarinnar og aukaaðild-
arleiðarinnar er í rauninni fólg-
inn í því, að með aukaaðildar-
leiðinni er auðveldara að
tryggja íslendingum hag-
kvæma viðskiptaaðstöðu. En
það kostar samninga um við-
kvæm mál, eins og rétt útlend-
inga til atvinnurekstrar hér á
landi og innflutning erlends
fjármagns og erlends vinnu-
afls. Ef tollasamningsleiðin er
farin, kemur hins vegar aldrei
til slíkra samninga, en útilokað
virðist, að viðskipaaðstaða ís-
lendinga geti með þvi móti
nokkrun tíma orðið eins góð
og hún getur orðið á grundvelli
aukaaðildarsamnings. Þá er
það að sjálfsögðu meginmunur
á aukaaðildarleiðinni og tolla-
samningsleiðinni, að aukaaðili
tekur með einum eða öðrum
hætti þátt í störfum bandalags-
ins og getur að vissu leyti haft
í Hólagarði hælir sér af nýjum
viðskiptaháttum: Hann kaupir
kartöflur af bændum undir
skráðu verði.
Hér í Þykkvabæ er rekin
kartöfluverksmiðja. Græn-
metisv. landb. hefir ekki sölu-
umboð fyrir hana. Þar ríkir
„frelsið". í dag þurftu ráða-
menn verksmiðjunnar að ræða
við hreppsyfirvöld um vanda-
mál hennar. Hver skyldu þau
hafa verið? Jú, viðskiptaaðilar
hennar, sem hafa 60 daga
greiðslufrest, standa ekki við
samninga, og eru búnir að
koma fyrirtækinu í algera úlfa-
kreppu. Svona lítur „frelsið"
út þar. Þess er skylt að geta í
þessu sambandi, að styddi
Grænmetisv. landb. ekki við
bakið á kartöfluverksmiðj-
unni, væri hún stopp.
Og skrifin halda áfram: Kar-
töflur beint úr garðinum í
verslunum! Staðreyndin er sú,
að heilbrigðisreglugerð hefir
skotið loku fyrir sölu kartaflna
með þeim hætti, sem nú
viðgengst. Pökkun í birgða-
stöð Grænmetisv. hefir eðli-
lega verið tímatöf á leið vör-
unnar á sölustað. En hvað
hefir skeð? Jú, það kom til
sögunnar annað afl: Kaup-
aðstöðu til þess að geta haft
áhrif á stefnu þess, en ríki, sem
gerir tollasamning við Efna-
hagsbandalagið. er utan þess
og tekur að sjálfsögðu engan
þátt í störfum þess né hefur
aðstöðu til að hafa áhrif á
stefnu þess."
(Alþt. 1962, B1708)
„Órökstudd
afstaða"
Síðar í umræðunum, þegar
Gylfi ræddi um afstöðu Fram-
sóknarflokksins, fórust honum
orð á þessa leið:
■ Hcrmann Jónasson.
„Ríkisstj, hefur sagt það
eitt, að hún telji íslendinga
ekki geta tekið á sig þær
kvaðir, sem hún hefur fengið
upplýsingar um að hljóti að
fylgja fullri aðild. Öðrum
leiðum vill ríksstj. halda
opnum. Alþýðubandalagið
vill ekkert samband við Efna-
hagsbandalagið, af því að það
er á móti því, eðli þess og til-
gangi. Framsfl. vill ekki heldur
aðild að Efnahagsbandalag-
inu, hvorki fulla aðild né auka-
aðild, eflaust ekki vegna þess, að
hann sé á móti Efnahags-
bandalaginu eins og Alþb.,
heldur vegna hins, að Framsfl.
slær því föstu, að aukaaðild
muni fylgja skuldbindingar,
sem engin veit, hvort þurfa að
fylgja slíkri aðild, og hann
mælir með tollasamningi, án
þess að geta vitað nokkuð um,
hvort slíkur samningur gæti
veitt íslandi þau réttindi, sem
því er brýn nauðsyn að öðlast.
Ég harma það mjög, að
Framsfl. skuli taka svo órök-
studda afstöðu, - afstöðu, sem
er skoðun Framsfl. í málinu,
„Blaðamenn
hafa sett goð á
stall. Það heitir
Jens ■■■ Þegartil
sölu upp-
skerunnar
kemur, þá vill
hann ekki sitja
við sama borð
og þeir, sem
haldið hafa
framleiðslu
hans gang-
andi.“
menn ákváðu að fara sínu
fram, og heilbrigðisyfirvöld
horfa á með blinda auganu.
Hitt er annað, að það læðist að
manni sá grunur, að kaupmenn
hefðu ekki lagt vinnu í, að þvo
kartöflur á sinn kostnað, eins
að nauðsynlegt sé að bíða
átekta vegna þess, hversu
mörg atriði þess séu enn
óljós."
Sem betur fer, er það þessi
„órökstudda afstaða" Frant-
sóknarflokksins, sem hefur
sigrað, og allir flokkar hafa nú
samstöðu unt.
„Einbýl, jafnvíg
á báðar hendur“
Saða íslands er að verða sú,
að það hefur að nábúum tvö
öflug efnahagsbandalög, ann-
ars vegar Bandaríkin og hins
vegar Efnahagsbandalag Evr-
ópu. Mikil hætta er á þeim
áróðri, að það verði talið erfitt
fyrir smáríki eins og ísland, að
standa til lengdar utan hinna
stóru bandalaga. í þeim efnum
verður vafalaust rn.a. vitnað til
ríkja eins og Danmerkur og
írlands. Slíkur samanburður
er þó alveg út í hött. Þar er
fyrst að nefna legu íslands.
ísland liggur langt frá öðrum
Evrópulöndum, næstum mitt
á ntilli Anieríku og Vestur-
Evrópu. ísland hefur meiri
verslunarskipti við Ameríku
en nokkurt Evrópuland,
síðast, en ekki síst. er svo sú
sérstaða, sem hlýzt af fámenni
íslensku þjóðarinnar.
Allt þetta styður þá niður-
stöðu, að ísland eigi að njóta
umræddrar sérstöðu sinnar
með því að hafa sem best
sambönd við bandalögin
beggja megin hafsins, en tengj-
ast ekki öðru þeirra nánara
efnahagslega eða pólitískt en
hinu. Staða Islands yrði þá sú,
sem Einar Benediktsson lýsir
svo vel í Sóleyjarkvæði sínu,
að vera „áttvís á tvennar álfu-
strendur, einbýl, jafnvígábáð-
ar hendur".
íslensk utanríkisstefna myndi
þá beinasl að því að njóta legu
landsins til góðrar sambúðar
við bandalögin, en gerast ekki
oftengt öðru hvoru þeirra. Öll
reynsla bendir til þess, að ná-
búarnir í Vestur-Evrópu og
Bandaríkjunum, myndu vel
skilja þessa afsöðu Islendinga
pg viðurkenna hana í verki, ef
íslendingar sjálfir fylgdu þessu
máli sínu nógu vel eftir.
Flest rök benda til þess, að
ísland gæti á þennan hátt best
tryggt sjálfstæði sitt, en þó átt
góða sambúð við alla nábúa
sína, og verið hlutgengur þátt-
takandi í alþjóðlegu samstarfi.
Hins vegar er hætta á því, ef
Island innlimast í öflugt efna-
hagsbandalag, að hlutur þess
yrði þar ekki öllu meiri en
Orkneyja í breska samríkinu.
og nú munu dæmi um, héfðu
þær veriö keyptar í Grænmet-
isv. landb. - En hvað gera
menn ekki fyrir „frelsið".
Blaðamenn hafa sett goð á
stall. Það heitir Jens. Og
„frelsið" hans Jens? Það er
þannig, að hann er undir sama
hatti og aðrir kartöflubændur,
hvað varðar fyrirgreiðslu þess
samfélags, sem hann starfar í,
og hefði s.l. vor ekki fengið
áburð í akra sína, ef ekki hefði
komið til ábyrgð búnaðarfé-
lags hreppsins. Þegar til sölu
uppskerunnar kemur, þá vill
hann ekki sitja við sama borð
og þeir, sem haldið hafa fram-
leiðslu hans gangandi. Hann
einn selur nú nálega sama
magn daglega, og hinir 50
bændurnir í hreppnum. Þetta
er „frelsið" hans Jens, sem
blöðin lofa!
Þessi viðskiptaháttur er
þekktur frá fornu fari, en fé-
lagsskapur bænda um sölumál
afurðanna batt að mestu enda
á hann.
Nú vekja Jens, og nokkrir
aðrir bændur þennan draug til
lífs á nýu. En þeir eru ekki að
baða sig í tærri lind frelsisins.
Þeir busla f forarpytti.
Sigurbjartur Guðjónsson.
Hávarðarkoti, Þykkvabæ.
■ För þeirra á fund ríkisstjórnarinnar sumarið 1961
hafði mikil áhrif.
TIMI.W
! Málsvari frjálslyndis,:
. samvinnu og félagshyggju
Útgefandi: Nútíminn h.f.
Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm)
og Þórarinn Þórarinsson
Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar:
Síðumúli 15, Reykjavík. Sími:
686300. Auglýsingasimi: 18300. ,
Kvöldsímar: 686387 og 686306.
Verð í lausasölu 25 kr. og 30 kr. um
helgar.
Áskrift 275 kr.
Setnihg og umbrot: Tæknideild NT.
Prentun: Blaðaprent hf.
Fjöreggið
■ Andrés Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, gerði
fyrir nokkru að umtalsefni hinar áratugalöngu árásir,
sem samvinnuhreyfingin hefur orðið að sæta. Andrés
Kristjánsson sagði:
„Því verður varla haldið frarn með ótvíræðum rétti, að
íslensk samvinnuhreyfing eða helstu fyrritæki og stofn-
ariir hennar í verslun og atvinnurekstri, kaupfélögin og
samband þeirra, hafi notið meðbyrseða umburðarlynd-
is um skör fram af hendi þeirra rnanna, flokka og
málgagna, sem telja aðra viðskipta- og rekstrarhætti í
þjóðfélaginu ákjósanlegri. Um samvinnuhreyfinguna
og starf hennar í landinu hefur satt að segja staðið
linnulítil orrahríð alla stund síðan hún náði fótfestu hér
á landi fyrir rúniri öld, að vísu í mislöngum lotum og
með ofurlitlum hléum, en aldrei hefur verið fritt að
fullu, á þessum vígstöðvum.
Þessi aldarlöngu, hörðu og hvíldarlitlu átök sýna og
sanna svo að varla verður urn villst, að hér er vegist á
um gerólík og andstæð sjónarmið, sem eru að verða
ósættanleg. Hins hefði þó ef til vill mátt ætla, að með
tíð og tíma kæmust á nokkurn veginn varanleg grið milli
þessara andstæðu fylkinga í samfélaginu, þannig að
báðar viðurkenndu tilverurétt þessara mismunandi
sjónarmiða og rekstrarforma í hinu blandaða hagkerfi
okkar og héldu sig innan ramma málefnalegrar umræðu
um þau en slíðruðu að mestu sverð hinnar vægðarlitlu
höggorrustu sem geisað hafði. En því virðist ekki að
heilsa. Herforingjar stríðsins gegn samvinnuhreyfing-
unni hefja gunnreifir nýja sókn á annarri öld samvinnu-
starfsins í landinu og láta ekki deigan síga.
En þetta harðsækna stríð gegn samvinnuhreyfingunni
er og hefur verið að mestu á aðra hlið. Samvinnumenn
bregða aðeins vörnum við þegar harkalega er að þeim
ráðist. Það verður varla ineð sanngirni sagt, að
samvinnumenn hafi haft árásarfrumkvæði í þessum
vopnaskiptum síðustu áratugina að minnsta kosti. Þeir
hafa ekki legið í skotgröfum gegn hersveitum og
borgum einkarekstrarins, eða annarra rekstrarforma af
andstæðum toga, og sjaldan gert árásir að fyrra bragði.
Samvinnumenn viðurkenna að fullu rétt einkaframtaks-
ins til starfa og athafna, þótt þeir telji samvinnuúrræði
betri kost í mörgum greinum.
Flestir samvinnumenn líta meira að segja svo á, að
hér sé alls ekki um hatrammar andstæður að ræða, sem
þurfi endilega að standa í sífelldu stórstríði, heldur sé
samvinnustarf í raun einstaklingsframtak í öðru veldi,
þar sem samvinnusamtök séu vogarstöng einstakling-
anna til hagsbóta og framfara, og henni megi beita að
þéim mörkum, að það skerði ekki réttmætan hlut
annarra. Margir talsmenn hlutafélaga og einkaframtaks
vilja hins vegar gefa þeim rekstri miklu frjálsari hendur
til söfnunar einkagróða af honum og virða ekki nógu
vel landamæri annarra, telja sig hafa rétt til að ráða
einir rekstri sínum og afrakstri hans, þótt hann sé sóttur
í vasa annarra, og telja viðskiptamenn ekki eignarétt til
áhrifa né hlutdeildar í ágóða. Þetta er í raun og veru
ásteitingarsteinninn. “
En þótt árásirnar geti verið hvimleiðar, eru þær
sönnun þess, að enn hefur samvinnuhreyfingin gagnleg
verk að vinna. Andrés Kristjánsson segir:
„Ef sá dagur rynni, að andstæðingar samvinnu-
hreyfingarinnar legðu frá sér vopnin og þögnin sveipaði
hana með öllum sínum þunga legðist hún sjálf í kör.
Umræða um hana - góð eða ill eftir atvikum - er fjöregg
hennar. Henni stafar engin hætta af þeirri umræðu né
gagnrýni sem að henni er beint heldur hinu að þagað
sé um hana alla daga.“