NT - 03.09.1984, Síða 26
| | L r Mánudagur 3. september 1984 26
Ll Íj>ró*tÍBr
„Þetta var
erfiðara
en í fyrra“
- segir Hörður Helgason þjálfari
nýbakaðra islandsmeistara Akraness
■ „Þetta er gott lið sem ég er
með og góður mannskapur sem
stendur á bak við liöiö, þess
vegna höfum við náð þetta
langt“ sagði Hörður Helgason
þjálfari Skagamanna í samtali
við NT, en lið hans vann á
laugardag Islandsmeistaratitil-
inn í knattspyrnu 1984. Frá því
Hörður tók við liðinu fyrir
tveimur árum hefur liðið unnið
Islandsmeistaratitilinn og orðið
bikarmeistar bæði árin. Glæsi-
legur árangur og NT sendir
Skagamönnum hamingjuóskir
í tilefni af meistaratitlinum.
„Mér finnst það hafa verið
erfiðara að vinna báða titlana í
ár en í fyrra. Þrátt fyrir að
íslandsmeistaratitillinn liggi
fyrr á borðinu nú en í fyrra. Við
vissum það í byrjun að þetta
mundi verða erfiðara, það var
öllum liðunum kappsmál að
vinna okkur. Þar að auki misst-
um við Sigurð Jónsson, en
hann var lykilmaður hjá okkur
í fyrra. En þetta tókst með
samstillingu og góðum
mannskap."
Á laugardagskvöld var glatt
á hjalla á Akranesi. Leikmenn
íslandsmeistaranna hittust hjá
Herði þjálfara og síðan lá
leiðin á Hótel Akranes á dans-
leik.
Að kvöldi laugardagsins 15.
september verður haldin mikil
sigurhátíð á Akranesi, en fyrr
um daginn leika Skagamenn
síðasta leik sinn í íslandsmót-
inu á þessu keppnistímabili,
gegn Breiðabliki á heimavelli
sínum á Skipaskaga.
■ Hörður Helgason þjálfari Skagamanna á sigurstund.
ÞórvannHauka
- í æfingaleikjum í handknattleik í
Eyjum
Frá Sigfúsi (iuúinundssyni íþróttafrétta-
manni NT í Vestmannaeyjum
■ Nýliðar Þórs í 1. deildinni í
handknattleik, léku tvo æfínga-
leiki gegn Haukum úr Hafnar-
fírði um helgina. Haukar sem
féllu í 2. deild á síðasta keppnis-
tímabili töpuðu báðum leikjun-
um fyrir Þórurum.
Fyrri leikurinn fór 25-22 fyrir
Þór eftirað staðan íhálfleikvar
12-10 heimamönnum í vil.
Gylfi Birgisson var atkvæða-
mestur Þórara með 11 mörk.
í síðari leiknum sigruðu Þór-
arar með 30 mörkum gegn 23.
Staðan í hálfleik. var 15-11.
Sigurður Friðriksson skoraði 7
mörk fyrir Þór, þar af 5 úr
vítum og Gylfi Birgisson skor-
aði 6, þar af 1 úr víti. Þeir Jón
Hauksson og Sigurjón Sigurðs-
son skoruöu 8 mörk hvor fyrir
Hauka.
■ Hér tekur Sigurður Halldórsson sigurhopp þrátt fyrir að hafa ekki sigrað í leiknum. Skagamenn tryggðu sér hins
vegar íslandsmeistaratign og því gat Sigurður hoppað. KR-ingarnir á myndinni eru Ágúst og Jósteinn. nt mynd Ámi Bjama
Nádu jafntefli
gegn KR og urðu
íslandsmeistarar
- Skagamenn hafa tryggt sér íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu 1984
■ KR og Akranes gerðu
markalaust jafntelfí á Laugar-
dalsvelli á laugardag. Með því
eina stigi sem Skagamenn
fengu úr þessum leik tryggðu
þeir sér íslandsmeistaratitilinn
í knattspyrnu 1984, því Keflvík-
ingar töpuðu á sama tíma fyrir
Þór í Keflavík
Leikur KR og í A á laugardag
var lítið spennandi á að horfa
og lítið um hættuleg mark-
tækifæri. KR-ingar voru þó
mun ákveðnari aðilinn allan
leikinn og lið Skagamanna
komst ekki almennilega í gang
fyrr en síðustu mínútur leiks-
ins.
Leikurinn fór rólega af stað,
en fyrsta marktækifærið leit
dagsins ljós á 11. mín. Svein-
björn Hákonarson átti þá gott
langskot að marki KR, en Stef-
án markvörður varði vel.
Á 25. mín. munaði iitlu að
mistök Árna Sveinssonar kost-
uðu Skagamenn mark. Hann
gaf boltann á Gunnar Gíslason
KR-ing, sem síðan renndi hon-
um áfram á Björn Rafnsson,
sem síðan komst í gegnum
HNOT-
SKURN
■ Daufur leikur í sólskini
og kúrekastemningu á Laug-
ardalsvelli. „Villta vesturs"
bæjarllðinu tókst ekki að
knýja fram sigur úr þessu
einvígi. Þeir voru ekki nógu
nákvæmir á gikknum þegar
mest á reið. Leikmenn lið-
anna gátu því með sanni
reykt saman friðarpípu að
leikslokum.
Skagavörnina. Sóknin endaði
með því að Björn skaut í
hliðarnetið úr nokkuð þröngu
færi.
Tveim mínútum síðar var
Björn aftur á ferðinni. Hann
gaf góða sendingu inní vítateig
ÍA á Ágúst Már sem „kiksaði“
illa fyrir opnu marki. Stuttu
síðar skallaði Ágúst rétt yfir
eftir aukaspyrnu Sæbjörns.
Sæbjörn var síðan sjálfur á
Einkunnagjöf NT
KR
Stefán Jóhannsson ......3
Sævar Leifsson..........2
Haraldur Haraldsson .... 3
Jakob Pétursson ........3
Jósteinn Einarsson .....3
Ágúst Már Jónsson -.....4
Gunnar Gíslason ........4
Björn Rafnsson..........4
Sæbjörn Guðmundsson . 4
Óskar Ingimundarson ... 5
Hálfdán Orlygsson......5
Aðrir léku of stutt.
IA
Bjarni Sigurðsson ......2
Guðjón Þórðarson .......2
Jón Áskelsson ..........5
Ólafur Þórðarson ..:.... 3
Sigurður Halldórsson.... 4
Hörður Jóhannesson .... 5
Sveinbjörn Hákonarson .. 4
Karl Þórðarson..........3
Sigþór Ómarsson........5
Guðbjörn Tryggvason ... 4
Árni Sveinsson..........3
Aðrir léku of stutt.
ferðinni rétt fyrir hlé, en skot
hans fór rétt framhjá.
Það voru síðan Skagamenn
sem áttu síðasta orðið í hálf-
leiknum. Eftir mikinn usla í
vítateig KR, skaut Hörður Jó-
hannesson framhjá markinu úr
góðu færi.
Síðari hálfleikur var ekki
skárri en sá fyrri, síður en svo.
KR-ingar voru mjög nálægt
því að ná forystu á 66. mín. er
Gunnar Gíslason renndi bolt-
anum að marki Skagamanna.
Boltinn stefndi í netið, en á
síðustu stundu náði Guðjón
Þórðarson að bjarga á línu.
Guðjón lék miðvörð í þessum
leik, þar sem Sigurður Lárus-
son fyrirliði var í leikbanni.
Ólafur Þórðarson tók stöðu
Guðjóns sem hægri bakvörður.
Þremur mín. eftir að Guðjón
bjargaði á líunni frá Gunnari
var sá síðarnefndi aftur í hættu-
legu tækifæri. Skot hans úr
góðu færi fór hinsvegar yfir
mark Skagamanna.
Þremur mín. fyrir lok leiks-
ins komst Sigurður Helgason
varamaður í liði KR upp að
endamörkum og gaf boltann
fyrir markið. Þar var enginn
KR-ingur tilað reka endahnút-
inn á sóknina og rann hún því
út í sandinn.
Það sem eftir lifði af leiknum
var eins og Skagamenn áttuðu
sig á því að þeir þyrftu að skora
mark til að tryggja sér titilinn,
en það var of seint. Þar með leit
fyrsti markalausi leikur Akra-
nesliðsins í sumar dagsins ljós.
Á 69. mín. leiksins kom
Sigurður Jónsson inná sem var-
amaður í lið ÍA fyrir Sigþór
Ómarsson og er það í fyrsta
sinn í sumar sem hann leikur
með liðinu eftir meiðslin sem
hann hlaut í maí mánuði síðast-
liðnum. Júlíus Ingólfsson kom
líka inná í liði IA á 83. mín fyrir
Sveinbjörn Hákonarson. Hjá
KR kom Sverrir Herbertsson
inná á 63. mín. fyrir Óskar
Ingimundarson og Sigurður
Helgason kom inná fyrir
Hálfdán á 75. mín.
Bestu menn liðanna í
leiknum á laugardag voru þeir
Bjarni Sigurðsson í liði ÍA og
Sævar Leifsson í liði KR.
Dregið
hjá FRÍ
■ Dregið var í happ-
drætti Frjálsíþröttasam-
bands íslands þann 20.
ágúst síðastliöinn. Sólar-
landaferðir komu upp á
miða númer 5718, 5121
og 4189. Kaupmanna-
hafnarferðir komu upp á
miða númer 4191, 2271,
4992, 3982, 15662, 10805
og 12545.