NT - 04.09.1984, Page 1

NT - 04.09.1984, Page 1
Útvarpsstjóri |“fc" ** stArfum mmbIii Amm_______ ■ Andrés Björnsson út- varpsstjóri mun láta af störfum um næstu áramót eftir um 40 ára veru hjá útvarpinu og þar af 17 ár sem æðsti yfirmaður þess. Andrés sagði, aðspurð- ur, að ekki væri kominn tími til að segja hvað hann ætlaði að taka sér fyrir hendur, þegar hann yfir- gefur útvarpið. „Það getur vel verið, að ég verði orð- inn svo latur að ég nenni engu. En við getum talað um það, þegar þar að kemur,“ sagði hann. Andrés lagði inn upp- sagnarbréf sitt í síðustu viku og verður staða hans væntanlega auglýst ein- hvern næstu daga. Seyðisfjörður: Bíllinn féll 5 metra ■ Ung stúlka var flutt til Reykjavíkur eftir umferðarslys á Seyðisfirði í gærkvöldi. Hún hafði ekið bifreið sinni utan í vegkant og féll niður af vegar- brún um fimm metra. Ekki er vitað um tildrög slyssins en sennilegt er talið að stúlkan hafi dottað undir stýri eða fengið aðsvif. Sjálf man hún ekki hvernig slysið bar að. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðsl hennar eru. Matareitrun á Vellinum? Tugir manna með niðurgangspest! ■ AUirverkamennsemvinna á Helguvíkursvæðinu í Kefla- vík, um þrjátíu talsins, voru sendir heim úr vinnu á föstu- dag vegna niðurgangs sem greip skyndilega um sig meðal mannanna aðfaranótt föstu- dagsins. Almennt er álitið að orsökina sé að finna í kvöld- verði sem þeir neyttu á fimmtu- dagskvöldið. Maturinn var úr mötuneyti íslenskra Aðalverk- taka og sagði brytinn, Friðrik Eiríksson.það alls endis ósann- að að orsökin væri maturinn. „Til dæmis fékk ég pest þetta kvöld en borðaði þó ekki mat- inn því ég var í Reykjavík,“ sagði Friðrik. „Þetta var grænmetið eða eitthvað sem olli þessu“, sagði Þorkell Jónsson eftirlitsmaður íslenskra Aðalverktaka á Keflavíkurflugvelli. „Það voru fáir sem borðuðu þarna um kvöldið og fengu þetta ekki aðrir en þeir sem borðuðu", sagði Þorkell. „Þeir sem borð- uðu ekki grænmetið sluppu, þar á meðal ég. Það voru í þessu belgbaunir og annað sem er mjög viðkvæmt fyrir öllu svona,“ sagði einn verkstjóra sem NT ræddi við og hjá verkamönnum sem rætt var við kom fram almenn óánægja vegna þessa máls. Pestin var verst á Helguvíkursvæðinu en starfsmenn þar fá sendan mat úr mötuneytinu en þar er einnig eldað ofan í aðra starfsmenn á vallarsvæðinu. Að sögn Þor- kels var ekki vitað til að aðrir en Helguvíkurmenn hefðu orðið að hætta vinnu vegna kveisunnar. Ríkis- og bæjarstarfsmenn: Verkfallið skellur á eftir réttan mánuð! - ef sáttatillagan verður felld Turner í Kanada: ■ Þessi Broneo sá engin önnur ráð til að klóra sér í toppnum en að snúa túttum upp í loft, og tók ekkert mark á bænum eigand- ans um að spara splunkunýtt lakkið. Tapaðist sigurinn þegar hann klapp- aði konu á rassinn? Þetta var sá eini sem tókst að tyila sér á haus í torfærukeppni björgunarsveitarinnar Stakks á sunnudaginn en að sjálfsögðu kom veltigríndin og hjálmurinn í veg fyrir meiðsl á ökumanni sem ók í burtu þegar búið var að velta bflnum við. Mynd: Gunnar Óskarsson - sjá Erlent yfirlit bls. 28 ■ Liðlega 10 þúsund ríkis- starfsmenn og nokkur þúsund bæjar og borgarstarfsmenn leggja niður vinnu 4. október n.k. ef að líkum lætur, en sam- eiginlegur fundur stjórnar og samninganefndar BSRB sam- þykkti í gær með 65 samhljóða atkvæðum að boða til verkfalls frá og með 19. september. Ríkissáttasemjara er skylt að leggja fram sáttatillögu í deil- unni og getur hann jafnframt frestað verkfallinu um 15 daga, og gerir það vafalaust. Allsherj- aratkvæðagreiðsla fer fram um sáttatillöguna á meðan á frestin- um stendur og hefst verkfall ef hún er felld. Ef þátttaka nær ekki 50% telst sáttatillagan sjálfkrafa samþykkt. Guðlaugi Þorvaldssyni ríkis- sáttasemjara er mikill vandi á höndum með sáttatillögu sem felur það tvennt í sér að vera ekki fyrirfram vonlaus annars- vegar og hinsvegar þannig að fjármálaráðherra geti liugsan- lega samþykkt hana. Helsta von Guðlaugs er að Vestfirðingar nái samningum því þá gæti hann lagt þá útkomu til grundvallar sáttatillögunni. En svo virðist á þessu augnabliki að atvinnurek- endum þar hafi verið bannað að semja í bili a.m.k. Reyndar má búast við því að félög innan ASÍ og VSl haldi að sér höndun- um fram yfir 20. sept. en þá ætti sáttatillaga að liggja fyrir. Hitt er svo annað, að heimild- armenn blaðsins eru sammála um það að opinberir starfsmenn felli sáttatillögu sem ekki væri því hagstæðari. Ef BSRB na?r ekki verulegri hækkun nú verð- ur það banabiti bandalagsins sem er innbyrðis veikt. Kennar- ar eru á leiðinni út og fjölmargir aðrir hópar hafa þá skoðun að þeir hagnist ekkert á að vera í bandalaginu enda sýna dæmin gö þeir hópar sem hafa klofið sig út hafa með sérhagsmuna- baráttu sinni náð árangri. Búist er við því að bæjai^og borgarstarfsmenn muni í dag fylgja í fótspor ríkisstarfsmanna og boða til verkfalls. Um 2/3 ríkisstarfsmanna innan BSRB hafa í raun verkfallsrétt en að- eins röskur helmingur bæjar-og borgarstarfsmanna. Tímahrak í annarri umferð skák- þings Íslands - Sjá bls. 3 Bágborin aðstaða slökkviliðsmanna ■ „Það er ekki góð tilfinning að standa niður við Reykjavíkur- höfn þar sem bíll hefur farið í sjóinn og bíða eftir kafara til að fara niður. Síðast þegar ég fór niður að höfn biðum við í ofvæni, heilar 45 mínútur eftir kafara. Þegar hann kom fór hann niður til að sækja lík, en ekki lifandi manneskjur." Þetta segir Höskuldur Einars- son, formaður Landssambands slökkviliðsmanna í viðtali við NT í dag. Þar kemur fram að aðbúnaði og aðstöðu slökkvi- liða á Islandi er mjög ábótavant, m.a. er köfunarbúnaður og þjálfun kafara meðal þess ör- yggisútbúnaðar sem slökkvilið- in á landinu hafa ekki yfir að ráða. í viðtalinu kemur fram að þolinmæði slökkviliðsmanna er á þrotum vegna þess að barátta Landssambands slökkviliðs- manna fyrir úrbótum hefur lít- inn sem engan árangur borið, Sjá NT-viðtal bls. 8-9. Þingflokkarnir funda um MFramtíðarplanið<( - sjá bls 3

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.