NT


NT - 04.09.1984, Síða 7

NT - 04.09.1984, Síða 7
Arskógshreppur: Stóriðjan er það sem koma skal Rætt við Jóhannes R. Traustason oddvita ■ Fjórðungsþing Norðlend- inga var haldið á Reykjum í Hrútafirði um helgina. Meðal fulltrúa sem þar voru mættir var Jóhannes R. Traustason oddviti í Árskógshreppi. NT ræddi við hann og bárust fyrst í tal þær upplýsingar Ingjalds Hannibalssonar forstjóra Iðn- tæknistofnunar að iðnaðurinn gæti ekki tekið á móti unga fólkinu í framtíðinni eins og talið hefur verið, heldur yrði að huga frekar að þjónustunni. Nær ekki upp í þetta „Maður nær ekki vel uppí þetta að í framtíðinni verði það ekki hinar hefðbundnu atvinnugreinar sem skapi mestu atvinnutækifærin. Hjá okkur er staðan þannig að af 320 íbúum byggðarlagsins starfa um 2/3 í sjávarútvegi en þriðjipartur við landbúnað. Við höfum notið þess að fá góðan afla að landi og hefur hann verið verkaður í salt og farið á verðmestu markaði." - Hvernig gengur að stýra kvótanum? „Þegar kemur að kvótanum koma fram ýmsir örðugleikar og því töldum við okkur nauð- synlegt að stofna til fjölbreytt- ari atvinnuhátta. Þess vegna stofnuðum við hlutafélag um rækjuvinnslu." - Hvernig hefur það gengið? „Það starfa við hana 30 manns á tveim vöktum og hefur afli verið góður. Sex heimabátar gera út á rækju og landa í stöðinni.“ - Hvernig standa sölumál? „Það hafa verið örðugleikar í sölunni en við vonumst til að rætist úr því á næstunni. Við höfum pakkað jafnt fyrir inn- lendan sem erlendan markað og t.d. hafa Bretarnir komið og skoðað varninginn og litist vel á. Við höfum fengið fyrir- greiðslu um stofnbúnað og hugsum okkur að geta byggt upp nýrri og stærri stöð í framtíðinni sem þjóni fleiri framleiðsluþáttum, ogivinni lifur, hrogn og fl.“ Stóriðja það sem koma skal - Það hefur verið talað um stóriðju við Eyjafjörð, jafnvei í Árskógshreppi. Hvernig lýst þér á þær hugmyndir? „Ég get ekki verið annað en samþykkur þeim er telja að þarna séu möguleikar til stór- iðju, þetta snýst um svo mörg atvinnutækifæri, svo framar- lega sem rannsóknir leiða í Ijós að ekki sé hætta á röskun byggðar eða náttúrulegar skemmdir." - Hvernig mælast þessar hugmyndir fyrir í þínu byggð- arlagi? „Þær mælast nú misjafnlega fyrir, sérstaklega hjá þeim er starfa að landbúnaði, en í þorpunum telja menn ekkert athugunarvert við að reynt sé að koma á öruggum atvinnutil- boðum.“ - Skólamálin hafa verið í deiglunni hér á þessu þingi. Hvernig horfa þau mál fyrir ykkur? „Staðan í þeim er erfið. Ríkið vill að við tökum stærri þátt í kostnaði en okkur finnst sú krafa óréttlát. Við höfum tekið á okkur viðhaldskostnað og getum ekki samþykkt að taka á okkur stærri hlut nema það fáist bætt úr öðrum sjóðum. En menn eru hræddir Þriðjudagur 4. september 1984 ■ Jóhannes Reykjalín Traustason oddviti í Árskógs- hreppi: Maður nær ekki uppí þetta að það verði ekki hinar hefðbundnu atvinnugreinar sem skapi atvinnutxkifærin í framt íðinni. M' mvnd: áþj við að semja um einhverjar greiðslur því það hafa verið brögð að því að greiðslur bær- ust ekki, þó umsamdar væru við ríkið eins og t.d. í sjúkra- sjóði." Fjórðungsþingið - Hvernig hefur þér líkað þetta fjórðungsþing? „Ég er svosum ánægður með þetta þing. Öll kynning er mikils virði og við viljum vinna eins og við best getum hugsað okkur fyrir sveitarfélögin, fjóröungssambandið og heild- ina.“ Sigur- björn reykir ■ Um klukkan 15 á laugar- dag var slökkviliðið í Vest- mannaeyjum hvatt um borð í bátinn Sigurbjörn VE-329 sem lá í höfninni. Mikinn reyk lagði úr bátnum. Ekki reyndist þó eldur laus í bátnum, heldur var eitthvað ólag á kabyssunni. Það var lagfært og urðu því litlar skemmdir á bátnum af öðru en reyknum. NT-mynd lngvcldur 7 ■ Ólafur sýnir fundarmönnum farkostinn góða. Júlíus Sólnes formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu beygir sig í „duftið“. NT-mydn: Á.Þ.J. Ólafur á vængjum óttans að kynna sveitarstjórnar- mönnum á Norðurlandi þyriu- þjónustu er Albína rekur. Er hún með þyrlu af gerðinni Hghes 5001) sem getur flutt fimm menn og var mönnum boðið í stuttar flugferðir í næsta nágrenni Reykja. Þyrlan fékk þó óvænt hlut- verk þegar í ljós kom að mennta- málaráðherra var mjög tíma- bundinn og þurfti að komast til borgarinnar vegna anna, áður en umræður um skólamálin komust verulega á skrið. Bauðst Ólafur til að skutla ráðherra og fylgdarliði suður, endurgjaldslaust að sjálf- sögðu, og hefur það eflaust verið góð auglýsing fyrir þyrl- una og hvernig hún getur bjargað stjórnmálamönnum í neyð. Hins vegar þótti mörg- um fundarmanni hart í broti að sjá svo skyndilega á bak ráðherra og gárungarnir töl- uðu um að komið væri nýtt nafn á þyrluspaöa. Héðan í frá yrðu þeir ncfndir „Vængir óttans.“ ■ Ólafur Sigurðsson frétta- maður sjónvarps og kona hans Albína Thordarson duttu ofan úr skýjunum á 26. fjórðungs- þingi Norðlendinga á dögun- um. Var Ólafur þó ekki að afla frétta fyrir miðil sinn að þessu sinni heldur voru þau hjónin Fjórðungsþing Norðlendinga ■ Fjórðungsþingi Norðlendinga lauk að Reykjum í Hrútafirði um helgina og gætti töluverðrar ólgu þar, eins og greint var frá í NT í gær, en þó lauk þingstörfum í sátt og samlyndi og ákveðið var að hittast til skrafs og ráðagerða á Laugum í Þingeyjarsýslu að ári. Á myndinni sést þingheimur og er Askell Einarsson framkvæmdastjóri sambandsins í ræðustól og til hliðar við hann sitja Kristján Björnsson þingforseti og Þórður Skúlason sveitar- stjóri á Hvammstanga og fráfarandi forseti sambandsins. NT-mynd: ábj Réttir ■ Nú þegar september er genginn í garð rifjast það upp fyrir mönnum að fjárréttir eru á næsta leiti. Óbrigðul vís- Fjárréttir bending um að sumarið er á enda. Búnaðarfélag íslands hefur tekið sama lista yfir dag- setningar nokkurra helstu rétta haustsins. Við birtum hann hér um leið og við hvetjum menn til að varðveita listann. Það getur komið sér vel þegar að því kemur að taka afstöðu til þess hvort farið skuli í réttir. Dagsetningar Auðkúlurétt í Svínadal, A-Hún. Brekkurétt í Norðurárdal, Mýr. Fellsendasrétt í Miðdölum, Dal. Fljótstungurétt í Hvítársíðu, Mýr. Fossvallarétt v/Lækjarbotna (Rvík/Kóp.) Grímsstaðarétt í Álftaneshr., Mýr. Hafravatnsrétt í Mosfellssveit, Kjósars. Heiðabæjarrétt í Þingvallasveit, Árn. Hítárdalsrétt í Hraunhr., Mýr. Hraunsrétt í Aðaldal, S-Þing. Hrunaréttir í Hrunamannahr., Árn. Hrútatungurétt í Hrútafirði, V-Hún. Húsmúlarétt v/Kolviðarhól, Árn. Kaldársrétt v/Hafnarfjörð Kaldárbakkarétt í Kolbeinsst.hr., Hnapp. Kirkjufellsrétt í Haukadal, Dal. Kjósarrétt í Kjósarhreppi, Kjósarsýslu Klausturhólarétt í Grímsnesi, Árn. Kollafjarðarrétt í Kollafirði, Kjós Krísuvíkurrétt, Krísuvík, Gullbr.s. Langholtsrétt í Miklaholtshr. Snæf. Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag. Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V-Hún. Mýrdalsrétt í Kolbeinsst .hr., Hnapp. Mælifellsrétt í Lýtingsst.hr., Skaga. Nesjavallarétt í Grafningi, Árn. Oddsstaðarétt í Lundareykjardal, Borg. Rauðsgilsrétt í Hálasveit, Borg. Reynistaðarétt í Staðarhr., Skag. Selflatarétt í Grafningi, Árn. Selvogsrétt í Selvogi, Árn. Slifrastaðarétt í Akrahr., Skag. Skaftártungurétt í Skaftártungu, V-Skaft. Skaftholtsrétt í Gnúpverjahr., Árn. Skarðaréttirí Gönguskörðum, Skag. SkeiðarréttiráSkeiðum, Árn. Skrapatungurétt í Vindhælishr. A-Hún. Stafnsrétt í Svartárdal, A-Hún. Svarthamarsrétt á Hvalijarðarströnd, Borg. Svignaskarðsrétt í Borgarhr., Mýr. Tungnaréttir í Biskupstungum, Árn. Tungurétt í Svarfaðardal, Eyjafj. Undirfellsrétt í Vatnsdal, A-Hún. Vogarétt, Vatnsleysuströnd, Gullbr. Víðidalstungurétt í Víðidal, V:FJún. Þingvallarétt í Þingvallasveit, Árn. Þórkötlustaðarétt v/Grindavík Þverárrétt í Eyjahreppi, Snæf. Þverárrétt í Þverárhlíð, Mýr. Ölfusrétt, Ölfusi, Árn. Ölkeldurétt í Staðarsveit, Snæf. föstud. 14. og laugard. 15. sept. mánudagur 17. september mánudagur 24. september mánudagur 17. september sunnudagur 16. september fimmtudagur 20. septembcr mánudagur 17. september laugardagur 15. september miðvikudagur 19. september miðvikudagur 12. september flmmtudagur 13. september sunnudagur 9. september mánudagur 17. september laugardagur 15. september mánudagur 17. september sunnudagur 23. september þriðjudagur 18. september miðvikudagur 12. september þriðjudagur 18. september laugardagur 22. september miðvikudagur 19. september laugardagur 15. september sunnudagur 9. september þriðjudagur 18. september sunnudagur 16. september mánudagur 17. september miðvikudagur 19. september föstudagur21. september mánudagur 10. september miðvikudagur 19. september miðvikudagur 19. september mánudagur 17. september miðvikudagur 19. september flmmtudagur 13. september sunnudagur 9. september föstudagur 14. september sunnudagur 16. september flmmtudagur 13. september miðvikudagur 19. september miðvikurdagur 19. september miðvikudagur 12. september sunnudagur 16. september föstud. 14. og laugard. 15. sept. miðvikudagur 19. september föstud. 14. og laugard. 15. sept. mánudagur 17. september mánudagur 17. september mánudagur 17. september þriðjud. 18. og miðvikud. 19. sept. fimmtudagur 20. september flmmtudagur 20. september

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.