NT - 04.09.1984, Blaðsíða 11

NT - 04.09.1984, Blaðsíða 11
Alþýðubandalagiö á Vestfjörðum: Breytum Seðlabankanum í peningaprentsmiðju! ■ „Stefna ríkisstjórnarinnar hefur þegar leitt til byggöa- röskunar og mun á skömmum tíma leggja stóran hluta lands- byggðarinnar í eyöi,“ segir m.a. í stjórnmálaályktun Al- þýðubandalagsins á Vestfjörð- um sem samþykkt var á Kjör- dæmisráðstefnu nýlega. Rakið er hvernig kjör launa- fólks hafi verið skert um 25- 30% og hvernig skerðingin ásamt niðurskurðinum í félags- legri þjónustu bitni harðast á lágtekjufólki, öryrkjum, sjúk- lingum og ellilífeyrisþegum. Þá hafi þessar fórnir ekki leitt til bættrar stöðu frumatvinnu- veganna, sjávarútvegs og land- búnaðar, heldur safnist fjár- munir í hendur braskara og milliliða á Reykjavíkursvæð- inu. Harðlega er gagnrýnd sú hágengisstefna sem ekki tekur mið af hagsmunum sjávarút- vegsins sem skapar þjóðinni yfir 70% heildargjaldeyris- tekna. Bent er á hvað gengis- skráningin, vaxtastefnan, frjáls álagning þjónustuþátta og okur á flutningskostnaði mergsjúgi sjávarútveginn og beini öllu fjármagni sem þar myndist yfir í eyðslugreinar þjóðfélagsins. Ávextir af striti liinnar tiltölulega fámennu stéttar sjómanna og fisk- vinnslufólks falli til þeirra er síst skyldi. Dæmi um þetta sjáist í ofvexti verslunar og viðskiptalífi á höfuðborgar- svæðinu. „Þar er ránsfengur- inn niðurkominn og skal nú njóta hæstu ávöxtunar, sem þekkist í veröldinni." Rækta verði með þjóðinni raunverulegt verðmætaskyn, og grípa til örþrifaráða ef ekk- ert gengur, þeirra að brjóta upp grundvöll þjóðfélagsins og skipta landinu upp í öflugar einingar og leggja Seðlabank- ann niður í núverandi mynd, breyta honum í peningaprent- smiðju, en færa vald hans út í byggðir landsins. Þá voru samþykkt harðorð mótmæli við radarstöðvar og verkalýðsforystan hvött til dáða. :réttir \ Nýjar tölur frá Bandalagi háskólamanna: Langlægstu launin á Islandi Háskólamenntaðir ríkis- (starfsmenn annars staðar á Nordurlöndunum hafa í viss- um tilvikum allt upp í fjórföld laun miðað við íslenska stétt- arbrzður sína: Þetta kemur fram i launatolum sem nýlega voru unnar hjá Bandalagi há- skólamanna. BHM gerði samanburð á J þrcm atvinnuhópum á Norðurlöndum; iðnverka- } mönnum, dxmigerðum há- tskólamönnum og yfirmönnum ríkisstofnana. Laun á íslandi Íeru í öllum tilvikum Ixgst og mun þaö í sjálfu sér ekki koma mjóg á óvart. Munurinn er hins vcgar mjög mismikill og afgerandi langmestur á yfir- . mönnum rikisstofnana. Með- tan yfirmenn íslenskra ríkis- Kstofnana losa þrjúhundruð r þúsund í........ ' ' -a rf fsland Danmörk Finnland Noregur Svíþjóö á laun dæmiger&ra sé sú sama í báðum londunum 1 og munurinn cinfaldlcga fólg- , inn í þvi að í Danmorku fá i mcnn útborgað i dónskum 1 krónum. cn danska krónan cr j ..nokkru" verðmcin cn hinl islcnska nafna hcnnar scm| kunnugt cr. Skattpining er hins vegar oll 1 ónnur og mun fullkomnari i hinum Norðurlondunum en á landi og dónsku hátckjumenr greiða u.þ.b. tvo þriöju hlul tckna sinna i skatta. Engu j síður cru fekjur þeirra ^ skattinum frádrcgnum um tvl falt hxrri en islensku stcttfl brxðranna. Hjá dxmigerðum hásk mönnum og iðnvcrkamonn! cr munurinn að visu minni J cngu að siður umtalsvcrður^ flcstum tilvikum ciga mcira cítir af launum sfl K’gai hcu..crtLhúnir að h Frétt sú, sem Björn fjallar um í þessari grein. Iðnverkamennirn- ir eru á sjónum rýftir Jons. Stef: Keltli ansson. nahoit ■ í NT 22. ágúst segir frá samanburði sem Bandalag háskólamanna hefur gert á launum þriggja atvinnuhópa á Norðurlöndum. Einn þess1 ara hópa var iðnverkamenn. Slíkur samanburður er hins vegar villandi. Iðnverka- menn á Norðurlöndum eru burðarásinn í undirstöðu- atvinnuvegi þjóðanna, en svo er ekki á Islandi. Burðarásinn í undirstöðuatvinnuvegi ís- lendinga eru hásetar á togurum og bátum. Iðnrekstur sem byggði á útflutningi á sama hátt og sjávarútvegurinn hófst með álverinu í Straumsvík. Stjórnendur álversins vildu tryggja sér stöðugt vinnuafl fólks sem léti ekki freistast af betri kjörum annars staðar. Þess vegna þótti ekki nóg að bjóða verkamönnum í Straumsvík jafngóð kjör og þap iðnverkafólk sem fyrir var í landinu hafði, heldur urðu þau að vera sambærileg við kjör sjómanna. Sú hefur líka orðið reyndin, að laun verkafólks í álverinu og laun sjómanna hafa verið mjög svipuð. Stóriðja íslendinga er á sjónum og þar eru iðnverka- menn íslands, þegar leitað er samanburðar við önnur lönd. Björn S. Stefánsson •r “j Þriðjudagur 4. september 1984 f 1 i---------------------------~ í Málsvari frjálslyndis/, j samvinnu og félagshyggju ÚtgefandiijNútíminn h.f. Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm) og Þórarinn Þqrarinsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar:. Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. , Kvöldsímar: 686387 og 686306. Verð í lausasölu 25 kr.og 30 kr. um helgar. ■ Áskrift 275 kr. ‘t Setnlhg og umbrot: Tœknidelld NT. Prcntun: Blaöaprent hf. Söguleg stefnumótun ■ Margt gæti bent til þess, að nýlokinn aðalfundur Stéttarsambands bænda ætti eftir að verða talinn hinn merkilegasti í sögu þess. Eftir vandlegan undirbúning og ítarlegar umræður bæði fyrir og á fundinum, var samþykkt ályktun, sem geturorðið tímamótaviðburður í sögu íslenzks landbúnaðar. Ályktun þessi fjallaði um stefnumótun í landbúnaði og verða hér rakin nokkur meginatriðin. Aðalfundur Stéttarsambands bænda telur að megin- markmið landbúnaðarstefnunnar eigi að vera eftirfar- andi: 1. Framleiðsla landbúnaðarvara skal fullnægja eftir því sem tök eru á þörfum innanlands bæði er varðar landbúnaðarafurðir til manneldis og iðnaðarfram- leiðslu. Framleiðsla umfram það verði í samræmi við aðstæður á erlendum mörkuðum. 2. Tryggja skal þeim sem vinna landbúnaðarstörf sambærileg fjárhagsleg og félagsleg kjör og aðrir landsmenn njóta. 3. Stefna skal að því svo sem unnt er, að framleiðsla landbúnaðarafurða byggist á innlendum auðlindum. 4. Við framleiðslu landbúnaðarafurða sé ávallt tekið tillit til hagkvæmnis og landnýtingarsjónarmiða, með það fyrir augum að efla hag bænda og tryggja neytendum sem beztar og ódýrastar búvörur. 5. Tryggja skal og styrkja eftir föngum núverandi byggð í landinu. 6. Atvinnuréttindi og framleiðsluréttur þeirra er búvöruframleiðslu stunda verði tryggður með löggjöf. Til að þessum markmiðum verði náð, bendir fundur- inn á eftirfarandi atriði: 1. Sett verði löggjöf sem kveði á um samninga milli stjórnvalda og framleiðenda um árlegt magn þeirra tegunda búvöru sem tryggt verði fullt verð fyrir. 2. Framleiðslustjórnun verði efld og öll búvörufram- leiðsla felld inn í ramma slíkrar stjórnunar í samnings- bundnúm áföngum. Samhliða þeirri aðlögun verði gert stórátak í eflingu atvinnulífs svo ekki komi til frekari byggðaröskunar. 3. Neyzlustefna verði mótuð sem taki fullt tillit til hollustusjónarmiða og rík áherzla lögð á að búvöru- framleiðslan sé í samræmi við óskir neytenda. 4. Nágrannaþjóðir okkar vernda landbúnað sinn með margvíslegum aðgerðum og greiða niður búvörur til neytenda. Fráleitt er að íslendingar skeri sig úr hvað þetta varðar. 5. Réttur innlendrar framleiðslu á innanlandsmark- aði verði tryggður gagnvart innflutningi á búvörum. 6. Séð verði fyrir fjármagni til eðlilegs viðhalds og endurnýjunar í landbúnaðinum svo og til uppbyggingar nýrra atvinnutækifæra. Ráðstöfun fjármagns verði samræmd hinni nýju framleiðslustefnu. 7. Stuðlað verði að þeirri bústærð sem með hag- kvæmri tækni og eðlilegu vinnuálagi geti veitt fjölskyldu lífsframfæri sitt. 8. Nýting fjármuna til rannsókna og leiðbeiningar- starfs verði endurskoðuð og samrýmd þeirri landbúnað- arstefnu, sem fylgt er hverju sinni. Hagfræðilegar rannsóknir og leiðbeiningar á því sviði verði efldaV til muna. 9. Starfsemi og staðsetning vinnslustöðva landbúnað- arins verði endurskipulögð með tilliti til aukinnar hagkvæmni og framtíðarstefna mótuð í rekstri þeirra. 10. Athugað verði hvernig það fjármagn sem nú rennur til landbúnaðarins, t.d. jarðræktarframlögin nýtist bezt til þess aþ ná settum markmiðum í þeirri landbúnaðarstefnu sem mörkuð verður.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.