NT


NT - 04.09.1984, Side 15

NT - 04.09.1984, Side 15
GAMMAR Djaksons bara la-la! - JacksonsA/ictory CBS/Steinar ■ Victory, eða „sigur" heitir nýjasta piata bræðranna Jackson. Ekki er ég neitt viss um að hún sé einhver stórsigur í þeirri merkingu en fyrir að- dáendur diskótónlistar þá er þetta hinn sæmilegasti gripur. Útsetningar eru nokkuð góðar og lagasmíðarnar í lagi. Þessir bræður, Jacksons, eru auðvitað Michael Jackson og bræðurhans5: Marlon, Jackie, Jermaine, Randy og Tito (sá er þybbinn). Þetta diskó einkennist auð- vitað af Soulinu enda strákarn- ir allir á þeirri línu. Það er ósköp fátt að segja um plötuna. Hún inniheldur 8 lög, misgóð auðvitað, en á henni er fátt sem heitir lélegt. Allir eru bræðurnir ágætis söngvarar þó Michael skari nokkuð framúr á flestum sviðum. Victory kemst hvergi með tærnar þar sem Thriller hefur hælana (ef hljómplötur hafa þá hæla) Thriller er eins góð diskóplata og svoleiðis plötur geta orðið. Á Victory eru lögin sem eru virkilega góð, svona 3-4, ekki fleiri. Það eru lögin, Torture, Be not always, The Hurt og Body. Lagið númer tvö í upptalningunni er dúnd- urfallegt vangalag a la Jackson Michael. Þetta er ekki mín músík en diskóunnendur ættu að hrífast af stykkinu. (6 af 10) —lól. Taylor hrút- leiðin- legur! -Roger Taylor/ Strange Frontier EMI/Fálkinn ■ Þetta er nú með leiðinlegri plötum ársins finnst mér. Hrút- leiðinlegt og innihaldslaust rokk og leiðindaútsetningar. Roger Taylor er ágætur trommari og hefur kraftmikla söngrödd en lagasmíðar hans á þessari nýjustu sólóplötu hans, Strange Frontier, eru með afbrigðum leiðinlegar. Bestu lögin eiga nefnilega allt aðrir náungar en Queen trymbillinn ljóshærði. Spring- steen sjálfur á eitt lag, Racing in the streets af plötunni Dark- ness of the edge of town og svo er þarna lag eftir meistara Dylan, Masters of War. Út- setningar Taylors á þessum aðfengnu lögum eru ekkert til að hrópa húrra yfir, því miður. Skásta lag kappans er titillagið, Strange frontier og það síðasta á plötunni, I cry for you. Keppnistímabilið (That Cham- pionship Season). Bandaríkin 1982. Leikendur: Bruce Dern, Stacy Keach, Robert Mitchum, Martin Sheen, Paul Sorvino, William McAndrew, Barry Weiner. Leikstjóri og höfundur handrits: Jason Miller. ■ Til þess, að menn átti sig strax á því hvers konar kvik- mynd er hér á ferðinni, skulu nefnd örfá atriði. í fyrsta lagi standa á bak við hana tvö „undrabörn“ úr Biblíulandinu, þeir Menahem Golan og Yor- am Globus. Þessir tveir menn hafa á örfáum árum orðið einhverjir stærstu framleið- endur kvikmynda á vesturhveli jarðar. Og hjá þeim fara magn og gæði aldrei saman. í öðru lagi sést hvorki í henni blökku- maður né kona. Um slíkar verur er aðeins talað og það ■ Fylleríið í hámarki. Strákur- inn skammar þjálfarann. Borg- arstjórinn fylgist með. Martin Sheen, Robert Mitchum og Bruce Dern. sko ekki fallega. Þær eru hálf- gerðar hórur og blökku- mennirnir eitthvað þaðan af verra. í þriðja lagi má svo ekki gleyma gyðingakomplexinum, eða hvað maður á að kalla það. Óvinurinn er nefnilega júði, sem ekki vill kannast við uppruna sinn og breytir nafni sínu til að breiða yfir það. En samkvæmt myndinni munu gyðingar gera það oftar en nokkuð annað. Rétt til getið. Keppnistíma- bilið er afskaplega léleg mynd. Svo er hún líka vond, þar sem hún elur á ýmsum duldum hvötum meðaljónsins: yfir- burðum hvíta kynstofnsins, og þar fram eftir götunum. Keppnistímabilið er upp- gjörsmynd. Hún segir frá nokkrum skólafélögum, sem urðu fyrir þeirri ógæfu að leika með sigurliðinu í fylkismóti skólaliða í körfuknattleik fyrir 24 árum. Þeir hafa ekki náð sér eftir þennan stórkostlega at- burð og hittast á hverju ári til að rifja upp gamla góða daga með þjálfaranum. Strákarnir eru orðnir fertugir og hálfmis- lukkaðir, þó svo, að þeir hafi flestir náð langt í metorða- ’ kapphlaupinu. Það sem veldur krísunni nú (krísa verður það jú að vera, annars hefði engin mynd orðið til), er að einn piltanna ætlar að bjóða sig fram til embættis borgarstjóra heimabæjarins í annað sinn. Og að sjálfsögðu veitir nafn- lausi gyðingurinn honum harða samkeppni um hylli kjósenda. Síðan er myndin eintómar gönguferðir um bæinn eða Minningagötu, eða þá hreint og klárt fyllerísraus, þar sem hver reynir að vera öðrum gáfulegri. Jesús Kristur. Og allt svo illa gert. Aumingja Mitchum leiðist svo mikið, að hann þylur textann eins og vélmenni, í þeirri von, að allt taki þetta nú enda sem fyrst. Áhorfendum líður jafn illa og honum, og verr ef eitthvað er. Mitchum er nefnilega ekki með allan tímann, eins og aumingja við. Guðlaugur Bergmundsson Restin = nautaskítur (sbr. búllshitt). Ég veit eiginlega ekki hvers lags rokk þetta er. Það er kraftmikið, vissulega, en þessi samblanda af rólegum köflum og hröðum í hverju einasta lagi var einum of oft notuð fyrir minn smekk á þessari plötu. Mér finnst umslag plötunnar nokkuð gott, mun betra en innihaldið. Þið haldið kannski að ég sé alveg að drepast úr vonsku yfir plötunni en það er ekki svo. Góði punkturinn við hana er sándið sem er skemmtilegt enda er það Mack sem tekur upp. Finido! (3 af 10) -Jól. Bjossi Thor göldróttur? - Gammarnir/Gammar Geimsteinn ■ Ein ánægjulegasta platan sem ég hef heyrt í lengri tíma er fyrsta breiðskífa Gamm- anna. Gammarnir eru djass- band skipað þeim Skúla Sverr- issyni, bassaleikara, Steingrími Óla Sigurðarsyni trommu- leikara, Birni Thoroddsen, gít- arleikara, Þóri Baldurssyni, hljómborðsleikara og Stefáni Stefánssyni blásara. Og hvað er svona ánægjulegt við þessa plötu sem nú er skrifað um, löngu eftir að hún kom út? í fyrsta lagi er þetta heil- steypt plata með góðum djassi. Hljóðfæraleikararnir eru hver öðrum betri og lagasmíð- arnar eru sterkar og sfðast en ekki síst, sándið er fínt. Á plötu Gammanna er að finna létt fönkaðan djass, oft með suðrænum blæ. Samban ekki ýkja fjarri. Þó Gömmunum sé kannski óljúft að vera bornir saman við Mezzoforte þá verður það bara að vera svo enda styst í þá. Hjá Mezzo er þetta mikið meira útsett og oft fágaðra þannig að krafturinn er kannski niðurbældur. Hjá Gömmunum er orkan geysileg og krafturinn mikill, sólóin eru óbeisluð af bakgrunninum sem styður bara vel við eins og á að vera í djassi. Bestu lögin eru öll lögin en maður plötunnar er Bjössi Thor. Maðurinn er göldróttur á gítarinn! (8 af 10) -Jól. Regnboginn: Eintómt fyllerísraus Þriðjudagur 4. —ptomber 1084 1 5

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.