NT


NT - 04.09.1984, Síða 27

NT - 04.09.1984, Síða 27
 Þriðjudagur 4. september 1984 27 Utlönd Skálmöldin í Suður-Afríku: Fjórtán blökkumenn drepnir í blóðbaði Sharpevillc, Jóhannesarborg-Reuter ■ Ekkert lát er enn á vargöld- inni sem upphófst í þriðjungs- þingskosningunum í Suður- Afríku í síðasta mánuði. 1 gær voru miklar óeirðir í svörtum bæjarfélögum suður af Jó- hannesarborg og að sögn lög- reglu Iétu fjórtán manns lífið í átökunum. Þá hefur tuttugu og einn beðið bana í óeirð- um í Suður-Afríku síðustu vik- una. Þeir sem drepnir voru í þetta sinn voru aliir svartir. Verst var ástandið í Sharpe- ville um 50 kílómetra suður af Jóhannesarborg þar sem lög- regla notaði gúmmíkúlur, al- vörukúlur, táragas og svipur til Allsherjarverkfall lamar Argentínu ■ Buenos Aires-Reuter Fyrsta allsherjarverkfallið, sem hin níu mánaða gamla ríkis- stjórn Raoul Alfonsins í Arg- entínu hefur mátt glíma við lamaði í dag hafnir, verksmiðjur og samgöngur víða í Argentínu, enda þótt stjómvöld og verka- lýðsforingja greindi á um hversu víðtækt þetta sólarhrings alls- herjarverkfall væri. Lestir og strætisvagnar stöðvuðust að miklum hluta í Buenos Aires og urðu miklar umferðartruflanir af þeim sökum og ennfremur lögðu starfsmenn í útvarpsstöðv- um niður vinnu í korter á hverjum klukkutíma til að mót- mæla efnahagsstefnu ríkis- stjórnarinnar. Alþýðusamband Argentínu (CGT) boðaði verkfallið á mið- vikudag eftir að það hafði kom- ist að þeirri niðurstöðu að stjórn Alfonsins hefði ekki tekist að vernda kaupmátt almennings gegn áhrifum hinnar óskaplegu verðbólgu sem geisar í landinu. CGT, sem er stjórnað af Perón- istum, stjórnarandstæðingum Alfonsins, lýsti því yfir að hann hefði eingöngu haldið áfram að beita ráðleysislegri efnahags- stefnu herforingjastjórnarinnar og væri auk þess deigur í við- skiptum sínum við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, sem krefst þess að Argentínumenn herði sultarólar til að greiða gríðar- legar erlendar skuldir. Alfonsin, sem tók við 44 milljarða dala skuldabagga frá herforingjun- um, hefur ekki enn viljað tjá sig um verkfallið. Gemayel ræð ir við Assad Beirút-Reuter ■ Amin Gemayel, forseti Lí- banons, var í gær í Damaskus og átti viðræður við Hafez A1 Assad Sýrlandsforseta. Gem- ayel var væntanlegur aftur til Beirút í gærkvöldi, en þegar blaðið fór í prentun í gær hafði ekki enn verið skýrt frá niður- stöðum viðræðnanna. Víst er þó að þeir forsetarnir hafa rætt Páfinn: Fordæmir kirkju- marxisma ■ Vatikaniö-Reuter Vatikanið birti í gær plagg frá Jóhannesi Páli páfa þar sem áhrif marx- isma á guðfræði kaþólika er fordæmd. Plagg þetta er kallað „Leiðbeiningar varðandi ákveðin atriði í frelsunar- guðfræði“, og er því fyrst og fremst beint gegn ýms- um tegundum „frelsunar- guðfræði“ og „kirkju- marxiWjia" sem komið hafa upp'í sumum deildum kaþólsku kirkjunnar í Suður-Ameríku. það hversu seint blandaðri þjóð- stjórn kristinna og múhameðs- trúarmanna í Líbanon hefur gengið í fyrirhugaðri friðarvið- leitni sinni og umbótum sem miða að valdajafnvægi milli trúarfylkinga. Walid Jumblatt, leiðtogi drúsa sem ásamt Nabih Berri leiðtoga shíta hefur haldið uppi mikilli gagnrýni á Gemayel síð- ustu vikuna, var einnig í Damskus í fyrradag og átti við- ræður við Abdel-Halim Khaddam, varaforseta Sýrlands. Meginástæðan fyrir heimsókn Gemayels í Damaskus er talin sú að leiðtogar múhameðstrú- armanna í þjóðstjórninni með Jumblatt og Berri í fararbroddi séu æfir yfir því hversu seint stjórninni gengur ætlunarverk sitt. Gemayel hefur talið að sæmilegur friður verði að kom- ast á untan höfuðborgarinnar og vill beita hernum í því skyni áður en stjórnin hefji viðræður um það hvernig tryggja megi múhameðstrúarmönnum aukin áhrif. Múhameðstrúarmenn vilja hins vegar að viðræðurnar hefjist áður en afvopnun á sér stað. Báðir aðilar hafa leitað úr- lausnar hjástjórninni í Damask- us, sem hefur beitt sér í hlut- verki sáttasemjara í Líbanon síðan þjóðstjórnin var sett á laggirnar í maí síðastliðnum. Þvf er talið að heimsókn Gemayels geti orðið afdrifarík. að dreifa þúsundum blökku- manna sem að sögn lögreglu fóru um með ránum, gripdeild- um og íkveikjum. Að sögn íbúa á svæðinu voru óeirðirnar sem brutust út í fyrrakvöld í mót- mælaskyni við hækkaða húsa- leigu. Að sögn fréttamanna sem fóru um Sharpeville síðdegis í gær var þar um að litast eins og á hroðnum vígvelli og mikill viðbúnaður lögreglu þar í grennd. Einn þeirra sem lét lífið í óeirðunum var aðstoðarborgar- stjóri Sharpeville, sem að sögn lögreglu var barinn til bana af æstum múg. Auk þess munu sjö lögreglumenn hafa særst í átök- unum og þrjátíu og átta særst. Þetta er ekki í fyrsta sinn að smábærinn Sharpeville kemst í heimsfréttirnar. Fyrir tuttugu og fjórum árum, 21. mars 1960 brutust þar út óeirðir sem end- uðu með því að suðurafrísk lögregla skaut 69 blökkumenn til bana. Fjöldamorðið þá vakti gífurlega reiði víða um lönd og leiddi til þess að mörg erlend fyrirtæki minnkuðu eða hættu umsvifum sínum í Suður- Afríku. Æ síðan hefur þeirra sem létu lífið í Sharpeville verið minnst sem hetja í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnu Suður- Afríkustjórnar. Sprengja sprakk í miðborg Jóhannesarborgar í gær og olli skemmdum og minni háttar meiðslum í skrifstofu innanrík- isráðuneytisins, sem sá um framkvæmd hinna umdeildu kosninga í ágústmánuði. ■ Bilun hefur komið fram í elsta kjarnorkuveri Svía, Ofkarfhamm 1 á austurströnd Svíþjóðar í annað skiptið á um það bil einu ári. c«ð6/öj ir NT‘Sviþjói. '9Linda Bilun í sænsku kjarnorkuveri Komið hafa í ljós brestir í málmfestingum sem halda kjarnaofninum saman. Brestirnirerutald- ir stafa af aldri kjarnaofns- ins sem var tekinn í notkun fyrir um 13 árum. Ef málmurinn brotnar og fell- ur í kjarnaofninn getur það leitt til þess að stjórn- stangir sem loka fyrir keðjuverkun í ofninum hætta að virka. Stjórnendur kjarnorku- versins gera sem minnst úr biluninni en kjarnorkueft- irlit ríkisins lítur á hana sem alvarlega ógnun við öryggi kjarnorkuversins. Sambærileg atvik hafa ■ Mondale fór í gærmorgun ásamt Geraldine Ferraro fyrir tíu þúsund stuðningsmönnum sínum sem fylktu liði á Fimmtu götu í New York. Hann mun leggja hart að sér í kosningabaráttunni í þessari viku og fylgja fast á hæla Reagans á ferðalagi um Bandaríkin. Símamynd-Polfolo Mondale og Ferraro aftarlega á merinni Lokasprettur kosningabaráttunnar að hefjast ■ Washington-Reutcr Lokaspretturinn í kosninga- baráttunni í Bandaríkjunum hófst fyrir alvöru í gær - á hátíðisdegi vinnandi manna þar í landi - en nú eru aðeins tveir mánuðir í kosningarnar sem fara fram 6. nóvember. Ronald Reagan forseti var á ferð í Suður-Kalifornínu, gamal- grónu vígi repúblikana og var ærið sigurviss, enda segja skoð- anakannanir nú að hann hafi 23 prósent forskot á keppinaut sinn, Walter Mondale. Mondale og varaforsetaefni hans, Geraldine Ferraro, gengu í gærmorgun í fararbroddi fyrir heldur fámennri skrúðgöngu á Fimmtu götu í New York. Þar sagði hann í ávarpi að hann væri ekki trúaður á niðurstöður skoðanakannananna, sem heita honum 36 prósentum atkvæða en Reagan 59 prósentum, og að lokasóknin myndi breyta stöð- unni honum í hag. Mondale, sem í síðustu viku vann að því að tryggja sér stuðning blökkumannaleiðtoga og fylkisstjóra og borgarstjóra úr röðum demókrata, mun ætla að leggja að baki meira en 15 þúsund kílómetra í kosninga- ferðalagi sínu í þessari viku og enda um helgina í Suðurríkjun- um þar sem íhaldssöm stefna Reagans nýtur mikils fylkis. áður gerst í kjarnorkuver- inu og þá einnig vegna of langrar notkunar kjarna- ofns. Ekki er samt fyrir- hugað að loka Ofkar- hamm 1 þar sem rekstur- inn þykir sjaldan hafa gengið betur. í byrjun ágústs síðast- liðins átti sér stað annar alvarlegur atburður á þessum stað. Þá missti starfsmaður kjarnorku- versins geislavirkt brennsluefni niður úr tíu metra hæð. Enginn skaði hlaust samt af í það skipti. Óhappið varð við árlegt eftirlit og endurhleðslu úr- aníubrennsluefnis. Víðtæk leit að fréttamanni Beirút-Reuter ■ Bretar báðu í gær líbönsku stjórnina um aðstoð við að hafa upp á Johathan Wright, bresk- um fréttamanni Reuter, sem saknað hefur verið í Líbanon síðan fyrir sex dögum. Wright, sem er þrjátíu ára að aldri, lagði af stað í fréttaöfl- unarferð til Bekaa-dals í Austur- Líbanon 29. ágúst og hefur ekkert spurst til hans síðan. Að sögn Reuters hafa allir reynst mjög hjálplegir í leitinni að Wright; jafnt hermenn krist- inna og múhameðstrúarmanna sem hersveitir Sýrlendinga og Palestínumanna. Níu bankar sækja um í Noregi Osló-Reuter ■ Níu erlendir bankar hafa sótt um leyfi til að hefja viðskipti í Noregi í samræmi við þá nýju stefnu Noregsstjórnar að leyfa erlendum bönkum starfsemi þar í landi. Frestur til að sækja um bankarekstrarleyfi í Nor- egi rann út síðastliðinn laugardag. Meðal bankanna sem sóttu um leyfi voru hinir voldugu Chase Manhattan og Citybank frá Bandaríkj- unum, Banque Nationale de Paris frá Frakklandi og tveir sænskir bankar sem líklega verður neitað um rekstrarleyfi um sinn eða þangað til Svíar opna pen- ingamarkað sinn fyrir er- lendum bönkum sem lík- lega verður innan tveggja ára. í síðustu viku gekk Bergen bank í Noregi til liðs við sænskan og finnsk- an banka með það fyrir augum að verjast innrás erlendra banka á Norður- lönd. Talið er að ein- hverjir norskir bankar muni jafnvel neyðast til að sameinast til að lagast að hinum nýju aðstæðum.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.