NT


NT - 04.09.1984, Side 28

NT - 04.09.1984, Side 28
-f T1Í7 Þriðjudagur 4. september 1984 28 L lU Útlönd Brasilúmenn selja farþega flugvélar Sao Jose Dos Campos-Reuter ■ Brasilíumönnum hefur á undanförnum árum tekist mjög vel að komast inn á hinn alþjóð- lega flugvélamarkað þar sem bandarísk og evrópsk fyrirtæki hafa hingað til verið að mestu einráð. Á aðeins fimmtán árum hefur Embraer-flugvélaverksmiðjun- um, sem eru í ríkiseign, tekist að komast í hóp sex stærstu framleiðenda heims á litlum farþegaflugvélum og vegur þess vex stöðugt. I'egar Embraer-fyrirtækið var stofnað í ágúst fyrir fimmtán árum bjuggust fæstir við að því myndi takast að komast inn á hinn alþjóðlega flugvélamark- að. Fyrirtækið átti aðallega að framleiða litlar flutninga- og æfingavélar fyrir brasilíska flug- herinn. En lítil átján sæta flugvél, Bandeirantes, reyndist vinsæl erlendis og Embraer tókst að komast inn á banda- ríska flugvélamarkaðinn árið 1978 þegar mörg minni flugfélög voru einmitt að byrja að leita eftir litlum, ódýrum og spar- neytnum flugvélum. Nú þegar hafa 430 Bandeir- antes-flugvélar selst, þar af 130 í Bandaríkjunum. Þær seljast ennþá vel og í ár er búið að gera samning um sölu á 24 flugvélum af þessari gerð til erlendra aðila. En Embraer ætlar ekki að binda framtíð sína við þessa einu flugvél enda hafa ýmsar nýjungar komið fram í flugvéla- framleiðslu frá því að fram- leiðsla hennar hófst. Á næsta ári mun fyrirtækið hefja fram- leiðslu á nýrri 30 sæta flugvél sem gengur undir heitinu Brasilía EMB-120. Hönnun hennar hefur kostað um 250 milljón bandaríkjadali. En tals- menn Embraer segjast þess full- vissir að hún muni skila hagnaði fyrir fyrirtækið. Nú þegar hafa þeir fengið 22 pantanir á Brasilíu EMB-120 frá banda- rískum flugfélögum en samtals þarf að selja 150 flugvélar til þess að hún skili hagnaði. Forseti Embraer, Ozires Silva, seir að þrátt fyrir þessa velgengni hafi fyrirtækið engar áætlanir um að hefja framleiðslu á stærri flugvélum. Hann segist láta stóru flugfélögunum eftir að tapa á slíkri framleiðslu. ■ Ef allt gengur að óskum mun löngu útdautt kynjadýr hefja sig til flugs á nýjan leik innan næstu tveggja ára; svo- kallaður pterosaurus eða flug- eðla, stærsta kvikindi sem vitað er að hafi flogið um loftin blá á þeim sælu tímum erdínósaurus- ar, tyranósaurusar, brontósaur- usar og önnur furðudýr voru drottnarar jarðarinnar. Téð ill- fygli mun nú hafa verið útdautt í um 64 milljónir ára. Það er á vegum Smithsonian1 stofnunarinnar bandarísku sem Snýr flugeðlan aftur innan tveggja ára? dýrið flýgur, eftirlíking þess náttúrlega, mjög nákvæm, gerð eftir steingerðri flugeðlu sem fannst í vesturhluta Texasfylkis snemma á síðasta áratug. Þessi flugeðla sem á fræðimáli kallast Quetzalcoatlus northropi í höfuðið á aztekaguði hafði væng- haf allt upp í 12 metra, eða ekki ósvipað og lítil einkaflugvél. Talsmaður Smithsonian-stofn- unarinnar segir að vonir standi til að flugeðlan geti flogið um miðborg Washington eftir um tvö ár. Stofnunin hefur ákveðið að verja 200 þúsund dölum til smíðinnar, en það er fyrirtæki Paul B. Mac Creadys í Pasadena í Kaliforníu sem hefur tekið að sér verkið. Mac Cready þessi er þekktur meðal flugáhugamanna og hefur um árabil unnið að tilraunum með flugvélar sem eru knúnar áfram af mannafli einu saman. En það er ljóst að ■ EF marka má skoðana- kannanir, eru úrslitin ráðin fyrirfram í þingkosningunum, sem verða í Kanada í dag. Framsækni íhaldsflokkurinn ætti að vinna yfirburðasigur. Löngum valdaferli Frjálslynda flokksins, lýkur þá að sinni. Annars er vissara að taka skoðanakönnunum í Kanada með fyrirvara. Þær breytast oft skyndilega. Eftir að Mulroney hafði verið kosinn formaður íhaldsflokksins vorið 1983, sýndu skoðanakannanir að flokkurinn myndi fá 55% greiddra atkvæða, ef kosið væri þá, en Frjálslyndi flokkur- inn 27%. Ári síðar eða í júní síðastliðnum, þegar Turner var kosinn formaður Frjáls- lynda flokksins, sýndu skoð- anakannanir að Frjálslyndi flokkurinn myndi fá 46% greiddra atkvæða, ef kosið væri þá, en íhaldsflokkurinn ekki nema 32%. sónulega óheppinn og ekki fullnægt þeim vonum, sem höfðu verið gerðar til hans. Fy rsta og stærsta óhapp hans var það, að það henti hann að klappa konu á rassinn og það ekki einu sinni einni konu heldur tveimur, sem báðar voru háttsettar í flokki hans. Þetta hefði þó sennilega ekki komið að sök, ef það hefði ekki gerzt í augsýn alþjóðar eða í sjónvarpinu. Eftir þetta breiddist það út eins og eldur í sinu um Kan- ada, að það væri ómögulegt að hafa fyrir forsætisráðherra mann, sem ætti það til að klappa konum á rassinn, jafn- vel þótt það virtist óvitandi. Hvað gæti t.d. gerzt, ef Elísa- bet drottning kæmi í heim- John Turner og kona hans Glataði Turner sigrinum þegar hann klappaði konu á rassinn? Frjálslyndi flokkurinn hefur stjórnað í næstum hálfa öld Nú hefur þetta enn snúizt við. Allar síðustu skoðana- kannanir benda til, að minnst 14% munur verði á fylgi flokk- anna. Það getur raskað þessum tölum eitthvað, ef nýi jafnað- armannaflokkurinn fær meira fylgi en skoðanakannanir benda til, en það þykir þó heldur ólíklegt. HVAÐ er það, sem hefur valdið þessari miklu breytingu, sem orðið hefur á fylgi flokk- anna síðan Turner tók við formennsku Frjálslynda flokksins og forsætisráðherra- embættinu fyrir rúmum tveim- ur mánuðum? Svarið virðist liggja í því, að John Turner hefur verið per- sókn? Fengi hún ef til vill klapp á rassinn? Þótt Turner kæmi yfirleitt að öðru leyti heldur vel fyrir, nægði þetta honum til dómsá- fellis. Það bættist svo ofan á þetta, að Mulroney reyndist mun snjallari í kappræðum, sem þeir áttu í sjónvarpinu, einkum þó í fyrsta einvíginu. Turner sótti sig hcldur í þeim síðari, en það nægði honum þó ekki. Mulroney hélt áfram að tryggja sér vinninginn. Mulroney er ekki aðeins mciri mælskumaður en Turner, heldur kemur enn bet- ur fyrir í viðræðum við kjós- Brian Mulroney endur. Hann státar af því, að hann sé kominn af alþýðufólki og hafi af eigin rammleik brot- izt til mennta og frama. Turner er hins vegar kominn af efnuðu fólki og fékk styrk til náms við fræga skóla, eins og Oxford- háskólann. Þótt hann reyni að 'vera alþýðlegur, hefur hann yfir sér meiri yfirstéttarbrag. MÁLEFNALEGA er ekki margt, sem skilur þá að Mul- roney og Turner. Ihaldsflokk- urinn í Kanada er í röð um- bótasinnaðri íhaldsflokka, enda kallar hann sig Fram- sækna íhaldsflokkinn. Frjáls- lyndi flokkurinn er talinn hafa færzt heldur til hægri síðan Turner tók við forustunni af Trudeau. Þaðerþvíekkimikið sem skilur flokkana að. mörg tæknileg vandamál munu mæta smiðum flugeðlunnar og mikið vandaverk að láta hana fljúga sæmilega eðlilega. Ljóst er að ef kostnaður fer mjög fram úr áætlun mun ekkert verða af þessu fyrirhugaða afturhvarfi til hinnar gráu forn- eskju flugeðlunnar. En man ein- hver eftir teiknimyndasögunni um hana Birnu Borgfjörð sem flaug á flugeðlu? wiiiLri Þérarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar í utanríkismálum má heita að stefna þeirra sé hin sama bæði hvað varðar afstöðuna til Nató og Bandaríkjanna. íhaldsflokkurinn hefur verið talinn standa heldur nær Bandaríkjunum en Frjálslyndi flokkurinn, en þess hefur þó ekki gætt, þegar hann hefur farið með stjórn. John Diefenbaker, sem var forsætisráðhcrra og formaður íhaldsflokksins 1957-1963, var ekki í neinu uppáhaldi iijá Bandaríkjamönnum. Þegar Diefenbaker varð forsætisráð- herra 1957, hafði Frjálslyndi flokkurinn farið með stjórn í samfleytt 22 ár. Síðan 1963 hefur hann svo aftur farið samfleytt með stjórn, að tæpu ári undanskildu. Vafalaust hefur það einhver áhrif á úrslitin í Kanada hve langur valdaferill Frjálslynda flokksins er orðinn. Það er sennilega ein skýringin á því, að íhaldsflokknum hefur ekki tekizt að ná völdum aftur, að hann hefur ekki verið heppinn með forustumenn. Völd sín á árunum 1957-1963 átti flokkur- inn mest Diefenbaker að þakka, en hann var mesti mælskumaður kanadískra stjórnmálamanna á sínum tíma. Margt bendir til, að nú sé Mulroney að ná svipaðri stöðu. Turnor ætlar hins vegar ekki að komast í stað þeirra Mac- Kenzies, Pearsons og Trude- aus, en þeir þrír hafa gegnt forsætisráöherraembættinu í þann tíma. sem Frjálslyndi flokkurinn hefur farið með völd eða í tæp 45 ár.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.