NT


NT - 04.09.1984, Síða 30

NT - 04.09.1984, Síða 30
■ Þessir kappar verða sennilega allir með. Arnór, Ásgeir, Lárus og Atli. Ekki amarleg „útlendingahersveit“. Nú verður Wales-búum rúllað upp. Iþróttasamband fatlaðra: Mikið um met ■ Dagana 18.-19. ágúst var haldið á vegum íþróttasam- bands fatlaðra og UMSE, frjálsíþróttamót fyrir þroska- hefta á Akureyri. Alls voru skráðir 66 keppendur til móts- ins frá fjórum félögum. Árang- ur var góður og fjölmörg met voru sett. Bára B. Erlingsdóttir Ösp setti íslandsmet 16 ára og yngri er hun hljóp 60m á 10 sekúnd- um sléttum. Sigurður Halldórs- son Ösp setti Islandsmet í 60m hlaupi karla 16 ára og yngri í I. flokki er hann hljóp á 10.8 sek. Þá setti Sigurður Pétursson Ösp íslandsmet í II. flokki karla með því að hlaupa 60m á 8.2 sek. Elín Reynisdóttir Ösp setti íslandsmet í 400m kvenna 16 ára og yngri í I. flokki. Hún hljóp á 1:36,0 mín. Þá setti Elín einnig íslandsmet í 800m hlaupi kvenna 16 ára og yngri í I. flokki, hún hljóp á 3:46,0 sek. Sigurður Halldórsson var aftur á ferðinni í 800m hlaupi karla í I. flokki og setti íslands- Níu undir pari ■ Bandaríkjamaðurinn Wayne Levi sigraði á miklu golfmóti sem hald- ið var í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Levi lék 72 holurnar á 275 höggum, sem er 9 högg: um undir pari vallarins. í öðru sæti varð annar Bandaríkjamaður, Hal Sutton að nafni.Hann lék á 276 höggum og þriðji varð Russ Cochran, sem einnig er Bandaríkja- maður. Hann lék einnig á 276 höggum. met 16 ára og yngri, með því að hlaupa á 3:30,4 mín. Jón Grét- ar Hafsteinsson Ösp setti ís- landmet í 800m hlaupi karla í II. flokki er hann hljóp á 2:28,4 mín. Bára B. Erlingsdóttir bætti öðru íslandsmeti í safn sitt er hún stökk 3.17m í lang- stökki. Það er Islandsmet 16 ára og yngri í I. flokki. Ekki lét Bára þar við sitja heldur setti sitt þriðja met. Það var í boltakasti í I. flokki. Bára kast- aði 18.70m sem er íslandsmet 16 ára og yngri. Sigrún H. Hrafnsdóttir Ösp setti Islandsmet í hástökki í I. flokki með því að stökkva 1.05m. Lilja Pétursdóttir stökk sömu hæð í II. flokki og setti íslandsmet. I hástökki karla í I. flokki sigraði Guðmundur Sveinsson Gáska á nýju Islandsmeti er hann stökk l.lOm. I boltakasti kvenna í II. flokki setti Nanna Haraldsdóttir íslandsmet er hún kastaði boltanum 24.04m. Ragnar Guðbjörnsson, Björk setti íslandsmet í boltakasti I. flokks 16 ára og yngri með því að kasta 28.16m. ■ Sigurvegararnir á heimsmeistaramótinu í vélhjólakappakstri umvafnir blómum og verðlaunum. Það er heimsmeistarinn Erik Gundersen sem er í miðið símamynd-Poifoio „Markið ■ „Markið sem Bjarni Svein- björnsson skoraði var fullkom- lega löglegt, Rúnar Georgsson varð eftir þegar Keflvikingarnir reyndu rangstöðutaktikina‘> sagði Eyjólfur Ólafsson línu- vörður, en í NT í gær var sagt að línuvörðurinn hefði gefiö var ekki Þórsurum markið. „Ég er ekki ánægður með þau ummæli að ég hafi gefið Þór þetta mark" sagði Eyjólfur. „Keflvíkingarnir mótmæltu fyrst í stað og báðu mig að koma og horfa á atvikið á myndbandi eftir leikinn. Þegar Þriðjudagur 4. september 1984 30 Iþróttir Landsleikur í knattspyrnu gegn Wales 12. september: Sterkasta lið íslendinga - loks allir „útlendingarnir“ með ■ Miðvikudaginn 12. septem- ber n.k. leika íslendingar landsleik í knattspyrnu gegn Wales-búum. Leikurinn er lið- ur í undankeppni heimsmeist- arkeppninnar í knattspyrnu og. er þetta fyrsti leikurinn í riðlin- um, en auk Islands og Wales þá leika Skotar og Spánverjar í þessum riðli. Mikill hugur er í mönnum vegna heimsmeistarakeppninn- ar og allt verður gert til þess að ísland nái sem lengst í þessari keppni. Tony Knapp verður þjálfari íslenska liðsins í keppn- inni, en hann náði mjög góðum árangri með landsliðið þegar hann þjálfaði það fyrir 8-9 árum. Þegar farið var að at- huga með hugsanlegan arftaka Jóhannesar Atlasonar lands- liðsþjálfara kom fram að mikill áhugi var hjá leikmönnum landsliðsins að fá Tony Knapp aftur til starfa. Hann kom, hingað til lands í sumar og dvaldi hér í viku til að fylgjast með leikmönnum í leikjum með liðum sínum. Knapp er sem kunnugt er þjálfari í Stav- anger í Noregi og þjálfar þar 2. deildarliðið Vidar. Tony Knapp hefur nú valið 16 manna hóp til þátttöku í leiknum gegn Wales. Liðið er þannig skipað: Markverðir: Bjarni Sigurðsson .............. IA Þorsteinn Bjarnason .............IBK Aðrir leikmenn: Arnór Guðjónsen .... Anderlecht Atli Eðvaldsson ........ Diisseldorf Árni Sveinsson....................IA Ársæll Kristjánsson...........Þrótti Ásgeir Sigurvinsson.......Stuttgart Guðmundur Þorbjörnsson .... Val Janus Guðlaugsson . Fortuna Köln Lárus Guðmundsson . B.Úerdingen Magnús Bergs......... Braunschweig Wales-liðið ■ í gæt tilkynnti Mike England landsliðsþjálfari Wales hvaða 16 leikmenn munu skipa landsliðshóp Wales-búa í leiknum gegn Islendingum á Laugardalsvelli þann 12. september. Neville Southall Everton Andy Dibblc Luton JefT Hopkins Fulham Kcvin Ratclifflc Everlon Joey Jones Chelsea ' Robby Jamcs Stoke Kenny Jackett Watford Nigel Vaughen CardiIT Peter Nicholas Crystal Neil Slatter Brístol Alan Davics Man.Utn. Mike Thomas Chelsca Mark Hughcs Man.Utn. Jeremy Charles Q.P.R. Alan Curtis Southamton Gordon Davies Birmingham gefið“ til kom var enginn til staðar til að sýna mér þetta á myndband- inu. Þeir voru sjálfir búnir að komast að því að markið var löglegt. Ég vil því mótmæla þessari umsögn um leikinn" sagði Eyjólfur Ólafsson línu- vörður. Pétur Pétursson ....... Fejenoord Sævar Jónsson .............. CS Brugge Ragnar Margeirsson............ÍBK Þorgrímur Þráinsson ..........Val Sigurður Lárusson..............IA Búið er að ganga frá því að allir þeir leikmenn sem leika erlendis og eru í liðinu, fái sig lausa í leikinn, nema hvað ekki er alveg búið að ganga frá öllum málum við Arnór Guð- jónsen. Landsliðshópurinn mun koma saman til kvöldverðar þann 9. september og að hon- um loknum verður haldið til Laugarvatns, en þar mun hóp- urinn dvelja fram á þriðjudags- kvöld, að komið verður til Reykjavíkur og dvalið á Hótel Loftleiðum fram að leik. Stóra stundin er síðan leikur- inn sjálfur sem hefst kl. 18.15 á miðvikudaginn 12. september. íslandsmótið í knattspyrnu: Enn harðn- ar baráttan! ■ Nú þegar aðeins tvær um- ferðir eru eftir í bæði fyrstu og annarri deild þá er baráttan í deildunum enn að harðna. I fyrstu deild er slagurinn um að falla ekki, og reyndar um annað sætið líka. I báðum deildum er þegar búið að úrskurða sigur- vegarana. ÍA í þeirri fyrstu og FH í annarri. Annað sætið í 1. deild gefur sæti í Evrópukeppni og stendur slagurinn um það á milli ÍBK og Vals. ÍBK á eftir að leika við KR og Víking en Valsarar eiga Fram og Þór eftir. ÍBK verður að tapa öðrum leiknum til að Valsarar eigi möguleika á Evrópusæti. Um fallið í 1. deild er slagur- inn enn harðari og þar standa Fram, KA og Blikar verst. Þessi lið eiga eftir eftirtalda leiki. Fram-Valur KA-Fram UBK-KA ÍA-UBK Innbyrðis leikir þessara fé- laga skipta sennilega sköpum um hvaða lið verða að spila í 2. deild að ári. I 2. deild er FH sigurvegari og Tindastóll og Einherji eru fallin í 3. deild. Slagurinn er um annað sætið í deildinni og þar standa mörg lið vel að vígi. Víðir er þó í besta færinu hefur 27 stig en Eyjamenn og ísfirð- ingar hafa 25 stig. Næstu lið fyrir neðan eiga einnig mögu- leika en það eru KS, Völsungur og Njarðvík öll með 24 stig. Þessir leikir eru eftir í 2. deild: Njarðvík-FH Völsungur-Skallagrímur ÍBÍ-ÍBV Tindast.-KS Einherji-Víðir Skallagrímur-Tindastóll Víðir-Njarðvík FH-Völsungur KS-ÍBÍ ÍBV-Einherji Sæti Einherja og Tindastóls taka Fylkir og Leiftur Ólafs- firði. Ur 3. deild falla svo Snæfell og Valur Reyðarfirði. Hvaða lið koma svo upp úr 4. deild er enn ekki vitað. Asgeir verður með: Vallarmet? ■ I landsliði íslands sem leikur gegn Wales á Laugardals- velli þann 12. september n.k. munu leika 8 atvinnumenn. Þar á meðal knattspyrnumaður V-Þýskalands 1984 að mati leikmannanna sjálfra, sjálfur stjórnandi miðjunnar hjá v- þýsku meisturunum Stuttgart, Ásgeir Sigurvinsson. Langt er síðan Ásgeir hefur leikið með íslenska landsliðinu, hvað þá á íslandi og langt er síðan jafnsterkt íslenskt lands- lið leikur hér heima. Af þessum 8 atvinnumönnum leika 4 þeirra í v-þýsku Bundesligunni sem er einhver sterkasta knatt- spyrnudeild heims. Þá er einn leikmaður úr þýsku 2. deild- inni, leikmaður úr hollensku 1. deildinni og tveir leikmenn úr þeirri belgísku. Ekki þarf að taka -fram að knattspyrnan í þessum löndum er mjög hátt skrifuð og liðin sterk sem ís- lendingarnir leika með. Forráðamenn KSÍ reikna með miklum mannfjölda á leik- inn, og margt verður gert til þess að skemmtileg stemmning skapist. Þeir KSÍ menn reikna jafnvel með því að aðsóknar- met verði sett á Laugardalsvell- inum, en metið nú er yfir 18 þúsund áhorfendur. | I f t i i

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.