NT - 25.10.1984, Side 23
1 Fimmtudagur 25. okt. 1984 23
J Útlönd •
Deilt um kjarn-
orku á Kyrrahaf i
Sameinuðu þjóðirnar-Kcuter
■ Frakkar hafa lengi verið
gagnrýndir vegna tilrauna sinna
með kjarnorkuvopn í Kyrra-
hafi. IMörg Kyrrahafsríki eru
Frökkum mjög reið fyrir þessar
tilraunir sem þau telja hættuleg-
ar fyrir lífríki svæðisins og ógn-
Samdráttur í
lánum til land-
búnaðarþróunar
fátækra landa
París-Reuter
■ Allar horfur eru nú á
því að alþjóðleg lán til
landbúnaðarþróunar á fá-
tækum landbúnaðarsvæð-
um muni dragast mikið
saman á næstunni.
Aðildarríki Alþjóða-
sjóðs landbúnaðarþróun-
ar, sem starfar á vegum
Sameinuðu þjóðanna.geta
ekki komið sér saman um
það hvernig fjárframlög
til sjóðsins eigi að skiptast
á milli þeirra á næstu
þremur árum. Þegar sjóð-
urinn var stofnaður árið
1977 varð að samkomulagi
að iðnaðarríki í OECD
greiddu 57% af fjármagni
sjóðsins en olíufram-
leiðsluríki í OPEC 43%.
Síðan hefur framlag
OPEC ríkja minnkað
nokkuð vegna efnahags-
örðugleika þeirra og vilja
þau nú að framlag þeirra
verði minnkað niður fyrir
40%.
Bandaríkjamenn eru
ekki heldur ánægðir með
lán sjóðsins til landbúnað-
arþróunar í Nicaragua og
öðrum löndum sem hafa
vinstrisinnaðar ríkis-
stjórnir.
Á þeim sjö árurn sem
sjóðurinn hefur starfað,
hefur hann lánað um tvo
milljarða bandaríkjadali
með hagstæðum kjörum
til landbúnaðarþróunar í
ýmsum löndum Asíu,
Afríku og Suður-Amer-
íku. Nú er hins vegar hætt
við því að heildarfjármagn
sjóðsins næstu þrjú ár
verði aðeins um 750 mill-
jónir dollarar þótt hann
þyrfti um 1,4 milljarða
dollara til að geta lánað
jafn mikið og árin 1980 og
1981.
un við öryggi þess. En Frakkar
hafa látið öll mótmæli Kyrra-
hafsþjóðanna sem vind um eyru
þjóta og halda ótrauðir áfram
tilraunum sínum.
Fyrr í þessari viku varði full-
trúi Frakka hjá Sameinuðu
þjóðunum stefnu stjórnar sinn-
ar jafnframt því sem hann gagn-
rýndi stjórn Nýja-Sjálands fyrir
að gera kjarnorkutilraunirnar
að pólitísku deiluefni. Fulltrú-
inn, sem heitir Francois de la
Gorce, fullyrti að andstaða Ný-
sjálendinga við tilraunir Frakka
hefði ekkert með náttúruvernd
að gera heldur „stæðu Nýsjá-
lendingar gegn grundvallarrétt-
indum Frakka vegna óskar um
að ná sér niðri á Frökkum."
Fulltrúi Nýsjálendinga svar-
aði því til að andstaða þeirra við
kjarnorkutilraunir Frakka í
Suður-Kyrrahafi stafaði vissu-
lega ekki aðeins af náttúru-
verndarsjónarmiðum einum
saman. Þeir teldu ásamt öðrum
Kyrrahafsþjóðum að tilraunir
með kjarnorkuvopn væru ógn-
un við öryggi þessa tiltölulega
friðsama heimshluta.
í seinustu viku sendu Nýsjá-
lendingar frá sér yfirlýsingu þar
sem þeir mótmæltu tilraunum á
Kyrrahafi sem hefðu það að
markmiði að fullkomna stríðs-
vélar kjarnorkustyrjaldar. Ný-
sjálendingar telja skýrslu al-
þjóðanefndar um lítil umhverf-
isáhrif kjarnorkutilraunanna
engin rök fyrir áframhaldi
þeirra. Þeir mótmæla þeirri
stefnu Frakka að halda tilraun-
unum áfram næstu 15 ár ef trúa
megi fréttum franskra blaða.
Nýsjálendingar segjast niunu
halda áfram tilraunum sínum til
að fá þessar kjarnorkutilraunir
tafarlaust stöðvaðar.
Smjörútsala til Sovét
- aukið jólabaksturinn!
Lúxemburg-Reuter
■ A fundi landbúnaðarráð-
herra Efnahagsbandalagsríkja
um helgina fann breski landbún-
aðarráðherrann að ráðabruggi
bandalagsins um að selja niður-
greitt smjör til Sovétríkjanna
og Mið-Austurlanda. I Reuters-
frétt segir að Danir og Hollend-
ingar hafi tekið undir aðfinnslur
Breta. Landbúnaðarráðherra
EBE, Poul Dalsager, sagði hins
vegar að ákvörðuninni yrði ekki
breytt.
Það var fyrir viku síðan að
Evrópuráðið tók ákvörðun um
að reyna að grynnka á óhóf-
legum smjörbirgðum banda-
lagsins með því að selja gamalt
og nýtt smjör á útsöluverði bæði
innan EBE-landa og utan. Ráð-
gert var að í kjölfarið kæmi
áróðursherferð þess efnis að
hollir EBE-borgarar auki við
sig jólabakstur og smjörneyslu
til hagsbóta fyrir bandalagið. í
ágústlok vó smjörfjall EBE um
1.25 milljón tonn.
Nýsjálendingar, sem einnig
flytja út mikið af smjöri, hafa
mótmælt útsölunni og segja að
hér sé um brot á alþjóðasam-
þykktum um lágmarksverð að
ræða.
í samþykkt EBE er gert ráð
fyrir því að seljendur, sem geti
selt meira en 50 þús. tonn af
nýju smjöri til Sovétríkjanna
eða Mið-Austurlanda á heims-
markaðsverði, (1200 dollurum
tonnið), geti fengið jafnmikið
magn af eldra smjöri til að selja
á mun lægra verði eða 450
dollurum tonnið.
Tryggingafélagið Lloyd’s:
Undirbýr
geimbjörgun
London-Reuter
■ Alþjóðatryggingafélagið
Lloyd’s, sem hefur aðsetur sitt í
London, hefur leigt bandaríska
geimferju til björgunarstarfa úti í
geimnum.
Fyrirtækið varð fyrir miklu fjár-
hagslegu tapi ergeimferjunni mis-
tókst að setja tvo indónesíska
fjarskiptahnetti á rétta braut í
febrúar á þessu ári. Hnettirnir
voru tryggðir hjá Lloyd's sem
neyddist til að greiða 180 milljón
dollara tryggingafé til Indonesa.
Auk þessara tveggja hnatta hafa
Bandaríkjamenn einnig fallist á
að sækja einn annan fjarskipta-
hnött sem varð fyrir lítilsháttar
bilun skömmu eftir að hann var
settur á braut um jörðu.
Lloyd’s mun greiða bandarísku
geimferðastofnuninni 10,5 milljón
dollara fyrir björgunina en í því
er einnig falin greiðsla fyrir að
koma hnöttunum aftur á loft.
Tryggingafélagið hefur í hyggju
að sclja iinettina til hæstbjóðanda
og vonast það til þess að fá 30 til
40 milljón dollara fyrir indónes-
ísku fjarskiptahnettina en eitthvað
minna fyrir þann þriðja. Ekki er
ólíklegt að Indónesar vilji kaupa
hnettina sína attur enda voru þeir
búnir að gera ráð fyrir þeim við
uppbyggingu fjarskiptakerfi lands
■ Þessi þríggja mánaða gamli drcngur var meðal 150 íranskra flóttamanna sem komu til Danmerkur
um síðustu helgi. Símamynd-POLROTO
íranskir flóttamenn
streyma til Danmerkur
■ Stríðið milli Irans og íraks,
stöðug innanlandsólga, efna-
hagsþrengingar og óánægja með
klerkaeinræði hefur leitt til þess
að fjöldi írana flýr nú til annarra
landa. Margir íranir hafa að
undanförnu leitað hælis hjá
frændum vorum Dönum. Eru
Danir meira að segja farnir að
tala um flóttamannastraum í
því sambandi.
Um síðustu helgi komu til
dæmis 150 íranir til Danmerkur.
Danir neyddust til að taka í
notkun bráðabirgðarhúsnæði
fyrir þetta fólk í flugstöðvar-
byggingunni Kongelund á Am-
ager sem að hluta til hafði verið
tekin úr notkun. Fólkið dvelst
þar nú þar til betra húsnæði
liefur fundist.
Salemispappír
- stórmál í kosningunum í Nicaragua
General Motors:
Minni
gróði
Delroit-Reufer
■ Gróði af rekstri Gen-
eral Motors, stærsta bíla-
framleiðanda heims,
minnkaði um 43% á þriðja
ársfjórðungi þessa árs.
Fyrirtækið græddi aðeins
417 milljón dollara á þessu
tímabili en samtals var
heildarsöluverðmætið í
þessum mánuði 18,5 mill-
jarðar dollara. Á sama
tímabili í fyrra varð gróð-
inn hins vegar 737 milljón-
ir þótt sala fyrirtækisins út
um allan heim hefði þá
verið um 17,6 milljarðar.
Talsmenn fyrirtækisins
segja að minnkandi gróði
stafi fyrst og fremst af sex
daga verkfalli bandarískra
verkamanna í bílaiðnaði í
síðasta mánuði og verk-
falli málmiðnaðarmanna í
Þýskalandi nú í sumar.
Þessi verkföll munu hafa
leitt til um 200 milljóna
dollara minni hagnaðar af
rek.stri General Motors en
ella.
GM á nú í nýrri vinnu-
deilu við verkamenn sem
vinna í verksmiðjum fyrir-
tækisins í Kanada þar sem
margir af gróðavænleg-
ustu bílum GM eru fram-
leiddir. Verkföll í þessum
verksmiðjum hófust í síð-
ustu viku.
Managua-Reuter
■ „Ég verð að játa það að ég
hef séð salernispappír í fjöl-
mörgum löndum. En ég held að
í engu landi sé talað jafnmikið
um hann og í Nicaragua. Salern-
ispappír er hér orðinn áhrifa-
mikið stjórnmálaafl..."
Svo sagði í stórum leiðara í
dagblaðinu E1 Nuevo Diario í
Managua, sem styður stjórn
Sandinista. Þarna er vísað til
eins helsta kosningamálsins í
forsetakosningunum í Nicarag-
ua 4. nóvember - skorts á
salernispappír. Andstæðingar
stjórnarinnar hamra mjög á
þessu máli og engin kosninga-
ræða er svo aum að ekki sé
minnst á þessa nauðsynjavöru.
Slíkt þykir áróðursgildi salern-
ispappírsins, að stjórnarand
stæðingar sem liggja í skæiu-
hernaði hafa reynt að vinna hug
og hjörtu samlanda sinna með
því að varpa salernispappír úr
ilugvélum yfir norðurhéruð
landsins.
Stjórnvöld segja að vissulega
sé það rétt að oft sé skortur á
salernispappír, en benda á það
að hér sé um veigalitla nauð-
synjavöru að ræða samanborið
við matvæli og eldsneyti. Auk
þess vekja þau athygli á því að
þörfin fyrir salernispappír sé í
raun nýtilkomin í Nicaragua,
því flestir landsmenn hafi ekki
einu sinni vitað að slíkt væri til
áður en stjórn Somozas var
steypt árið 1979.
Síðan þá hefur Sandinista-
stjórnin gert mikið átak í hrein-
Iætis- og heilbrigðismálum og
t.d. opnað þrjú hundruð nýjar
heilsugæslustöðvar, margar
þeirra í héruðum þar sem höfðu
aldrei sést læknar.
—
Eldsneyti
sem ekki
springur?
Washinglon-Reuter
■ Hinn 10. nóvember
ætla bandarísk llugmála-
yfirvöld að láta Boeing
720 llugvél hrapa í Kali-
forníu. í flugvélinni verða
brúður í stað farþega.
Tilgangurinn með þessu
sviðsetta flugslysi er að
prófa nýtt viðbótarefni í
eldsneyti, sem álitið er að
kvikni ekki svo glatt í þótt
mikill árekstur verði. Er
það náttúrlega mikil fram-
för í öryggismálum, því
ein helsta hættan við flug-
slys er þegar sprengingar
verða í eldsneytisgeymum
og eldur brýst út.
Auk þessa mun ætlunin
að reyna ýrnsar aðrar nýj-
ungar í öryggisbúnaði og
eldvörnum.