NT - 24.08.1985, Síða 11

NT - 24.08.1985, Síða 11
Bíllinn, sem alla hefur dreymt um Verdur kynntur í byrjun september ► Tregðumismunadrif ► Afistýri ► 14" felgur ► Rafstýrðir útispeglar ► Miðstýrðar hurðalæsingar ► og margt fleira ■ Diane Lane er þama ekki mjög lík persónunni sem hún leikur í Næturklúbbnum, - en þessi útgáfa af mér er þó meira í samræmi við raunveruieikann, sagði hún. Diane Lane í Næturklúbbnum ■ Diane Lane, ung leikkona í Hollywood, vann sér mikinn frama með leik sínum í kvikmyndinni „Cott- on Club“ eða Næturklúbbnum, eins og myndin hefur verið kölluð hér á landi. Kvikmyndin hefur gengið hér mánuðum saman. Diane sagði nýlega í viðtali við „leikarablað“, að það hefði oft verið mikið erfiði og tafir við upptöku myndarinnar. Sum atriðin hafi verið umskrifuð aftur og aftur og margtekin upp á filmu, enda varð myndin með þeim dýrari í framleiðslu (kostnaður- inn er sagður 58 milljónir dollara). Diane var spurð um samstarf henn- ar og mótleikarans, Richards Gere. „Ég verð að viðurkenna að ég var æðislega skotin í honum. En þetta var allt búið um leið og myndinni var lokið, og var í raun mjög saklaust allt saman,“ sagði Diane, sem tók sér gott frí til að hvíla sig eftir Nætur- klúbbinn. Barnabarn Francos byrjar nýtt líf ■ Lífið hefur sýnt á sér margar hliðar fyrir Maria del Carmen Martin- ez-Bordiu, barnabarn Francos, fyrr- um einræðisherra Spánar en sem stendur er hún sólarmegin. Ekki alls fyrir löngu ól hún dóttur á sjúkrahúsi í París og mátti vart á milli sjá hvort foreldranna, Maria del Carmen eða maður hennar Jean-Marie Rossi var hamingjusamara. Árið 1984 var þeim báðum þungt í skauti. Maria del Carmen, sem áður 1 hafði verið gift spánska prinsinum Alfonso af Bourbon og Segovia, ná- frænda Juan Carlos Spánarkonungs, fékk þær skelfilegu fréttir dag einn í febrúar á liðnu ári að fyrrum maður hennar (þau skildu 1982) og synir þeirra tveir, sem bjuggu áfram hjá föður sínum eftir skilnaðinn, hefðu lent í hroðalegu slysi. Annar sonur- inn, Francisco 11 ára, dó af afleiðing- um meiðslanna sem hann hlaut. Þá kom til sögunnar Jean-Marie Rossi, sem sjálfur var faðir tveggja barna, og veitti hinni syrgjandi Maria del Carmen þá huggun sem í hans valdi stóð. Sex mánuðum síðar þurfti Maria del Carmen að endurgjalda huggunina. Þá drukknaði 10 ára göm- ul dóttir Jean-Marie. Þessi sorgarsaga varð til þess að binda þau Maria del Carmen og Jean-Marie traustum böndum og þau ákváðu að gifta sig. Nokkru síðar kom í Ijós að Maria del Carmen var barnshafandi og þeim báðum til mikillar ánægju ól hún dóttur í fyll- ingu tímans. Þó að slíkur missir sem þau höfðu bæði orðið fyrir verði aldrei bættur, var. það þó alténd sárabót að fá nýtt barn í fjölskylduna. ■ Sjáið þið hana dóttur mína, er hún ekki yndisleg? Maria del Carmen hefur nú tekið gleði sína á ný. BÍLARNIR, SEM SELJAST MEST,* ERU FRÁ MITSUBISHI. Verð frá kr. 577.000,- _________ [hIheklahf * Samkv. skýrslu Hagstofu íslands 170-172 Sími 21240 PRISMA

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.