NT - 24.08.1985, Side 18

NT - 24.08.1985, Side 18
24. ágúst 1985 18. Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Innritun nýnema í öldungadeild verður mánu- daginn 26. ágúst kl. 16-19. Stöðupróf verða sem hér segir (kl. 17 alla dagana): í ensku þriðjudag 27. ágúst, í þýsku miðvikudag 28. ágúst í frönsku og spænsku föstudag 30. ágúst. Stöðupróf í dönsku fellur niður. Deildarstjórafundur verður miðvikudaginn 28. ágúst kl. 10. Nýnemar í dagskóla komi fimmtudaginn 29. ágúst kl. 17. Kennarafundur verður föstudaginn 30. ágúst kl. 10. Skólinn verður settur mánudaginn 2. sept- ember kl. 10 og stundatöflur afhentar nem- endum í dagskóla gegn greiðslu 1.000 kr. innritunargjalds. Kennsla í dagskóla hefst skv. stundaskrá þriðjudaginn 3. september. í öldungadeild hefst kennsla samkvæmt stundaskrá mánudaginn 2. september. Rektor. J.R.J. hf. bifreiðasmiðja Varmahl íð - Sími 95-6119 Klæðningar í jeppa og fólksbíla. Klæðningar í fólksflutningabíla. Yfirbyggingar á: Zuzuki, Pick-up, Nissan Patrol, Toyota Haylux og aðra pick-up bíla og jeppa. Almáianir og skreytingar. Réttingar, stór tjón fítil tjón. Vanir menn - vönduð vinna. ATH. - ATH. - ATH. Þak-, glugga-, múr- og sprunguviðgerðir. Háþrýstiþvottur- sílanböðun. Pípulagnir - viðgerðir - viðhald o.fl. Nota aðeins viðurkennd efni. Skoða verkið samdægurs og geri tilboð. Upplýsingar í síma 64-12-74. Héraðsmót framsóknarmanna I V-Skaftafellssýslu verður I Leikskálum í Vík í Mýrdal laugardaginn 24. ágúst. Ávörp flytja Unnur Stefánsdóttir fóstra og Stefán Guðmundsson alþingismaður. Félagar úr Víkurleikflokknum og Kristinn Ágústsson fara með gamanmál. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi. Framsóknarfélögin. Héraðsmót framsóknarmanna í V-Skaftafellssýslu verður í Leikskálum í Vík í Mýrdal laugardaginn 24. ágúst. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi, dagskrá auglýst nánar síðar. , Framsóknarfélögin ■ Fjöldi erlendra þátttakenda hefur skráð sig í hlaupið og meðal þeirra er Lesley Watson, sem sigraði í kvennaflokki í fyrra. Hún er einnig heimsmethafi í 50 mflna hlaupi. Myndin hér að ofan sýnir Watson í hlaupinu í fyrra. Reykjavíkurmaraþonið: Mesta hlaup ársins ■ Það verður ekki aðeins stór- leikur í knattspyrnu á morgun, heldur verður eitt mesta hlaup ársins einnig á dagskrá. Hér er um að ræða Reykjavíkurmara- þonið sem nú fer fram í annað sinn. Það hefst klukkan 10 í fyrra- málið og geta þátttakendur val- ið um heilt maraþonhlaup, hálft eða sjö km hlaup. í fyrrnefndu tveimur hlaupunum er hlaupið um eftir- taldar götur: Fríkirkjuveg, Skothúsveg, Suðurgötu, Hjarð- arhaga, Fornhaga, Starhaga (aðeins á síðari hring hjá mara- þonhlaupurum), Ægisíðu, Nesveg, Suðurströnd, Eiðs- granda, Ánanaust, Mýrargötu, Tryggvagötu, Kalkofnsveg, Skúlagötu, Sætún, Kleppsveg, Elliðavog, Suðurlandsbraut, Langholtsveg, Laugarásveg, Sundlaugaveg, Borgartún, Kringlumýrarbraut, Sóleyjar- götu og Lækjargötu. í sjö km hlaupinu liggur leiðin um eftirtaldar götur: Fríkirkju- veg, Skothúsveg, Suðurgötu, Hjarðarhaga, Fornhaga, Ægi- síðu, Nesveg, Suðurströnd, Eiðsgranda, Ánanaust, Mýrar- götu, Tryggvagötu, Kalkofns- veg og Lækjargötu. Reykvíkingar og aðrir í höf- uðborginni eru eindregið hvattir til að fara út á göturnar og hvetja keppendur, einkanlega er vonast til þess að áhorfendur láti vel í sér heyra þegar hlaup- ararnir skeiða lokasprettinn. Bþróttir Holl ráð ■ Hér á eftir fylgja nokk- ur holl ráð varðandi hlaup- ið. Hitið upp með léttu skokki og teygjum í 15-20 mínútur fyrir hlaupið. Far- ið rólega af stað í fyrstu, einkanlega ef þið eruð ekki vön að hlaupa svona löng hlaup. Athugið að þægi- legra er að hlaupa í hópi en einn. Takið mið af hlaupa- lengdinni og vindi þegar þið reiknið út hraðaáætlun. Ef hiti er 10-15 stig þá þarf ekki að drekka mikið. Drekkið frekar oft en mik- ið í einu. Blandaðir drykkir geta verið varhugaverðir, alltént er oft minni hætta á hlaupasting sé vatn notað í stað annarra vökva. Reyn- ið ekki að drekka á hlaupum ef þið getið það ekki, þá er betra að stoppa. Þegar hlaupinu lýkur ættu keppendur að notfæra sér þá þjónustu sem býðst við markið. Haldið ykkur heitum meðan þið leitið að utanyfirfötunum, t.d. með því að vefja utan um ykkur teppi. Fáið ykkur súpu eða heitan drykk. Munið svo að skokka daginn eftir, það er nauð- synlegt þótt sársaukafullt geti það vitanlega verið, þar sem allir vöðvar verða líklega mjög stífir. Reykjavíkur Maraþon 25. Ágúst 1985 Háltmaraþon: Einn hringur. Maraþon: Tveir hringir. .....(punktalina) Maraþonhlauparar eingongu (á seinni hring). O: Drykkiarstöóvar Haltmarathon: One lap. Marathon Two laps N B - - Dotted Ime: Second lap m lull marathon D Refreshment stations ■ Kortið sýnir þá leið sem hlaupin verður í hlaupunum þremur. Grand Prix leikarnir í Vestur-Berlín: Heimsmet í 1500 metrunum - Said Aquita hljóp á 3:29,45 og bætti met Cram um 0,22 sek. ■ Marokkómaðurinn Said Aquita setti í gærkvöldi nýtt heimsmet í 1500 m hlaupi á Grand Prix frjálsíþróttamóti í Vestur-Berlín. Hann hljóp á 3:29,45 mín. og bætti met Steve Cram um 22 hundraðshluta. Englendingurinn setti met sitt í síðasta mánuði. Þetta var annað heimsmet Aquita á innan við mánuði, hann setti nýtt met í 5000 m hlaupi í Osló fyrir stuttu. Aquita naut aðstoðar tveggja héra í hlaupinu í gærkvöldi. Vestur-Þjóðverjinn Volker Blumenthal keyrði upp hraðann fyrstu 800 metrana hljóp þá á 1:53,50 og í þriðja hringnum sá írinn Frank O’Mara um að halda uppi góðum hraða. O’Mara hljóp hringinn á 55 sekúndum. Þá var röðin komin að Marokkómanninum og hann kom í mark nær þremur og hálfri sekúndu á undan Sydney Maree, Bandaríkjunum. Pierre Deleze, Sviss, varð þriðji á 3:33,04 mín. Aquita var nærri því að setja met á Grand Prix leikunum í Zúrich á miðvikudag. Þá hljóp hann míluna á 3:46,92, aðeins 0,61 sekúndu frá heimsmeti Cram. Árangur Aquita var sá lang- besti á mótinu í Vestur-Berlín. Petra Felke, A-Þýskalandi, sigr- aði í spjótkastinu með kast upp á 74,56 m, tæpum metra stytttra en heimsmet sitt. Valerie Brisco-Hooks, sem sigraði í 100 og 200 metrunum í Sviss, vann nú í 400 m hlaupi. Tími hennar var 49,65 sek. í 100 m hlaupi sigraði Marian Woronon, Póllandi, á 10,20 og Steffen Bringhmann, A-Þýska- landi, varð annar á 10,22 sek. Desai Williams, Kanada, þriðji á 10,33 sek. Naumt hjá Islandi ■ fslan'd sigraði Færeyjar son skoraði markið á síðustu 1-0 í unglingalandsleik í' mínútumleiksins,hörkuskot kriattspyrnu í Þórshöfn í eftir góða fyrirgjöf Ólafs gærkvöldi. Páll Guðmunds- Kristjánssonar.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.