Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.2004, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.2004, Page 5
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 6. nóvember 2004 | 5 vill málefnalegri umræður. Sendir hann ósk- ina á rétt heimilisfang? Símtal við Pál Björnsson Sigurður Gylfi vitnar í grein sinni í símtal mitt við Pál Björnsson föstudaginn 19. des- ember 2003. Hann hefur það eftir Páli, sem er vinur hans og starfsbróðir í Reykjavík- urakademíunni. Einhvern tíma var sagt, að óeðlilegt væri að vitna í tveggja manna tal, en sannleikurinn er sá, að ég hefði ekkert haft á móti því, að símtalið hefði verið tekið upp og leikið í útvarpi, því að þar hafði ég ekkert að fela (þótt mér finnist Sigurður Gylfi raunar gera allt of mikið úr þessu sím- tali). Páll hafði kvöldið áður fellt mjög nei- kvæðan dóm um bók mína í Kastljósi. Ég gerði auðvitað ekki athugasemdir við það, en bað um skýringar á nokkrum atriðum, sem hann hafði lauslega nefnt. Páll hafði í Kastljósi sagt, að staðarlýs- ingar í bók minni væru ónákvæmar. Í símtal- inu gaf hann þá skýringu, að Tómasarkirkjan væri ekki við Markaðstorgið í Leipzig. Ég svaraði því til, að mér fyndist þetta hót- fyndni, því að Tómasarkirkjan er steinsnar frá einu horni torgsins og autt á milli. Hún er nánast í horni torgsins. Þetta vita allir, sem hafa verið í Leipzig. Páll nefndi líka, að árið 1902 hefði Reykjavík ekki kúrt sig í kvosinni, eins og ég segði í bók minni, heldur hefði hún teygt sig upp víðar. Ég sagði, að það mætti til sanns vegar færa, þótt það væri algert aukaatriði. En auðvitað var meg- inbyggðin í kvosinni árið 1902. Páll sagði síð- an, að ósamræmi væri í staðanöfnum í bók- inni. Dæmi hans í símtalinu var, að stundum notaði ég Los Angeles og stundum Engla- borg. Ýmislegt hafði áður komið mér á óvart í símtalinu, en þá varð ég hissa. Ég spurði hann, hvort hann sæi ekki, að ég notaði Englaborg tvisvar í bókinni sem stílbragð! Ég fékk engin svör. Páll nefndi síðan ein- hverja eina tilvísun, sem í hefði orðið rugl- ingur í fjórða kafla. Ég þakkaði honum fyrir þá ábendingu, en auðvitað hljóta að vera ein- hverjar smávillur á sjötíu blaðsíðum í tilvís- unum. Fleira fann Páll ekki að bók minni í þessu símtali. Sigurður Gylfi hefur það eftir Páli Björnssyni, að ég hefði hótað honum að lesa verk hans. Þetta er misskilningur. Ég spurði Pál, hvort hann gæti bent mér á ein- hver verk sín, sem ég gæti lesið vandlega, svo að ég gæti lært eitthvað af honum um vinnubrögð, því að hann teldi bersýnilega, að ég þyrfti um þau nánari leiðbeiningar. Nú vildi ég læra af honum. Páll gat ekki bent mér á nein verk sín. Ég skal játa, að ef til vill hefur verið einhver kaldhæðni í orðum mínum, en hótun var þetta ekki. Eða hvernig get ég hótað að lesa verk, sem eru ekki til? Aðalatriðið er þó það, að Páll var mjög ósanngjarn í dómi sínum í Kastljósi um bók mína. Hann notaði þær fjórar mínútur, sem honum voru þar skammtaðar, til að finna að smáatriðum, en spyrja ekki stóru spurning- anna: Varpar ævisagan ljósi á viðfangsefnið? Er mikill nýr fróðleikur í henni? Er hún vel skrifuð? Er hún sanngjörn í garð Kiljans? Kjarni málsins Sigurður Gylfi talar eins og þau Páll Björns- son, Páll Baldvin Baldvinsson, Gauti Krist- mannsson og Helga Kress hafi sett fram málefnalega gagnrýni á bók mína, en verið kaffærð í ómálefnalegum ásökunum frá mér og fólki hliðhollu mér. Ég hef sýnt fram á það hér að ofan, að því fer fjarri. Þau voru ómálefnaleg, og þeim var svarað mál- efnalega. En um hvað snýst málið? Frá því að ljóst varð, að ég ætlaði mér að skrifa ævi- sögu Halldórs Kiljans Laxness í þremur bindum, hefur farið fram skipulögð herferð gegn mér, sem hefur ekki farið leynt. Ég er ekki að kvarta undan henni, því að ég treysti mér vissulega til að svara fyrir mig, heldur að lýsa staðreyndum. Dætur Laxness lokuðu fyrirvaralaust bréfum skáldsins, sem gefin höfðu verið án kvaða á Þjóðarbókhlöðuna, fyrir mér og öllum nema Helgu Kress og Halldóri Guðmundssyni, sem er að skrifa hina opinberu ævisögu Nóbelsskáldsins. (Það skipti mig að vísu litlu máli, því að ég hafði lesið bréfin, á meðan safnið var opið.) Hefði Sigurði Gylfa ekki verið nær að gagnrýna þau vinnubrögð? Dætur Laxness hafa líka lýst yfir því, að þær ætli að höfða mál gegn mér, og hafa sent kærur á mig í allar áttir, eins og alþjóð veit. Síðan bætir Gauti Krist- mannsson því beinlínis við í Morgunblaðinu, að mér eigi ekki að vera leyfilegt að skrifa um skáldið! Þarf frekar vitnanna við? Kjarni þess máls, sem Sigurður Gylfi vill ræða um, er þó auðvitað ásökunin um ritstuld. En í ádeilum á bók mína hefur jafnan verið horft fram hjá því, að í eftirmálanum tek ég skýrt fram, að ég nýti mér rannsóknir annarra fræðimanna og texta úr minningabókum Kiljans í lýsingu á æsku hans. Þar segir svart á hvítu: „Ég hef auðvitað haft ómælt gagn af rannsóknum annarra fræðimanna á verkum Halldórs Kiljans Laxness, einkum þeirra Peters Hallbergs í nokkrum ritgerð- um og fjórum bindum (Vefarinn mikli, I.–II. og Hús skáldsins, I.–II.) og Eiríks Jónssonar kennara í mörgum greinum og bók (Rætur Íslandsklukkunnar). Halldór hefur sjálfur skrifað fimm minningabækur (Skáldatími, Í túninu heima, Úngur ég var, Sjömeist- arasagan og Grikklandsárið), og viðtals- bækur hafa birst um báðar eiginkonur hans (Í aðalhlutverki um Ingibjörgu Einarsdóttur og Á Gljúfrasteini um Auði Sveinsdóttur). Allt þetta efni hef ég reynt að hagnýta mér og fella saman í eina heild, en hef vísað fyr- irvörum og athugasemdum í neðanmáls- greinar til að trufla ekki hinn almenna les- anda, þótt mér beri auðvitað að gera fræðimönnum skil á forsendum mínum. Meg- inregla mín var sú að fara eftir Halldóri sjálfum, nema þegar aðrar heimildir taka af skarið um annað, og það gera þær ósjaldan.“ Spurningin getur ekki verið sú, hvort ég hafi vísað nægilega oft og skýrt til þeirra texta, sem ég notaði, því að það gerði ég, þótt ef- laust hefði mátt bæta það eins og margt ann- að í bók minni. Hún er vitaskuld ekki galla- laus fremur en önnur mannanna verk. Spurningin hlýtur að vera, hvort ég hafi mátt hagnýta mér, lítt breytta, texta frá Halldóri Kiljan Laxness og öðrum, þegar ég var að lýsa atvikum, sem þessir textar eru um. Ég hagnýtti mér vissulega slíka texta og reyndi hvergi að leyna því. Mér datt ekki í hug, á meðan ég var að skrifa bókina, að neitt væri athugavert við það. Ég get nú ekki svarað öðru til en því, að hafi ég brotið höfundarrétt, þá hef ég gert það grandalaus. Það var alls ekki ætlun mín. Ég notaði blátt áfram sömu aðferð til að skapa hughrif og lýsa aðstæðum og ég hafði séð Kiljan sjálfan gera. Hann skrifaði ræðu Rauðsmýr- armaddömunnar í Sjálfstæðu fólki upp úr þremur greinum í kvennablaði, margt í Heimsljósi upp úr dagbókum Magnúsar Hjaltasonar, smásöguna „Temúdjín snýr heim“ upp úr ævisögu Genghis Khan eftir Ralph Fox, og svo má lengi telja. Vinnu- brögð hans sjást best í hinu mikla verki Ei- ríks Jónssonar um Rætur Íslandsklukk- unnar. Höfundarréttur kann hin síðari ár að hafa þróast á þann hátt í heiminum, að slík vinnu- brögð séu ekki lengur talin eins eðlileg og á dögum Kiljans. Ég skal ekkert um það segja. En ég veit ekki til þess, að ég hafi neins staðar notað mér lýsingar Kiljans á ævi sinni í því skyni að niðra hann. Ég var að segja sögu, og til þess greip ég til þeirra lýsinga, sem tiltækar voru, á sama hátt og aðrir ís- lenskir ævisöguritarar og Kiljan sjálfur höfðu gert. Verðugt umræðuefni Sigurður Gylfi hefur hins vegar rétt fyrir sér um það, að það er verðugt umræðuefni, hversu nálægt textum annarra menn mega ganga, þótt þeir vísi samviskusamlega í þá og þótt svo standi á, eins og í mínu dæmi, að ævisagan er einmitt um það, sem textarnir lýsa. Ég setti fram hugmynd um það við heimspekideild, að haldin yrði ráðstefna með okkur Helgu Kress um heimildanotkun, þar sem ég gæti skýrt viðhorf mín og vinnu- brögð, en deildin kvað ekki geta af því orðið. Ég sendi nýlega Viðari Hreinssyni, sem sér um að skipuleggja rabbfundi fyrir Reykja- víkurakademíuna, tölvuskeyti með sama til- boði, en í svari frá honum kom fram, að hann hefði ekki áhuga á að standa að slíkum fundi. Ég er óhræddur við að mæta þeim Helgu Kress, Gauta og Pálunum tveimur op- inberlega og skiptast á skoðunum við þau um þetta mál. En ef til vill verður eina hug- myndin, sem samkomulag næst um, sú, sem Egill Helgason varpaði fram á dögunum: Að haldin verði sýndarréttarhöld yfir mér í Reykjavíkurakademíunni í líkingu við Búk- harín-réttarhöldin í Moskvu í mars 1938, þar sem úrskurður er ákveðinn fyrir og dómarar og ákærendur allir í sama liði, en málsvörn aðeins fyrir siðasakir. Þá rætist það eflaust, sem Marx sagði einu sinni, að sagan end- urtæki sig alltaf, fyrst sem harmleikur, síðan sem skopleikur. Magnússonar Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands. H ún var mikill maður, mikill vinur“ – í útvarpsviðtali fyrir skömmu lýsti maður nokkur látinni frænku sinni á þessa leið, og fallegri eftirmæli er varla hægt að hugsa sér. Þessi orð sýna glöggt að Íslendingum er tamt að nota karlkynsorð til að lýsa konum, og þau komu mér í hug þegar ég las um líkt leyti hug- vekju Sigurðar Ægissonar, Útilokun, sem birt- ist í Morgunblaðinu 3. október. Þar vekur Sig- urður athygli á að þjóðkirkjan standi frammi fyrir þeim vanda að málfar Biblíunnar og fleiri kirkjulegra texta sé að mestu bundið við karlkyn, og við slíku útilokunarmálfari þurfi að bregðast. Guðfræðileg álitamál hef ég ekki þekkingu til að ræða, en tvær hliðar á þessu máli snerta starfssvið mitt sérstaklega, þ.e. hvernig farið er með íslenska tungu og hvernig farið er með texta íslenskra höfunda. Sigurður ræðir um sálmabókina og lítur svo á að ómögulegt sé fyrir konur að taka undir söng- inn heils hugar ef ort er: „Héðan burt vér göng- um glaðir“ eða „að geti’ eg sofnað sáttur enn“. Stundum sé gripið til þess ráðs að lagfæra text- ana og breyta í kvenkyn til að konur geti sungið með, og syngja í útfararsálmi „fylgjum þér, vina“ í stað „vinur“ ef um látna konu er að ræða. Þá veltir hann því fyrir sér hvort vandinn verði leystur með því að fjarlægja úr sálmabókinni alla texta sem ekki eru „á málfari beggja kynja“ eða gefa út sálmabók sem skiptist í þrennt, texta handa körlum, texta handa konum og texta handa báðum kynjum. Ef slík endurskoðun á sálmabókinni væri tal- in nauðsynleg til þess að gæta jafnréttissjón- armiða, hlyti sams konar aðgerða að vera þörf víðar en í þjóðkirkjunni. Kennsluefni skóla- barna þyrfti að endurskoða ef ekki væri hægt að leggja það á stúlkurnar að syngja „Komdu, litla héraskinn, því ég er vinur þinn“, „Vér göngum svo léttir í lundu“ og þannig mætti áfram telja. Raunar hlytu aðgerðir af þessu tagi að hafa í för með sér að líta þyrfti á gervallar ís- lenskar bókmenntir óvægnum ritskoðunar- augum, lagfæra þá texta sem ekki eru samdir „á málfari beggja kynja“ eða dæma þá úr leik með því að kveða upp þann úrskurð að ekki sé við hæfi að fara með þá í návist kvenna eða ætl- ast til að þær taki undir þá. Þá væri íslenskum höfundum sýnd mikil lítilsvirðing, hvort sem verk þeirra eru nógu ung til að vera varin af höfundarréttarlögum eða ekki. Núlifandi höf- undum væru líka send kuldaleg skilaboð, enda hlyti það að vera hverjum höfundi áhyggjuefni að hafa ekki frelsi til að taka til máls, skrifa eða yrkja á því máli sem hann ólst upp við að væri góð íslenska. Hvað er þá „góð íslenska“ þegar notkun kynja er annars vegar? Saga kynjakerfis indó- evrópsku málaættarinnar er löng og nokkuð flókin. Þó er óhætt að telja víst að kynin þrjú, karlkyn, kvenkyn og hvorugkyn, sem íslenska á og flest indóevrópsk fornmál, hafi ekki orðið til samtímis og að karlkyn og kvenkyn hafi aldrei haft alveg sambærilegt hlutverk. Það hefði mátt hugsa sér að kynjakerfið væri þannig gert að karlkyn væri alltaf notað um karlkyns lífverur, kvenkyn um kvenkyns lífverur og hvorugkyn um dauða hluti og hugtök, en sú regla hefur aldrei gilt í íslensku og virðist ekki heldur hafa átt við á þeim forsögulegu tímum sem málfræð- ingar hafa nokkra þekkingu á. Íslenska hefur varðveitt beygingarkerfið germanska glettilega vel, t.d. mun betur en danska og enska, og þess vegna gilda enn skemmtilega skrýtnar reglur um notkun kynja í íslensku máli. Þannig er persónufornafnið hann notað um karlmann og hún um konu, en í fleir- tölu hvorugkynið þau um blandaðan hóp karla og kvenna. Samt er notkun hvorugkyns fleir- tölu takmörkuð; hk.ft. af orðinu allur er nothæft þegar persónufornafn er með: „Nú skulum við öll syngja saman“ eða „Ég bið ykkur öll að rísa úr sætum“, en ekki er hægt að ávarpa hópinn með orðunum „Nú skulu öll syngja saman“ eða „Ég bið öll að rísa úr sætum“. Notkun hins málfræðilega karlkyns og hins málfræðilega kvenkyns er að talsverðu leyti ólík. Segja má að karlkynið hafi víðtækara hlut- verk en kvenkynið þar sem það er iðulega notað um hópa fólks af báðum kynjum og um ein- stakling ef kyn er ekki tilgreint. Að þessu leyti gegnir karlkynið hlutleysishlutverki sem kven- kyn hefur ekki. Karlkyn fleirtölu er þannig eðlilegt að nota um blandaða hópa, t.d. fornafnamyndirnar allir, einhverjir, nokkrir og sumir. Í þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur á bók Astrid Lindgren, Á Saltkráku, er ágætt dæmi um þetta: „það var dansað á bryggjunni … og við dönsuðum, allir dönsuðu“; þarna dönsuðu karlar og konur sam- an. Orðin „Sælir eru hjartahreinir“ í íslenskri þýðingu Nýja testamentisins geta átt við allt fólk, karla og konur. Þýðandinn valdi hvorki orðalagið „Sæl eru hjartahrein“ né „Sælir og sælar eru hjartahreinir og hjartahreinar“ af því að hvorugt orðalagið hefði verið eðlileg íslenska. Þegar talað er um eða við einstakling af hvoru kyninu sem er, þ.e. þegar notuð er eintala en kyn mannsins ekki tilgreint, er karlkyn eina færa leiðin. „Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi“ er í málfræðilegum skilningi í karl- kyni, en getur átt við konur og karla, svo og orð Hávamála, „Sá einn veit, er víða ratar“. Kven- kyn eða hvorugkyn eintölu hefði ekki verið hægt að setja í staðinn. Þegar Stephan G. Stephansson ávarpaði Íslending af hvoru kyn- inu sem er, notaði hann karlkyn eintölu, „Þó þú langförull legðir“, og orðin frænka og dóttir nokkrum línum neðar taka af allan vafa um það að þessi orð voru ætluð jafnt konum sem körl- um. Máltilfinning hans hefði ekki leyft að hk.et. langförult kæmi í staðinn, en fleirtalan „Þó þið langförul legðuð“ hefði hins vegar komið til greina. Það eru auðvitað ekki aðeins skáld og rithöf- undar sem orða hugsun sína á þann hátt að not- að er málfræðilegt karlkyn þegar átt er við blandaðan hóp karla og kvenna. „Eru allir komnir? Vantar einhvern?“ getur kennari sagt við bekkinn sinn þótt stelpur séu í meirihluta. Þetta hlutleysishlutverk karlkynsins gerir það líka að verkum að mikið er um að karlkynsorð séu notuð um konur jafnt sem karla – kona get- ur verið félagi, skörungur, femínisti – og þegar hjúkrunarkonur vildu taka upp starfsheiti sem ætti jafnt við bæði kynin varð úr því karlkyns- orðið hjúkrunarfræðingur. Þar sem kvenkynið hefur ekki þetta hlutleysishlutverk er lítið um að kvenkynsorð séu notuð um karla þótt þess séu dæmi, t.d. þegar karl er kallaður „mikil hetja“. Af þeim sökum þætti karlmönnum óeðli- legt að þurfa að segja: „Nú er ég klædd og kom- in á ról“ eða „dagsins störf vér byrjum morgun- glaðar“. Á hinn bóginn hafa konur löngum tekið því sem sjálfsögðum hlut að orðalag í karlkyni eigi við þær, sbr. orðin „Heilir og sælir, hlust- endur góðir“, „Góðir Íslendingar“ og „Farþegar eru beðnir að ganga um borð“. Þær hafa líka getað tekið til sín orð frelsarans, „Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi“, og heilræði Hávamála, „Vin sínum skal maður vinur vera“. Þá væri mikils misst ef konum væri talin trú um að enginn íslenskur texti geti verið ætlaður þeim eða höfðað til þeirra nema hann sé umrit- aður með kvenkyns orðalagi eða hinu hlutlausa hvorugkyni sem samrýmist ekki alltaf íslenskri málvenju. Það á þá jafnt við orð Nýja testa- mentisins, heilræði Hávamála og hvaða íslensk- an texta annan sem vera skal. Ef eina leiðin til að gæta jafnréttis kynjanna væri sú að ein- skorða texta við það sem Sigurður Ægisson kallar „málfar beggja kynja“, ættum við mikið verk fyrir höndum við að ritskoða íslenskar bókmenntir. Það væri ekki einu sinni nóg, held- ur þyrfti að taka frá hinu málfræðilega karlkyni hlutleysishlutverkið og gera notkun þess alveg sambærilega við notkun kvenkyns. Við þyrftum öll að læra að tala upp á nýtt. Þá er komið að því að spyrja hvort hinn góði jafnréttistilgangur réttlæti það að grípa til þessara meðala. Afstaða þjóðarinnar til þessa máls hefur líklega aldrei verið könnuð og ekki einu sinni vilji kvenna. Spurningin snýst þá ekki aðeins um íslenskt mál og bókmenntir, heldur einnig um bestu leiðir til að ná jafnréttismark- miðum; t.d. má deila um hvort betra sé að konur berjist við karla eða gangi í lið með þeim, leggi áherslu á sérstöðu sína eða það sem kynin eiga sameiginlegt. Þær konur eru a.m.k. til, og óvíst að þær séu fáar, sem óska þess að stúlkur sem ljúka stúd- entsprófi geti glaðst með skólabræðrum sínum yfir því að hafa náð sameiginlegum áfanga. Þær geti sungið með þeim „Kætumst meðan kostur er,//knárra sveina flokkur“ og fagnað því að vera komnar í þessa knáu stúdentasveit, en bor- ið þá virðingu fyrir höfundarverki Jóns Helga- sonar að telja hvorki nauðsynlegt né réttlætan- legt að hrófla við texta hans og breyta „sveina“ í „meyja“. Þær viti að þær geti stefnt að því, rétt eins og þeir, að verða prófessorar, læknar, prestar, ráðherrar eða forsetar, þótt þetta séu karlkynsorð, og geti hagað lífi sínu þannig að þær verði kallaðar menn með mönnum og vinir sem í raun reynast. „Hún var mikill maður, mikill vinur“ Höfundur er dósent í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands. Er ástæða til að bregðast við því að málfar Biblíunnar og annarra trúarlegra texta er bundið við karlkyn eins og Sigurður Ægisson hélt fram í hugvekju í Morgunblaðinu fyrir skömmu? Þyrfti þá ekki að breyta ýmsum öðrum textum einnig? Þyrftu Íslendingar hugsanlega að læra að tala upp á nýtt? Eftir Guðrúnu Þórhallsdóttur gth@hi.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.