Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.2004, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.2004, Page 9
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 6. nóvember 2004 | 9 1590. Þarna er ekki einungis verið að sýna landið sjálft heldur úir og grúir af ýmsum ókindum í hafinu í kringum það og ísbirnir eru á jökum undan Norð-Austurlandi. „Þetta kort er eftirlæti allra sem safna Íslandskortum og er líka eftirsótt af fólki sem umfram allt safnar sérstæðum og fal- legum kortum án tillits til þess hvaða lönd þau sýna. Kvikindi af þessu tagi eru fremur sjaldgæf á kortum frá þessum tíma en ef- laust tilkomin vegna sagna um ófreskjur í þeim höfum sem lítt höfðu verið rannsökuð.“ Þess má geta að þetta kort sem er 33x49 sm að stærð er um þessar mundir almennt selt á um 500.000 krónur hjá fornbóka- og kortasölum á meginlandi Evrópu. Í framhaldi af Íslandskortinu kemur annað kort frá hendi Ort- elíusar fyrir augu okkar; það er af nyrsta hluta Evrópu. „Þetta kort kom í öllum 38 útgáfum bókar hans frá 1570 til 1612 sem prentaðar voru í samtals 7.300 eintökum. Aðeins lítill hluti þessara bóka er enn til í heilu lagi en einstakar síður og opnur ganga kaupum og sölum. Ísland er þarna enn fjarri raun- verulegri lögun enda stuðst við ónákvæm eldri kort.“ „Eiapial“ meðal skrítinna örnefna á Íslandskorti Mercators Næst kemur úr geymsluskáp Íslandskort Gerhards Mercators, eins virtasta kortagerðarmanns sögunnar. Það er frá 1595, ekki ósvipað korti Ortelíusar, enda eru báðir taldir hafa stuðst við svipaðar heimildir sem upphaflega hafi verið komnar frá Guð- brandi biskupi. Þetta kort er með fleiri örnefnum en til þess tíma höfðu verið sett á Íslandskort eða um 300 en þau hafa mörg hver bjagast dálítið í meðförum. „Sniopiallastrad“ reynist vera Snæ- fjallaströnd, „Skialkandi fiorder“ er Skjálfandaflói, „Eiapial“ stendur fyrir Eyjafjöll og biskupssetrið Hólar er hér ritað „Hal- ar“. Þá birtist okkur lítið en snoturt myndskreytt Íslandskort sem komið er úr veraldarlýsingu franska landfræðingsins A.A. Mall- et sem gefin var út 1683. Það er teiknað í tvenns konar vídd þannig að við sjáum ofan á Ísland en í fjarska norðan við það má greina fjöllótta strönd Grænlands út við sjóndeildarhring frá öðru sjónarhorni eins og horft sé lárétt til lands. Á hafinu milli landanna eru hvalveiðiskip og blásandi hvalir en flotar kaup- skipa undan suðurströnd Íslands. „Hér höfum við kort sem kunnur leturgrafari í Hamborg, Pingeling að nafni, gerði um 1770,“ segir Dreyer-Eimbcke. „Það er af þeim löndum sem til forna voru í ríki konungs Danmerkur og Noregs. Á þessu sjaldséða korti sem skreytt er skjaldar- merkjum er Ísland farið að taka á sig tiltölulega rétta mynd.“ Enn heldur gestgjafi minn áfram að leggja á borð fyrir mig kort úr safni sínu og engin leið að tíunda allt það kortaval í einni blaðagrein. Ýmis kortanna eru sjaldgæf bæði í opinberum söfn- um og einkasöfnum. Meðal fágætra korta segist hann eiga nokkur frá síðari hluta 17. aldar eftir kortagerðarmanninn Robert Dudley af norð- urslóðum, Íslandi og nágrenni. „Og ekki má ég gleyma sérkorti af eyjunni Fríslandi sem um alllangt skeið var teiknuð á landabréfum suður af Íslandi en kortið er úr bók sem Ítalinn Antonio Lafreri tók saman. Ég keypti það hjá Sothebys í London á uppboði og var mér sagt að þetta kort væri nú aðeins til á sextán stöðum í heiminum.“ Ekkert kortanna varð eldinum að bráð Dreyer-Eimbcke hefur komið sér upp rúmgóðri vinnustofu með drjúgum bókakosti heima í Wohldorf þar sem hann situr löngum við skriftir. Bæði í vinnustofunni og í kortageymslunni getur að líta fjölmörg kynningarveggspjöld tengd útgáfu bóka hans eða kortasýningum sem hann hefur ýmist staðið fyrir eða tekið þátt í. Ég spyr hann um sýningarnar. Hann segir mér, að rúmum áratug eftir Íslandssýninguna í Hamborg, sem fyrr var nefnd, hafi hann sýnt kort úr safni sínu opinberlega í fyrsta sinn. Það hafi verið í Gutenbergsafninu í borginni Mainz árið 1979. Þar voru til sýnis um 100 kort tengd Íslandi sem voru í eigu hans og Jóns Vestdals. „Ári síðar var svo sett upp önnur sýning á kortum úr minni eigu sem bar yfirskriftina Ísland og Norður-Íshafið,“ segir hann. „Þar voru sýnd landabréf og sjókort sem gefin höfðu verið út eft- ir árið 1493. Sýningin var í Altona-menningarsögusafninu í Hamborg. Rúmum hálfum mánuði eftir að hún var opnuð kvikn- aði í safninu, sem stórskemmdist, en sem betur fer varð ekkert korta minna eldinum að bráð og engar skemmdir urðu á þeim. Eftir brunann var kortasýningin hið eina sem safnið gat boðið gestum sínum að sjá og meðal þeirra sem skoðuðu hana var frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands, en hún kom á sýninguna í septembermánuði 1980. Voru svo ekki kortin þín sýnd á Íslandi nokkrum árum síðar? „Jú, það var 1983. Sýningin var sett upp í Bogasal Þjóðminja- safnsins þá um haustið og voru þar fleiri Íslandskort en á nokk- urri kortasýningu til þess tíma á Íslandi, langflest í minni eigu. Þessi sýning var nefnd „Ísland á gömlum landabréfum“ og var haldin í nafni félagsins Germaníu og Þjóðminjasafnsins. Þarna voru sýnd um 100 landabréf, þau elstu gerð á miðöldum en þau yngstu á 19. öld. Auk þess voru á sýningunni gamlar ferðabækur og Íslandslýsingar.“ Heldur rannsóknunum stöðugt áfram Kort úr safni Oswalds Dreyer-Eimbcke hafa alls verið á 16 sýn- ingum í Þýskalandi á síðustu tveimur áratugum auk þess sem efni úr safni hans hefur verið sýnt annars staðar í Evrópu. Snemma á þessu ári var sett upp sýning á úrvali korta úr safn- inu í tilefni af útkomu nýrrar bókar hans um kortasögu og þróun kortagerðar. Sýningin var haldin í aldagamalli höll, Schloss Reinbeck, í bænum Reinbeck, skammt suðaustur af Hamborg. Bæði voru þar sýnd ýmis kort sem mörkuðu þáttaskil í kortasög- unni og einnig kort er tengjast því þýsk-danska landsvæði sem hann fjallar sérstaklega um í bókinni, Slésvík-Holtsetalandi. Bókin er um 400 síður í stóru broti með aragrúa mynda. Þetta er sjötta bók Oswalds Dreyer-Eimbcke. Meðal fyrri verka hans má nefna bók um kortasögu Íslands, Grænlands og Norður- Íshafsins og aðra um Kristófer Kólumbus, landafundi hans og áhrif þeirra á kortagerð. Greinar hans og ritgerðir um landakort, kortafræði og korta- sögu eru samtals orðnar um 100 talsins og hafa verið birtar í blöðum og tímaritum Evrópulöndum, Norður- og Suður- Ameríku. Að auki hefur hann haldið erindi í útvarp og allmarga fyrirlestra um sömu efni á liðnum árum. Þótt Oswald Dreyer-Eimbcke hafi orðið áttræður á síðasta ári hefur áhugi hans á fornum landabréfum ekkert dvínað, söfn- unaráráttan er söm og hann slær ekkert af rannsóknum sínum og skrifum um kort og kortasögu. Þótt stórbók hans um efnið sé nú nýkomin úr prentverkinu og greinar eftir hann hafi á síðustu mánuðum birst í tímaritum heldur hann ötull áfram vísindastarfi sínu og rannsóknum. „Það er alltaf hægt að fræðast meira um þetta áhugaverða svið, sífellt hægt að gera nýjar uppgötvanir, og svo skiptir auð- vitað máli að miðla þeim upplýsingum sem maður nær að afla sér til annarra sem áhuga hafa á fornum kortum – og þeir verða sí- fellt fleiri um heim allan,“ segir íslenski ræðismaðurinn í Ham- borg, Oswald Dreyer-Eimbcke, þegar ég kveð hann og kortin hans mörgu. Kort Ortelíusar Ókindur og skrímsli í hafinu við Ísland á korti Abrahams Ortelíusar frá því í lok 16. aldar en kortið er einnig kennt við Guðbrand Þorláksson biskup á Hólum. Höfundur er rithöfundur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.