Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.2004, Page 22

Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.2004, Page 22
22 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 6. nóvember 2004 Ég skar út fullt af pappírshjörtum og hengdi uppí loftið á herberginu þínu breiddi síðan yfir mig skítugt lak og sveimaði kringum þig þar sem þú svafst eins og fallegasta líkið í veröldinni þuldi síðan ljóðið sem ég samdi fyrir þig og þú sagðir að væri drasl helvítis fíflið þitt en hvað um það við skulum sauma okkur saman á morgun og þykjast vera síamstvíburar. Þórdís Björnsdóttir Pappírshjörtu Höfundur er ljóðskáld. Ljóðið er úr nýrri ljóðabók hennar, Ást og appelsínur (2004).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.