Morgunblaðið - 21.12.2003, Page 34

Morgunblaðið - 21.12.2003, Page 34
34 | 21.12.2003 Í Design Museum í London stendur nú yfir athyglisverð sýning áöllu því besta sem fram á sjónarsviðið hefur komið í evrópskrihönnun undanfarin tvö ár. Sýningin er sú fyrsta sinnar tegundar en stefnt er að því að hún verði gerð að reglulegum viðburði annað hvert ár. Verk eftir 136 hönnuði og listamenn í 19 löndum víðsvegar um Evr- ópu hafa verið valin til sýningar, þ.á m. verk eftir hönnuðina Katrínu Pétursdóttur og Michael Young. Á sýningunni má sjá verk af öllum sviðum hönnunar; frá Rolls Royce-þotuhreyfli til brúðarkjóla og frí- merkja, en saman eru komnir undir einu þaki jafnt heimsþekktir hönn- uðir sem nýútskrifaðir listnemar. Gott og slæmt, best og verst Notagildi, útlit, tækni- leg útfærsla og umhverfissjónarmið voru meðal þeirra fjölmörgu þátta sem við var stuðst við val verkanna. Gestir eru samt sem áður hvattir til þess að velta fyrir sér hugmyndum um „góða“ og „slæma“ hönnun og er boðið að taka þátt í kosningu á „besta“ og „versta“ verkinu í sýningunni. Til að hvetja gesti ennfremur til umhugsunar eru þeir beðnir að útskýra hvers vegna þeir velji tiltekin verk. Eitt eftirtektarverðasta verk sýningarinnar, og jafn- framt eitt hið dýrasta, eru þrjár stórar kristalsljósa- krónur gerðar úr Swarovski-kristal og hannaðar fyrir Crystal Palace í London, en hver þeirra er margra milljóna króna virði. Einnig má sjá íburðarmikinn brúðarkjól hannaðan af franska fatahönnuðinum Jean Paul Gaultier sem kostar margar milljónir ís- lenskra króna. Ekki hafa öll verk sýningarinnar þó notagildi en hafa þess í stað einfaldlega verið valin því þau fá fólk til að hlæja. Sem dæmi um það er refsskott með sams- konar tengil og tölvumótald sem stinga má „í samband“ í tölvu eða vegg. Fram kemur að gott sé að strjúka skottið í vinnutíma enda muni það hafa róandi áhrif á viðkomandi. Rolls Royce-þotuhreyfillinn er dýrasta og umfangsmesta verk sýningarinnar, en hönnun hans tengjast hundruð hönnuða og verkfræðinga. Hreyfillinn er hannaður fyrir nýja kynslóð risafarþegaþotna, hina tveggja hæða Airbus A340- 600, sem taka mun fleiri farþega og fljúga lengra en nokkrar farþegaþotur til þessa. Einnig má sjá flugvélasæti sem breyta má í rúm og verða í boði fyrir far- þega á fyrsta farrými í risaþotunum. Blómamynstur í ýmsum útfærslum Alls voru þrjú verk eftir hollenska hönnuð- inn Tord Boontje valin á sýninguna. Eitt þeirra er blómamynstur á vegg, gert úr hundruðum örsmárra Swarovski-kristalla, annað er kristalsljósakróna sem sömu- leiðis er gerð úr Swarovski-kristal en einnig ljósleiðurum. Hið þriðja er samsetn- ing um 50 eintaka af Garland-ljósakrónunni sem Boontje hannaði fyrir Habitat og hlaut svo miklar vinsældir að verslunin varð að takmarka sölu hennar við þrjú stykki á hvern viðskiptavin. Hún er afskaplega einföld; ljósapera í per- ustæði umlukt fíngerðum, gylltum málmi sem skorið hefur verið í blómamynstur með leysigeisla. Verkin þrjú bera sterkan keim hvert af öðru og byggjast á sama blómamynstrinu þótt mismunandi efni séu notuð. Verk Katrínar Pétursdóttur á sýningunni kallast „tré“ og er fatahengi sem er í laginu eins og tré sem skorið hefur verið út í tvívídd í hvítt plast. Michael Young á tvö verk á sýningunni, annars vegar litríkt barnahúsgagnasett úr plasti og hins vegar plastbakka með stálfótum sem nota má til þess að bera fram og snæða morgunverð í rúminu og kallast „náttborð“. Bakkinn er jafnframt til sölu í verslun safnsins ásamt öðrum sérútvöldum hlutum sem þykja bera merki um snilldarhönnun. Sýningin hefur verið nefnd „Somewhere Totally Else – The European Design Show“ eða Einhvers staðar allt öðruvísi – Evrópska hönnunarsýningin, sem er tilvísun í titil á grein eftir hönnunargagnrýnandann Reyner Banham og birt var árið 1968. Design Museum er á suðurbakka Thames, austan við Tower Bridge. Næsta neðanjarðarlestarstöð er London Bridge og þaðan er um 15 mínútna gangur í safnið. Design Museum, Shad Thames, London SE1 2YD | www.designmuseum.org. HÖNNUN | SIGRÍÐUR DÖGG AUÐUNSDÓTTIR RJÓMINN AF EVRÓPSKRI HÖNNUN L jó sm yn di r: G ol li Ekki hafa öll verk sýningarinnar þó notagildi en hafa þess í stað einfaldlega verið valin því þau fá fólk til að hlæja

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.