Morgunblaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
NÝTT HITAMET
Hitinn á landinu fór hæst í 29,1
gráðu í Skaftafelli í gær. Þar með
féll fyrra hitamet ágústmánaðar sem
var 27,7 gráður og mældist á Akur-
eyri 1976.
Búa sig undir átök
Norskir fjölmiðlar greina frá því
að búast megi við átökum í vikunni
milli íslenskra síldveiðiskipa og
norsku strandgæslunnar. En íslensk
skip munu halda áfram veiðum þrátt
fyrir að veiða síld á verndarsvæðinu
við Svalbarða þótt Norðmenn telji
að Íslendingar séu búnir með þann
kvóta sem þeim hafi verið úthlutað.
Langt verkfall hugsanlegt
Eiríkur Jónsson, formaður Kenn-
arasambands Íslands, segir að komi
til verkfalls 20. september geti það
orðið lengra en önnur kenn-
araverkföll fram að þessu. Síðasta
verkfall grunnskólakennara stóð í
átta vikur og síðasta verkfall fram-
haldsskólakennara stóð í sjö vikur.
Vetnisvædd skip
Evrópusambandið hefur tekið vel
í umsókn Íslenskrar Ný-Orku um
aðild að alþjóðlegu verkefni um
vetnisvæðingu skipa. Fyrirtækið
fékk 17 milljóna króna styrk frá
ESB fyrr á þessu ári til að vinna að
undirbúningi verkefnisins.
Olíuverð hækkar enn
Hráolíuverð fór yfir 45 dollara á
fatið í fyrsta sinn á mörkuðum í New
York í gær. Ástæðurnar eru fyrst og
fremst óöldin í Írak og óvissa um
rússneska olíufélagið Yukos.
Réttað á ný í Hamborg
Ný réttarhöld hófust í gær í Ham-
borg yfir eina manninum sem
dæmdur hefur verið fyrir aðild að
undirbúningi hryðjuverkanna í
Bandaríkjunum 11. september 2001.
Y f i r l i t
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull-
trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf
Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl
!
"
#
$
%&' (
)***
Í dag
Fréttaskýring 8 Forystugrein 22
Viðskipti 12 Viðhorf 24
Erlent 13 Minningar 24/29
Höfuðborgin 15 Dagbók 32/34
Akureyri 16 Listir 35/37
Suðurnes 17 Fólk 44/49
Landið 17 Bíó 46/49
Daglegt líf 18/19 Ljósvakamiðlar 43
Umræðan 20/21 Veður 43
* * *
VERÐMÆTI þeirra flutningsvirkja
sem mynda raforkuflutningskerfi
landsins er um 27 milljarðar króna,
samkvæmt samkomulagi sem orku-
fyrirtækin hafa gert með sér.
Stærstur hluti flutningsvirkjanna er
í eigu Landsvirkjunar, átta af hverj-
um tíu krónum, eða rúmir 22 millj-
arðar króna. Nýtt hlutafélag, Lands-
net, hefur verið stofnað en það mun
frá næstu áramótum annast flutning
raforku og kerfisstjórnun, eins og ný
raforkulög kveða á um.
Í bráðabirgðaákvæði raforkulaga
er kveðið á um að eigendur þeirra
flutningsvirkja sem mynda flutn-
ingskerfið skuli koma sér saman um
mat á verðmæti þeirra. Í meðfylgj-
andi töflu má sjá hvernig samnings-
verðið skiptist milli orkufyrirtækj-
anna fimm sem áttu og eiga
flutningsvirki. Ekki er reiknað með
aðild fleiri fyrirtækja en þau sem
fyrir eru geta einnig leigt sín flutn-
ingsvirki inn í félagið.
Í samninganefndinni sátu Karl
Axelsson formaður, Benedikt Árna-
son og Reynir Vignir, fyrir hönd rík-
isins, Hjörleifur Kvaran og Sigurður
Snævarr voru fulltrúar Reykjavík-
urborgar, Dan Brynjarsson var fyrir
Akureyrarbæ og Friðrik Friðriks-
son fyrir hönd eigenda Hitaveitu
Suðurnesja.
Fagnaðarefni, segir ráðherra
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar-
ráðherra kynnti samkomulagið á
fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Hún
segir það sérstakt fagnaðarefni að
samkomulag um verðmatið hafi tek-
ist á svo skömmum tíma og er þakk-
lát nefndinni fyrir hennar störf, sem
hófust í sumarbyrjun.
Valgerður segir verðmatið vera
nálægt því sem búist hafi verið við,
bæði í vinnu 19 manna nefndarinnar
svonefndu og við setningu nýrra raf-
orkulaga.
Í tengslum við samkomulagið gef-
ur iðnaðarráðherra út yfirlýsingu
um að val á afhendingarstöðum raf-
orku frá flutningskerfi til dreifikerfa
verði yfirfarið. Sérstaklega verður
kannað hvort samræmis sé gætt,
einkum er varðar afhendingu raf-
orku úr flutningskerfi að helstu þétt-
býlisstöðum landsins. Verði talið
nauðsynlegt að breyta afhendingar-
stöðum segist Valgerður munu
leggja fram frumvarp í þá veru eigi
síðar en á árinu 2006. Fyrir breyt-
ingum verði þó að leggja fram sterk
rök.
Nokkrir fyrirvarar eru við sam-
komulagið, m.a. nýframkvæmdir á
vegum orkufyrirtækjanna. Uppgjör
vegna þeirra miðast við bókfært verð
um næstu áramót og samkvæmt
nánara samkomulagi. Gangi það eft-
ir mun Landsnet hf. taka frá áramót-
um við nýframkvæmdum eins og
Sultartangalínu 3, Fljótsdalslínu 3
og 4 og tengivirki við Teigarhorn, í
Fljótsdal og á Hellisheiði.
Flutningskerfi raforku metið á 27 milljarða samkvæmt nýju samkomulagi
Landsvirkjun á átta af
hverjum tíu krónum
!
!"#
$$
#!%
$!
#&$
VIKTORÍA Áskelsdóttir sjósund-
kona var glöð en þreytt í gær eft-
ir að hafa lokið Breiðafjarð-
arsundi.
Hún hóf sundið 24. júlí sl. og
lauk því í Stykkishólmi um miðj-
an dag í gær og hafði þá lagt að
baki 62 kílómetra. Íbúar Stykk-
ishólms tóku að vonum vel á móti
Viktoríu, sem er fædd og uppalin
í Hólminum og kallar sig Hólm-
ara þrátt fyrir að vera búsett í
Reykjavík.
„Mér leið bara rosalega vel.
Þarna voru komnir fjölmargir
Hólmarar að fagna mér, vinkonur
mínar, trillukarlar, leikskóla-
krakkar og fleiri,“ sagði Viktoría
spurð um líðan þegar landi var
náð.
Sundafrek Viktoríu var unnið í
nafni Barnahjálpar Sameinuðu
þjóðanna, UNICEF. „Það var
markmið mitt að vekja athygli á
barnahjálpinni. Ég tel það heiður
fyrir Íslendinga að vera orðnir
aðilar að UNICEF. Þetta er
stærsta stofnunin sem er að
starfa fyrir börn í heiminum í
dag og mér finnst þarft að minna
á þetta starf.“
Að sögn Stefáns Inga Stef-
ánssonar, framkvæmdastjóra
UNICEF á Íslandi, hefur framtak
Viktoríu haft mikil og góð áhrif á
starfsemina.
Hann nefnir sem dæmi um það
hversu vel Viktoría hafi auglýst
barnahjálpina að aðsókn að vef
samtakanna, www.unicef.is, hafi
fimmfaldast eftir að Viktoría hóf
sundið.
Viktoría lauk sundinu í gær
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Leikskólabörnin í Stykkishólmi mættu á bryggjuna og fögnuðu Viktoríu er
hún hafði lokið Breiðafjarðarsundinu. Þau spurðu margs og eitt af því sem
þau vildu vita var hvort hún hefði orðið vör við hákarl á leiðinni. Svo var
ekki, en aftur á móti heilsuðu hnísur upp á hana.
TORG ehf. í eigu Prentsmiðjunnar Odda hf. keypti í
gær öll hlutabréf í útgáfufyrirtækinu Fróða hf. og
tók við rekstri þess. Í dag munu nýir eigendur hitta
lykilstarfsmenn Fróða til að kynnast betur innvið-
um fyrirtækisins. Kaupverð er ekki gefið upp.
Að sögn Þorgeirs Baldurssonar, forstjóra Odda,
stóð fyrirtækið frammi fyrir því að sjá á eftir
stórum viðskiptavini. „Við stóðum frammi fyrir því
að horfa á eftir fyrirtækinu til erlendra aðila sem
jafnhliða eru með prentverk og hefðu hugsanlega
prentað hluta af tímaritum Fróða sjálfir. Fróði hef-
ur verið mikilvægur kúnni og meðal þeirra stærstu í
gegnum tíðina. Við höfum prentað langmest af
þeirra útgáfu.“
Aðaleigandi Fróða, Magnús Hreggviðsson,
hyggst draga sig út úr útgáfurekstri. Hann hefur
verið með eigin atvinnurekstur í 37 ár. „Alþjóðlegt
tímaritafyrirtæki hafði samband og falaðist eftir
kaupum á Fróða og viðræður stóðu yfir um það í
nokkra mánuði. Ég hef í 22 ár átt afar góð samskipti
við Prentsmiðjuna Odda og við höfum um árabil
verið einn stærsti viðskiptavinur fyrirtækisins.
Vegna góðra samskipta og viðskipta upplýsti ég
Odda um málið og niðurstaðan varð sú að þeir vildu
ganga inn í kaupin,“ segir Magnús um tildrögin.
Hann vill ekki gefa upp hvert þetta erlenda fyr-
irtæki er sem hafði áhuga á að kaupa Fróða en segir
það vera með prentsmiðjur á sínum snærum og að
legið hafi fyrir að einhver hluti prentverksins fyrir
Fróða flyttist úr landi.
Langþráð frí að lokinni sölu
Magnús kveðst nú ætla að helga krafta sína öðru
fyrirtæki í sinni eigu, Íslenskum fyrirtækjum, sem
starfar á sviði hugbúnaðar- og veflausna. Þótt
Magnús hafi selt Fróða heldur hann eftir megin-
hluta Héðinshússins, þar sem Fróði er til húsa. Þá
situr Magnús í stjórn bandarísks tæknifyrirtækis.
„Vinnutími minn hefur lengst af verið afar langur
og ég hlakka mjög til þess að eiga meiri tíma fyrir
sjálfan mig og fjölskylduna.“
Þorgeir Baldursson segir Odda ekki hyggja á
frekari landvinninga á fjölmiðla- eða útgáfumark-
aði. „Við höfum engar áætlanir um útvíkkun á því
sviði. Þessi kaup tengjast fyrst og fremst prent-
verki og áhuga okkar á því.“
Spurður um hvort einhverra breytinga sé að
vænta á starfsemi Fróða segist Þorgeir ekki eiga
von á því. Engar hugmyndir séu uppi um að fækka
fólki. Um 80 manns eru í föstum störfum hjá Fróða.
Fróði er umfangsmesti tímaritaútgefandi lands-
ins. Knútur Sigmarsson, framkvæmdastjóri hjá
Odda, mun fyrst um sinn sjá um framkvæmda-
stjórn hjá Fróða.
Oddi kaupir Fróða með því
að ganga inn í erlent tilboð
Ræddi við for-
sætisráðherra
Norður-
landanna
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
ræddi símleiðis við forsætisráð-
herra hinna Norðurlandanna á
mánudagsmorguninn, en þeir voru
þá staddir á Norðurlandi. Davíð
var enn á sjúkrahúsi þegar sam-
tölin áttu sér stað en hann var út-
skrifaður þaðan síðdegis á mánu-
dag. Ólafur Davíðsson,
ráðuneytisstjóri í forsætisráðu-
neytinu, staðfesti þetta í gær. Ólaf-
ur sagði, að Davíð hefði hringt í
hina norrænu ráðherrana fjóra
hvern fyrir sig í á mánudagsmorg-
uninn og rætt við þá. Hefði forsæt-
isráðherrunum þótt afar gaman að
heyra í Davíð enda þekkjast þeir
allir vel og hafa hist margsinnis.
Davíð Oddsson
LEITAÐ var að 14 ára gömlum
þýskum dreng í gærkvöldi á
Austurlandi sem hafði verið
saknað frá því um klukkan
20.30, að sögn lögreglu á Egils-
stöðum. Björgunarsveit var
kölluð út til þess að leita að
drengnum á Fljótsdalsheiði.
Leita drengs