Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 27
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 2004 27 ✝ Jón Þór Jóhanns-son fæddist 13. mars 1953. Hann lést 1. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans eru Jóhann Hallvarðs- son, yfirdeildarstjóri hjá Símanum, f. 8.8. 1924 og Soffía Jóns- dóttir frá Prest- bakka f. 11.12. 1924, d. 19.2. 1973. Bróðir Jóns Þórs er Snorri Jóhannsson verslun- armaður, f. 8.2. 1952, d. 5.10. 1994. Eigin- kona hans er Sigríð- ur Ósk Óskarsdóttir verslunar- maður, f. 22.2. 1952. Synir þeirra eru Jóhann Daði háskólanemi, f. 11.6. 1971, í sambúð með Ásdísi Erlu Jónsdóttur og Ingvi Pétur, háskólanemi í Árósum, f. 8.3. 1977, í sambúð með Valdísi Ólafs- dóttur, þau eiga soninn Snorra f. 17.6. 2000. Jón Þór ólst upp í Vogunum í Reykjavík og tók þar mikinn þátt í félagslífi m.a. í starfi skátahreyf- ingarinnar. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1972. Stundaði nám í íslensku og bók- menntum við Há- skóla Íslands 1972– 1974 og nám við Kaupmannahafn- arháskóla 1975– 1977. Hann starfaði við íslensku orða- bókina á Árnastofn- un í Kaupmanna- höfn 1974 til 1982. Hann flutti heim til Íslands aftur 1983 og stundaði sjálfstæð fræðistörf æ síðan og gaf út fjölda rita og rit- linga um rannsóknir sínar. Hann hélt lengst af heimili með Jóhanni föður sínum í Glaðheimum og síð- ast á Prestastíg 6. Útför Jóns Þórs fer fram frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hinn 1. ágúst varð bráðkvaddur á heimili sínu og föður síns Jón Þór Jó- hannsson. Þar með hefur Jóhann misst báða syni sína langt um aldur fram en árið 1994 lést Snorri eigin- maður minn. 35 ár eru síðan kynni mín hófust af Jóni Þór, hann 16 ára og ég 17 ára, nýbúin að kynnast bróð- ur hans, Snorra. Jón var sterkur per- sónuleiki og með sitt síða hár og pípu sem gamall fræðimaður í háskóla. Hans hugur stóð til frekara náms í framtíðinni og ekki vantaði gáfur eða vilja. En ekki fer allt eins og ætlað er því 1973 deyr móðir hans, þá aðeins 48 ára. Það var okkur öllum mikill missir, þó sérstaklega tengdaföður mínum Jóhanni því samrýnd voru þau og áttu sérstaklega fallegt heim- ili í Glaðheimum. Ári seinna lætur Jón verða úr ferð til Kaupmanna- hafnar til að fullmennta sig í norræn- um fræðum. Þar veikist hann og kemur heim mikið veikur sjö árum seinna. Þau veikindi stóðu yfir í nokkurn tíma en smátt og smátt náði hann sér og fór að huga að fræði- málum, ættfræði og stjörnuskoðun svo ekki sé minnst á tölvuvinnu sem átti hug hans allan. Hann var verk- legur og fylginn sér í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur og lét aldr- ei deigan síga. Ef einhver átti bágt eða þarfnaðist ráðlegginga var hann boðinn og búinn að rétta fram hjálp- arhönd. Elsku Jón Þór, þinn tími var kom- inn og ég kveð þig með vegsemd og virðingu og þakka fyrir þau ár sem leiðir okkar lágu saman. Guð geymi þig og verndi. Elsku tengdapabbi, þinn tími hef- ur oft verið erfiður og nú kveður þú ástvin einu sinni enn. Guð styðji þig og styrki. Sigríður Ósk. Þegar menn líta yfir æviskeiðið þá eru það vissir atburðir eða tímabil sem ljóma skærar í minningunni en önnur. Það er tíminn þegar að saman fer græskulaus gleði æskunnar í hópi vina við nám og leik og tíminn áður en ábyrgð kvunndagsins verður of krefjandi. Það var á slíkum tíma að Jón Þór vakti ahygli meðal jafnaldra í Menntaskólanum í Reykjavík. Skarpgáfaður og vellesinn og hafði í æsku setið við menningarbrunn afa síns, ættfræðingsins séra Jóns Guðnasonar á Prestbakka og ömmu sinnar Guðlaugar Bjartmarsdóttur sem sagði honum mörg forn fræði. Jón Þór var í forystu í félagslífi og var m.a. ritstjóri skólablaðs MR. Hann myndaði með vinum sínum Guðmundi Thoroddsen myndlistar- manni og Þorbirni Magnússyni orku- stöð gleðilegra uppátækja sem lyfti andanum í þessum forna og virðu- lega latínuskóla. Það var í skólaleiknum Herranótt 1971 að Jón Þór sló í gegn sem sviðs- leikari í Draumi á Jónsmessunótt eft- ir William Shakespeare. Þar lékum við nokkrir félagar handverksmenn, Jón Þór lék handverksmanninn Spóla vefara. Þá söng hann lagstúf eða ástaróð í hlutverki sínu en ekki í réttum tónum né samkvæmt hefð- bundnu lagi, en áhrifin voru slík að salurinn lá og leiksigur vannst fyrir fullu húsi í Háskólabíói. Herranæt- urævintýrið varð upphaf ævilangrar vináttu okkar. Þegar skólanum lauk fórum við í Hvalinn í Hvalstöðinni í Hvalfirði og það var heimur út af fyrir sig. Vinnan var ekki fyrir neina veifiskata og unnið allar nætur og daga. Þegar mikið veiddist var hættulegt á sleipu planinu innan um sjóðandi potta, beittar sveðjur, víra og gufuspil, stundum í myrki og rigningu. Jón Þór var náttúruunnandi og skáti og hafði mikla reynslu í útivist og skátaslarki bæði í fjallaskálum og á bátum. Hann dreif mig með sér á Snæfellsjökul milli vakta og við keyptum okkur bát með utanborðs- mótor til þess að geta farið út í Geirs- hólmann og kannað söguslóðir Harð- ar sögu og Hólmverja. Sagan, íslensk menning og tunga átti hug hans all- an. Hann stundaði nám í íslenskum fræðum og bókmenntum við Háskóla Íslands og við Kaupmannahafnarhá- skóla og starfaði á Árnastofnun í Kaupmannahöfn. Jón Þór flutti þá Jóni Helgasyni fornan miðaldadans áður óskráðan, sem hann hafði lært hjá ömmu sinni Guðlaugu Bjart- marsdóttur. Jón Þór var góður smiður og smíð- aði eitt sinn siglingarhæft loftpúða- skip. Stjarnfræðingur var hann og gat reiknað gang himintungla með mikilli nákvæmni og hvernig sá gangur var á Íslandi til forna og í Egyptalandi á tímum faróanna. Í fræðunum hafði hann mestan áhuga á mikilvægum mælieiningum ýmiss konar. Hann fann launhelga hringa sem dregnir eru um örnefni, fjöll og höfuðból. Hringinn Grímni sem dreginn er um Grímsörnefni og ann- an dreginn um dýraörnefni. Hann skýrði torráðin eddukvæði og upp- götvaði hvers vegna Durer málaði mynd af tveimur íslenskum konum um 1520. Af vísindalegri nákvæmni sökkti hann sér niður í að leysa tor- ráðna morðgátu í Bolder í Bandaríkj- unum og reit um það efni svo magn- aða sögu að hún hefði orðið metsölubók hefði hann gefið hana á þrykk. Af einstakri snilli rannsakaði hann og reit grein um Njálu, og færði rök fyrir því að höfundur Njálu sé Þórir jarl sonarsonur Gissurar jarls en dóttursonur Sturlu Þórðarsonar. Eins og forn grískur heimspeking- ur var hann fjölfræðingur og vel að sér í mörgum greinum. Lífið er ekki bara dans á rósum og örlögin færðu honum auk gleði, sorg, ástvinamissi og erfiðleika. Sú glíma beygði hann ekki né bugaði. Vegtyllur og fé hlóð- ust ekki upp í hans ranni en hann var þeim mum ríkari af andans auði sem hann veitti öðrum. Hugrekki og stolt var brynja góðs hjartalags, tilfinn- ingaríks listamanns. Það var happ að njóta leiðsagnar hans hvort heldur í leit að fornum helgistað í Blótbjörk í Grímsnesi eða á slóðum Jónasar Hallgrímssonar í Kaupmannahöfn. Hann var traustur vinur og það var heiður að vera honum samferða um áratuga skeið. Hann kenndi sonum mínum að tefla skák og ræddi heim- speki við dóttur mína, miðlaði af þekkingu sinni eins og Sókrates forð- um. Myndlist lék í höndum hans og hann hélt að minnsta kosti eina op- inbera myndlistarsýningu, það var í Slúnkaríki á Ísafirði. Skáld var hann en hampaði ekki sjálfum sér eða bar á torg afrek sín. Þegar dauðinn fyrirvaralaust kvaddi dyra á sólbjörtum sumarmorgni hefði hann kannski viljað fá tækifæri til þess að kasta fram fleygum loka- orðum í anda skáldbróður síns Þor- móðar Kolbrúnarskálds sem féll á Stiklastað. Dauðinn er það öruggasta í lífi hvers manns, en Jón Þór fór helst til snemma í þá ferð yfir móð- una miklu, þangað sem við munum öll safnast. Farðu vel, góði vinur, og ég kveð þig með nokkrum stefjum úr þínu eigin vorljóði. Fjalla glitra fannirnar fagrir sitra lækirnir. Brekkuvíðir, bláklukkan, brönugrös og hófsóley. Sveimur fugla kringum sól, sofnar gras í jökultó. Hellir flækist inn í hól fann ég egg á kafi í snjó. Heiðló kemur, hyrnist lamb hundar gelta víða. Vakna dvergar, kyrrir kóf, krapastundir líða. Þorvaldur Friðriksson. Elskulegur vinur minn Jón Þór Jó- hannsson, varð bráðkvaddur sunnu- daginn 1. ágúst. Með okkur tókst órjúfanleg vinátta fyrir um 30 árum í Danmörku en við könnuðumst við hvort annað úr menntaskóla. Um tíma stunduðum við nám saman í Kaupmannahafnarháskóla en á þess- um árum vann Jón jafnframt á Árna- safni. Undir lok Danmerkurdvalarinnar fór að bera á veikindum Jóns en það er ekkert launungarmál að Jón Þór gekk ekki heill til skógar undanfarna tvo áratugi. Engu að síður duldist það engum að hann var skarpgreind- ur, fróður og bráðskemmtilegur maður og í raun var fátt í fari hans sem gaf til kynna að hann væri veik- ur. Jón Þór kann raunar stundum að hafa verið sérkennilega til fara en þó fór ekki á milli mála að hann var fág- aður séntilmaður fram í fingurgóma, listrænn fagurkeri, unnandi fagurra lista og góðra bóka. Jón hafði næmt auga fyrir spaugilegum hliðum til- verunnar. Hann var góður skákmað- ur og teiknari og hafði að auki áhuga á öllu milli himins og jarðar, hvort heldur sem um var að ræða píramíd- ana í Egyptalandi eða sérstæð saka- mál í Bandaríkjunum. Hann var stundum meira að segja svolítill dellukarl, eins og þegar hann tók upp á því að prjóna og hafði prjónadótið með sér í heimsókn til mín á þessu tímabili. Að sjálfsögðu var Jón ekki að prjóna neitt hversdagslegt á borð við sokka eða vettlinga, heldur tafl- borð. Jón Þór hefur nú verið tekinn frá okkur, langt um aldur fram, og ég hlýt að trúa því að himnafaðirinn hafi ætlað honum mikilvægara hlutverk á öðrum vettvangi. Jón Þór Jóhannsson var einn af mínum albestu og tryggustu vinum og fyrir það verð ég ævinlega þakk- lát. Ég vil þakka góðum dreng sam- fylgdina og bið algóðan Guð að styrkja aldraðan föður hans, Jóhann, og ég votta honum og öðrum að- standendum mína innilegustu sam- úð. Guðlaug Kjartansdóttir. Þótt við Jón Þór værum báðir úr Vogunum kynntumst við ekki að gagni fyrr en uppúr tvítugu. Hann var eldri, gekk í MR, ég var í MT og samgangur ekki mikill milli þessara stofnana. En eftir stúdentspróf fór- um við báðir í íslensku við háskólann og kynntumst í því áhugamáli þó Jón væri þá svo mikill heimshornamaður að hann rétt dræpi niður fæti jól og vor til að ljúka prófum en sæti minna í tímum. En prófunum lauk hann með góðum árangri. Námið fór ekki beina braut fremur en annað í lífi Jóns, fljótlega var hann orðinn heim- ilisfastur í Kaupmannahöfn og þar bjó hann lengi og vann við ýmislegt, meðal annars á Árnastofnun þar sem hann átti góða vini. Í Höfn kynntumst við betur þegar ég bjó þar hálfan vetur fyrir tæpum aldarfjórðungi. Jón var þá milli íbúða og fékk að liggja inná herbergi hjá mér á gömlum hermannadívan sem fenginn var hjá Hjálpræðishernum. Upphaflega ætlaði hann að stoppa stutt en svo teygðist úr tímanum sem var prýðilegt því þó stundum reyndi á samkomulagið í þröngu nábýli var Jón skemmtilegur félagi, háðskur í besta falli ef sá gállinn var á honum, fundvís á fáfengileika og tilgerð í mannlífinu, og úrræðagóður í vista- öflun þegar minnkaði í sjóðum; hafði m.a. komist upp á lag með það að borða ódýran kvöldmat í mötuneyt- inu á Ríkisspítalanum. Við Jón Þór héldum síðan lengstum sambandi, einkum fyrstu árin eftir að hann flutti heim. Þá var Jón meðal annars tekinn að smíða sér sérstæðar kenn- ingar um leyndardóma íslenskra miðaldabókmennta, sem hann rök- studdi af yfirgripsmikilli þekkingu og fundvísi, og þótti oft nóg um þröngsýni viðmælanda síns og fá- fræði. Og það var til að sannreyna eina slíka kenningu sem við Sigurður G. Valgeirsson fórum með honum í rannsóknarleiðangur austur fyrir fjall, að mig minnir daginn sem for- seti var kosinn fyrir átta árum. Sig- urður lagði til farkostinn, glæsilega Benz bifreið sem kominn var á virðu- legan aldur, og hefði ferðin verið far- in svo sem fimmtíu árum fyrr hefðum við allir verið á blankskóm með hatta, jafnvel silfurslegna pytlu. Leiðsögn- in var fengin frá Íslandskorti þar sem Jón hafði ýmist auðkennt eða fært inn ýmis örnefni og dregið línur milli þeirra og þessar línur féllu allar til Hvolsvallar og uppá fjallið fyrir of- an bæinn: þar var miðja kórsins í því mikla kirkjuskipi sem línurnar drógu upp. Jón var í góðu formi í þessum leiðangri og skemmti með ólíkinda- legum sögum, athugunum og nýstár- legum kenningum, m.a. þeirri að hægt væri að lesa nafnið á höfundi Njálu ef raðað væri saman gestum í brúðkaupi Gunnars og Hallgerðar og lesnir saman stafir í nöfnum þeirra eftir ákveðnu kerfi. Mig minnir að höfundurinn sé Erlendur digri. Þeg- ar uppá fjallið kom reyndust fram- kvæmdir því miður hafa spillt þeim vitnisburði sem Jón vonaðist eftir; en ferðin lifir í minningunni. Jón Þór var góður drengur, skarp- greindur og hugmyndaríkur, skap- heitur og ofurnæmur, hafði djúpa þekkingu á íslenskum miðaldabók- menntum, stundum þannig að hann sá ekki uppúr kafinu, betur máli far- inn en aðrir menn og skrifaði alltof lítið því hann var frábær penni. Jón var drátthagur og bjó til skemmti- legar myndir handa vinum sínum, hefði vísast getað þroskað þá gáfu ef heilladísir hefðu brosað blíðar við honum í lífinu. Ég vil þakka Jóni Þór vináttu og samfylgd, Jóhanni föður hans og fjölskyldu Jóns sendum við Margrét Þóra innilegar samúðar- kveðjur. Örnólfur Thorsson. JÓN ÞÓR JÓHANNSSON Erfidrykkjur Salur og veitingar Félagsheimili KFUM & KFUK Holtavegi 28, 104 Reykjavík. Upplýsingar í síma 588 8899. www.kfum.is www.mosaik.is LEGSTEINAR sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4 - sími: 587 1960 Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði Ástkær eiginmaður minn, GUNNAR ALBERT HANSSON byggingafræðingur, Sævargörðum 18, Seltjarnarnesi, er látinn. Fyrir hönd aðstandenda, Helga Guðmundsdóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, FINNBOGI SIGMARSSON, Garðavegi 15, Hafnarfirði, lést mánudaginn 9. ágúst. Birgir Finnbogason, Hrafnhildur Blomsterberg, Lilja María Finnbogadóttir, Árni Baldursson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 216. tölublað (11.08.2004)
https://timarit.is/issue/258283

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

216. tölublað (11.08.2004)

Aðgerðir: