Morgunblaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 40
BANDARÍSKA leikkonan, Fay Wray, sem
varð heimsfræg þegar hún lék á móti risa-
apanum King Kong, lést síðastliðinn sunnu-
dag 96 ára að aldri í íbúð sinni í Manhattan
í New York.
Wray lék í
yfir 100 kvik-
myndum og
öðlaðist fyrst
frægð í The
Wedding
March frá
árinu 1928.
Hún er þó
þekktust fyr-
ir að leika í
myndinni
King Kong
árið 1933. Í
myndinni er
persónan sem
Wray leikur
notuð til að
lokka apann
upp í topp Empire State-byggingarinnar og
í lokaatriðinu heldur King Kong Wray í
hendi sér á meðan orrustuflugvélar skjóta á
hann.
Wray rifjaði síðar upp þegar leikstjóri
myndarinnar, Merian C. Cooper, bauð
henni hlutverkið og sagði hana eiga að leika
á móti aðalleikara sem væri dökkur yfirlit-
um og bæri höfuð og herðar yfir aðra koll-
ega sína í bókstaflegri merkingu.
„Ég var viss um að hann væri að tala um
Clark Gable,“ sagði Wray.
Wray, sem fæddist í Kanada árið 1907,
sagði eitt sinn að sér þætti miður að þessi
mynd skyggði á allt annað sem hún hefði
gert, en viðurkenndi þó að hún væri stolt af
því að hafa leikið í myndinni og hún gerði
sér grein fyrir því að myndin væri sígild.
Yfirvöld í New York ákváðu í gær að
slökkt yrði á öllum ljósum Empire State-
byggingarinnar í 15 mínútur til að minnast
leikkonunnar.
Fay Wray var þrígift og eignaðist þrjú
börn.
Fólk | Fay Wray látin
AP
Fay Wray á kunnuglegum slóðum í Emipre
State-byggingunni árið 1993.
Kunningja-
kona King
Kong
King Kong og Fay Wray í
kröppum dansi.
40 MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.30. B.i. 14 ára.
KRINGLAN
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.30. B.i. 14 ára.
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP KL. 8 og 10.30.
FRÁ FRAMLEIÐANDANUM
JERRY BRUCKHEIMER
„Það má semsagt vel mæla með
Artúri konungi sem hressilegri
ævintýrastríðsmynd“
HJ MBL
t l l
rt ri i r il ri
i t r trí
„Skemmtilegasta og
besta mynd sem ég
hef séð lengi!“
Ó.H.T. Rás 2
„Einstaklega vel gerð mynd á allan
hátt, sem rígheldur manni strax frá
upphafi. Þrælskemmtileg!“
HL MBL
Frá leikstjóra „The Sixth Sense“, „Unbreakable“ og
„Signs“ kemur kvikmyndaupplifun ársins.
„ B E S T A M Y N D E V R Ó P U “
Sýnd kl. 5, 7 og 9. Enskt tal. / kl. 5 og 7. Ísl. tal.
SÝNIÐ ALDREI SLÆMA LITINN
ÞVÍ ÞAÐ VEKUR ATHYGLI ÞEIRRA.S.K., Skonrokk
G.E.
Ísland í bítið/Stöð 2
44.000 gestir
Sýnd kl. 5.40, 8, 9.10 og 10.30. B.i. 14 ára.
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20.
44.000 gestir
Sýnd kl. 5,30, 8 og 10.30. B.i. 14 ára.
Allt er vænt
sem vel er grænt.
KD. Fréttablaðið.
Kvikmyndir.is
Ó.H.T. Rás 2
H.K.H.
kvikmyndir.com
S.K., Skonrokk S.K., Skonrokk
DV
ATH
!
Auk
asý
ning
kl.
9.10
I I I I
Í I I .
SÝNIÐ ALDREI SLÆMA LITINN
ÞVÍ ÞAÐ VEKUR ATHYGLI ÞEIRRA.
Frá leikstjóra „The Sixth Sense“, „Unbreakable“ og
„Signs“ kemur kvikmyndaupplifun ársins.
G.E.
Ísland í bítið/Stöð 2 Kvikmyndir.com
Kvikmyndir.com
„Þetta er mynd sem
fékk mig til að hugsa“
SS Fréttablaðið
„Þetta er mynd sem
fékk mig til að hugsa“
SS Fréttablaðið
Það þótti saga til næsta bæjar þegar nýplata rapparans Curtis Jackson, semkallar sig 50 Cent, sló öll sölumetþegar hún kom út fyrir rúmu ári;
fyrstu vikuna seldust af plötunni ríflega
872.000 eintök og vikuna á eftir 822.000 – 1,7
milljónir eintaka á tveimur vikum er met sem
seint verður slegið, en af henni áttu eftir að
fara margar milljónir eintaka áður en yfir
lauk. Eftir á að hyggja ætti ekki að hafa komið
mönnum á óvart að plötunni væri svo vel tekið,
ekki er bara að sjálfur erkipáfi rappsins, Dr.
Dre, hafi um vélað og hans hægri hönd, Em-
inem, komið að henni, heldur var og er 50
Cent með bestu textasmiðum og flytjendum.
Ekki skemmdi svo hvað hann hefur átt við-
burðaríka ævi. 50 Cent heldur tónleika í Laug-
ardalshöll í kvöld.
Líkt og svo margir litir Bandaríkjamenn
ólst Curtis Jackson / 50 Cent upp hjá ein-
stæðri móður sinni sem framfleytti fjölskyld-
unni með krakksölu. Hún var myrt þegar
hann var átta ára og hann ólst því upp hjá
ömmu sinni. Hann tók við krakkviðskiptum
móður sinnar og þegar best lét seldi hann
krakk fyrir hálfa milljón á dag milli þess sem
hann var á heimilum fyrir vandræðabörn, síð-
ar unglinga og loks í fangelsi.
Úr krakkinu í rappið
1994 fékk 50 Cent nóg af því að vera bófi og
ákvað að snúa sér að rappinu, líkt og svo
margar fyrirmyndir hans. Hann hafði þá verið
að yrkja rímur lengi og fór nú að „battla“ á
fullu, þ.e. að taka þátt í rímnaslag, að öryrkja.
Í einni slíkri orrustu kynntist hann Jam Mast-
er Jay úr Run DMC og lærði mikið af honum,
auk þess en Jay hjálpaði honum að komast á
samning og 50 Cent tók upp slatta af lögum
sem gefin voru út á Power of the Dollar árið
2000.
Þegar platan kom út var 50 Cent þó ekki í
formi til að fagna, því skömmu áður var ráðist
á hann og hann skotinn níu skotum.
Hann náði sér að fullu eftir árásina en bros-
ið er skakkt síðan og einnig missti hann út-
gáfusamninginn því mönnum þar á bæ leist
ekkert á lætin. Hann lét þó ekki deigan síga,
sendi frá sér snældu og brennda diska og ýtti
þannig undir áhugann sem leiddi það af sér að
hann gerði á endanum samning við þá félaga
Eminem og Dr. Dre. Fyrsta platan fyrir þá,
Get Rich or Die Trying, kom svo út fyrir rúmu
ári og varð gríðarlega vinsæl eins og nefnt er.
G-Unit og íslensk upphitun
50 Cent kemur hingað til lands á hátindi
frægðarinnar, sem einn vinsælasti tónlist-
armaður Bandaríkjanna nú um stundir. Tón-
leikar hjá honum þykja mikið sjónarspil, en
hann er með þá félaga sína í G-Unit Lloyd
Banks og Young Buck sér til halds og trausts.
Upphitun fyrir tónleikana verður íslensk
hiphopveisla því Quarashi kynnir væntanlega
breiðskífu, XXX Rottweilerhundar koma sam-
an aftur eftir langt hlé og Hæsta höndin kem-
ur fram í fyrsta sinn, en í henni eru þeir Unn-
ar Theódórsson, Erpur Eyvindarson, Nick
Kvaran og Rasmus Berg.
Tónlist | 50 Cent og G-Unit með tónleika í Laugardalshöll í kvöld
50 Cent er með krafta í kögglum en hann leikur í Laugardalshöll í kvöld ásamt G-Unit. Einnig verða mörg íslensk upphitunaratriði.
Hiphopveisla í Höllinni
Fæstum tekst að komast úr
hlutverki dópsalans í far-
sælla hlutverk vinsæls rapp-
ara en það gerði 50 Cent.
Hér verður litið yfir feril
tónlistarmannsins.