Morgunblaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 24
MINNINGAR
24 MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
L
ífið á sér margar
bjartar hliðar og það
er notalegt að baða
sig í sólskini þeirra.
Það er hins vegar
nauðsynlegt að láta sólina ekki
byrgja sér sýn á þær hliðar þjóð-
lífsins, sem miður eru. Hjá okkur
fer ekki allt vel fram meðan níðst
er á börnum kynferðislega svo
dæmi sé tekið og um eitt hundrað
fíkniefnamál koma upp á einni
verzlunarmannahelgi.
Það er sérkennilegt að lifa í
þjóðfélagi, sem leggur börn og
brækur að jöfnu. Kona sem stel-
ur barnafötum fær svipaðan dóm
og karl sem skemmir börn með
kynferðislegu ofbeldi. Barnaníð-
ingnum eru meira að segja virt til
vorkunnar viss atriði í fortíð
hans, meðan stelsjúka móðirin á
sér engar
málsbætur.
Þurfum við
ekki að
staldra við,
þegar hér er
komið sögu?
Það hlýtur að vega þyngra að
skemma börn en að stela brók-
um.
Eins og í þennan pott er búið,
getur hann ekki talizt til velsæld-
armerkja í okkar þjóðfélagi. Vigt-
in er vitlaus. Við hljótum að meta
barn meira en brók.
Við hljótum að gera allt sem í
okkar valdi stendur til þess að
tryggja börnum okkar affaragóða
æsku? Ef ekki, hefur okkur borið
af leið.
Nú er ég enginn maður til þess
að segja fyrir um, hvernig við
eigum að haga málum til þess að
sporna gegn barnsmorðunum í
þjóðfélagi okkar. En ég finn, að
þetta kýli verðum við að kreista.
Ég sé í hendi mér að margir
verða að leggja allar árar út;
heimili og skóli, kirkja og verald-
leg yfirvöld, allir verða að taka
höndum saman og freista þess að
byrgja brunninn áður en barnið
dettur ofan í hann.
En umfram allt hljótum við að
endurskoða hug okkar og breyta
þeirri viðmiðun að börn séu ekki
brókarinnar virði. Þau skilaboð
finnast mér skelfileg. Þeim þarf
að breyta.
Fyrir nokkru fylgdi ég ungum
frænda mínum til grafar. Hann
náði rúmum 27 árum í þessari
lífslotu. Hann var fallegt og fjöl-
hæft barn, sem fíkniefnin náðu á
sitt vald og fjötruðu við ógæfu og
örvæntingu.
Ég fylgdist með ferli hans úr
fjarlægð, sá eymdina og skynjaði
sorgina í kringum hann. Það er
ekki síður ástæða fyrir okkur til
að standa vörð um börnin okkar
gegn eiturlyfjunum en kynferðis-
ofbeldinu. Það stríð heyjum við
líka gegn hörðum heimi.
Tilefnislaus harka er komin svo
víða í samskipti okkar. Mér sýn-
ist mannúðinni fara þar með aft-
ur meðan ofbeldinu vex fiskur um
hrygg. Það er vont innlegg í
tíðarandann.
Við verðum að vera betri hvert
við annað og gæta þess, að börnin
okkar verði ekki bráð níðinga,
sem sitja fyrir þeim bæði heima
og handan hornsins.
Rannsóknir sýna að fimmta
hver stúlka og tíundi hver dreng-
ur á Íslandi eru beitt kynferðis-
legu ofbeldi fyrir 18 ára aldur.
Rannsóknir sýna líka fram á, að
meirihluti kynferðisbrota gagn-
vart börnum er framinn af ein-
hverjum sem tengist barninu.
Stofnað hefur verið til verk-
efnis, sem heitir: Blátt áfram,
með það markmið að efla for-
varnir gegn kynferðislegu ofbeldi
á börnum. Í þeim efnum er kallað
eftir aukinni umræðu um kyn-
ferðislegt ofbeldi; foreldrar eru
hvattir til þess að tala blátt áfram
við börn sín og kynna þeim þann
rétt sem þau hafa og ekki má
ganga á. Verkefnið Blátt áfram
er byggt á hugmynd systranna
Svövu og Sigríðar Björnsdætra,
sem fannst umræðan ónóg og
ekki nóg að gert til þess að koma
í veg fyrir kynferðislegt ofbeldi.
Í samtali, sem birtist nýlega í
Morgunblaðinu, sögðu þær syst-
ur: „Við ákváðum að koma fram
og segja frá okkar reynslu til
þess að vekja athygli á málefninu.
Börn sem verða fyrir kynferðis-
legu ofbeldi taka oft á sig sökina
á verknaðinum. Heyri börn okkur
ræða þessi mál og fullyrða að of-
beldið sé ekki þeim að kenna,
verður það hugsanlega til þess að
þau þora að segja frá. Takist að
vekja landsmenn alla, það er full-
orðna, til vitundar um ábyrgð
þeirra í málinu, getum við fækk-
að kynferðisbrotum gegn börn-
um.“
Það er eðli kynferðisbrota
gegn börnum, að það líður oft
talsverður tími frá broti til þess
að mál rís. Kynferðisbrot fyrnast
hins vegar að liðnum ákveðnum
tíma og eru mörg dæmi þess, að
brot hafi verið fyrnt samkvæmt
lögum, þegar mál koma til kasta
dómstólanna. Hjá allsherjarnefnd
Alþingis liggur frumvarp þess
efnis að kynferðisbrot gegn börn-
um fyrnist ekki.
Vonandi bera alþingismenn
gæfu til þess að samþykkja frum-
varpið og við hin til þess að ræða
þessi mál opinskátt okkar í mill-
um og við börnin okkar svo þau
fái þá traustu tilfinningu, að þau
séu vernduð og virt meira en fá-
einar flíkur.
Ætli það gildi ekki líkt um
fíkniefnin; að beztu forvarnirnar
séu að tala blátt áfram um hlut-
ina við börnin sín.
„Mikið annríki í fíkniefnamál-
um,“ „Fíkniefnasölumenn á stað
ungmenna“ – þetta eru tvær ný-
legar fyrirsagnir á fíkniefnafrétt-
um í Morgunblaðinu, fyrir verzl-
unarmannahelgina, en slíkar
fyrirsagnir mega nú heita dag-
legt brauð árið um kring. Því
miður eru fíkniefnafréttirnar oft-
ast með harðari fyrirsögnum en
að framan greinir, sem tengjast
afbrotum, ofbeldi og dauða.
Þessar fréttir eru skelfileg
skráargöt að kíkja um inn í þann
fíkniefnaheim, sem frændi minn
gisti sér til ólífis. Og þegar fylgd-
in endar á grafarbakkanum, þá
vitnar hvítt kistulok um það, að
ekki var nóg að gert. Það er ekki
alltaf nóg að tala um hlutina;
freistingarnar eru svo sterkar, að
stríðið gegn sölumönnum dauð-
ans verður að heyja af öllum
kröftum.
Við megum svo miklu betur, ef
duga skal.
Í dimmum
dölum
Þótt víðast sé bjart yfir þjóðlífi okkar á
það sér líka dimma dali, þegar að er
gáð. Hér er fjallað um tvo; kynferðis-
afbrot gegn börnum og fíkniefni.
VIÐHORF
Eftir Freystein
Jóhannsson
freysteinn@mbl.is
Hjartans vinur, þú
komst í hlaðið á bláum
Citroën, huldumaður-
inn sem við fengum
loksins að sjá. Við viss-
um að Hulda frænka
hafði átt vin um nokk-
urt skeið og nú var
komið að því að við fengjum að hitta
þig. Þegar við hugsum til baka verður
þessi minning dálítið óraunveruleg,
vegna þess að okkur hefur alla tíð
fundist þú vera einn af fjölskyldunni.
Þessi sérstöku tengsl sem eiga ekkert
upphaf og engan endi, eitthvað sem
alltaf varir. Þú hefur alla tíð síðan ver-
ið þessi huldumaður, maðurinn henn-
ar Huldu frænku. Þegar við fjölskyld-
an fylgjum þér nú verður það á
brúðkaupsdaginn ykkar. Þessi spor
verða okkur öllum erfið og hugur
okkar og hjarta verða hjá þinni ást-
kæru eiginkonu, dóttur, sonum og
öðrum aðstandendum. Sporin sem þú
tókst í þessu lífi voru stór og opinber-
uðust í öllu því sem þú sagðir og gerð-
ir, þú varst Kennari með stóru K. All-
ar bestu dygðir sem prýtt geta okkur
mennina voru þínar. Nú þegar komið
er að leiðarlokum finnst okkur við
ekki geta fullþakkað þér allt það sem
þú hefur gefið okkur og kennt. Í bók-
inni um litla prinsinn má finna þessi
orð: „Hér er leyndarmálið, það er
mjög einfalt: maður sér ekki vel nema
með hjartanu. Það mikilvægasta er
ósýnilegt augunum.“ Þessi vitneskja
var þín, framhaldið hlýtur að vera
dýrðlegt. Hjartans þakkir kæri vinur.
Guð blessi minningu Þrastar Helga-
sonar.
Ragnheiður og Jón,
Inga Bryndís, Birgir Örn,
Brynjúlfur, Inga Dóra, og börn.
Þær eru margar góðar minning-
arnar sem leita á hugann þegar ég
kveð ástkæran frænda minn Þröst
Helgason. Minningar um yndislegar
samverustundir á Laugarvatni.
Minningar um jólaboðin sem aldrei
verða eins. Minningar um yndislegan
frænda, ljúfan mann, sem alltaf var
gott að vera nálægt. Það er með sorg í
hjarta sem ég kveð þennan frænda
minn sem mér þótti svo vænt um.
Elsku Hulda, Drífa, Heiddi, Úlli og
Marta, og Hreiðursystkini, mínar
innilegustu samúðarkveðjur til ykkar
allra, megi englar og góðar vættir
vaka yfir ykkur.
Lof og dýrð og eilíf þökk sé þér,
þér, sem stöðugt vakir yfir mér.
Þitt er gullið. Brenndu sorann braut,
breyt í sigurgleði hverri þraut.
Góði faðir, gef þú anda mínum
guðdómsneista af alkærleika þínum.
(Steingrímur Arason.)
María.
Það er dýrmætt að eiga góðar
minningar. Þær á ég um Þröst
frænda minn. Um mann sem fegraði
umhverfi sitt með einstöku hand-
verki, var stoð og stytta í erfiðleikum,
skemmtilegur ferðafélagi, hlýlegur
og með létta og ljúfa lund. Í gegnum
árin hafa krakkarnir í fjölskyldunni
verið fljót að finna út að þarna var
Þröstur frændi sem var alltaf til í að
atast og tuskast svolítið við okkur eða
segja okkur til með verkin í Hreiðr-
inu, svona eftir atvikum. Minningar
um mann sem barðist við krabba-
meinið sitt með öllum tiltækum ráð-
um, hugrekki og bjartsýni og hélt
sínu striki þó líkamlega heilsan væri
ekki mikil undanfarið. Þröstur vissi
að lífið er dýrmætt og kunni að njóta
þess með fjölskyldu og vinum. Góðar
minningar á maður að vera duglegur
að rifja upp. Takk fyrir allt frændi
minn.
Helga Sigríður.
ÞRÖSTUR
HELGASON
✝ Þröstur Helga-son fæddist í
Hveragerði 20. sept-
ember 1946. Hann
lést 25. júlí síðastlið-
inn og var jarðsung-
inn frá Hallgríms-
kirkju 3. ágúst.
Kveðja frá Iðnskól-
anum í Reykjavík
Þegar við vinir og
samstarfsmenn Þrastar
Helgasonar við Iðnskól-
ann í Reykjavík fréttum
andlát hans kom það
okkur ekki á óvart.
Þröstur hafði lengi
glímt við einn alvarleg-
asta sjúkdóm sem herj-
ar á mannkynið.
Baráttuþrek hans,
æðruleysi og kjarkur í
því stríði var með ólík-
indum og við vonuðum
að hann myndi hafa betur en enginn
má sköpum renna.
Þröstur kom ungur til starfa við
Iðnskólann og hafði þá unnið við iðn
sína húsgagnasmíði í nokkur ár.
Hann var mjög vel látinn og hæfur
fagmaður og því var leitað til hans
þegar þörf var á kennara við tréiðna-
deild skólans.
Nokkrum árum eftir að hann hóf
kennslustörf lauk hann námi í uppeld-
is- og kennslufræðum við Kennarahá-
skólann og sýndi að hann var jafn-
vígur beggja vegna kennaraborðsins.
Hann starfaði við hlið Aðalsteins
Thorarensen sem lést á síðastliðnu
ári við uppbyggingu, skipulag og
stjórnun grunndeildar tréiðna og
framhaldsdeildar húsgagnasmiða.
Óhætt er að segja að það hafi tekist
sérlega vel enda báðir afburðamenn.
Þröstur hafði til að bera alla þá eig-
inleika sem einkenna góðan kennara,
frábæra fagþekkingu, skipulagshæfi-
leika, ljúfmennslu og þolinmæði og
hann sýndi öllum er störfuðu með
honum, bæði nemendum og kennur-
um, sérstaka velvild og alúð. Hann
var einkar bóngóður og leysti hvers
manns vanda er leitað var til hans.
Slíkan mannkostamann er eðlilegt
að virða og þykja vænt um og svo var
um alla sem kynntust Þresti.
Það var sérstakt að fylgjast með
því að Þröstur tók fársjúkur fullan
þátt í því að skipuleggja, breyta og
bæta nám í byggingariðnum sam-
kvæmt nýrri námskrá.
Slíkt gera aðeins hugsjónarmenn
sem sjá lengra en eigin ævidag.
Við í Iðnskólanum þökkum fyrir að
hafa notið samvinnu og samfylgdar
Þrastar í rúmlega þrjá áratugi og
sendum eiginkonu hans, börnum og
ástvinum öllum innilegustu samúðar-
kveðjur.
Við biðjum og vonum að þau finni
huggun og styrk í sorg sinni.
Minningin um góðan dreng lifir.
Samstarfsfólkið.
Haustið 1977 kom saman að frum-
kvæði tveggja hjúkrunarkvenna hóp-
ur stómaþega í húsnæði Krabba-
meinsfélagsins við Suðurgötu. Hópur
þessi hélt síðan reglulega fundi og
lagði grunninn að stofnun Stómasam-
taka Íslands í október 1980. Einn
þeirra sem tóku virkan þátt í þessum
undirbúningi var Þröstur Helgason.
Hann hafði gengist undir stómaað-
gerð vegna krabbameins í ristli.
Þröstur sat af og til í stjórn Stóma-
samtakanna næstu tvo áratugi og var
þá gjarnan ritari þeirra.
Við sem áttum því láni að fagna að
sitja með honum í stjórn áttum öll
harla gott samstarf við hann. Á fund-
um fitjaði hann gjarnan uppá ein-
hverju nýmæli sem hann setti fram af
rökfestu og víðsýni sem einkenndi all-
an hans málflutning. Þröstur var ein-
staklega hlý persóna; það er mikil eft-
irsjá að slíkum manni. Áreiðanlega
munu margir sem lent hafa í sömu að-
gerð og hann hafa þegið hjá honum
góð ráð og horft bjartsýnni augum
frammá veg eftir viðræður við hann
því Þröstur var einn þeirra er voru í
heimsóknar- og stuðningsþjónustu
Stómasamtakanna.
Með kveðju frá Stómasamtökum
Íslands
Sigurður Jón Ólafsson.
Það er undarlegt, þegar jafnaldri
deyr, einhver, sem maður hefur þekkt
frá því maður var lítill, einhver, sem
maður hefur lært að meta mikils og
sífellt meira eftir því sem árin líða og
kynnin aukast, vinur. Við höfum svo
sem þekkt Þröst mislengi í þessum
hóp, en hvað er maður í raun og veru
annað en lítill, rétt um tvítugt? Við
sátum saman nú á dögunum, tvær, og
veltum upp spurningunni: Sást þú
Þröst einhverntíma reiðast? Önnur,
sú er lengri kynnin hafði mundi ekk-
ert tilvik, hin ef til vill eitt. Þannig var
Þröstur. Skemmtilegur, glaður, góð-
ur og ekki síst traustur. Ef Hulda og
Þröstur komust ekki á reglubundnar
samvistir hópsins vantaði miklu
meira en tvær manneskjur. Það vant-
aði þennan góða og ljúfa andblæ, sem
þau báru með sér, leiftrandi stríðnina,
sem er öllum Norður-Þingeyingum
nauðsynleg til að þrífast, kímnina og
hlýjuna. Er þetta ekki besta mannlýs-
ingin?
Það var í vetur að við vorum uppi í
Heiðmörk. Það var logn og heiðskírt,
stjörnubjört, hlý vetrarnótt. Hann
talaði um fegurð himinsins og náttúr-
unnar, sem hreif hann ætíð, ef til vill
meira nú en fyrr. Hann talaði um
mikilvægi þess að njóta lífsins með
uppbyggjandi hætti. Við vissum að
það gat brugðið til beggja vona með
líf hans og dáðumst að styrk hans.
Elsku Hulda, Úlli, Drífa, Heiddi og
þið hin í fjölskyldu Þrastar, við vott-
um ykkur djúpa samúð, kveðjum góð-
an dreng og deilum sorginni með ykk-
ur. Við erum þakklát fyrir að hafa átt
hann að vini. Hann auðgaði líf okkar
allra.
Inga og Sigmar, Helga og Gísli,
Logi og Svanhvít,
Maríus og Ásdís, Þórey og Leif.
Ef ég ætti að nefna þann sem ég
hef þekkt og verið manna vandaðast-
ur og mestur heiðursmaður þá kæmi
Þröstur Helgason einna fyrst í huga.
Það er svo að þegar rifjuð eru upp
kynni af Þresti og ferill hans í starfi,
félagsskap og fjölskyldulífi get ég
hvergi séð skugga bera á. Það er því
ekki aðeins mikill harmur sem kveð-
inn er að fólki hans og félögum heldur
hefur samfélag okkar misst einn af
þessum verðmætu mönnum sem
skapa festu og traust og eru fyrir-
mynd um vönduð vinnubrögð og lífs-
máta. Þröstur var jafnlyndur, fyrir-
hyggjusamur, rólegur í fasi en alltaf
glaðlegur og ljúfur í viðmóti, stutt í
hláturinn og tillitið sérstaklega hlý-
legt. Hann hafði ekki hæst á manna-
mótum og var ekki áleitinn um ann-
arra manna málefni. En hann hafði
sterka stöðu í sínum hópum og hélt
vel á sínum sjónarmiðum. Ég held að
miklir mannkostir Þrastar og góð
fjölskylda hafi orðið til þess að hann
var hamingjumaður þrátt fyrir bar-
áttu við sjúkdóm. Mannkostir Þrastar
hafa líka hjálpað honum í glímunni við
hinn óvægna og ósanngjarna sjúk-
dóm sem lagði þennan góða dreng að
velli.
Við Þröstur vorum vinir frá barn-
æsku eða frá því að hann fluttist frá
Hveragerði að Laugarvatni 1956 með
foreldrum sínum og fimm systkinum.
Þessi samheldna og félagslynda fjöl-
skylda lífgaði upp á og bætti mann-
lífið á Laugarvatni. Hún bar með sér
nýjan og hlýjan blæ, jafnvel svolítið
spennandi fyrir okkur dalbúa. Hjá
okkur strákunum á staðnum var það
hvalreki að fá þarna í einu lagi fjóra
stráka, þá bræður Val, Þröst, Örn og
Hauk, á svipuðu reki. Tókst þá með
okkur mikil vinátta sem haldist hefur
órofin fram á þennan dag. Má segja
að við höfum orðið sem bræður á
þessum langa tíma. Margs er að
minnast og margt er að þakka eftir
svo langa vináttu við Þröst. Alltaf var
hann boðinn og búinn að rétta mér og
Sigrúnu hjálparhönd ef við þurftum
einhvers við eða ég þurfti á stuðningi
að halda sem var ærið oft. Handlagni
hans og greiðvikni má víða sjá í okkar
húsi en mest held ég þó upp á lista-
smíði hans á pílárum í hjólum Stude-
baker-bílsins 1930-módeli. Ná-
kvæmnin og formið er fágætt.
Þegar Þröstur fór að njóta tilsagn-
ar í Smíðahúsi héraðsskólans, hjá
þeim Óskari Jónssyni og Þórarni
Stefánssyni, kom strax í ljós að hann
hafði mikla hæfileika og fór svo að
hann sérhæfði sig í faginu og varð
listasmiður. Ég tel það mikið lán að
Þröstur valdi ekki aðeins að smíða