Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 19
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 2004 19 Kerra Sláttutraktor Poulan Pro 17,5 Hö Vökvaskiptur Grassafnari www.slattuvel.com Faxafeni 14 : Sími 5172010 Tilboð 299.000.- Tilboð 29.900.- áður 59.900.- s: 894 3000 - 894 3005 Túnþökur Ná úruþökur Túnþökurúllur únþökulagnir Áratuga reynsla og þekking 580 80 80 Vilt þú auglýsa! Þetta svæði er laust núna hringdu í síma midlun@midlun.is GRÓÐUR & GARÐAR Hellur steinar borðinu skuluð þið þekkja þær Á yfir- HELLUR STEYPA RÖR MÚRVÖRUR EININGAR Reykjavík: Malarhöf›a 10 - S. 540 6800 Hafnarfir›i: Hringhellu 2 - S. 540-6855 Selfossi: Hrísm‡ri 8 - S. 540 6881 www.steypustodin.is Hellur og steinar fást einnig í verslunum BYKO Stúlkum í boltaíþróttum er aðmeðaltali 4–6 sinnum hætt-ara við að slíta fremra kross- band í hné heldur en jafnöldrum þeirra af hinu kyninu að því er fram hefur komið í könnunum á íþróttameiðslum. Stef- án Ólafsson, sjúkra- þjálfari á Akureyri, rekur ástæðurnar m.a. til ólíkrar líkamsbygg- ingar, hormóna og lík- amsbeitingar kynjanna. Með stuðn- ingi frá ÍSÍ sérhæfði hann sig í svokallaðri „Sportsmetrics“- þjálfunaraðferð á námskeiði á vegum Cincinnaty Sportsme- dicine Research and Educational Founda- tion í Bandaríkjunum í vor. Rann- sóknir hafa sýnt fram á að með því að beita þjálfunaraðferðinni megi draga fimmfalt úr líkunum á kross- bandameiðslum meðal stúlkna. Stefán sagði í samtali við Morg- unblaðið að ástæðurnar fyrir því að stúlkum væri hættara við alvar- legum hnémeiðslum væru í senn líf- fræði- og þjálfunarlegar. „Líf- fræðilegu ástæðurnar felast m.a. í því að stúlkur eru með aðra líkams- byggingu en piltar. Stúlkur eru með breiðari mjaðmagrind og því eru hnén hlutfallslega innar miðað við mjaðmir. Hnén hafa þar af leið- andi ríkari tilhneigingu til að leita inn á við og fá á sig átakskraft sem reyna á liðböndin,“ segir Stefán og bætir við að liðbönd stúlkna séu einnig mýkri og minni. „Kynhorm- ónið estrogen skiptir máli – veikir bandvefinn og gerir það að verkum að stúlkunum er hættara við krossbanda- meiðslum í kringum egglos.“ Mjúk lending Stefán segir sannað að stúlkur beiti líkama sínum að sumu leyti öðruvísi en piltar í íþróttum. „Stúlkur fjaðra minna í mjöðm- um og hnjám heldur en piltar og nota vöðvana síður sem dempara. Aftanlærisvöðvarnir virðast heldur ekki vernda krossbandið eins vel við álag og hjá strákum. Í rannsókn var fótlegg ýtt snöggt fram. Hjá stúlkunum spenntust framanlær- isvöðvarnir fyrst en aftanlærisvöðv- arnir fyrst hjá strákum. Viðbragð stúlknanna jók álagið á kross- bandið,“ segir Stefán. „Oft eru kon- ur með lægra styrkhlutfall aft- anlæris miðað við framanlæris. Þannig er styrkur að aftan oft 40– 50% af styrk að framan en ætti að vera kringum 65%. Eru þannig framanlærisvöðvar of ráðandi eins og þegar hné eru yfirrétt. Einnig sjáum við oftar lausa ökkla inn á við (ilsig) hjá stúlkum auk þess sem munur í hoppgetu milli fóta er meiri hjá þeim þ.e. veiki hlekkurinn er veikari.“ Stefán segir að áðurnefndar ástæður til viðbótar við niðurstöður rannsókna þess efnis að hefðbundin styrktarþjálfun skili sér ekki nægi- lega vel til kvenna hefði valdið því að ákveðið hefði verið að setja sam- an sérstaka forvarnaraðferð fyrir stúlkur sem kallast „Sportmetrics“. „Þjálfunaraðferðin felur í sér mark- vissar styrktaræfingar með sér- stakri áherslu á dempun og fjöðrun. Stúlkurnar eru þjálfaðar í að koma eins mjúklega og þeim framast er unnt niður úr stökkum. Hugað er sérstaklega að líkamsstöðunni. Að staðsetning hnjánna sé alltaf rétt miðað við mjaðmagrind og tær,“ segir Stefán og tekur fram að ár- angurinn hafi fyrst verið mældur á einstaklinginn. Ekki aðeins hafi lendingartækni og dempun batnað heldur hafi stökkkraftur aukist. „Síðan var gerð könnun á tæplega 400 stúlkna úrtaki í körfubolta, blaki og fótbolta. Hópurinn fór í gegnum sex vikna stífa þjálfun á undirbúningstímabili samkvæmt „Sportsmetrics“-þjálfunaraðferð- inni. Samanburðarhópar af báðum kynjum æfðu á hefðbundinn hátt. Niðurstaðan leiddi í ljós fimmfalt minni tíðni krossbandameiðsla hjá „Sportsmetrics“-hópnum og voru meiðslin álíka tíð og meðal drengja í sömu íþróttagreinum.“ Stefán tekur að lokum fram að alltof algengt sé að börn hafi ekki nægilega góðan alhliða líkamlegan grunn og samhæfingu til að taka þátt í krefjandi íþróttaæfingum og keppni fyrir börn og unglinga. „Þjálfunaraðferðin frá Bandaríkj- unum ætti að koma þar að góðu gagni ásamt öðrum hefðbundnum æfingum og alveg sérstaklega fyrir stúlkur eins og áður er lýst,“ segir Stefán. Hann stefnir á að halda fyr- irlestra og námskeið um þjálfunar- aðferðina á Íslandi á næstu mán- uðum.  HEILSA Stúlkum miklu hættara við meiðslum í hnjám Morgunblaðið/Margrét Þóra Stefán: Álagið eykst á liðböndin ef hné eru í óæskilegri stöðu. Kynin: Beita líkamanum ekki eins að öllu leyti í íþróttum. ago@mbl.is Með sérstakri þjálfunaraðferð er unnt að draga úr tíðni krossbandameiðsla hjá stelp- um, segir Stefán Ólafsson sjúkraþjálfari. Stefán Ólafsson FRÉTTIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 216. tölublað (11.08.2004)
https://timarit.is/issue/258283

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

216. tölublað (11.08.2004)

Aðgerðir: