Morgunblaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 18
DAGLEGT LÍF
18 MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
4 síðustu dagarnir !
menn + konur,laugavegi 66,www.gk.is
ÚTSALA
60-70 % afs láttur
enn meiri lækkun !
Á Árbæjarsafni var nýlegahaldið námskeið í gerð flug-dreka og er það liður í
starfi safnsins þar sem lögð er
áhersla á að kynslóðirnar geri eitt-
hvað saman. Ekki veitir af í tíma-
hröktu þjóðfélagi að auka samveru
foreldra og barna en börnin þurfa
aðstoð fullorðinna við flug-
drekagerðina. Afar og ömmur, for-
eldrar og systkin eru hvött til að
koma saman á námskeiðið.
Valdór Bóasson smíðakennari til
margra ára leiðbeindi við gerð
drekanna en hann sá einnig um það
í fyrra þegar boðið var upp á svona
námskeið í fyrsta sinn hjá Árbæj-
arsafni.
Lítil sveit í miðri borg
„Árbæjarsafn er lítil sveit inni í
miðri borg og hér er úrvals aðstaða
til að bjóða upp á hvers konar sam-
veru. Flugdrekagerð er mjög fjöl-
skylduvænt áhugamál. Þetta er sí-
gilt krakkagaman og það er mjög
einfalt að búa til flugdreka, vissum
grundvallaratriðum þarf að fylgja
og þá getur hvaða fjölskylda sem
er gert þetta og aldur og kyn skipt-
ir engu máli. Við vorum ekki nema
einn og hálfan tíma að búa til ein-
faldan dreka sem kallast kross-
dreki og við ætlum líka að gera
flóknari gerð sem er tvöfaldur
krossdreki með tveimur þver-
spýtum. Það er ekkert mál að
koma flugdrekunum á loft en svo-
lítil kúnst að halda þeim á lofti og
þá skiptir lengd skottsins máli.“
Meiri útivera
Valdór hefur ákveðnar skoðanir
á skólamálum og vill meiri útivist
fyrir börnin. „Við lengingu skóla-
ársins myndi ég kjósa að við upp-
haf og endi skólaársins væri meira
stílað inn á útiveru þar sem farið
væri í skógarferðir, fjöruferðir og
annað slíkt þar sem börnin fá að
fræðast um hitt og þetta í umhverfi
sínu. Sá þroski sem felst í samveru
og leik er mjög mikilvægur fyrir
börnin. Lærdómur felst nefnilega í
svo mörgu öðru en að sitja við
skriftir.“
TÓMSTUNDIR|Námskeið í flugdrekagerð sem haldið var í Árbæjarsafni
Fljúga skal flugdrekinn
Valdór Bóasson kennari: Hnýtir
plast í skottið á einum drekanum og
kann vel við sig í sveit í borg þar
sem kýr eru á beit.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Skemmtilegt: Guðfinnur Geirdal og Sverrir faðir hans undirbúa flug eftir að hafa lengt í skottinu á drekanum.
Valdór: Leiðbeinir Fannari við að halda drekanum á lofti.khk@mbl.is
SKJALDFLÉTTA er ættuð frá Suð-
ur–Ameríku og rækta flestir hana
hérlendis fyrst og fremst til skreyt-
inga enda fögur jurt og litrík. En
hún gleður ekki aðeins augað, held-
ur líka bragðlaukana. Í bókinni
Krydd, uppruni, saga og notkun, eft-
ir Þráin Lárusson, segir að hvern
einasta part þessarar fallegu jurtar
megi nýta til matargerðar. Í salat er
tilvalið að nota krónublöðin sem og
ung laufblöð en Þráin varar við að
nota of mikið af þeim þar sem þau
eru mjög bragðmikil. Í eftirrétti og
aðra sæta rétti má svo nota sporann
sem gengur niður af blóminu, en
hann inniheldur sykursætan vökva
sem fer einkar vel í munni. Blóma-
hnappana og fræin má einnig nota
sem krydd en þá eru þau pækluð
rétt eins og kapers. Taka skal fræin
um leið og krónublöðin eru fallin,
skola þau í vatni og láta þau síðan
liggja í köldu saltvatni yfir nótt. Eft-
ir það eru þau þurrkuð og sett í kalt
kryddedik í vel lokuðu íláti. Þetta
þarf að gera í tíma, því ekki eru þau
tilbúin til manneldis fyrr en eftir eitt
ár í ílátinu góða.
MATUR
Morgunblaðið/Þorkell
Skjaldflétta
tilvalin í
matargerð
www.thjodmenning.is
Smáralind • sími 553 6622 • www.hjortur.is
Brúðkaup • Pökkun • Merking