Morgunblaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 13
AP
LÖGREGLUÞJÓNN og borg-
arstarfsmaður skoða hakakrossa
sem teiknaðir voru á legsteina í
grafreit gyðinga í frönsku borginni
Lyon í fyrrinótt. Er þetta í þriðja
skipti á árinu sem grafreitur gyð-
inga er vanhelgaður í Frakklandi.
Skemmdarvargarnir teiknuðu
hakakrossa og krotuðu nafn Adolfs
Hitlers á um 60 legsteina og
skemmdu einnig minnismerki um
gyðinga sem létu lífið í síðari
heimsstyrjöldinni.
Jacques Chirac, forseti Frakk-
lands, sagði að yfirvöld myndu gera
allt sem þau gætu til að hafa hend-
ur í hári skemmdarvarganna og
refsa þeim.
Ennfremur var skýrt frá því að
um 80 legsteinum hefði verið velt í
grafreit gyðinga í bænum Hranice í
Tékklandi.
Grafreitur gyðinga
vanhelgaður
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 2004 13
Líbýa greiðir bætur
STJÓRNVÖLD í Líbýu samþykktu í
gær að greiða fórnarlömbum
sprengjuárásar, sem gerð var á
diskótek í Berlín árið 1986, 35 millj-
ónir Bandaríkjadala, tæplega 2.500
króna, í bætur. Þrír létust og 229
særðust í sprengingunni. Sendi-
herra Líbýu í Þýskalandi greindi
frá þessu.
Lögfræðingar Þjóðverja sem
slösuðust í sprengingunni og fjöl-
skyldu tyrkneskrar konu sem lést,
náðu þessu samkomulagi við líb-
ýska embættismenn. Viðræðurnar
fara fram á leynilegum stað í Berlín
en enn er leitað samkomulags um
bætur til handa 163 öðrum fórn-
arlömbum árásarinnar. Bóta fyrir
bandarísk fórnarlömb verður kraf-
ist fyrir þarlendum dómstólum en
diskótekið var mikið sótt af banda-
rískum hermönnum á sínum tíma.
Bandaríkjaher gerði loftárásir á
Líbýu í kjölfar hryðjuverksins þar
sem sannað þótti að Gadafi Líb-
ýuleiðtoga hefði borið ábyrgð á því.
Aukinn ölvunar-
akstur í Finnlandi
FJÖLDI drukkinna ökumanna hef-
ur aldrei verið meiri, aukist um heil
17 % það sem af er ársinu, að því er
finnska lögreglan greindi frá í gær.
Lækkað áfengisgjald á sterk vín er
að mati lögreglunnar helsta ástæða
aukningarinnar.
Ríkisstjórn Finnlands lækkaði
álögur á sterkt áfengi um þriðjung í
mars sl. Verðlækkanir á áfengi
hafa aukið neyslu þess um þrjá lítra
á ári á mann að meðaltali, úr níu
lítrum í tólf. Fyrstu sex mánuði
þessa árs hefur lögreglan hand-
tekið um 50.000 manns fyrir ölvun
sem er tíu prósenta aukning miðað
við sama tímabil í fyrra.
Lækkun áfengisgjaldsins hefur
einnig breytt neyslu með þeim
hætti að Finnar drekka nú meira af
sterku áfengi en áður en neysla á
bjór og léttvíni hefur minnkað, sem
leitt hefur til aukinnar ölvunar.
Marquee
opnaður á ný
EISTNESKA fyrirsætan Mari-Liis
Ivalo klæðist jakka sem var í eigu
gítarsnillingsins bandaríska Jimi
Hendrix á sjö-
unda ára-
tugnum. Hún
heldur á hvít-
um gítar af
gerðinni
Fender
Stratocaster
sem Hendrix
átti. Þessir
gripir verða
ásamt öðrum
sem voru í
eigu Hendrix
til sýnis í Marquee-klúbbnum við
Leicester Square í Lundúnum en
rekstur þess fræga tónleikastaðar
verður hafinn á ný um miðjan
næsta mánuð, að því er greint var
frá í gær.
Hryðjuverk
í Istanbúl
ÞRJÁR sprengjuárásir voru gerðar
á hótel og gasverksmiðju í borginni
Istanbúl í gær. Tveir létust og ell-
efu særðust. Íslömsk vefsíða birti í
gær yfirlýsingu frá Abu Hafs al-
Masri flokknum sem lýsir yfir
ábyrgð á hryðjuverkunum. Flokk-
urinn ber einnig ábyrgð á hryðju-
verkunum í Madrid þann 11. mars á
þessu ári.
Segir í yfirlýsingunni að árásin
hafi verið fyrirskipuð vegna „allra
þeirra Evrópuríkja sem ekki urðu
við vopnahléstilboði höfðingja okk-
ar,“ og er þar átt við Osama bin
Laden, leiðtoga al-Qaeda hryðju-
verkanetsins.
Yfirlýsingin er sú nýjasta í röð
margra viðvarana sem tileinkaðar
eru flokknum. Bin Laden bauð upp
á vopnahlé sitt þann 15. apríl sl. ef
Evrópuþjóðir hliðhollar Bandaríkj-
unum kölluðu lið sitt frá múslimsk-
um ríkjum innan þriggja mánaða.
Lokafresturinn rann því út þann 15.
júlí sl.
NÝ réttarhöld hófust í Hamborg í
gær í máli Mounir El Motassadeq,
eina mannsins sem dæmdur hefur
verið fyrir aðild að undirbúningi
hryðjuverkanna í Bandaríkjunum
11. september 2001. Dómsforsetinn,
Ernst-Rainer Schudt, sagði að
bandarísk yfirvöld hefðu hafnað
beiðni um að tveir meintir hryðju-
verkamenn, sem eru í haldi þeirra,
fengju að bera vitni fyrir réttinum í
Hamborg.
Motassadeq, þrítugur námsmaður
frá Marokkó, var dæmdur í 15 ára
fangelsi í febrúar 2003 fyrir að vera
samsekur um dráp á um 3.000
manns. Áfrýjunardómstóll ógilti
dóminn í mars, sagði að sannanir
ákæruvaldsins væru ófullnægjandi
og gagnrýndi bandarísk yfirvöld fyr-
ir að hindra að mikilvæg vitni kæmu
fyrir réttinn.
Mennirnir tveir, sem þýsk yfirvöld
vilja að beri vitni, eru Ramzi Binal-
shibh, er stærði sig af því í sjón-
varpsviðtali að hafa skipulagt
hryðjuverkin, og Khalid Moham-
med, en hann er sagður þriðji valda-
mesti maðurinn í al-Qaeda. Binal-
shibh og Mohammed eru taldir geta
sagt hvaða hlutverki Motassadeq
gegndi í undirbúningi hryðjuverk-
anna en bandarísk yfirvöld hafa
synjað þýskum yfirvöldum um að yf-
irheyra þá. Schudt dómsforseti sagði
að bandarísk yfirvöld hefðu hafnað
beiðni um að fangarnir bæru vitni
fyrir réttinum á þeirri forsendu að
það gæti stofnað þjóðaröryggi
Bandaríkjanna í hættu.
Málinu verði vísað frá
Verjandi Motassadeqs sagðist
ætla að krefjast þess að dómararnir
vísuðu málinu frá kæmu fangarnir
fyrir réttinn þar sem þeir hefðu að
öllum líkindum verið pyntaðir til
sagna. Verjandinn sagði að aðferð-
irnar, sem notaður voru við yfir-
heyrslur fanga í Abu Ghraib-fangels-
inu í Írak og í fangelsi
Bandaríkjahers í Guantanamo á
Kúbu, bentu til þess að vitnin hefðu
sætt harðræði.
Réttað á ný í Hamborg vegna hryðjuverkanna 11. september
Bandaríkin hafna beiðni
um að fangar beri vitni
AP
Mounir El Motassadeq og lögfræðingur hans á leið í réttarsal í gær.
Hamborg. AFP.
GEORGE W. Bush útnefndi í gær nýjan yfirmann
bandarísku leyniþjónustunnar CIA, þingmanninn
og repúblikanann Porter Goss.
Goss er formaður leyniþjónustunefndar full-
trúadeildar Bandaríkjaþings til átta ára og „gjör-
þekkir CIA“ eins og forsetinn orðaði það á blaða-
mannafundi í Rósagarði Hvíta hússins í gær.
Samþykki öldungareildar Bandaríkjaþings þarf
til þess að Goss hljóti starfið. George Tenet, fyrr-
um yfirmaður CIA, lét af störfum 11. júlí sl. en
leyniþjónustan hefur sætt geysiharðri gagnrýni á
þessu ári fyrir vinnubrögð sín í aðdraganda inn-
rásarinnar í Írak.
„Ég held að hver Bandaríkjamaður viti hversu
mikilvægt það er að framkvæmdavaldið fái sem
bestar upplýsingar frá okkur [CIA],“ sagði Goss á
fundinum. Þeir Bush ræddu þó ekki hugmyndir
um skipun sérstaks yfirmanns allra leyniþjónustu-
stofnana Bandaríkjanna, alls 15 talsins, þeirra á
meðal CIA og mun Goss því heyra undir hann,
verði útnefningin samþykkt af þinginu.
Goss er 65 ára, nam við Yale-háskóla og starfaði
við njósnadeildir bandaríska hersins og CIA.
„Hann hafði yfirumsjón með njósnastörfum í
tveimur heimsálfum,“ sagði Bush og átti þar við
Evrópu og Suður-Ameríku. Telja þeir Goss að sú
reynsla muni nýtast honum vel í starfi og auka
möguleika stofnunarinnar á því að nota njósnara
til þess að afla upplýsinga um hryðjuverkanet.
Goss hefur verið ötull talsmaður þess á þingi að
efla njósnanet Bandaríkjanna. Fór hann fyrir
rannsóknarnefnd þingsins sem stofnuð var í kjöl-
far árásanna 11. september sem upplýsti marg-
vísleg mistök stjórnvalda á sviði upplýsingaöflun-
ar í aðdraganda árásanna.
Gagnrýnendur Goss segja hann of tengdan sitj-
andi ríkisstjórn til þess að geta verið yfirmaður
CIA. Þykir þeim ólíklegt að hann muni gæta hlut-
lægni og taka tillit til vilja beggja flokka sem ákaf-
ur stuðningsmaður George W. Bush.
Bush útnefnir nýjan yfirmann CIA
AP
George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, ávarpar
blaðamenn í Rósagarði Hvíta hússins í gær.
Porter Gross, útnefndur yfirmaður CIA, stendur
honum á hægri hönd.
Washington. AP. AFP.
BOBBY Fischer, fyrrverandi heims-
meistari í skák, var í gær fluttur úr
gæsluvarðhaldi á Narita-flugvelli í
Japan í fangelsi í borginni Ushiku
norður af Tókýó. John Bosnitch, ráð-
gjafi Fischers, segir þetta góð tíðindi,
minni líkur séu nú á því en áður að
Fischer verði skyndilega settur í flug-
vél til Bandaríkjanna og framseldur
þarlendum yfirvöldum.
Fischer var handtekinn á Narita-
flugvelli 13. júlí sl. og kann að verða
framseldur til Bandaríkjanna fyrir
fyrir að brjóta gegn alþjóðlegu við-
skiptabanni á Júgóslavíu árið 1992
þegar hann háði þar einvígi við Borís
Spasskí. Hefur Fischer allt þar til í
gær verið haldið í gæsluvarðhalds-
klefa á flugvellinum.
Bosnitch sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að hann væri nú bjart-
sýnni en áður á að mál Fischers
fengju farsælan endi. „Við höfum nú
seinast haft samband við Amnesty
International og beðið samtökin um
að taka mál Fischers fyrir,“ sagði
hann. „Í millitíðinni erum við að
leggja drög að auglýsingaherferð hér
í Japan vegna þessa máls. Við viljum
reyna að fá meiri umfjöllun um málið í
japönskum fjölmiðlum.“
Sagði Bosnitch að þar sem skák
væri ekki svo mikið iðkuð í Japan
væri nafn Bobbys Fischers þar ekki á
hvers manns vörum. Fjölmiðlar hefðu
af þeim sökum ekki fylgst jafn grannt
með málinu og fjölmiðlar annars stað-
ar. Þessu vildu stuðningsmenn
Fischers breyta.
Óvissan betri en hengingarólin
Bosnitch sagði að á föstudag hefði
verið höfðað mál fyrir dómstólum í
Japan gegn innflytjendastofnun
landsins á grundvelli þess annars
vegar að hún hefði með ólöglegum
hætti ógilt dvalarleyfi Fischers í Jap-
an, og hins vegar þess að stofnunin
hefði með ólögmætum hætti fyrir-
skipað að Fischer skyldi sendur úr
landi. Síðar um daginn hefði Bosnitch
afhent handritað bréf frá Fischer í
sendiráði Bandaríkjanna þar sem
hann afsalaði sér bandarískum ríkis-
borgararétti. Í kjölfarið hefði svo ver-
ið farið fram á það við Flóttamanna-
stofnun Sameinuðu þjóðanna að hann
yrði skilgreindur sem flóttamaður.
Kvaðst Bosnitch vonast til að þess-
ar aðgerðir kæmu í veg fyrir að jap-
önsk yfirvöld létu undan þrýstingi
bandarískra embættismanna um að
fá Fischer framseldan. „Sumir hafa
spurt mig: er hann ekki í lausu lofti
núna? En ég hef svarað því til að það
sé betra að vera í lausu lofti en að vera
með hengingaról um hálsinn,“ sagði
John Bosnitch.
Vinir Fischers
bjartsýnni