Morgunblaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 33
DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 2004 33
UMFÍ og Dalabyggð hafa ákveðið aðhefja rekstur Ungmenna- og tóm-stundabúða að Laugum í Dalasýslufyrir ungmenni á aldrinum 14–15 ára
(9. bekkur). Sigurður B. Guðmundsson er formað-
ur undirbúningshóps um stofnun Ungmenna- og
tómstundabúða að Laugum.
Hvernig verða Ungmenna- og tómstundabúð-
irnar starfræktar?
„Ungmenna- og tómstundabúðirnar eru sam-
starfsverkefni Ungmennafélags Íslands og Dala-
byggðar og verða þær starfræktar í anda hug-
myndafræði Ungmennafélags Íslands. Þar verður
lögð áhersla á tómstundir sem lífstíl og sem mik-
ilvægan þátt í forvarnarstarfi. Rannsóknir hafa
sýnt fram á að þátttaka barna og unglinga í
íþrótta- og æskulýðsstarfi hafa forvarnargildi. Í
Ungmenna- og tómstundabúðunum verður farið í
hvernig á að stofna félag og starfa í félagi. Lögð
verður rík áhersla á að námið nýtist þegar heim er
komið þannig að þátttakendur geti stofnað eða
starfrækt nemendafélög eða aðra félagstengda
starfsemi. Einnig að þau verði fengin til starfa í
stjórnum og nefndum íþrótta- og æskulýðs-
félaga.“
Hve margir unglingar munu geta dvalið hjá
ykkur og hve lengi?
„Ungmenna- og tómstundabúðirnar eru fyrir
ungmenni á aldrinum 14 til 15 ára sem dvelja
munu á Laugum frá mánudegi til föstudags. Gert
er ráð fyrir að hægt sé að starfrækja Ungmenna-
og tómstundabúðirnar í um 30 vikur á vetri hverj-
um, frá september fram í maí. Hægt verður að
taka á móti 80 ungmennum í hverri viku eða um
2.400 nemendum á vetri. Nemendurnir munu
koma víðsvegar af landinu. Gert er ráð fyrir að
gera samstarfssamninga við einstaka grunnskóla
landsins og/eða sveitarfélög um þátttöku nem-
anda úr 9. bekk. Tekið verður á móti 80 nem-
endum á viku þar sem blandað verður saman
bekkjardeildum af höfuðborgarsvæðinu og lands-
byggðinni. “
Hver eru markmið búðanna?
„Markmið Ungmenna- og tómstundabúðanna
að Laugum er að vera leiðandi í rekstri ung-
menna- og tómstundabúða á Íslandi. Að efla
sjálfstraust, samvinnu og tillitssemi, hvetja til
sjálfstæðra vinnubragða, kynnast heimavistarlífi,
kynnast landinu, læra að vera þátttakandi í fé-
lagsstörfum, fræðast um mikilvægi forvarna,
vinna markvisst gegn einelti, fræðast um mikil-
vægi hollra lifnaðarhátta og kynnast jaðar-
íþróttum.
Áhersla verður lögð á mikilvægi forvarna í öllu
starfi Ungmenna- og tómstundabúðanna og að
starfið hafi jákvæð og uppbyggileg áhrif á ein-
staklinginn.“
Forvarnir | Stofnun Ungmenna- og tómstundabúða
Aukum samvinnu og tillitssemi
Sigurður B. Guð-
mundsson er fæddur
1960 og hann er giftur
Halldóru K. Halldórs-
dóttur og þau eiga fjóra
drengi. Sigurður fékk
réttindi sem húsa-
smíðameistari 1985 og
hann tók kennarapróf í
sundi frá Svíþjóð 1991.
Sigurður lauk námi frá
Eslövs Högskola í tóm-
stundafræðum í Svíþjóð 1992. Hann starfaði
við grunnskólakennslu frá 1982–1989 á
Reykjaskóla í Hrútafirði og Laugaskóla í Dala-
sýslu. Frá 1996 hefur Sigurður starfað sem
Íþróttafulltrúi Mosfellsbæjar.
Skemmdar kartöflur
KARTÖFLURNAR nýju sem verið
er að selja í búðum er ekki hægt að
geyma nema í 1–2 daga en þá eru
þær óætar. Þær eru þvegnar og
seldar blautar og það næstum lekur
af þeim vatnið. Ég sá kartöflur í
Nóatúni sem voru seldar í lausu sem
voru næstum svartar að utan. Hvers
vegna eru kartöflurnar eyðilagðar
með því að þvo þær? Ef kartöflurnar
væru þurrkaðar með moldinni væru
þær næstum hreinar og þá væri
hægt að geyma þær óskemmdar.
Vonandi láta fleiri heyra frá sér.
Ein óánægð.
Sólgleraugu töpuðust
á Gay-Pride
KVENSÓLGLERAUGU töpuðust
fyrir framan MR eða í Lækjargötu á
hátíðarhöldum hinsegin daga laug-
ardaginn 7. ágúst um kl. 17. Finn-
andi vinsamlegast hafi samband við
Margréti í síma 896 3146.
Silver er týndur
SILVER, sem er grár, rúmlega árs-
gamall skógarköttur, blandaður,
týndist frá Hvammsvík miðvikudag-
inn 4. ágúst sl. Þeir sem hafa orðið
hans varir hafi samband í síma
866 4136.
Klói er týndur
KLÓI er stór, gamall, grábrönd-
óttur fress með rauða ól með bjöllum
og merktur. Hann týndist frá Skóla-
gerði 32, Kópavogi, í síðustu viku.
Þeir sem vita um Klóa eru beðnir að
hafa samband í síma 554 6870.
Tumi er týndur
TUMI er 8 mánaða fress, grábrönd-
óttur með áberandi hvítri brók og
bringu. Tumi strauk úr pössun frá
Njálsgötu föstudaginn 6. ágúst sl.
Hann á heima í Garðabæ og á því ef-
laust erfitt með að rata heim. Þeir
sem hafa orðið Tuma varir eru beðn-
ir að hafa samband í síma 554 1423
eða 849 8082.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 O-O
5. Bd3 c5 6. Rf3 d5 7. O-O Rc6 8. a3 Ba5
9. Re2 cxd4 10. exd4 dxc4 11. Bxc4 Bc7
12. Rg3 h6 13. He1 Bb6 14. Be3 Rg4 15.
Ba2 Rxe3 16. fxe3 Bc7 17. Re4 b6 18.
d5 exd5 19. Bxd5 Bb7 20. Hc1 Ra5 21.
Rc3 Hc8 22. Bxb7 Rxb7 23. e4 Bf4 24.
Hb1 Dxd1 25. Hbxd1 Hfe8 26. e5 Rc5
27. g3 Bg5 28. Rb5 Hcd8 29. Rd6 He6
30. b4 Ra4 31. h4 Bf6 32. Rc4 b5 33.
Hxd8+ Bxd8 34. Rd6 a6 35. Hc1 Bb6+
36. Kg2 f6 37. Hc8+ Kh7 38. h5 g5
Staðan kom upp í A-flokki alþjóðlega
mótsins í Pardubice sem lauk fyrir
skömmu. Anton Korobov (2565) hafði
hvítt gegn Stefáni Kristjánssyni
(2410). 39. Re4! og svartur gafst upp
enda verður hann skiptamun undir eft-
ir 39... fxe5 40. Rfxg5+ hxg5 41.
Rxg5+.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
Opnunartími:
Mán.-fös. kl. 11-18,
lau. kl. 11-13
Hverafold 1-3 • Torgið Grafarvogi • Sími 577 4949
Skipagötu 5 • Akureyri • Sími 466 3939
Verðhrun
Allra síðustu dagar
útsölunnar
Komið og gerið
góð kaup
HJÁ Máli og menningu er komin út
bókin Erfðir og líftækni eftir Mörtu
Konráðsdóttur, Sigríði Hjörleifs-
dóttur og Sólveigu Pétursdóttur.
Í bókinni er farið yfir breitt svið,
allt frá erfðafræði Mendels, sem
kallaður hefur verið faðir erfðafræð-
innar, til háþróaðra aðferða sem not-
aðar eru í erfðatækni og líftækni.
Einnig er fjallað um erfðasjúkdóma
og erfðagalla og þær aðferðir við
lækningar sem nú er horft til. Á und-
anförnum árum hefur vaxið upp víð-
feðm starfsemi þar sem erfða- og líf-
tækni er hagnýtt og sífellt fleiri
rekast á þessi hugtök í starfi og
einkalífi. Hvað er erfðabreyttur mat-
ur? Hvað er DNA-rannsókn? Hvernig
erfast sjúkdómar? Hvað er einrækt-
un? Hvað eru stofnfrumurann-
sóknir?
Bókin hefur að geyma fjölda skýr-
ingarteikninga og mynda.
Í tilkynningu frá útgefanda segir:
„Það er því löngu tímabært að ít-
arleg og fagleg umfjöllun og útskýr-
ingar séu aðgengilegar á íslensku
fyrir jafnt nemendur, sem sérfræð-
inga og fagfólk á ýmsum sviðum.“
Höfundar eru allir líffræðingar,
með framhaldsmenntun hver á sínu
sérsviði og reynslu af rannsókn-
arvinnu og kennslu.
Bókin er 195 blaðsíður
Útgefandi: Mál og menning
Verð 4.999 kr.
Nýjar bækur