Morgunblaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 25
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 2004 25
góða gripi heldur gerðist kennari í
Iðnskólanum. Með því móti kenndi
hann ungu fólki ekki aðeins fag-
mennsku heldur hafði einnig sterk
áhrif á nemendur með framkomu
sinni, snyrtimennsku og reglusemi.
Þröstur var mikið góður vinur og
við í vinahópnum erum harmi lostin
að hafa misst hann svo fljótt. Hugur
okkar er nú hjá fjölskyldu Þrastar
sem misst hefur meira en allir aðrir.
Minningin um Þröst Helgason lifir og
verður okkur ljúf í sinni og einnig fyr-
irmynd um lífshamingju.
Ólafur Örn Haraldsson.
Dauði Þrastar hefði ekki átt að
koma á óvart. Það hafði legið í loftinu
að þessi orusta við krabbameinið yrði
sú síðasta. Samt er auðvitað alltaf jafn
sárt að heyra að félagar manns séu
horfnir. Þröstur hafði glímt við sjúk-
dóminn í ýmsum myndum frá því
hann komst á fullorðinsár og ekki vit-
um við annað en hann hafi tekið öllu
þessu mótlæti með fádæma æðru-
leysi. Þröstur var einn fjögurra
bræðra í klúbbnum okkar og var ár-
legur siður að fara í „Hreiðrið“ þeirra
á Laugarvatni og þá naut sín vel hóg-
vær og kíminn frásagnarmáti Þrastar
þegar hann rifjaði upp sögur úr sveit-
inni. Við félagarnir sökknum mikils
heiðursmanns og sendum aðstand-
endum Þrastar einlægar samúðar-
kveðjur.
Gufufélagarnir.
Eftir langa baráttu við erfiðan
sjúkdóm er Þröstur, minn góði vinur
og vinnufélagi í 30 ár við Iðnskólann í
Reykjavík nú látinn. Eftir sit ég sem
tómur en hugsi rétt eins og að þetta
hafi komið á óvart.
Virðing mín fyrir öllu hans lífi og
starfi er mikil enda var Þröstur svo
heill og sannur persónuleiki að ein-
stakt var. Hag nemenda sinna bar
hann ætíð fyrir brjósti. Mikil fag-
mennska, umhyggja, þolinmæði og
mannskilningur einkenndi hann sem
kennara og hann var nemendum sín-
um góð fyrirmynd. Við hin vorum
einnig lánsöm að vera samferðafólk
Þrastar. Að morgni var ætíð notalegt
að hefja með honum vinnudaginn.
Þröstur var mér einnig góð fyrir-
mynd og oft í okkar löngu og farsælu
samvinnu treysti ég á hans opna
huga, efahyggju og fjölgreind. Hann
leyfði sér alltaf að efast og spyrja
hvort þetta væri besta leiðin eða
lausnin og hvort hægt væri að gera á
annan og fagmannlegri veg. En hann
var jafnframt trúr skoðunum sínum
og lífssýn og færði fyrir þeim góð rök.
Mér er engin leið að hugsa mér betri
vinnufélaga en Þröst Helgason. Svo
vel féllu okkar hugsanir saman og það
sem einhverjum sýndust stundum
vera gallar hjá honum voru í raun um
leið hans bestu kostir. Nú eftir andlát
hans mun ég vafalítið oft sitja og
hugsa, hvernig ætli Þröstur hefði
leyst þetta mál? Ég er afar þakklátur
fyrir það að hafa átt svona langan
tíma úr æviskeiði mínu samferða
Þresti og mun búa að því meðan ég
lifi. Allar minningarnar um okkar
góðu stundir, fyrst að læra húsgagna-
smíði í Iðnskólanum, síðan í Kenn-
araháskólanum, í náms- og kynnis-
ferðum erlendis, sem samkennarar í
tréiðnadeildinni og ekki síst í ljúfum
leik með góðum vinum, til dæmis í
Hreiðrinu á Laugarvatni, í göngu-
ferðum, í berjamó og mörgu öðru,
verða ekki frá mér teknar meðan ég
held heilli hugsun.
Kæra Hulda og fjölskylda og ætt-
ingjar allir. Ég votta ykkur mína inni-
legustu samúð og segi ykkur um leið
að ég held að ég geti ekki komið að því
nógu góðum orðum hve mikinn og
sterkan vin ég hef einnig misst. Ég
bið okkur öll um að minnast Þrastar
með virðingu og þökk fyrir þau bæt-
andi áhrif sem hann hafði með fram-
komu sinni á þá sem hann átti sam-
skipti við.
Skjöldur Vatnar.
Fleiri minningargreinar
um Þröst Helgason bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga. Höfundar eru: Sigurður
Brynjúlfsson, Herdís, Agla Egils-
dóttir, Margrét Valdimarsdóttir,
Guðmundur Birkir Þorkelsson, Jón
Eiríkur, Stefán Ásgrímsson, Jóna
Rúna Kvaran.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
KARLA STEFÁNSDÓTTIR,
Kópavogsbraut 1b,
lést á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn
9. ágúst.
Friðrik Jónsson,
Halldóra Friðriksdóttir, Sveinn Sturlaugsson,
Jón Stefán Friðriksson, Ágústína Halldórsdóttir,
Friðrik Friðriksson, Snæbjörg Sigurgeirsdóttir,
Haraldur Friðriksson, Lilja Högnadóttir,
Ólafur Friðriksson,
ömmubörn og langömmubörn.
Faðir okkar,
PÁLL VÍDALÍN JÓNSSON,
verður jarðsunginn frá ríkissal Votta Jehóva, Sogavegi 71, Reykjavík,
á morgun, fimmtudaginn 12. ágúst kl. 11:00.
Fyrir hönd annarra ættingja og vina,
börn hins látna.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
BALDUR BJARNARSON,
Seftjörn 8,
Selfossi,
lést á Heilbrigðisstofnuninni á Selfossi sunnu-
daginn 8. ágúst.
Útförin verður auglýst síðar.
Gunndís Sigurðardóttir,
Hrund Baldursdóttir, Helgi Kristinn Marvinsson,
Björn Baldursson, Sæunn I. Sigurðardóttir,
Ragnhildur Eiríksdóttir, Magnús Tryggvason
og barnabörn.
Elsku móðir okkar,
GUÐMUNDA Þ. ÓLAFSDÓTTIR
frá Flateyri,
lést á Hrafnistu Reykjavík mánudaginn
9. ágúst.
Jóhanna S. Sigurðardóttir,
Elísabet Sara Guðmundsdóttir,
Soffía A. Guðmundsdóttir
og aðrir aðstandendur.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓNAS GUÐMUNDSSON,
Hrafnistu í Reykjavík,
áður Freyvangi 10, Hellu,
lést á Landspítalanum við Hringbraut mánu-
daginn 9. ágúst.
Katrín Jónasdóttir,
Fannar Jónasson, Hrafnhildur Kristjánsdóttir,
Birkir Snær Fannarsson,
Kara Borg Fannarsdóttir,
Rakel Hrund Fannarsdóttir.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, sonur og afi,
EYJÓLFUR HALLDÓRSSON,
lést af slysförum mánudaginn 9. ágúst.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju þriðju-
daginn 17. ágúst kl. 15.00.
Elsa H. Sigurðardóttir,
Fríða Eyjólfsdóttir, Sigmar Ó. Jónsson,
R. Linda Eyjólfsdóttir, Ólafur Þorgeirsson,
Halldór E. Eyjólfsson, Elva J. Th. Hreiðarsdóttir,
Málfríður Laufey Eyjólfsdóttir
og barnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
KRISTÍN JÓNSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni mánudaginn
9. ágúst.
Jarðarförin auglýst síðar.
Jóhann Gunnar Pálsson,
Karólína Gunnarsdóttir, Björn Gíslason,
Helga Þóra Gunnarsdóttir Eder, Peter Eder,
Brynja Gunnarsdóttir, Atli Hafsteinsson,
Hilmar Hlíðberg Gunnarsson, Aðalheiður Svansdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
INGIMAR ÞÓRÐARSON,
Suðurgötu 15-17,
Keflavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði,
mánudaginn 9. ágúst.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstu-
daginn 13. ágúst kl. 14.00.
Elínrós Jónsdóttir,
Þórður Ingimarsson, Margrét Skarphéðinsdóttir,
Kristín Björk Ingimarsdóttir, Guðmundur Jens Guðmundsson,
Jónatan Ingimarsson, Gróa Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Sonur minn og bróðir okkar,
SÆVAR BJARNI FRIÐFINNSSON,
lést á Landspítala Hringbraut þriðjudaginn
10. ágúst.
Foreldrar og systkini
hins látna.