Morgunblaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 14
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100.
Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti
Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján
Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is,
sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115.
Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Úr
bæjarlífinu
Samkeppni um minjagripi |Byggðasafn
Snæfellinga og Hnappdæla hefur ákveðið
að gangast fyrir opinni samkeppni um hug-
myndir að minjagripum sem tengjast
Norska húsinu í Stykkishólmi eða Snæfells-
nesi og nýta má til skrauts, skemmtunar
eða daglegra nota.
Markmið keppninnar er að fá fram hug-
myndir að hlutum sem hægt er að selja í
safnverslun Norska hússins.
Krafa er gerð um að hugmyndir að
minjagripum sem koma til greina, verði
hægt að fjölfalda í einhverjum mæli.
Upplýsingar um Norska húsið er hægt
að nálgast hér á vefnum eða senda fyrir-
spurn á norskhus@simnet.is og með heim-
sókn í Norska húsið.
Þrjár bestu hugmyndirnar verða verð-
launaðar. Fyrir fyrstu verðlaun verða veitt
300 þúsund.
Byggt á Stokkseyri | Fyrsta húsið sem
byggt er á Stokkseyri um skeið er nú að
rísa af grunni. Hafist var handa nú í júlí að
byggja á lóð, sem var skipulögð við enda
Blómvalla, í miðju þorpinu.
Þótt uppbyggingin á Selfossi hafi lítið
teygt anga sína til strandarinnar, er þó tals-
verð eftirspurn eftir húsum á Stokkseyri og
Eyrarbakka og hús sem fara á sölu seljast
venjulega fljótt. Oftast seljast þau sem
heilsárshús, en lítil gömul hús eru einnig
vinsæl til sumardvalar. Nokkur eftirspurn
er eftir sjávarlóðum, en þær hafa ekki verið
skipulagðar nýlega, enda fólki enn órótt eft-
ir sjávarflóðin miklu 9. janúar 1990.
Um sextíu mannsmættu á hina ár-legu bæna- og
kyrrðarstund í Bænhús-
inu að Gröf á Höfðaströnd
í Skagafirði, sem er elsta
guðshúsi landsins. Séra
Gunnar Jóhannesson
sóknarprestur leiddi at-
höfnina og lét hann þess
getið að séra Hallgrímur
Pétursson hefði fæðst á
þessum bæ árið 1614 en
allir sálmar sem fluttir
voru við athöfnina voru
eftir séra Hallgrím.
Það hefur verið bæn-
hús í Gröf síðan í kaþósk-
um sið enda jörðin höf-
uðból til forna. Á 17. og
18. öld var jörðin ætluð
sem dvalarstaður bisk-
upsekkna frá Hólum í
Hjaltadal. Bænhús þar
var aflagt árið 1765. Hús-
ið var síðan endurbyggt í
upphaflegri mynd og vígt
af biskupi Íslands árið
1953. Húsið tekur um
tuttugu manns í sæti.
Að athöfn lokinni í
bænhúsinu var öllum við-
stöddum boðið til kaffi-
drykkju. Konur úr ná-
grenninu reiddu fram
veitingar og þykkur torf-
veggurinn umhverfis
bænhúsið var fyrirtaks
borð. Viðstaddir sem
bæði var heimafólk úr ná-
grenninu og sömuleiðis
ferðafólk og gestir áttu
þarna notalega kvöld-
stund í frábæru veðri.
Morgunblaðið/Örn Þórarinsson
Bæna-
stund
Á dögunum var ver-ið að setja forsetalýðveldisins inn í
embætti. Allt fór það frið-
samlega fram sem vænta
mátti. Jón Kristjánsson
heilbrigðisráðherra sat á
næstfremsta bekk og sá
yfir forsetann inn í kórinn
hvar fimm biskupar sátu
á stólum „og höfðust lítt
að“, en séra Hjálmar
Jónsson breiddi úr sér
fyrir altarinu. Undir
sálminum „Heyr himna-
smiður...“ bærðist önd
ráðherrans:
Í messunni þar mátti sjá
mildings ásýnd skína.
En Hjálmar kíkti kankvís á
kórdrengina sína.
Einari Kolbeinssyni varð
litið út um gluggann og sá
að það var komið svarta-
myrkur:
Sumri hallar samt ég skal,
síst af öllu kvarta,
Þó að dimmi um þennan sal,
þá er vor í hjarta.
Heyr himna-
smiður
pebl@mbl.is
Ólafsvík |Þessir ungu drengir
notuðu kaffipásuna sína til að
kæla sig í Hvalsánni við Ólafsvík
en mikil blíða var þar í gær eins
og víðar um landið.
Drengirnir notuðu tímann vel
og slökuðu á í litlum gúmmíbát.
Þó það væri afslappandi að bær-
ast með öldunum, stóðust þeir
félagar ekki freistinguna að
henda sér í ána þótt köld væri
enda eflaust ekki veitt af því að
kæla sig í hitanum. Þó þeir hafi
blotnað við lætin ætti það ekki
að hafa komið að sök enda eru
vinnufötin fljót að þorna í hit-
anum sem var í gær, en hann fór
mest í um 20 gráður á Ólafsvík.
Sjá mátti fjölda léttklæddra
bæjarbúa njóta lífsins í góða
veðrinu og snyrta garðinn. Ung-
viðið lék sér í sólskininu og fjöldi
ferðafólks nýtti sér veðurblíð-
una til að skoða sig um í bænum.
Morgunblaðið/Alfons Finnsson
Letilíf í blíðunni
Afslöppun
VERKLÝÐSFÉLAG Húsavíkur hefur
ákveðið að hækka bætur úr sjúkrasjóði fé-
lagsins. Á heimasíðu félagsins segir að
ákvörðunin hafi m.a. verið tekin í ljósi
góðrar afkomu þess á síðasta ári.
Dæmi um greiðslur sem hækka eru
sjúkradagpeningar, sem greiddir eru til
sjóðsfélaga vegna veikinda þeirra, maka
eða barna, verða allt að 4.600 krónur á dag
eða um 100 þúsund á mánuði. Samkvæmt
upplýsingum frá félaginu er þetta með því
hæsta sem gerist hjá stéttarfélögum innan
Starfsgreinasambands Íslands. Sjúkra-
dagpeningar eru greiddir eftir að fé-
lagsmenn hafa nýtt sér kjarasamnings-
bundinn veikindarétt hjá viðkomandi
fyrirtæki vegna veikinda þeirra, maka eða
barna.
Fullur fæðingarstyrkur til félagsmanna
sem eignast börn eða ættleiða börn verður
allt að 92.000 krónur, en var 88.000 krónur.
Hækka
sjúkradag-
peninga
ÞÓRÓLFUR Halldórsson, sýslumaður á
Patreksfirði, ætlar að mæta á fund hrepps-
nefndar Reykhólahrepps, sem boðaður
hefur verið á morgun, fimmtudag. Hann
ætlar þar að fara yfir viðbrögð lögreglunn-
ar við skotárásinni á Reykhólum 31. júlí.
Þá skaut maður nokkrum skotum á íbúðar-
hús á staðnum.
Íbúar á Reykhólum hafa opinberlega
gagnrýnt viðbrögð sýslumanns og lög-
reglu, en talsvert langur tími leið frá því að
tilkynnt var um árásina þar til lögregla
mætti á staðinn. Sérsveit ríkislögreglu-
stjóra var send til Reykhóla en maðurinn
var þá horfinn en nokkur skotvopn fundust
þar sem hann hafði dvalist. Lögreglan í
Reykjavík handtók manninn, en þá voru
um tveir sólarhringar liðnir frá því hann
hleypti af byssunni.
Ræðir um
skotárásina
♦♦♦
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Kyndilhlaup | Ákveðið hefur verið að efna
til kyndilhlaups á Heimastjórnarhátíð al-
þýðunnar á Ísafirði, sem haldin verður um
aðra helgi, að því er fram kemur á fréttavef
BB. Hlaupið verður með logandi kyndla frá
öllum byggðarlögum á norðanverðum Vest-
fjörðum til Ísafjarðar, þar sem kveiktur
verður eldur í upphafi hátíðarinnar en hún
hefst 21. ágúst nk. Búist er við að hundruð
manna taki þátt í hlaupinu.
Hermann Níelsson, íþróttakennari á Ísa-
firði, hefur unnið að undirbúningi kynd-
ilhlaupsins. Hann segir að unnið sé að und-
irbúningi hlaupsins í samvinnu við
ungmenna- og íþróttafélög á hverjum stað
sem hafi tekið vel í hugmyndina. „Mein-
ingin er sú að tendraður verði eldur á Þing-
eyri, Flateyri, Suðureyri, Bolungarvík,
Súðavík og Ísafirði. Hlaupið verður síðan
með eldinn í hverju byggðarlagi og þaðan
til Ísafjarðar. Þar munu kyndlarnir mætast
og á Silfurtorgi verður síðan kveiktur eldur
sem loga mun á meðan dagskrá hátíð-
arinnar stendur,“ segir Hermann.
Húsavík | Húsvíkingar stóðu fyrir fjölskylduhátíðinni Mærudögum um síð-
ustu helgi og þótti hún takast mjög vel. Bongóblíða var hátíðardagana og
bærinn iðaði af lífi en dagskráin fór að mestu fram á hafnarsvæðinu.
Þar kenndi ýmissa grasa; hrútasýning, markaðstjald og spákonur voru
þar á meðal auk fjölda tónlistarviðburða. Dansleikir voru haldnir í Sölku
og á Gamla Bauk þar sem hljómsveitirnar Íslands eina von ásamt Eyjólfi
Kristjánssyni, Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar og diskósveitin The
Hefners léku fyrir dansi.
Í Flókahúsinu á hafnarstéttinni var haldinn flóamarkaður til að grisja
búningageymslurnar, en húsið er nú í eigu Leikfélags Húsavíkur.
Á myndinni má sjá frændurna Stefán Sigtryggsson t.v. og Þorstein
Bjarnason en þeir létu Mærudagana ekki fram hjá sér fara.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Vel heppnaðir Mærudagar
♦♦♦
LANDGRÆÐSLAN er byrjuð að slá og
þreskja lúpínufræ á Markarfljótsaurum.
Uppskeran lofar góðu og lúpínufræið virð-
ist vel þroskað eftir hagstætt veðurfar í
sumar. Ætlunin er að safna eins miklu af
lúpínufræi og unnt er. Aðeins tókst að
safna um tveimur tonnum af lúpínufræi í
fyrra en árið 2002 söfnuðust átta tonn.
Safna
lúpínufræi