Morgunblaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Tíu mánuðir eru fráþví vetnisstrætis-vagnar sáust fyrst
á götum borgarinnar.
María Hildur Maack, um-
hverfisstjóri Íslenskrar
NýOrku, segir að verkefn-
ið hafi gengið mjög vel til
þessa. Bílstjórar segi
vagnana lipra í akstri,
mun minni hávaði berist
frá vögnunum og þeir
mengi ekki neitt. Vetni sé
þó talsvert dýrara en hefð-
bundið eldsneyti.
„Tæknin er alveg ný,
þetta eru ekki fjöldafram-
leiddir bílar, þannig að
kostnaðurinn er talsvert
meiri en við díselvagna.
Það er eiginlega eini ókosturinn í
bili,“ segir María. Hún segir að
tæknin, bæði á vetnisstöðinni á
Grjóthálsi og í vögnunum sjálfum,
hafi reynst betur en menn hafi
þorað að vona. „Það hefur ekkert
virkilegt vandamál komið upp.
Eitt af því sem við vorum hrædd
við var að salt í vindi hefði áhrif á
tæknibúnaðinn, en það hefur ekki
verið,“ segir hún.
Liprir í akstri
Gunnar Þór Jónsson, viðhalds-
stjóri á vetnisbílaverkstæðinu,
segir að vagnstjórarnir hafi verið
virkilega ánægðir. „Það er gott að
keyra þessa bíla, þeir eru fljótir
upp í ökuhraða og mjög liprir í
akstri,“ segir Gunnar. Hann segir
að ýmsir byrjunarörðugleikar hafi
þó gert vart við sig. „Þetta er ný
tækni og í raun bara frumgerð af
vögnunum sem eru í tilrauna-
akstri. Við höfum verið að skipta
um ýmsa hluti, sem er bara verið
að uppfæra og endurbæta,“ segir
Gunnar Þór. Hann segir að ekkert
stórvægilegt hafi komið upp á.
Einu sinni hafi allir vagnarnir
staðið kyrrir í viku, en þá var verið
að bíða eftir varahlut erlendis frá í
vetnisstöðina.
Vetnisvagnar hafa einnig verið
til reynslu í níu öðrum evrópskum
borgum. „Þetta virðist ganga bet-
ur hér en annars staðar. Vagnarn-
ir sem eru í umferð hér hafa að
minnsta kosti keyrt lengri vega-
lengdir en nokkurs staðar annars
staðar,“ segir María. Hún segir að
þótt vagnarnir í Madríd hafi kom-
ist 5 mánuðum fyrr á göturnar hafi
íslensku vagnarnir náð þeim
spænsku í kílómetratölu. „Það er
ábyggilega vegna þess að hér er
miklu minna umferðaröngþveiti. Í
Madríd standa þeir svo mikið
kyrrir í umferðarteppu. Það er það
sem þessar borgir í Evrópu eru að
sækjast svo mikið eftir, að minnka
útblástur,“ segir hún.
María segir að farþegar hafi
tekið vetnisvögnunum afskaplega
vel og einnig íbúar í nágrenni við
strætisvagnaleiðir, þar sem mun
minna heyrist í vetnisvögnunum
en díselvögnunum.
Ýmsar rannsóknir hafa verið
gerðar á vetnisvögnunum. Í ljós
hefur komið að þeir nota fleiri
orkueiningar en díselvagnar.
María segir að ástæðan gæti verið
að bílarnir séu vanstilltir. Þeir hafi
ekki verið stilltir fyrir bestu
frammistöðu, heldur sé eingöngu
verið að skoða hvort þeir geti ekið
á vetni eða ekki. Einnig gæti or-
sökin verið hversu þungir vagn-
arnir eru, en vetnishylkin vega
mörg hundruð kíló.
Hylkin eru níu talsins og eru á
þaki vagnanna. Samtals taka þau
45 kg af vetni, en Gunnar Þór segir
að um 20–30 kg dugi í hverja 8
tíma vakt á bílnum eða um 180–
200 km keyrslu. Vagnarnir hafa
verið notaðir á flestöllum leiðum
Strætó bs., en sérþjálfaðir vagn-
stjórar hafa setið við stýrið.
Vagnarnir eyða meiru í köldu
veðri.
Um 20% dýrara en dísil
María segir að söluverðið á
vetni til Strætó bs. sé þannig að
það sé um 20% dýrara fyrir fyr-
irtækið að nota vetni en dísel. „En
eins og staðan er virðist verð á
bensíni vera hækkandi, þannig að
það er kannski ekki langt í að þess-
ir punktar skerist þannig að verðið
verði sambærilegt. Einnig er lík-
legt að verð á vetni fari fremur
lækkandi,“ segir hún.
Heildarkostnaður vetnisverk-
efnisins er um 720 millj. kr., þar af
greiða íslensk fyrirtæki og stofn-
anir sem koma að verkefninu um
100–200 milljónir. Verkefninu lýk-
ur í mars á næsta ári og verður
blásið til lokaráðstefnu verkefnis-
ins í apríl. Strætisvagnarnir verða
þó keyrðir til haustsins 2005.
María segir að í framhaldi af því
verði Reykjavíkurborg og Strætó
bs. að taka ákvörðun um framhald-
ið. „Nú þurfa stjórnvöld að skoða
niðurstöðurnar sem koma út úr
þessu og taka ákvörðun um næstu
skref. Ég held að það verði ekki
hjá því komist,“ segir María.
Hún segir vetni tvímælalaust
vera framtíðina. „Spurningin er
ekki hvort, heldur miklu heldur
hvenær. Hjá okkur getur vetni-
svæðing samgangna, að flugi und-
anskildu, auðveldlega átt sér stað
á næstu 10–20 árum. Það fer eftir
því hvaða ákvarðanir við tökum.
Það verður lengri tími hjá stærri
þjóðum, nema þær verði fyrir
skelli, einhvers konar olíukrísu,“
segir hún. María segir að orkan
sem Kárahnjúkavirkjun muni
framleiða, 4,7 TW á ári, dugi til að
framleiða um 100 tonn af vetni sem
sé það sem þurfi til að reka bæði
skipa- og bílaflota landsmanna.
Fréttaskýring | Vetnisvæðing strætó
Reynslan af
vetni er góð
Framleiðsla Kárahnjúkavirkjunar gæti
knúið allan bíla- og skipaflota Íslands
Vetnisvagnarnir koma til landsins.
15,5 tonn af koltvísýringi
hafa sparast í útblæstri
Vetnisvagnarnir þrír sem aka
um götur Reykjavíkur hafa sam-
tals ekið rúmlega 30.000 km síð-
ustu tíu mánuði, sem ætti að þýða
að 15,5 tonn af koltvísýringi hafi
sparast í útblæstri. Vetnisverk-
efninu lýkur í apríl á næsta ári og
er þá undir stjórnvöldum komið
hvað tekur við. Vetnisvæðing
bíla- og skipaflotans á Íslandi
gæti auðveldlega átt sér stað á
10–20 árum, að mati umhverf-
isstjóra Íslenskrar NýOrku.
nina@mbl.is
HRÓKSMENN og fylgdarlið fóru á
sunnudag í langa siglingu upp
ægifagran Ammassilik-fjörðinn til
byggðarinnar Kuummiit, þar sem
Sigurður ísmaður býr, sá sem
Reynir Traustason gerði frægan í
bók sinni Seiður Grænlands.
Sigurður tók á móti Hróks-
mönnum á bryggjusporðinum og
fylgdi gestunum um bæinn og
fræddi um lífið og tilveruna á
Grænlandi með skemmtilegum og
vel krydduðum sögum.
Kuummiit er einhver afskekkt-
asta byggð Grænlands, íbúar þar
eru rétt liðlega 300 manns og búa
þeir við lítil þægindi. Rennandi
vatn og rafmagn er aðeins í fáum
húsum, meðal annars í skólanum
þar sem nokkrir íbúar bæjarins fá
inni með frystikistur sínar. Í versl-
un þorpsins var vöruúrvalið afar
fábreytt og kláruðust gosdrykk-
jabirgðirnar meðan Hróksmenn
voru á staðnum.
Lék hreyfingar
skákmannanna
Jónína Ingvadóttir, eiginkona
Jóhanns Hjartarsonar dró upp bók
Reynis og fékk eiginhandaráritun
Sigurðar og hnyttnar gamansögur
í kaupbæti. Í förinni voru meðal
annarra Jóhann Hjartarson, Hen-
rik Danielsen og Regina Pokorna
sem slógu upp tveggja tíma
kennslustund í skóla bæjarins sem
vakti mikla lukku meðal krakk-
anna í þorpinu, sem fjölmenntu í
skólann.
Henrik Danielsen fór á kostum
þegar hann lék hreyfingar skák-
mannanna á gólfi kennslustof-
unnar, og einkum var ridd-
arahoppið vinsælt, sem minnti
suma viðstadda á stuðmannahopp-
ið landsfræga.
Þegar sendinefndin kvaddi stóðu
krakkarnir lengi á bryggjunni og
veifuðu meðan bátarnir fjarlægð-
ust út í fagran fjörðinn áleiðis til
Tasiilaq.
Sigurður ísmaður gefur Jónínu Ingvadóttur eiginhandaráritun í bókina
Seiður Grænlands og lætur nokkrar gamansögur fljóta með.
Skák-
heimsókn
á hjara
veraldar
Krakkarnir í Kuummiit og Sigurður kveðja Hróksmenn á bryggjunni.
Krakkarnir í Kuummiit brjóta heilann um skákina í tveggja tíma kennslu-
stund danska stórmeistarans Henriks Danielsens og Reginu Pokorna.
Morgunblaðið/Ómar
Tveggja tíma
kennslustund í
skóla Kuummiit
vakti mikla lukku
„ÁIN ER skriðin yfir 1.000 laxa og við
horfum upp á þær stærstu göngur
sem hér hafa sést, teljararnir bara
telja og telja og göngur yfir fossa fara
yfir 200 laxa á dag, en mesta ganga
fram að þessu sumri á einum sólar-
hring var 102 laxar fyrir nokkrum ár-
um. Við lögðum vissulega inn fyrir
þessum göngum með stórauknum
seiðasleppingum, en ég neita því ekki
að við vorum orðnir dálítið uggandi
um tíma því göngurnar byrjuðu nokk-
uð seinna en við væntum,“ sagði Þor-
gils Torfi Jónsson, formaður veiði-
félags Ytri-Rangár, í samtali við
Morgunblaðið í gærdag, en þá voru
komnir 1.010 laxar á land.
Torfi sagði enn fremur að á mánu-
dagskvöld hefði teljarinn í laxastigan-
um í Ægissíðufossi sýnt 2.393 laxa á
móti 1.400 löxum á sama tíma í fyrra.
Þá höfðu 202 laxar skráð sig á síðasta
sólarhring. Teljarinn í Árbæjarfossi
hefði á sama tíma sýnt 251 lax og
hefðu þar af 18 gengið upp þann dag.
voru fjórir þeirra tveggja ára bolta-
fiskar og hinir „risavaxnir smálaxar“
eins og hann kemst sjálfur að orði, 6
til rúmlega 8 punda. Auk þessa missti
hann þrjá svipaða „smálaxa“ við háf-
inn. Þá er einnig á netinu hjá Lax-á
frásögn Bobs Schoeller sem fór fyrir
þremur stöngum sem veiddu saman í
átta daga í Eystri-Rangá, settu í vel
yfir 200 laxa og lönduðu þar af 119. Á
einum degi fengu Bob og félagar 32
laxa á svæði 7. Schoeller segist fara
„öðru hverju til Alaska til að mok-
veiða,“ en að gæðin á veiðiskapnum
þar séu í fjarlægu öðru sæti saman-
borið við Ísland. Svo mörg voru þau
orð.
Stórgöngur í Rangárþingi
„Laxinn hefur aldrei fyrr
gengið jafnsnemma upp
fyrir Árbæjarfoss og nú í
sumar sem gefur góð fyr-
irheit fyrir ný veiðisvæði
sem boðið er uppá þar
núna. 52 laxar veiddust í
Ytri-Rangá á mánudag-
inn, þar af fimm á svokall-
aðri Gutlfossbreiðu sem er
næsti veiðistaður fyrir
ofan Árbæjarfoss. Ef við
skoðum horfurnar, veidd-
ust alls 1.723 laxar í ánni í
fyrra og lokatalan upp
teljarann í Ægissíðufossi var 1.884
laxar. Það stefnir því í mun betri veiði
nú í sumar og metið frá árinu 2001,
sem er 2.179 laxar, gæti hæglega fall-
ið,“ bætti Torfi við.
Sama sagan í Eystri
Það er sama þrusuveiðin í Eystri-
Rangá og sem dæmi um gang mála
má nefna Fransmanninn Jacques
Montupet, Íslandsvin sem m.a. leigði
Hafralónsá um árabil. Hann segir frá
„kvöldstund“, alls þremur klukku-
stundum sem Skúli Kristinsson setti
hann í góðan hyl í Eystri-Rangá fyrir
skemmstu. Á þessari kvöldstund rót-
aði Montupet upp ellefu löxum og
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
Morgunblaðið/Einar Falur
15 punda lax sem tók í Rangárflúðum í Ytri
Rangá en var landað í Kvíslapollum. Hann
verður notaður í klak.