Morgunblaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
O
rðspor og hróður Hall-
dórs Laxness myndi
vafalaust lifa þótt hann
hefði aldrei byggt sér
hús en sjálfsagt var að
nýta tækifærið, sem skapaðist eftir
að ríkið keypti Gljúfrastein og fékk
innbú hússins að gjöf frá Auði Lax-
ness, og opna safn á heimili skálds-
ins. Þannig er hægt að varðveita
andrúmsloftið þar sem Halldór bjó-
og starfaði, segir Þórarinn Eldjárn
sem er formaður stjórnar Gljúfra-
steins. „Boðorð númer eitt var að
gera þetta almennilega. Ég held að
það sé að takast.“
Gljúfrasteinn í Mosfellsbæ, sem
var heimili Halldórs og Auðar Lax-
ness, verður formlega opnaður al-
menningi 4. september nk. Vinnu við
endurbætur á húsinu er nær lokið og
standa yfir framkvæmdir á lóðinni í
kring. Undirbúningur fyrir opnun
sýningarinnar stendur sem hæst.
Verið er að klára að skrá bókasafn
Halldórs en svo verður húsið und-
irbúið fyrir heimsóknir gesta. Gert
er ráð fyrir að allt að 20 þúsund
gestir geti heimsótt Gljúfrastein á
ári.
20 manna hópar
Guðný Dóra Gestsdóttir, fram-
kvæmdastjóri safnsins, segir að við
skipulagningu safnsins hafi verið
tekið tillit til þess hvernig hægt
verði að leyfa fólki að skoða heimilið
en um leið tryggja öryggi og vernd-
un hússins og innanstokksmuna. Því
verður aðgengi að húsinu skipulagt
þannig að 20 manns verður hleypt
inn í einu á um hálftíma fresti. Horfa
verði til langs tíma og ekki ganga á
þessar eigur umfram það sem þær
þoli.
Guðný segir að hús Halldórs verði
einn liður í heimsókn að Gljúfra-
steini. Einnig verði boðið uppá
margmiðlunarsýningu í móttöku-
húsi, sem fyrst um sinn verður í bíl-
skúrnum, og gönguferðir um garð-
inn og nánasta umhverfi þar sem
Halldór fór í sínar gönguferðir. Allar
ferðir um húsið verða ýmist með
hljóðleiðsögn eða leiðsögn leiðsögu-
manna. Guðný segir að með hljóð-
leiðsögn geti gestir upplifað húsið á
annan hátt. Teknar voru upp lýs-
ingar Auðar Laxness á lífinu í hús-
inu og munum þess sem verða not-
aðar í bland við leiklestur, rödd
Halldórs sjálfs og fleiri hljóð
Margmiðlunarsýning
Í móttökuhúsinu verður aðgöngu-
miðasala, lítil minjagripabúð og
margmiðlunarsýning. Aðgangseyrir
verður 500 kr. fyrir fullorðna og 250
kr. fyrir börn og aldraða. Á marg-
miðlunarsýningunni sem verður að-
gengileg á snertiskjá er rakinn ferill
skáldsins í máli og myndum auk
þess sem sýndar verða svipmyndir
af innlendri og erlendri sögu 20. ald-
arinnar. Samhliða verður opnuð
heimasíða, gljufrasteinn.is, um safn-
ið og ævi og verk Halldórs sem get-
ur nýst grunn- og framhalds-
skólanemum við nám.
Guðný segir að allt innanstokks
verði eins og það var þegar
Halldór og fjölskylda hans
bjó í húsinu. Það gefi safn-
inu líf og gerir það per-
sónulegra. Þórarinn segir
að safnið eigi líka að vera
lifandi eins og heimili
hjónanna var; þar verði
tónleikahald, upplestrar og
minniháttar samkomur.
Stærra móttökuhús
Samkvæmt skipulagi
sýningarinnar munu aðeins
um 40 manns geta labbað í
gegnum sjálft húsið á
klukkustund. Þórarinn seg-
ir að í framtíðinni muni
stjórnendur safnsins skoða
möguleika á því að opna
stærri móttöku sem geti
tekið á móti fleira fólki en
bílskúrinn á Gljúfrasteini.
Það yrði þá í nágrenninu,
annaðhvort með byggingu
nýs húss eða uppkaupum á
öðrum húsum. Þar yrði þá hægt að
bjóða uppá frekari kynningu á Hall-
dóri, veitingasölu og betri aðstöðu
fyrir þá sem vilja berja heimili Hall-
dórs augum.
Gljúfrasteinn er í alfaraleið því
framhjá keyra rútur á hringleiðinni
Gullfoss, Geysir, Þingvellir. Halldór
Þorgeirsson, sem einnig situr í
stjórn Gljúfrasteins, segir að á
sumrin keyri yfir 20 rútur þar
framhjá á hverjum degi. Bílstjórar
hægi á ferðinni þegar ekið er
framhjá svo áhugi ferðamanna er
mikill. Þegar hafa fyrirspurnir bor-
ist erlendis frá um hvenær safnið
opni, m.a. frá Þýskalandi.
Opið alla daga á sumrin
Eins og áður segir er búist við að
allt að 20 þúsund gestir heimsæki
Gljúfrastein á hverju ári. Verður
safnið opið alla daga frá 1. júní til 31.
ágúst frá kl. 10 til 18. Frá 1. sept-
ember til 31. maí verður safnið opið
alla daga nema mánudaga frá kl. 10
til 17.
Heimili Halldórs Laxness að Gljúfrasteini verður opnað almenningi í september
Varðveita and-
rúmsloftið þar
sem Laxness
bjó og starfaði
Þeir sem keyra framhjá Gljúfrasteini velta
vafalaust fyrir sér hvernig Halldór Laxness
og fjölskylda hans bjó. Búið er að endurnýja
húsið og verður almenningi boðið að skoða
heimili skáldsins þegar minningarsafn um
hann verður opnað þar í september. Morgunblaðið/ÞÖKTeppi sem móðir Auðar saumaði hangir á veggnum fyrir ofan Steinway-flygilinn í stofunni.
„Eggið“, stóll Arne Jacobsen, þar sem Hall-
dór sat í mörgum viðtölum við blaðamenn.
Guðmundur H. Frímannsson, Þórarinn Eldjárn, Guðný Dóra Gestsdóttir og
Halldór Þorgeirsson greina frá fyrirkomulagi safnsins að Gljúfrasteini.
EFTIR úttekt Línuhönnunar var
ákveðið að ráðast í miklar múr- og
steypuviðgerðir á Gljúfrasteini með
það að markmiði að halda upp-
runalegu útliti hússins. Einnig að
endurnýja alla frostskemmda
steypu með því að endursteypa
svalir, skyggni, tröppur og
skemmdir á útveggjum. Að lokum
var húsið allt múrhúðað að utan
með nýrri hraunhúð, gert við þak
og þakpappi endurnýjaður. Gert
var við glugga og hurðir og útvegg-
ir málaðir með sementsbundinni
málningu.
Kostnaður 60 milljónir
Þórarinn Eldjárn, formaður
stjórnar Gljúfrasteins, segir end-
anlegan kostnað vegna opnunar
safnsins ekki liggja fyrir fyrr en í
haust. Reiknar hann með að kostn-
aður verði á milli 50 og 60 milljónir
króna.
Þegar hafist var handa við fram-
kvæmdirnar komu í ljós ýmsar
skemmdir sem ekki höfðu verið
séðar fyrir í upphafi verksins. Má
þar nefna að víða var steypa verr
farin en álitið var í fyrstu s.s. við
glugga og hurðir. Skipta þurfti um
hurðarkarma vegna fúaskemmda,
endurnýja skolplagnir og skipta um
hluta raflagna á fyrstu hæðinni.
Húsið verr farið
en séð var fyrir
GLJÚFRASTEINN var byggður ár-
ið 1945 eftir teikningu Ágústs Páls-
sonar arkitekts. Auður Sveinsdóttir,
ekkja Halldórs Laxness, hafði um-
sjón með framkvæmdum í tengslum
við bygginguna en Páll Guðjónsson
trésmíðameistari byggði húsið.
Lóð og umhverfi hússins var
skipulagt af Reyni Vilhjálmssyni
landslagsarkitekt 1956. Sundlaug
var byggð vestan við húsið árið
1960. Var hún teiknuð af Sigvalda
Thordarson arkitekt. Tæknilega
ráðgjöf veitti Sigurður Thoroddsen
verkfræðingur.
Það tók sex mánuði að byggja
Gljúfrastein. Samningur um bygg-
ingu var gerður í júní 1945 og voru
Halldór og Auður flutt inn í húsið í
desember sama ár.
Gljúfrasteinn
byggður 1945
„ÉG held að þetta hljóti að vekja
áhuga á öllum þáttum í lífi og starfi
Halldórs Laxness án þess að þar
með sé sagt að það hafi þurft að hafa
sérstakar áhyggjur af því,“ segir
Þórarinn Eldjárn, formaður stjórn-
ar safnsins um Halldór Laxness.
Frá upphafi stefndi stjórn
Gljúfrasteins að því að opna minn-
ingarsafn um skáldið og varðveita
heimili og vinnustofu þess í sem
upprunalegastri mynd.
„Fyrsta mál á dagskrá var að
gera við húsið. Það var vitað mál að
það væri komið til ára sinna,“ segir
Þórarinn enda hefði aðgengi að
góðu byggingarefni verið lítið árið
1945. Var starfsfólk Línuhönnunar
fengið til að meta hvað þurfti að
gera og segir hann stjórnina hafa
sett sér það markmið strax að gera
hlutina vel í upphafi.
Auk Þórarins eiga sæti í stjórn-
inni Guðmundur H. Frímannsson og
Halldór Þorgeirsson. Var hún skip-
uð í apríl 2003. Þórarinn segir að
hugmyndavinna um hvernig safnið
ætti að vera uppbyggt hefði strax
hafist. Leitað var upplýsinga erlend-
is frá hvernig svona söfn voru skipu-
lögð. Daglegur rekstur safnsins hafi
síðan hafist þegar Guðný Dóra
Gestsdóttir hóf störf sem fram-
kvæmdastjóri í janúar 2004.
„Við lítum á staðinn í heild sinni
og teljum að hann hafi mikið minja-
gildi,“ segir Þórarinn. „Safn af
þessu tagi gerir hvort tveggja í
senn; það gefur aukavídd í skilning
og viðhorf á viðkomandi skáldi
þeirra manna sem þegar eru ná-
komnir verkunum – þá bætir þetta
við nýrri vídd sem gefur mörgum
mjög mikið – og þá líka ekki síður
þeim sem ekki hafa verið heima-
gangar í verkum Laxness. Heim-
sókn hingað, ef vel tekst til, kynni að
vekja mikinn áhuga.“
Vekur áhuga á
lífi skáldsins