Morgunblaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 15
MEÐAL tillagna um forgang
strætisvagna í umferðinni sem
Strætó bs. óskar eftir að tekn-
ar verði til umfjöllunar í sam-
göngunefnd Reykjavíkur eru:
Hringbraut: Óskað er eftir
því að ein akrein (í báðar
áttir) á nýrri Hringbraut
verði tekin undir almenn-
ingssamgöngur.
Miklabraut: Óskað er eftir
að þar sem akreinar eru
þrjár í hvora átt, verði ein
þeirra tekin undir almenn-
ingssamgöngur.
Lækjargata: Lagt er til að
útbúin verði sér akrein í
götunni fyrir strætó, frá
Vonarstræti í norðri og að
Hverfisgötu í suðri.
Miklabraut/Kringlumýr-
arbraut: Óskað er eftir ráð-
stöfunum sem tryggja
strætisvögnum forgang á
þessum gatnamótum.
Sérakreinar
undir al-
mennings-
samgöngur
MINNSTAÐUR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 2004 15
Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100
Por
túgal
38.370 kr.
Sama sólin - sama fríi›
-en á ver›i fyrir flig!
á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman.
46.955 kr. á mann ef 2 ferðast saman.
Innifalið er flug, gisting í 7 nætur á Sol Dorio og ferðir til og frá
flugvelli erlendis.
Netverð
7. og 14. september
Reykjavík | Gifslista og rósettur er
helst að finna í gömlum húsum en
minna hefur farið fyrir slíkum
skreytingum í nýrri húsum. Arn-
þór Margeirsson er að eigin sögn
eini maðurinn sem vinnur við gifs-
skreytingar á landinu en hann hef-
ur lagt stund á þessa iðju í rúm 13
ár.
Arnþór segir að gifsskreytingar
séu deyjandi iðngrein og á Árbæj-
arsafni var honum tjáð að einungis
væri vitað um tvo aðra Íslendinga
fyrir utan hann sem hefðu lagt
stund á gifsskreytingar. „Þetta
hefur aldrei náð fótfestu hér á
landi og sjálfmenntaðir menn líkt
og ég hafa starfað í þessu. Nú er
ég eini maðurinn sem eftir er en
einn starfaði í kringum aldamótin
og annar í kringum 1940. Það er
því engin hefð fyrir þessu hér-
lendis.“
Skipti um lista í
Stjórnarráðinu
Arnþór fékk áhuga á gifsskreyt-
ingum þegar hann var búsettur í
Danmörku en þar sá hann frétta-
skot um deyjandi iðngrein. „Ég
vann við að lagfæra loft á þessum
tíma og áhugi minn á gifsskreyt-
ingum kviknaði eftir að hafa séð
þetta fréttaskot. Árið 1987 flutti ég
til Íslands en það var ekki fyrr en
árið 1991 sem ég byrjaði að þróa
mig áfram í gifsskreytingum. Í
kjölfarið fór ég að bjóða almenn-
ingi upp á þessa þjónustu og ætlaði
að gera þetta að iðn sem ég gæti
lifað af. Ég kynnti hana töluvert og
það var mikill áhugi fyrir þessari
þjónustu en einhverra hluta vegna
lítil sala. Síðan þá hef ég einungis
starfað í þessu samhliða öðrum
verkefnum og á tímabili var ég að
hugsa um að leggja þetta niður.
Nú virðist hins vegar áhuginn fyrir
þessu vera að aukast,“ segir Arn-
þór en hann hefur meðal annars
skipt um lista í Stjórnarráðinu og
Menntaskólanum í Reykjavík.
Mest er eftirspurnin eftir því að
láta skipta um lista eða gera upp í
gömlum húsum en að sögn Arn-
þórs vinnur hann stöku sinnum í
nýjum húsum. „Það er misskiln-
ingur að þetta fari einungis vel í
gömlum húsum því einhvern tíma
voru þessi gömlu hús ný. Þetta er
ákveðinn stíll sem getur vel fallið
inn í nýjar byggingar. Oft á tíðum
gerir þetta umhverfið bæði mýkra
og þægilegra – jafnvel rómantískt.
Þegar öllu er á botninn hvolft fer
þetta auðvitað eftir smekk hvers
og eins en þetta fer vel í gömlum
húsum og nýjum.“
Í hinum ýmsu verslunum er
hægt að fjárfesta í plastlistum og
trélistum en að sögn Arnþórs er
ekki hægt að bera það saman við
gifslista. „Gifslistar rýrna ekki,
brenna ekki og eru auk þess
sveigjanlegir. Þegar plastlistinn
brennur myndast blásýrugas sem
er stórhættulegt og ég veit til þess
að Brunamálastofnun bannar plast-
lista á almenningsstöðum. Þá er
ekki mikill verðmunur á dýrari
gerðinni af plastlistum og gifs-
listum.“
Arnþór Margeirsson er eini Íslendingurinn sem leggur stund á gifsskreytingar
Morgunblaðið/Árni Torfason
Hér gefur að líta loft í húsi í Vesturbænum sem Arnþór vann að. Hann hefur unnið við gifsskreytingar í 13 ár.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Arnþór Margeirsson við vinnu sína í fallegu húsi á Bárugötunni.
„Fer vel í gömlum húsum og nýjum“
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Reykjavík | Lokatillögur strætó bs.
að nýju leiðakerfi í borginni voru
kynntar á fundi samgöngunefndar
Reykjavíkur í gær. Strætó bs. hefur
einnig lagt fram tillögur um forgang
strætisvagna í umferðinni og tók
nefndin jákvætt í þær og telur þær
m.a. í anda umhverfisstefnu borgar-
innar og alþjóðlegra skuldbindinga
Íslands í umhverfismálum, skv. bók-
un nefndarinnar í gær.
Samþykkt var að þessar tillögur
yrðu útfærðar frekar í samvinnu
borgar og Strætó bs. og í nánu sam-
ráði við Vegagerðina og lögreglu.
Tillögurnar að nýju leiðakerfi
verða áfram til umræðu í nefndinni
og væntanlega afgreiddar þaðan í
lok ágúst. Lýsti samgöngunefnd
ánægju með fram komna greinar-
gerð um heildarendurskoðun á leiða-
kerfi Strætó bs. Endurskoðunar-
vinnan hafi skilað góðum árangri og
eru vonir bundnar við að nýtt leiða-
kerfi og hinar margvíslegu nýjungar
í starfi og rekstri fyrirtækisins muni
efla almenningssamgöngur á höfuð-
borgarsvæðinu eins og stefnt er að.
Strætó njóti for-
gangs í umferðinni
Samgöngunefnd fjallar um nýtt leiðakerfi Strætó
Morgunblaðið/Árni Torfason
Tillögur að nýju leiðakerfi strætisvagna Reykjavíkur verða væntanlega af-
greiddar úr samgöngunefnd í lok ágúst.
Reykjavík | Fjölmargir Reykvíking-
ar hafa nýtt sér góða veðrið og skellt
sér í sund undanfarna daga og hjá
stærstu sundstöðum borgarinnar
fengust þær upplýsingar í gær að
óvenju margir lægju í sólbaði eða
flatmöguðu í pottunum.
Í blíðunni sem verið hefur undan-
farna daga skiptir gestafjöldi í ein-
stökum sundlaugum jafnvel þúsund-
um og ljóst að nokkur þúsund
Reykvíkingar hafa skellt sér í laug-
arnar í gær, samkvæmt upplýsingum
starfsfólks á þeim sundstöðum sem
blaðið setti sig í samband við.
Laugardalslaugin hefur verið nær
full af gestum undanfarna daga og að
sögn starfsmanna þar rýkur aðsókn í
laugina upp á slíkum góðviðrisdögum
sem verið hafa. Stöðugt rennsli er þá
frá morgni fram að kvöldmat og vel á
þriðja þúsund gestir heimsækja
laugina á slíkum dögum. Starfsfólkið
vildi þó ekki kannast við að þröngt
væri orðið um gesti laugarinnar þó
nokkuð væri farið að fækka lausum
skápum.
Í Vesturbæjarlauginni er mikið af
sólbekkjum í boði og að sögn starfs-
fólks laugarinnar hafa gestir verið
duglegir við að taka sér bekk og fara í
sólbað.
Breiðhyltingar voru duglegir að
nýta sér sólina eins og aðrir borg-
arbúar og í afgreiðslunni í Breið-
holtslauginni átti starfsfólk von á því
að um 1.500 gestir að minnsta kosti
heimsæktu laugina á slíkum sólskins-
degi. Flestir lágu í sólbaði og notuðu
laugina til að kæla sig auk þess sem
börnin léku sér og busluðu í lauginni.
Sundhöllin fær einnig sinn skerf af
gestum í góða veðrinu þrátt fyrir að
hún sé innilaug. Að sögn starfsfólks
setja sundlaugargestir það ekki fyrir
sig að um innilaug sé að ræða, enda
er boðið upp á góða sólbaðsaðstöðu.
Þúsundir
Reykvíkinga
í laugunum
Morgunblaðið/RAX
Reykjavík| Lögð var fram tillaga á
fundi borgarráðs í gær um að
smartkort sem á að innleiða hjá
Reykjavíkurborg fái nafnið S-kort.
Áformað er að taka kerfið í notkun
1. janúar nk. og eiga þau að nýtast á
fjölmörgum opinberum stöðum á
vegum borgarinnar og jafnvel víðar.
Hugmyndin að nafninu varð til á
fundi stýrihóps sem telur S-kort sé
lýsandi fyrir kortið og getur bók-
stafurinn S þá m.a staðið fyrir
strætó, safn, sund og stúdent en fyr-
irhugað er að nota kortið á öllum
þessum sviðum. Fyrir borgarráð
voru einnig lagðar hugmyndir að út-
liti kortsins, en auglýsingastofan
Mátturinn og dýrðin sá um að
hanna útlit þess.
Vinnuhópur um innleiðslu smart-
korta hjá Reykjavíkurborg var
stofnaður 20. júní 2002 en með kort-
unum á að „hámarka ávinning við-
skiptavina borgarinnar af hagræði
við að hafa eitt borgarkort og um
leið borgarinnar og stofnana henn-
ar“, að því er fram kemur í grein-
argerð sem fylgdi tillögu hópsins.
Smartkort heita S-kort