Morgunblaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 26
MINNINGAR
26 MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Guðmundur Ei-ríksson fæddist
á Þingeyri við
Dýrafjörð 5. maí
1944. Hann lést 2.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Eiríkur
Þorsteinsson, kaup-
félagsstjóri á Þing-
eyri og alþingis-
maður, frá
Surtsstöðum í Jök-
ulsárhlíð, f. 16.
febrúar 1905, d. 8.
maí 1976, og Anna
Guðmundsdóttir,
húsmóðir frá Syðra-Lóni við
Þórshöfn, f. 23. apríl 1914 d. 24.
desember 1999.
Systkini hans eru Jónína, f. 6.
nóvember 1931, Kári, f. 13.
febrúar 1935, Hulda, f. 17. júlí
1938, d. 27. maí 1993, Eiríkur,
f. 13. febrúar 1941, Katrín, f.
18. apríl 1946, Þórey, f. 31.
október 1949 og Jón, f. 2. jan-
úar 1954.
Guðmundur lauk
landsprófi frá Hér-
aðsskólanum á
Núpi í Dýrafirði
1958 og stúdents-
prófi frá Mennta-
skólanum á Akur-
eyri 1962. Hann
fluttist suður með
fjölskyldu sinni
vorið 1960 og bjó
þar til æviloka.
Hann hóf nám í
verkfræði við Há-
skóla Íslands en
hætti námi vegna
veikinda.
Hann stundaði byggingavinnu
hjá Guðbirni Guðmundssyni,
byggingameistara, og Ármanns-
felli bæði á Íslandi og í Fær-
eyjum, þar til hann lenti í alvar-
legu vinnuslysi. Síðustu árin
fékkst hann við eignaumsýslu.
Útför Guðmundar verður
gerð frá Hjallakirkju í Kópa-
vogi í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
Í dag er borinn til grafar Guð-
mundur Eiríksson, móðurbróðir
minn. Ég kynntist Gumma frænda
sem smástelpa þegar hann bjó hjá
ömmu.
Það var auðvelt að tengjast hon-
um því hann var einstaklega barn-
góður og það er margs að minnast
þegar horft er til baka.
Fyrir mér var Gummi ekki bara
frændi heldur líka góður vinur.
Hann sýndi mér einstaka vináttu,
tryggð og hjálpsemi. Sem dæmi um
hjálpsemi er það mér mjög minn-
isstætt þegar ég bjó í kjallara í
fjórbýli og það þurfti að koma frá-
rennslisvatninu út í götu. Enginn í
húsinu vildi helst neitt gera en
hann bauðst til að hjálpa mér við að
leysa þetta. Við vorum í tvær vikur
að moka skurði og leggja dren í
kringum húsið.
Fyrir það fyrsta hefði ég aldrei
getað gert þetta ein og í öðru lagi
er ég alveg viss um að þetta er best
lagða drenið í Drápuhlíðinni vegna
þess hversu vandvirkur hann var.
Þessar vikur voru góðar vikur og
við kynntumst enn betur við um-
ræður um allt milli himins og jarð-
ar.
Það var alltaf stutt í grín og
glens hjá Gumma og hann hafði
gaman að því þegar fjölskyldan
hittist. Hann stjanaði í kringum öll
börnin í fjölskyldunni svo um mun-
aði. Börnin mín, Fannar Örn og
Ólöf Rebekka, voru svo heppin að
fá að kynnast þessum öðlingi og
það gerði þeim svo sannarlega gott.
Hann passaði þau oft og þau nutu
þess að heimækja hann.
Hann var fljótur að sjá út í börn-
um hvernig þau væru og hvað hent-
aði þeim. Hann trúði því að börn
ættu að fá að vera börn og það ætti
í raun og veru að dekra við þau al-
veg eins og við gamla fólkið. Hann
talaði einnig mikið um að það mætti
alls ekki ýta of mikið á börn gagn-
vart námi, þau yrðu að fá að stjórna
því svolítið sjálf, síðan kæmi áhug-
inn og ef ekki þá væri það ekki
endilega það versta.
Þegar ég var að alast upp þá
sagði pabbi mér alltaf að Gummi
væri stórgáfaður, að það væri hans
Guðsgjöf en ekki sú eina því hann
væri líka alveg sérstaklega góður
maður. Það fyrrnefnda var augljóst
og það síðarnefnda sýndi sig klár-
lega í því að hann skyldi passa upp
á ömmu alveg þar til hún fór. Mér
finnst það yndislegt og mun alltaf
meta mikils að hann skyldi gera
það.
Það sem var eitt af því skemmti-
legasta við þennan mann var að
hann var alltaf hann sjálfur og
hann var öðruvísi en allir aðrir sem
maður hittir á lífsleiðinni. Barn-
gæska, kímni, lífsgleði, nægjusemi
og hjálpsemi eru altt orð sem eiga
vel við Gumma. Ef til eru englar, þá
er hann svo sannarlega einn af
þeim.
Megi Guð vera með þér, elsku
frændi.
Þín frænka,
Áslaug.
Á bernskuárum Guðmundar var
Þingeyri einangraður staður eins
og mörg önnur sjávarþorp. Sam-
göngur fóru aðallega fram á sjó og í
lofti, þegar Katalínur lentu á Dýra-
firði. Frú Anna átti súrtunnu í
búrinu, margir þorpsbúar höfðu
málnytju af kúm, og Eiríkur kaup-
félagsstjóri hélt sauðfé. Glóðar-
hausar knúðu róðrabáta með skell-
um og reykhringjum.
Í öllum samfélögum, litlum og
stórum, er ótalmargt að sjá, athuga
og greina, skilja ef það er skiljan-
legt, en undrast ella. Og engum
duldist greind Guðmundar og
næmi. Hann fermdist á landspróf-
svorinu, tveimur árum yngri en
bekkjarsystkinin. Einkunnir hans
frá MA voru meðal þess bezta sem
sá skóli hefur veitt.
Er fjölskyldan var flutt suður
stundaði Guðmundur háskólanám
um skeið við jafn góðan orðstír og
fyrr, en hætti brátt námi. Minnzt
hefur verið á smásögu Zweigs,
Manntafl, í því sambandi, en ekki
ræddi Guðmundur um nánari atvik
þess. Hann varð að mestu að hætta
líkamlegri vinnu eftir slys um miðj-
an áttunda áratug. Guðmundur dó
þó ekki ráðalaus. Hann var hag-
sýnn, og með útsjónarsemi ávaxt-
aði hann vel vinnulaun sín. Í við-
skiptum var þýðingarlaust að bera
fyrir hann hátimbraðar merkingar-
leysur eða fagurgala, og í öllu slíku
vafstri lagði hann áherzlu á sjálfan
grundvöllinn, heiðarleika og virð-
ingu fyrir gildandi leikreglum.
Guðmundur bjó lengi með móður
sinni í Glaðheimum í Reykjavík, og
hélt heimili með henni eftir að Ei-
ríkur lézt og systkin hans voru
flutt. Fyrir utan lifandi áhuga á
náttúru og mannheimi naut hann
mjög tónlistar, eins og oft mun vera
um rökrænt hugsandi og stærð-
fræðilega sinnað fólk. Hann stund-
aði uppgræðslu og ræktun ásamt
Eiríki bróður á lóðum þeirra í
Grímsnesi, og mörg urtin í Hraun-
kotslandi mun eiga þroska sinn
grænum fingrum hans að þakka.
Hann sinnti einnig öðrum gróanda,
því að hann var barnakarl mikill,
þótt honum sjálfum yrði ekki konu
eða barna auðið. Systkinabörnin
dáðu hann, og barnabörn minnast
einnig góðra stunda með honum,
bæði í Glaðheimum og í íbúð hans í
Kópavogi. Til hans var gott að leita,
bæði um barnapössun og hvers
kyns aðstoð og ráðleggingar.
Guðmundur var sérstæður mað-
ur, sem bezt kemur fram þegar litið
er yfir ævi hans, því að ekki bar
hann það utan á sér. Hann gerði
sér far um að láta gott af sér leiða á
hljóðlátan hátt. En hann var dulur
að eðlisfari og ræddi lítt eða ekki
persónuleg mál sín, jafnvel ekki við
sína nánustu. Hann gat brugðið
skapi, og þá sjaldan það gerðist
sýndi hann þau viðbrögð ein að
ganga á brott þegjandi og loka á
samskipti um hríð.
Mér hlotnaðist ekki að kynnast
Guðmundi fyrr en á síðari árum.
Hann var glaðsinna, og kunni vel að
njóta góðs matar og drykkjar. Í
viðræðum var hann hófsamur og
sanngjarn, en umfram allt svo fróð-
ur að undravert var. Fyrir fróð-
leiksfúsan leikmann var það sér-
stök ánægja að ræða við hann um
ólíklegustu efni, vísindaleg, sögu-
leg, tæknileg eða félagsleg. Þar
varð hvergi komið að tómum kof-
anum. Hann var hæfileika- og gáfu-
maður, sem af ástæðum sem mér
eru ókunnar kaus að nýta aðeins
suma hæfileika sína út á við. Því
verður hver og einn að ráða, og öll-
um skildist að Guðmundur var
sjálfstæður maður, sem lét engan
segja sér fyrir um eigin mál. En
hann átti líka þá kosti sem vænt-
anlega skipta mestu þegar Pétur
flettir upp í hinni miklu bók við
hliðið. Fjarri fer því að sá sem
þetta ritar telji sig hans jafningja,
en þó náðum við Guðmundur sam-
bandi og vináttu, sem héðan af
verður notið í minningunni.
Við aðskilnað vakna spurningar.
Var það ég, sem lagði ekki í að
knýja dyra um það sem hann ræddi
ekki um, eða var það hann, sem
leyfði ekki öðrum að njóta annars
en manngæzku sinnar og frjórra
hugsana um þau málefni ein, sem
alla varða? Því verður tæplega
svarað héðan af. En kynni við Guð-
mund ber að þakka í einlægni, og
geyma það, sem hann færði sam-
ferðamönnum sínum, eins og verð-
ugt er.
Lúðvík Emil Kaaber.
Elskulegur frændi er fallinn frá.
Frændi sem ljúft var að eiga sam-
skipti við og ætíð gekk maður hugsi
og fróðari af fundi við hann. Greind
hafði hann góða og var vel að sér á
hinum ýmsu sviðum mannlegrar
tilveru. Umræðuefnin gátu verið
ótæmandi en því miður voru sam-
verustundirnar of fáar hin síðustu
ár.
Af manngæsku hafði hann gnótt
og aldrei hef ég séð börn laðast eins
að neinum eins og Gumma frænda.
Elsku Guðmundur, hafðu bestu
þakkir fyrir okkur og börnin okkar.
Það var gott að fá að þekkja þig.
Aðalheiður St. Sigurðardóttir.
Elsku besti frændi.
Við eigum erfitt með að skilja
það að þú sért farinn, þú sem varst
alltaf svo heilsuhraustur. Við mun-
um ætíð muna það hversu góður þú
varst við okkur þegar við komum í
heimsókn og vorum í pössun hjá
þér. Það verður skrítið að fara ekki
lengur í Engihjallann og fá að dýfa
hendinni ofan í súkkulaðirúsínurn-
ar og fá að drekka appelsín með.
Við vitum að englarnir munu fá að
njóta þess. Það sem gleður okkur
er að núna færð þú að hitta lang-
ömmu, afa Óla og Huldu frænku.
Við viljum þakka þér fyrir þær
góðu samverustundir sem við átt-
um saman.
Blessuð sé minning góðs frænda.
Góði Guð gætir þín. Þín frænd-
systkin,
Fannar Örn og Ólöf Rebekka.
Elsku Gummi frændi.
Okkur frænkurnar langaði að
skrifa þér nokkur orð í kveðju-
skyni. Þegar við ræddum saman
eftir að hafa heyrt af andláti þínu
komumst við að því að við ættum
allar sömu æskuminninguna um
þig. Þú varst einstaklega barngóð-
ur og munum við allar vel eftir að
hafa farið í feluleik með þér í Glað-
heimunum sem börn. Aldrei var
erfitt að finna þig bakvið gardín-
urnar eða glerhurðina inní stofu en
alltaf var þetta jafn skemmtilegt.
Við þökkum kærlega fyrir góðu
minningarnar.
Þínar frænkur,
Kristrún, Anna og Steinunn.
GUÐMUNDUR
EIRÍKSSON
✝ Soffía Magnús-dóttir fæddist á
Akureyri 5. júní
1937. Hún lést á LSH
við Hringbraut, deild
11 E, laugardaginn
31. júlí síðastliðinn.
Foreldrar Soffíu
voru Anna Sigfúsína
Sigfúsdóttir og
Magnús Sölvason.
Börn þeirra eru
Borghildur Sölvey, f.
10. mars 1928, gift
Ólafi Andrési Guð-
mundssyni, búsett í
Hafnarfirði, Harald-
ur Sigfús, f. 25 júní 1931, kvænt-
ur Guðbjörgu Sigurðardóttur,
búsett í Hafnarfirði, Svavar f. 12.
febrúar 1933, d. 1941, Sölvi, f. 2.
janúar 1936, kvæntur Körlu M.
Sigurjónsdóttur, búsett í Reykja-
vík, og Soffía, sem var yngst
sinna systkina.
Soffía giftist 22. október 1966 í
Hafnarfjarðarkirkju Björgvini
Steinþórssyni skipasmið, frá
Þverá í Blönduhlíð í Skagafirði, f.
16. ágúst 1939. Börn þeirra eru:
a) Margrét, f. 13.
febrúar 1965, gift
Stefáni Hjaltalín Jó-
hannessyni vél-
virkja, f. 21. júlí
1959, börn þeirra
eru Björk Hjaltalín,
f. 31. janúar 1983,
Björgvin Sveinn, f.
19. maí 1986, og
Guðmundur, f. 23.
desember 1987. b)
Þórdís, f. 6. janúar
1971, gift Stefáni
Ingvari Guðmunds-
syni sjómanni, f. 2.
júlí 1968, börn
þeirra eru Soffía Rós, f. 28. maí
1993, Kristfríður Rós, 24. janúar
1995, og Steinþór, f. 1. nóvember
1996.
Soffía ólst upp á Sauðárkróki
hjá ömmu sinni, Soffíu Zóphan-
íusardóttur, vegna andláts móður
sinnar á unga aldri. Soffía og
Björgvin fluttu til Hafnarfjarðar
1964 og hafa búið þar síðan.
Soffía verður jarðsungin frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Elsku mamma mín.
Það kom að því sem ég hef
hræðst síðan ég var lítið barn, það
að missa þig. En þú ert búin að
standa þig eins og hetja, elskan
mín, allar lyfjagjafirnar og geisl-
arnir. Þú fórst bara með bænirnar
þínar og vissir að Guð myndi leiða
þig í gegnum allt. Þú stóðst alltaf
upp aftur jákvæð og hughreystir
alla í kringum þig. Og ekki vantaði
áformin, því þú varst alltaf að
ákveða það sem þú ætlaðir að fara
að gera á næstunni, hvort sem það
voru ísbíltúrar, matarboð, sumarbú-
staðarferðir og já vestur á Snæ-
fellsnes í heimsókn til mín. En þú
varst orðin þreytt að leikslokum og
ég veit að þú varst fegin að fá hvíld
og ert laus við allar þrautir og mót-
tökurnar hafa verið góðar þarna
hinum megin. En söknuðurinn er
mikill, því þú varst yndislegasta
manneskja í heimi, svo hlý og góð
og vildir allt fyrir alla gera. Ég er
alveg viss um að engin er með
svona stórt hjarta og hlýjan faðm.
Þú hefur alla tíð leitt mig og vernd-
að í gegnum lífið og ég veit að þó
leiðir skilji um stund þá muntu ætíð
vera hjá okkur ástvinum þínum, og
minning þín mun lifa í hjörtum okk-
ar. Við skulum halda vel utan um
pabba sem saknar þín svo sárt. Ég
veit að þú fylgist með okkur, ástin
mín, og kveð þig með part úr
kveðju sem þú kvaddir ástkæru
ömmu þína, sem ól þig upp, við and-
lát hennar.
Gleði mín jafnan gladdi þig,
gleði þín einnig kætti mig.
Angraðist ég var athvarf mitt,
ætíð við trygga hjartað þitt
Nú er ég hrygg því hendin þín hlýja,
ei lengur nær til mín.
Gleður þá sérhver minning mig,
munaðarblítt, er snertir þig.
Þú ert í ljósheim liðin inn,
langur var orðin dagurinn þinn,
þakka ég allt af heilum hug,
hjarta þíns tryggð, þitt starf, þinn dug.
Eins og þú hefur elskað mig,
alla tíð skal ég muna þig,
blessa þig fyrir bros til mín,
blessa þig fyrir tárin þín.
(Höf. ók.)
Þín
Þórdís.
Mig langar til að minnast Soffíu
mágkonu minnar með örfáum orð-
um. Kynni okkar hafa ekki verið
mikil gegnum árin að undanskildum
tveim til þrem. Þá kynntist ég þess-
ari góðu lítillátu konu sem lítið
þurfti til að gleðja.
Það var mikið áfall fyrir fjöl-
skylduna þegar hún veiktist á síð-
asta ári en hún tók því með ró og
æðruleysi. Hún barðist hetjulegri
baráttu en smám saman dró að
leikslokum. Mér er sérstaklega
minnisstætt þegar ég heimsótti
hana í vor, þá var mín búin að baka
stafla af vöfflum og var langt komin
með að búa til eplaköku. Þegar hún
sá mig sagði hún: „Nú tekur þú
við,“ þá vissi ég að þrekið var búið.
Allt fram á síðustu stundu var hún
að skipuleggja ferðalag, þegar hún
kæmist í sumarfrí eins og hún orð-
aði það. Hún ætlaði til Ólafsvíkur, í
Borgarfjörðinn, í sumarbústaðinn
til okkar Sölva, að kaupa ís með
stelpunum og margt fleira. Við
Sölvi viljum votta Björgvin, Möggu,
Þórdísi og fjölskyldum þeirra okkar
innilegustu samúð.
Elsku Soffía, hvíl þú í friði, ég
mun minnast þín með söknuði en
jafnframt gleði yfir að þrautum þín-
um sé lokið.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Karla.
SOFFÍA
MAGNÚSDÓTTIR
Elsku amma.
Ég sakna þín svo mikið.
Mér finnst vanta eitthvað
svo mikið þegar ég fer upp á
Skúlaskeið og afi er svo ein-
mana. Litlu englabörnin hafa
verið svo heppin að fá svona
hlýja ömmu.
Takk fyrir sokkana sem
þú hefur prjónað og allt það
sem þú hefur gert fyrir okk-
ur.
Þín
Soffía Rós.
Elsku amma Vonandi líður
þér vel og vilt þú blessa og
vernda okkur.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Þín ömmustelpa,
Kristfríður Rós.
Elsku amma mín.
Ég er leiður yfir því að þú
sért farin frá okkur en við
hittumst aftur á ný. Og ég
veit að þér líður betur því þú
varst orðin svo veik.
Þinn
Steinþór.
HINSTA KVEÐJA