Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 20
UMRÆÐAN 20 MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Jón Steinsson: „Það er engin tilviljun að hlutabréfamarkað- urinn í Bandaríkjunum er öfl- ugri en hlutabréfamarkaðir annarra landa.“ Regína Ásvaldsdóttir: „Eitt af markmiðum með stofnun þjónustumiðstöðva er bætt aðgengi í þjónustu borgar- anna.“ Jónas Gunnar Einarsson: „Áhrifalaus og mikill meiri- hluti jarðarbúa, svokallaður almenningur þjóðanna, unir jafnan misjafnlega þolinmóður við sitt.“ Jakob Björnsson: „Mörg rök hníga að því að raforka úr vatnsorku til álframleiðslu verði í framtíðinni fyrst og fremst unnin í tiltölulega fá- mennum, en vatnsorkuauðug- um, löndum eins og t.d. Kan- ada, Íslandi, sumum fámennari ríkjum Suður-Am- eríku og víðar.“ Á mbl.is Aðsendar greinar Í ALDANNA rás hafa stórveldi komið og farið. Engin hafa reynst vel. Nú skjálfa stórveldi stríðs- leikanna. Þau hafa beðið afhroð því þau fóru rangt að. Þau drepa frekar en að semja. Vopnafram- leiðendur eru vold- ugasta auðvaldsp- lágan og hræðilegasta. Þeir eru stórveldi sem hvetur til stríðs og morða. Með eitur- lyfjabarónum og áþekkum mannníð- ingum eru þeir stór- veldi illra afla sem lifa allt af og stækka sífellt. Mannslíf og hörm- ungar skipta svo kaldrifjað fólk engu. Það fórnar lífi og hamingju heilu þjóðanna fyrir ofgnægtir sjálfu sér til handa. Meðan örsnauðar þjóðir svelta og berast á banaspjótum, úr- kynjast ríku þjóð- irnar því græðgin bitnar líka á umhverfinu og þar af leiðandi á þeim. Í virkj- unarmálum er einskis svifist til að framleiða orku fyrir eit- urspúandi stóriðju. Afurðin er að stórum hluta notuð til hergagna- framleiðslu. Óteljandi milljónir jarðsprengna eru þar í, en þau morðtól drepa aðallega börn og limlesta. Ómögulegt er að vita fjölda dauðsfalla sem sígar- ettuframleiðendur hafa valdið, fyrir svo utan heilsutjónið og kostnaðinn. Stórveldi eiturs fyrir fólk og náttúru standa af sér öll veður. Þar ríkja allir verstu lestir mannsins, umfram skynsemi, framsýni og góðvild. Pen- ingavaldið er að verða ríki í ríki allra þjóða. Auðsafnarar hafa ekki áhyggjur af hverfandi óson- lagi eða öðrum umhverfisslysum. Kalt gullið er aðalsmerki þeirra og hugsjón. Það hræðir mig að svo andleg fátækt skuli blómstra. Líf ríkra í mengaðri veröld er einskis virði og þeirra snauðu hræðileg kvöl. Náttúruauðlegð og fegurð Íslands ætti að lýsa og auðga vitund allra Til dæmis er fámenn Dalasýslan stórbrotin minja, umhverfis- og sagnaauð- legð. Saurbæjarhreppur er áber- andi vettvangur fornra sagna og ein af mörgum perlum Dalasýslu, sýslunnar sem lenti í nafnlýting- arfári. Margt stendur íslenskri náttúru fyrir þrifum, en tveir síð- ustu umhverfisráðherrar auk líf- fræðinga, hafa verið henni óþarf- astir allra. Landvarðamálið er mikill álitshnekkur núverandi um- hverfisráðherra. Rétt er þó að minna á friðun rjúpunnar, það eina sem ráðherrann hefur gert fyrir lífríkið. Minkurinn er mein- vættur sem ráðherrann heldur hlífiskildi yfir. Menn þurfa leyfi til að drepa dýrið sem er friðað á vissum svæðum eins og refurinn. Í þessum efnum er lítið hugsað, eða ekkert. Ráðherrann er út úr kortinu í umhverfismálum en góð- ur fulltrúi virkjana- og stór- iðjusinna og Framsóknar. Oln- bogabörn heimsbyggðarinnar eru fátæku löndin þar sem glæpa- menn, kallaðir stríðsherrar, fá óá- reittir að myrða og ræna. Nú stunda arabískir glæpaflokkar þjóðernishreinsanir í Súdan með leyfi yfirvalda. Palestínskar morðingjasveitir þjálfa börn til að hata og drepa, milli þess sem þær sprengja strætisvagna fulla af skólabörnum. Bókstafstrúaðir múslimar hvetja til illræðisverk- anna. Ísraelar kúga og myrða fjölda nauðstaddra Palest- ínumanna. Þeir böðlast á ná- grönnum sínum líkt og nasistar forðum. Ísraelski múrinn er jafn- vel verri en Berlínarmúrinn. Listi mannfyrirlitningar og grimmdar er langur og hér stiklað á stóru en langt því frá öllu. Fátækar þjóðir búa við endalausar hörm- ungar og er neyð þeirra mikill smán- arblettur á ríku lönd- unum. Sagt er að á Íslandi búi rík þjóð þó að hún sé í botnlaus- um skuldum og hlaði glóðum elds að höfði sér. Ríkisstjórn ein- staklingshyggju og gróðaafla ræður þar. Hún hefur innleitt at- vinnuleysi, fátækt og misrétti og þolir ekki að þjóðin fái að kjósa um stórmál. Rík- isstjórnin er úr tengslum við þjóðina enda treystir hún henni ekki. Morg- unblaðið á að leyfa óritskoðaða umfjöllun um framangreind mál, eins og verið hefur í mörg ár. Því þó að blaðið eigi í tímabundnum sam- keppnisörðugleikum eykur það ekki lestur þess að fara í pólitíska flokkun á greinahöfundum sínum. Ritstjórnin á að vita að það besta er ávallt ódýrast og því rangt að fara í vörn sem veldur stöðnun. Sókn er besta vörnin. Einsleit greinaskrif munu verðfella blaðið. Þó að sumar greinar mínar séu eflaust þyrnir í augum ritstjórnar á hún að þola svolítið mótlæti, meðan þær setja blaðið ekki á lægra plan. Blað án greina er varla pappírsins virði. Skotvís, rjúpur og villtir menn: er heiti á grein sem ég sendi Morg- unblaðinu í maí. Hún er ókomin nú, 17.7. þó að birting hennar væri ákveðin. Hún var svar við greinum skotvísmanna. Ég bjóst við meiri kurteisi frá blaðinu en sífelldum veðrabarlómi en þar segjast þeir bíða betra veðurs til að birta greinina. Þykir mér óveðurskaflinn orðin alllangur og þeim á blaðinu vorkunn því allt um kring er sól og sumarblíða og veðrið með eindæmum gott 17. júlí 2004, þegar þetta er skrifað. Hvað hræðir Morgunblaðið? Albert Jensen skrifar um Morgunblaðið Albert Jensen ’Olnbogabörnheimsbyggðar- innar eru fátæku löndin þar sem glæpamenn, kall- aðir stríðsherrar, fá óáreittir að myrða og ræna. ‘ Höfundur er trésmiður í Reykjavík. VEGNA atburða sem ég upplifði nýlega við Geysi í Haukadal vil ég vekja athygli á því að sá „gamli“ er aftur vaknaður til lífsins eftir langt hlé. Geysissvæðið er á gosbeltasvæði Íslands, sem liggur eins og rennilás í gegnum landið frá suðvestri (Reykjanes, Þingvellir þvert yfir há- lendið og norður um Mývatn og Skálfanda (flekamót Ameríku og Evró- asíu)). Á þessu gosbelti eru um 29 þekkt há- hitasvæði þar sem jarðhitinn er um 250° á 1.000 metra dýpi og því heitari sem neðar dreg- ur. Aðeins á virka gos- beltasvæðinu eiga eld- gos sér stað (að með- altali á fimm ára fresti) og teygir það einnig anga sína til Vatnajök- uls og Vestmannaeyja, einnig verða mestu jarðskjálftarnir á þessu svæði (flekakenningin). Geysir í Haukadal er eitt af þess- um 29 þekktum háhitasvæðum landsins en einkenni þeirra er að við stóra jarðskjálfta myndast oft nýir hverir og sundum slokknar á þeim eldri. Á hverri öld frá upphafi byggð- ar hafa orðið miklir jarðskjálftar, svokallaðir Suðurlandsskjálftar. Þá umbreytast þessi háhitasvæði oft svakalega, t.d. varð Geysir til (nafn- gjafi allra goshvera í heimi) vegna jarðskjálfta fyrir miðja 13. öld og sömuleiðis Strokkur á þeirri 18. Í raun og veru var Geysir virkur fram til ársins 1915 en þá hætti hann að gjósa vegna kísil- og kalkúrfellinga sem stífluðu allar gosrásir. Síðan var hann settur í gang með hjálp græn- sápu (sem minnkaði þrýsting á yf- irborðsvatninu) en Náttúruvernd- arráð kom því í gegn árið 1993 að láta Geysi í friði, það ætti ekki að leika sér með slíka náttúru. Hinn 17. júní árið 2000 varð stór jarðskjálfti á Suðurlandi (upptök rétt austan við Hestfjall) sem olli töluverðu tjóni, sérstaklega í grennd við og á Hellu. Einnig varð skjálftans vart víða um Suður- og Suðvest- urland og í Haukadal. Eftir þennan skjálfta lifnaði Geysir gamli aftur við og hefur öðru hverju gefið gusur frá sér en mjög óreglulega, ekki eins og Strokkur sem gýs reglulega á 5–7 mínútna fresti. Það sem ég upplifði nýlega við Geysi fékk svo mikið á mig að ég verð að tjá mig um það, hreinlega til að vara aðra landsmenn við þeim hættum sem eru þarna, ef fólk gætir ekki að sér. Ég hafði varað mína ferðamenn við öll- um hættum á svæðinu og sagt þeim að ganga aðeins á merktum gönguleiðum, snúa ávallt bakinu í vindátt við Strokk og alls ekki klofa yfir bláu böndin sem afgirða hættu- svæðin. Um leið og við komum inn á efra svæðið sé ég mér til skelfingar að ungir for- eldrar með tvö börn (það yngra á að giska eins árs glókollur sem sat á herðum pabba síns) stóðu við gíg- barminn hjá Geysi í mesta gufu- mekkinum og góndu eins og hálf- vitar niður í gosgíginn! Ég hrópaði hástöfum til þeirra að hypja sig af svæðinu og jafnframt hvort þau hefðu í hyggju að brenna sig og börnin til bana! Þau góndu á mig eins og ég væri geðbiluð en færðu sig þó um nokkra metra úr gufumekk- inum en stóðu samt áfram rétt við barminn. Einni mínútu seinna byrj- aði Geysir að gjósa og kom væn gusa af sjóðheitu vatni og gufu (80–100°C) upp u.þ.b. 6–8 metra og féll niður þar sem unga parið hafði staðið rétt áð- ur. Þau urðu að taka til fótanna en forðuðu sér þó ekki langt frá, héldu áfram að góna á gosið sem fór minnkandi. Og viti menn, um leið komu fleiri manns hlaupandi og hoppuðu yfir bláa bandið til að skoða gosið í sem mestri nálægð! Ég per- sónulega varð fyrir áfalli, sá bana- slys fyrir mér þar sem litli glókoll- urinn hefði dáið fyrstur, sitjandi á herðum pabbans. Þá hljóp ég af stað til Geysisstofu til að kalla á einhverja ábyrga aðila til að gæta svæðisins, en því miður virðist enginn taka ábyrgð á neinu. Það er einhvers konar land- vörður þarna, en hann var víst á hverasvæðinu þótt ég hafi ekki orðið vör við það. Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær alvarlegt slys (jafnvel banaslys) verður á Geysissvæðinu. Alltaf er peningaskorti kennt um allt (enda erum við bara fjórða ríkasta þjóð í heimi!). Af hverju ekki að láta fólk sem vill skoða svæðið borga að- gangseyri, t.d. 200 krónur, og hafa verði sem leiðbeina gestum og vara við hættum? Á meðan það er ekki gert þyrfti að koma upp áberandi skiltum með viðvörunum. Á þeim fjórtán árum sem ég hef starfað sem leiðsögumaður hafa ferðamenn mín- ir verið hissa á því að hvergi skuli þurfa að greiða sérstaklega inn á náttúrperlur landsins. Alls staðar í Evrópu sem ég þekki til þarf að greiða aðgang á svona staði og finnst öllum það sjálfsagt, í þeirra huga er öryggið númmer eitt! Síðasta ár komu rúmlega 320 þús- und ferðamenn til landsins (Hag- stofa Íslands) og er spáð fjölgun á þessu ári (340 þús.) og flestir þeirra koma á Geysissvæðið. Leið- sögumenn vara alltaf sína ferðamenn við öllum hættum, en við stoppum yf- irleitt við Geysi í 30–60 mínútur. Við getum ekki passað alla hina líka. Þeim sem hafa umsjón með hvera- svæðum vil ég benda á að nauðsyn- legt er að hafa tunnur með köldu vatni við hverina (t.d. fallegar tré- tunnur), kæling er jú fyrsta hjálpin og mjög mikilvæg áður en viðkom- andi kemst undir læknishendur, sem getur oft tekið of langan tíma. Sýnum samstöðu og byrgjum brunnana áður en börnin falla í þá ásamt foreldrum. Hætta við Geysi! Harpa Harðardóttir skrifar um aðstæður við Geysi í Haukadal ’Sýnum samstöðu ogbyrgjum brunnana áður en börnin falla í þá ásamt foreldrum.‘ Harpa Harðardóttir Höfundur er leiðsögumaður þýskra ferðahópa og starfsmaður í Goethe- Zentrum í Reykjavík. MARGIR skildu það ekki þegar núverandi fjármálaráðherra lækkaði tekjuskatt – til að auka tekjur rík- issjóðs. Staðreyndin er sú að þessi nálgun virk- aði mjög vel. Tekju- skattur ríkissjóðs hef- ur hækkað – og var tveim milljöðrum meiri á síðasta ári en tekju- áætlun fjármálaráð- herra gerði ráð fyrir. Við getum hugs- anlega lækkað flutn- ingskostnað innan- lands með sama hugsunarhætti. Lækka tolla og aðflutnings- gjöld á flutnings- tækjum. Lækka gjöld af hjólbörð- um, olíum og lækka þungaskatt. Innflutningur nýrra og hagkvæmari flutningstækja myndi þá vaxa – og gefa ný sóknarfæri til lækkunar á flutningskostnaði innanlands. Flutningskostnaður innanlands er allt of hár – að öllum líkindum vegna ofsköttunar – eins og tekjuskatt- urinn var ofsköttun – til skaða fyrir ríkissjóð – eins og nú hefur sannast. Of hár flutningskostnaður er skað- legur því hann skerðir samkeppn- ishæfni fyrirtækja á Íslandi til að standast erlenda samkeppni. Upp- lýsingar mínar benda til þess að ódýrara sé að aka fullum fjörutíu feta gám frá Kaupmannahöfn til Madrid – 2.400 km en jafn stórum gám frá Bakkafirði til Reykjavíkur – 750 km. Hvers vegna? Á skattlagn- ing á flutningastarfsemi ekki að vera svipuð á EES-svæðinu? Fyrir ríkissjóð er þetta eins og fórna nokkrum peðum í tafli – til að vinna skákina – að rík- issjóður lækki umtals- vert tolla og aðflutn- ingsgjöld flutningatækja – gjöld á dekk flutningatækja, gjöld á olíur og þunga- skatt. Þá myndi flutn- ingskostnaður innan- lands lækka umtalsvert og flutningar innan- lands tvö- eða þrefald- ast á nokkrum árum. Þá væri ríkissjóður aft- ur kominn í „gróða“. Samkeppnishæfni ís- lenskra fyrirtækja innalands myndi styrkjast gagnvart erlendri sam- keppni. Staðsetning fyrirtækja á landsbyggðinni myndi skipta minna máli, nýting fasteigna í dreifðari byggðum batna og fasteignir þar yrðu eftirsóknarverðari. Tímabund- in fórn ríkissjóðs í tekjum yrði ein- hver, en uppskeran að öllum lík- indum auknar tekjur ríkissjóð að nokkrum árum liðnum. Við erum í alþjóðlegu umhverfi. Flutningskostnaður skiptir miklu máli. Flutningur á fiski sjóleiðis frá Rotterdam til Kína (30 daga sigling) er um 6 kr/kg, en ég þarf að borga 18 kr/kg fyrir fisk sem ég kaupi á Snæ- fellsnesi til Bakkafjarðar. Fiskurinn er verkaður í salt og verður í fram- tíðinni fluttur út frá Austurlandi. Vöruflæði á Íslandi er í mörgum til- fellum öfugt – sem er út í hött! Vörum er enn í verulegum mæli ekið frá Austfjörðum til Reykjavíkur og svo er siglt fyrir Reykjanes með- fram Suðurlandi – skammt suður af Austfjörðum og þannig til Evrópu. Akstur á vöru „á móti“ umferðinni gengur varla í harðnandi alþjóðlegri samkeppni. Lækkun flutningskostn- aðar innanlands myndi spara bæði tíma og peninga. Í mörgum tilfellum er hagkvæmara að aka vörum til Austurlands og sigla þaðan þar sem siglingatími er sólarhring styttri frá Evrópu en frá Reykjavík. Allir myndu hagnast á lækkun skatta á flutningastarfsemi. Ísland er ekki stórt land. Vegakerfi lands- ins hefur tekið stórfelldum fram- förum síðustu ár og getur víða tekið á sig aukna flutninga án frekari kostnaðar. Vegakerfið er jafnvel vannýtt í sumum tilfellum – að öllum líkindum vegna ofsköttunar á flutn- ingastarfsemi! Lækkun skatta er leið til bættra lífskjara. Það á ekki síður við um flutningastarfsemi. Nú er rétti tíminn til að láta verkin tala. Lækkum flutnings- kostnað innanlands Kristinn Pétursson fjallar um flutningskostnað ’Flutningskostnaðurinnanlands er allt of hár – að öllum líkindum vegna ofsköttunar…‘ Kristinn Pétursson Höfundur er fiskverkandi á Bakkafirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 216. tölublað (11.08.2004)
https://timarit.is/issue/258283

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

216. tölublað (11.08.2004)

Aðgerðir: