Morgunblaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
M
ike Mignola hóf feril
sinn sem mynda-
söguteiknari árið
1982, þá tvítugur að
aldri. Stríðalinn á
skrímslabíómyndum, hryllings-
myndasögum og Jack Kirby, hóf
hann hæga uppgöngu á tind mynda-
sögumetorðanna. Eftir mistækar til-
raunir til að semja sig að ríkjandi
teiknistíl þess tíma fór Mignola að
vaxa fiskur um hrygg og árið 1994
fékk hann útgefna sína fyrstu frum-
sömdu hugsmíð, Hellboy. Þar sem
Mignola hafði þá aldrei reynt fyrir
sér í rithöfundargallanum fékk hann
sér til liðsinnis reyndan mann á því
sviði, John Byrne. Sá er þó þekkt-
astur fyrir mjúklegar og mun-
úðarfullar teikningar sínar í X-Men
á níunda áratugnum þegar hann og
Chris Claremont gerðu Hina stökk-
breyttu loksins kúl og að vinsælustu
myndasöguseríu samtímans. Mig-
nola sagði seinna að aðkoma Byrnes
hefði reynst honum lífsbjörg þar
sem ritháttur hans sjálfs hafi í besta
falli verið hörmulega stirðbusaleg-
ur. Það verður að teljast mesta mildi
að Mignola skyldi sýna slíkt innsæi á
eigin annmarka, því þessi fyrsta
Hellboybók, Seed of Destruction, sló
í gegn og gaf honum færi á að leiða
söguna áfram.
Alger hryllingur
Svona eftir á að hyggja var ekki
margt sem benti til þess að Hellboy
myndi gera garðinn frægan. Sagan
er forneskjulegt samsoð af
strákslegum hrylling, skrímslum,
nasistaafturgöngum, leynilöggu-
sögu og fornleifauppgreftri. Alveg
til að gera mann uppgefinn á hallær-
isleikanum. En eins og forveri
Hellboy, Indiana Jones, þá náði
þetta margsoðna gúllas akkúrat
réttu hitastigi. Heimsendaógnin var
til staðar en þó þannig að aldrei kom
annað til greina en að góða fólkið
færi með sigur af hólmi. Alvörugefn-
in náði aldrei yfirhöndinni yfir grall-
aralegum léttleikanum. Hér var um
að ræða sögu sem sótti í allt það sem
kynslóðirnar hafa alið af sér í góðri
ævintýragerð. Seed of Destruction
endurnýjaði kynni margra mynda-
sögulesenda af undrum og stór-
merkjum bókmenntaformsins. Ekki
spillti einstök færni Mignola með
teiknipennann fyrir en margir af
helstu teiknurum geirans hafa
margítrekað aðdáun sína á hæfi-
leikum hans.
Þrátt fyrir eigin hæfni fer Mig-
nola ekki leynt með dálæti sitt á
Jack Kirby sem, ásamt Stan Lee, var
skapari himins og jarðar í Marvel
heiminum til forna. Með skörpum
skyggingum og steinrunnum fígúr-
um nær hann áferð og útliti sem vísa
til gamlla Avengers og Hulk-
myndasagna, Kirbies. Grunnteikn-
ingarnar eru undarlegt sambland
höktandi köntóttra lína og fíngerðra
smáatriða. Höfundarstíll Mignola er
sérstakur mjög og ekki fer á milli
mála þegar hann situr við teikni-
borðið. Þegar sögurnar um Hellboy
hafa skilað sínu til lesandans er
næsta öruggt að aftur verði flett í
gegn um bækurnar til að dást að
myndfærninni. Fyrir þá sem ekki
þekkja til myndasagna má benda á
Disney teiknimyndina Atlantis en
þar sá Mignola að nokkru leyti um
fígúrugerðina sem er líka einn af
gæðapunktunum við þá fremur mis-
lukkuðu mynd. Af nútímateiknurum
mætti helst líkja verkum Mignola við
það sem Frank Miller gerði í snilld-
arsakamálasögunum um syndabælið
Sin City. Fyrir þá sem hafa sér-
stakan áhuga á myndrænum hliðum
Hellboy má benda á bókina Art of
Hellboy þar sem farið er djúpt í
saumana á teiknistíl Mignola.
Ójarðneskt og jarðbundið
Hellboy er vera gædd ofurmann-
legum kröftum. Ófrýnilegur ásýnd-
um með hornstubba út úr enninu,
steingerða hægri hendi, rauður á lit,
loðinn og með hala, stendur hann
fyllilega undir nafni. En nafngift
hans nær einungis til ytra atgervis.
Persónuleiki hans minnir meira á
verklaginn pípulagningamann, skól-
aðan hjá hinum enska aðli, en út-
sendara hins illa. Hvert verk er tek-
ið með trukki og án sýnilegs
tilfinningavafsturs. Mignola hefur
líka sagt að helsta fyrirmynd
Hellboy hafi verið faðir hans, tré-
smiðurinn. Sá var víst alveg ein-
staklega beinlínis í viðmóti. Hann
átti það til að koma heim alblóðugur
eftir erfiðan vinnudag við renni-
bekkinn. Ef hann var spurður hverju
þetta sætti, laumaði hann því út úr
sér án nokkurar óþarfrar geðshrær-
ingar að hann hefði fest hendina í
vél og hafi sú nánast rifið hana af.
Þessi líking er skemmtileg þegar lit-
ið er til þess hvernig Hellboy af-
greiðir sín mál. Venju fremur notar
hann einfaldar barsmíðar til að
vinna bug á óhræsunum sem, fyrir
þá sem þekkja til verka hrollvekj-
umeistarans H. P. Lovecraft, eru
mörg ansi kyngimögnuð, jafnvel svo
að þau minna á hálfguðina í
Cthulhu-sagnabálkinum. Þegar hon-
um er virkilega misboðið hleypur á
hann berserkjahamur og þá er betra
að verða ekki fyrir. Hamaganginn
kryddar Hellboy með beinskeyttum
háðsglósum um atgervi illveranna,
eins og til að sýna þeim sem ógna
öðrum alla sína fyrirlitningu. Með
þessu reynir Mignola að gefa sög-
unni hið gullvæga jafnvægi milli
Shakespearanskrar hádramatíkur
og jarðbundins húmors. Honum
tekst það vel og skapar með þessu
sannkallaðan Benjamín bónda ofur-
hetjumyndasagnanna.
Hellboy starfar fyrir rannsókn-
ardeild yfirskilvitlegra mála hjá
bresku leyniþjónustunni ásamt öðr-
um persónum og leikendum sem
hver hefur sína sérstöku hæfileika.
Hann ferðast um heiminn ásamt
samverkamönnum sínum og krukk-
ar í málum sem gera okkur hin
skelkuð og skíthrædd en flest þeirra
snúast um að kveða niður gamla
drauga og forynjur. Á köflum er
Hellboy eins og X-files með viðkomu
í austurevrópskri þjóðsögugerð. Í
Seed of Destruction kemst deildin á
snoðir um endurlífgaðar tilraunir
gamalla nasista til að ná heims-
yfirráðum. Þeim til liðsinnis er
Raspútín sjálfur, munkurinn rúss-
neski með mikilmennskubrjálæðið,
sem með puttana á kafi í allrahanda
kukli, náði að særa fram dómsdags-
vopnið í persónu Hellboy. Þetta
gerðist í andarslitrum Þriðja ríkisins
þegar Hitler og kónar hans gripu til
síðustu hálmstráanna til að ná aftur
yfirhöndinni í stríðinu og litu þar til
galdramanna og miðla með óhreint
mjöl í pokahorninu. Afrakstur þess-
ara myrkraverka var Hellboy sjálfur
sem bjargað var af Vesturveldunum
og alinn upp undir verndarvæng
hinna ensku áður en hægt var að
heilaþvo hann til þátttöku í stríðinu.
Þjóðsöguvæðing
Eftir því sem árin hafa liðið og
Hellboy-bókunum fjölgar hefur
Mignola náð sífellt betri tökum á rit-
smíðum sem hann sér nú alfarið um
sjálfur. Þótt hann notist ennþá við
persónur sem hann mótaði í fyrstu
bókinni og að Hellboy hafi ekki enn
náð að bíta úr nálinni með fortíð
sína, hafa sögurnar hallast í sífellt
frekari mæli að nokkurs konar þjóð-
sögustúdíum. Mignola grefur upp
gamlar sögur, margar írskar eða
rússneskar, og gefur þeim nýtt líf
með því að skeyta þær við nútíma-
legar vinnuaðferðir Hellboy. Að
margra mati eru smásögurnar í bók-
inni The Chained Coffin and Others
það besta sem Mignola hefur af sér
getið en þær eru allar áðurnefndrar
gerðar. Í þessari viðleitni sinni við
að endurvekja gömul ævintýri líkist
Mignola að nokkru þeim frábæra
höfundi Neil Gaiman en sá hóf Sand-
mansögur sínar að miklu leyti með
vísanir í allra handa þjóðsögur. Auk
þess að hljóta sífellt sterkari hylli al-
mennings hefur Hellboy notið hálf-
gerðrar ,,kúltstöðu“ innan mynda-
sögugeirans og hafa sögurnar meðal
annars verið kenndar við bók-
menntafræðiskor Háskóla Íslands.
Kannski að hægt væri að freista
Mignola með þjóðsögum Jóns Árna-
sonar? Af nógu er þar að taka.
Nú stendur fyrir dyrum frumsýn-
ing á fokdýrri Hollywood-kvikmynd
byggðri á persónu Hellboy og má
búast við stórauknum áhuga á
myndasögunum um hann í kjölfarið.
Strákskratti
Helkaldar kveðjur.
Hellboy í áflogum við
afturgöngu hatursfulla
hestamannsins.
Forsíða tveggja Hellboy-bóka.
Myndasögurnar um
Hellboy hafa vakið at-
hygli langt út fyrir raðir
myndasöguunnenda.
Ferskleg sýn á gömul
og úr grasi vaxin æv-
intýri gera hugsmíð
Mike Mignola að einni
þeirri áhugaverðustu á
markaðinum í dag.
Heimir Snorrason
kynnti sér málið.
Hellboy-bækurnar og blöðin eru
gefin út af Dark Horse Comics og
fást í myndasöguversluninni Nex-
us, völdum bókabúðum og bóka-
söfnum. Kvikmyndin Hellboy verð-
ur frumsýnd á föstudaginn kemur.
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Miðasala opnar kl. 15.30
kl. 6, 8.30 og 11.
Sýnd kl. 6. ísl tal.
„Öðruvísi og spennandi
skemmtun“
SV MBL
„Öðruvísi og spennandi
skemmtun“
SV MBL
40 þúsund
gestir
Sýnd kl. 5, 8 og 10.40. B.i. 12 ára.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12 ára.Sýnd kl. 4 og 6. ísl tal. / Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Enskt tal.
Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 16 ára.
Sýnd kl. 10. B.i. 12 ára.
„Hasarinn er góður.“
ÓÖH DV
„Hasarinn er
góður.“
ÓÖH DV
Kr. 500
Mjáumst
í bíó! Mjáumst
í bíó!
Uppáhalds köttur
allrar fjölskyldunnar
er kominn í bíó!
Sýnd kl. 6 og 8. ísl tal.
Sjáið frábæra
gamanmynd
um frægasta,
latasta og
feitasta kött í
heimi!
Magnaður spennutryllir frá Luc Besson
T
o p
p
myndin
á íslandi
T
o p
p
myndin
á íslandi
Uppáhalds köttur
allrar fjölskyldunnar
er kominn í bíó!
Sjáið frábæra gamanmynd
um frægasta, latasta og feitasta kött í heimi!
Sýnd bæði með íslensku og ensku tali.