Morgunblaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 16
MINNSTAÐUR
16 MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Símenntun EYÞING
Stjórnunarnám
Á haustmisseri 2004 býður Símenntun Háskólans á Akureyri í samstarfi
við Eyþing, samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, í annað
sinn þriggja anna nám í stjórnun.
Námið er ætlað stjórnendum sveitarfélaga, sveitarstjórnarfólki sem og
stjórnendum ríkisstofnana og einkafyrirtækja. Sérstök áhersla er lögð á
viðfangsefni sveitarfélaga en námið byggir á efni sem á við í öllum
stjórnunarstöðum.
Námið er skipulagt með þarfir fólks í atvinnulífinu á landsbyggðinni í huga
og dreifist á þrjár annir, samtals 300 klst. og samsvarar 15 eininga námi á
háskólastigi. Kennt verður í staðbundnum lotum þrisvar til fimm sinnum á
önn.
Námsþættir:
• Stjórnun (120 klst.)
• Fjármál, rekstur og áætlanagerð (100 klst.)
• Upplýsingatækni (40 klst.)
• Stjórnsýsla (40 klst.)
Umsóknarfrestur er til 10. september nk.
Upplýsingar og skráning hjá Símenntun í síma 463 0566, netfang
simennt@unak.is, veffang www.unak.is/simenntun.
Blaðbera
vantar
• Skerjafjörður
Upplýsingar fást í síma
569 1122
Hjá Morgunblaðinu starfa um 600 blaðberar á
höfuðborgarsvæðinu
í Miðbæinnⓦ
Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur
í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig.
Morgunblaðið,
Kau vangsstræti 1, Akureyri,
sími 461 1600.
KARLMAÐUR á þrítugsaldri hefur
verið úrskurðaður í vikulangt gæslu-
varðhald í Héraðsdómi Norðurlands
en hann er grunaður um að hafa
valdið karlmanni mikla áverka á
höfði í Öxnadal, aðfaranótt sl.
fimmtudags.
Neyðarlínunni barst aðstoðar-
beiðni frá fólki sem statt var í bifreið
í Öxnadal umrædda nótt. Samkvæmt
upplýsingum frá rannsóknardeild
lögreglunnar á Akureyri var ekki
ljóst í upphafi hvað þarna hafði gerst,
vegna slæms símasambands. Lög-
regla og sjúkraflutningamenn fóru á
staðinn og frekari tilkynningar til
Neyðarlínunnar bentu til þess að
maður hefði slasast og misst meðvit-
und.
Þegar lögreglu og sjúkralið bar að
voru tveir aðilar á vettvangi auk hins
slasaða. Tildrög slyssins voru óljós
en þeir sem á staðnum voru sögðu
hinn slasaða hafa fallið á veginn er
hann var að fara út úr bílnum, eftir
að til deilna hafði komið milli aðila í
bílnum. Hinn slasaði var fluttur á
slysadeild FSA, þar sem í ljós kom að
hann hafði hlotið höfuðkúpubrot og
blæðingar inn á heila. Þá var talið að
maðurinn væri einnig nefbrotinn og
kinnbeinsbrotinn. Hinn slasaði var
lagður inn á gjörgæsludeild FSA.
Lögreglu fóru svo að berast mis-
vísandi upplýsingar varðandi tildrög
slyssins sem leiddi til frekari rann-
sóknar. Kom m.a. fram að fleira fólk
hafði verið á vettvangi. Niðurstaða
fyrstu rannsóknar leiddi til þess að
maður á þrítugsaldri var handtekinn
sl. laugardag, þar sem hann var
grunaður um að vera valdur að þess-
um áverka og úrskurðaður í gæslu-
varðhald í kjölfarið. Nokkrir aðilar
hafa verið yfirheyrðir vegna málsins
en rannsókn er ekki lokið, sam-
kvæmt upplýsingum rannsóknar-
deildar lögreglunnar.
Annar maður úrskurð-
aður í gæsluvarðhald
Karlmaður mikið slasaður á höfði sóttur í Öxnadal
GUNNAR Aðalbjörnsson, frysti-
hússtjóri á Dalvík, var heiðraður
fyrir störf sín við sjávarútveg í bæn-
um á Fiskideginum mikla sl. laug-
ardag. Sérstaklega var Gunnar
heiðraður fyrir þá forystu sem hann
hefur haft við uppbyggingu frysti-
hússins á Dalvík, sem nú er í eigu
Samherja hf. Uppbygging þess og
þróun á undanförnum árum er ekki
aðeins merkt spor í atvinnusögu
Dalvíkur heldur hefur sú vinna haft
áhrif á þróun fiskiðnaðar í landinu
öllu, segir í fréttatilkynningu frá
aðstandendum Fiskidagsins mikla.
Frystihúsið á Dalvík er fullkomn-
asta fiskiðjuver landsins og enn eru
uppi áform um nýjungar sem leiða
munu til aukinnar framleiðni.
Gunnar Aðalbjörnsson hefur verið
frystihússstjóri frá 1983 og farið
fyrir hópi stjórnenda fyrirtækisins
sem þróað hefur þetta fiskiðjuver.
Framleiðni fyristihússins hefur vax-
ið mikið á undanförnum árum, seg-
ir ennfremur í fréttatilkynning-
unni.
Árið 1997, áður en endurbygg-
ingin hófst, voru afköst á hvern
starfsmann 14 kg á klukkustund en
þegar þeim aðgerðum sem nú
standa yfir lýkur, má ætla að afköst
á hvern starfsmann verði yfir 40 kg
á klukkustund.
Morgunblaðið/Kristján
Dalvíkingar skreyttu bæinn sinn á skemmtilegan hátt fyrir Fiskidaginn
mikla um helgina og þetta listaverk blasti við gestum sem komu til bæj-
arins að sunnanverðu.
Gunnar Aðalbjörnsson heiðraður
Fiskidagurinn mikli
KJARTAN Helgason, formaður
Hestamannafélagsins Léttis á Akur-
eyri, sagði að hestamenn hefðu bar-
ist fyrir því í 40 ár að fá örugga reið-
leið frá Akureyri að
Melgerðismelum og nú hillir undir
að langþráður draumur rætist. Eins
og fram kom í Morgunblaðinu í gær
hefur sveitarstjórn Eyjafjarðar-
sveitar samþykkt tillögu að aðal-
skipulagsbreytingu sem gerir ráð
fyrir að reiðleið frá Akureyri að Mel-
gerðismelum verði á austurbakka
Eyjafjarðarár. Lega reiðleiðar að
Melgerðismelum hefur lengi verið
deilumál. Hestamenn hafa talið að
þessi deila og skortur á öruggri reið-
leið hafi staðið framtíð Melgerðis-
mela mjög fyrir þrifum en þar hefur
verið lagt í mikinn kostnað við upp-
byggingu. „Það er lífsspursmál fyrir
okkur að fá örugga stofnleið þarna
frameftir og þá helst sem lengst frá
umferð. Við hestamenn gengum
sjálfir í málið og fengum samþykki
allra landeigenda nema á Munka-
þverá. Þannig að það gæti farið í
hart þar. Við stefnum hins vegar að
því að hefja fljótlega framkvæmdir
við reiðleiðina frá Stórhamri að Mel-
gerðismelum.“ Kjartan sagði að
kostnaðurinn við þá framkvæmd
væri um 2,3 milljónir króna og að
heildarkostnaður til viðbótar væri
áætlaður um 20 milljónir króna.
Hann sagði menn gera sér vonir um
að reiðleiðin yrði tilbúin innan
tveggja ára.
Breytingartillaga á aðalskipulagi
sem samþykkt var í sveitarstjórn
Eyjafjarðarsveitar fyrir helgina
verður auglýst og kynnt á næstu
dögum. Um leið verður reiðleið með-
fram Eyjafjarðarbraut eystri, frá
Miðbraut að Víðinesi, tekin af skipu-
lagi.
Hestamenn eru einnig að huga að
reiðleið til norðurs, því verið er að
hanna reiðleið frá hesthúsabyggðun-
um á Akureyri norður í Skjaldarvík.
Akureyrarbær hefur gert samning
við Hestamannafélagið Létti um
byggingu reiðhallar og leggur bær-
inn fram 60 milljónir króna. Að sögn
Kjartans er áætlaður kostnaður við
bygginguna um 100 milljónir króna
og er unnið að því að útvega þær 40
milljónir króna sem upp á vantar.
„Það er því margt jákvætt að gerast
og við erum þakklátir bæjarfélaginu
fyrir þetta framlag og stefnum að því
að hefja byggingarframkvæmdir á
næsta ári.“
Reiðleiðin frá Akureyri að Melgerð-
ismelum verði austan Eyjafjarðarár
Langþráður
draumur að rætast
Sýning | Ulrike Schoeller hef-
ur opnað sýningu í KUN-
STRAUM WOHNRAUM, Ása-
byggð 2 á Akureyri. Ulrike er
fædd í Hannover og stundaði
nám í leikmyndagerð í Berlín
og svo myndlistarnám í Hann-
over og í Bergen í Noregi. Hún
vinnur gjarnan með gjörninga,
texta, innsetningar, teikningar
og myndbönd. Sýningin er opin
alla fimmtudaga frá kl. 15–17 og
samkvæmt samkomulagi og
hún stendur til 28. október. Ul-
rike Schoeller hefur tekið þátt í
um 20 samsýningum víða um
Evrópu og í Japan og þetta er
hennar fjórða einkasýning. Hún
mun einnig taka þátt í samsýn-
ingunni ALDREI - NIE -
NEVER sem verður opnuð í
Nýlistasafninu 14. ágúst nk.
AKUREYRI
Á SAMA tíma og veðurhitamet
voru slegin eða jöfnuð víða um
land í gær, áttu hitamælar á Ak-
ureyri frekar erfitt uppdráttar.
Dimm þoka lá yfir bænum fram
yfir hádegi, sem gerði það að
verkum að sólin náði ekki í gegn.
Heldur rofaði til þegar leið á
daginn og um leið fóru hitamæl-
arnir í bænum að stíga. Um há-
degisbil sýndi hitamælir Veð-
urstofunnar við lögreglustöðina
„aðeins 12,4“ gráður, þremur
tímum síðar tæpar 14 gráður og
seinni partinn var hitinn rúmar
15 gráður. Vegna þokunnar urðu
tafir á flugi hjá Flugfélagi Ís-
lands. Fyrsta vélin fór ekki í loft-
ið fyrr en um hádegi en flug var
komið í eðlilegt horf þegar leið á
daginn.
Þoka yfir
bænum
Morgunblaðið/Kristján
Þoka yfir Akureyri.
STJÓRN Kaupfélags Eyfirðinga
svf. hefur samþykkt að kaupa
hlutafé að upphæð kr. 5 milljónir í
Djúprafi ehf. í Ólafsfirði, sem stofn-
að var um hönnun og framleiðslu á
rafal til þess að knýja mælitæki tog-
veiðarfæra. Rafallinn kemur í stað
einnota eða endurhlaðanlegra raf-
hlaðna.
Björgvin Björnsson, Baadermað-
ur á Sigurbjörgu ÓF-1 í Ólafsfirði,
hefur á undanförnum árum gert til-
raunir með rafal til að knýja mæli-
tæki togveiðarfæra, fyrst og fremst
höfuðlínumæla og var stofnað fyrir-
tækið Djúpraf ehf. um þessa tækni-
nýjung. Tilraunirnar hafa gefið góða
raun og nú er búið að fullsmíða tvo
rafala og gera á þeim prófanir, m.a.
um borð í Sigurbjörgu ÓF og Árbaki
EA, segir í fréttatilkynningu frá
KEA.
Útgerðir geta sparað verulega
fjármuni með því að nota rafalana í
stað rafhlaðna, auk að hér er um að
ræða mun umhverfisvænni lausn en
þegar um er að ræða rafhlöður.
Fyrir liggur að smíða fleiri rafala
og hefja markvissa kynningu hér á
landi og erlendis á þessari tækninýj-
ung. Ljóst er að markaðurinn er um-
talsverður því að um borð í hvert
togskip þarf tvo rafala. Rafallinn er í
einkaleyfisferli erlendis og er niður-
stöðu úr því að vænta í september
nk.
KEA kaupir hlut í Djúprafi