Morgunblaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 17
MINNSTAÐUR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 2004 17
w
w
w
.d
es
ig
n.
is
©
20
04
Faxafeni 5 • Reykjavík • Sími 588 8477 • betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is
Opi› virka daga frá kl. 10-18 • Loka› á laugardögum til 13. ágúst, eftir fla› opi› frá kl. 11-16
Viper
Hægindastóll me› stillanlegum hnakkapú›a.
Ver› á›ur tauáklæ›i 113.900,- Nú 87.900,-
Ver› á›ur le›uráklæ›i 145.400,- 109.900,-
Robson
Lyftistóll me› tauáklæ›i.
Ver› á›ur tauáklæ›i 180.900,- Nú 136.000,-
Ver› á›ur le›uráklæ›i 223.200,- Nú 167.900,-
Eitt líf – njótum fless
Amerískir hægindastólar í miklu úrvali á ótrúlegu jólatilbo›i í Betra Bak.
Ver› frá kr. 52.900,-
Ekki missa af flessu!!!
Romy
Lyftistóll me› le›uráklæ›i.
Ver› á›ur 219.900,-
Ver› nú kr. 165.500,-
Hrunamannahreppur | Allstór hópur
fólks fór á dögunum í Leppistungur,
nokkru sunnan Kerlingarfjalla en
þar er fjallaskáli fyrir leitarmenn og
aðra vegfarendur. Tilgangurinn var
að gera upp kofa sem löngu er af-
lagður og enginn veit hve gamall er
og bjarga þar með sögulegum verð-
mætum.
Í Hrunamannahreppi var stofn-
aður félagsskapur síðastliðinn vetur
sem heitir „Áhugafélag um verndun
sæluhúsa á afrétti Hrunamanna“,
skammstafað ÁSÆL.
„Við viljum bjarga frá glötun og
varðveita þessa gömlu leit-
armannakofa til að síðari kynslóðir
sjái við hvað menn bjuggu í eft-
irleitum hér áður fyrr,“ segir Unn-
steinn Hermannsson í Langholt-
skoti, formaður félagsins. „Þetta eru
sögulegar minjar og það er leið-
inlegt að sjá þessa gömlu kofa
grotna niður,“ bætir hann við.
Allt hefur sinn kostnað þá gert er
en sveitarfélagið brá við og veitti all-
nokkurn styrk til verksins. BYKO
var mjög rausnarlegt og gaf allt,
timburnagla o.fl., sem þurfti til og
vilja félagsmenn koma á framfæri
sérstöku þakklæti til BYKO fyrir
þann skilning sem það sýndi þessu
málefni.
„Það voru viss vonbrigði fyrir
okkur að fá ekki einhvern styrk úr
Pokasjóði á þessu ári en við munum
sækja um aftur en ákveðið er að
byggja upp kofann í Fosslæk á
næsta ári,“ segir Unnsteinn.
Hallgrímur Helgason, við-
urkenndur hleðslumaður og fyrrum
bóndi á Þorbrandsstöðum í Vopna-
firði, var fenginn til að stjórna verk-
inu. Hann hefur meðal annars ann-
ast uppbyggingu og viðhald á
Bustarfellsbænum í Vopnafirði en
Hallgrímur kom að því verki fyrst
17 ára gamall.
Kofarnir voru nauðsynlegir
Sem fyrr segir veit enginn hvenær
leitarmannakofinn var byggður.
Einn maður er þó enn á lífi, Eiríkur
Jónsson, fyrrum bóndi á Berghyl,
sem hefur legið í kofanum nótt eina í
eftirleit að hausti skömmu eftir 1940
ásamt þremur félögum sínum. Þá
var mikill hörkubylur og mældist 16
stiga frost í byggð. Ekki var um ann-
að að ræða þá en að binda hestana á
streng, sem kallað var, haus við tagl.
„Það var lítið sofið um nóttina, svo
illa leið okkur út af hestunum,“ segir
Eiríkur sem nú er á níræðisaldri.
Lítil kofahreysi eins og þetta hafa
oft bjargað eftirleitarmönnum í leit
að sauðkindum.
Félagsskapurinn ÁSÆL ætlar sér
í framtíðinni að stuðla að bættri um-
gengni á afréttinum, meðal annars
að merkja gönguleiðir.
Sögulegum verð-
mætum bjargað
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Á myndinni má sjá félagsmenn að störfum. Á vinstri myndinni eru frá vinstri þeir Karl Jónsson, Hilmar Jóhann-
esson, Haraldur Sveinsson, Einar Jónsson, Ævar Agnarsson og Hallgrímur Helgason. Á hinni myndinni eru frá
vinstri þeir Unnsteinn Hermannsson, Jón Óli Einarsson og Guðni Guðbergsson.
LANDIÐ
SUÐURNES
Keflavík | Stjörnuspor Reykjanes-
bæjar verður afhjúpað í annað
sinn í byrjun september við inn-
gang K-Sport-verslunarinnar sem
styrkir framkvæmdina. Ljósanæt-
urnefnd hefur valið Gullaldarlið
Keflavíkur 1964–1973 til að verða
þess heiðurs aðnjótandi að fá aðra
stjörnuhelluna í Hafnargötuna.
Viðurkenningin var veitt í fyrsta
sinn í fyrra en þá hrepptu Hljóm-
ar hnossið. Stjörnuspor Reykja-
nesbæjar er ætlað þeim ein-
staklingum sem skarað hafa fram
úr eða sett mark sitt á bæinn.
Gullaldarárin í knattspyrnu í
Keflavík hófust með fyrsta Ís-
landsmeistaratitli liðsins árið 1964
en á þessu tíu ára tímabili var lið-
ið í fremstu röð og vann Íslands-
meistaratitilinn í meistaraflokki
fjórum sinnum. Gullaldarliðið kom
bænum fyrst á kortið í knatt-
spyrnu og má með sanni segja að
Keflavík hafi lifað á þeirri frægð
síðan sem knattspyrnubær. Liðið
spilaði á þessum árum m.a. við
mörg frægustu lið Evrópu s.s.
Real Madrid, Everton, Tottenham
og fleiri.
Fyrsta Stjörnuspor Reykjanes-
bæjar var afhjúpað á Ljósanótt á
síðasta ári eftir útfærslu Ljós-
anæturnefndar á hugmynd Hilm-
ars Braga Bárðarsonar, frétta-
manns hjá Víkurfréttum.
Gullaldarlið
Keflavíkur hlýtur
Stjörnuspor