Morgunblaðið - 06.09.2004, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 06.09.2004, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ dóttir söng. „Gljúfrasteini – húsi skáldsins er ætlað að varðveita um ókominn tíma þá umgjörð og það andrúmsloft sem Halldór Laxness lifði og starfaði í ásamt fjölskyldu sinni. Við vonumst til að hér verði önnur miðstöð og kraftstöð umfjöll- unar og umhugsunar um skáldið og verk hans. Hin kraftstöðin liggur svo augljóslega í verkunum sjálfum. Ótal krækjur eiga svo vonandi eftir að myndast þar á milli,“ sagði Þórarinn Eldjárn. „ÞAÐ er nú skrítið fyrir mig að segja við frú Auði gakktu í bæinn, en ég geri það: Gakktu í bæinn, frú Auður,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráð- herra eftir að hann og Auður Lax- ness höfðu formlega opnað Gljúfra- stein – safn Halldórs Laxness við hátíðlega athöfn á laugardag. Auður þakkaði forsætisráðherra fyrir boðið og saman gengu þau fyrst inn í safnið sem nú er opið almenningi. „Nú á þjóðin þetta hús, en ég get ekki sagt að það hafi komið mér í opna skjöldu,“ sagði Auður þegar hún ávarpaði gesti við opnunina og nú væri hún í hópi annarra boðsgesta á sínu gamla heimili. Óskaði hún safninu velfarnaðar um ókomna tíð. Hún var ánægð eftir daginn og sagði hann hafa verið afar ánægjulegan. „Það hefur nú verið sagt að Hall- dór Laxness sé einfær um að halda minningu sinni á lofti sjálfur með lífs- hlaupi sínu og næstum því ofurmann- legu dagsverki, en þetta er viðbót af hálfu ríkisins – þjóðarinnar – að taka í útrétta hönd frú Auðar fyrir hönd fjölskyldunnar og mynda hér safn um heimili þeirra hjóna og rammann um það mikla starf sem hér var unn- ið,“ sagði Davíð áður en húsið var formlega opnað. Bað hann viðstadda að hugsa til þess, ef þetta frumkvæði fjölskyld- unnar hefði ekki komið til og ríkið ekki tekið í útrétta hönd, hvernig staðið hefði verið að málum seinna. Þá hefði þurft að safna upplýsingum og hlutum hvaðanæva fimmtíu til hundrað árum síðar til að bæta úr skömminni. Getur ekki farið betur á „Nú er það svo að sú sem gerst þekkir til – og nokkru sinni mun þekkja til – er sú sem afhendir þjóð- inni húsið. Það getur ekki farið betur á þessu að mínu viti,“ sagði Davíð og þakkaði Auði og fjölskyldu hennar innilega fyrir. Fjölmargir voru við- staddir opnunina, m.a. fjölmargir úr fjölskyldu Halldórs og Auðar, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti og ráðherrar. Þórarinn Eldjárn, formaður stjórnar Gljúfrasteins, bauð alla vel- komna og lýsti byggingu hússins og síðar þeim fjölmörgu viðfangsefnum sem stjórnin þurfti að takast á við þegar því var breytt í safn skáldsins. Bo Ralph, framkvæmdastjóri sænsku Nóbels-akademíunnar ávarpaði gesti og Sigrún Hjálmtýs- Gljúfrasteinn – hús nóbelsskáldsins hefur verið opnað almenningi „Nú á þjóðin þetta hús“ Morgunblaðið/Golli Auður Laxness og Davíð Oddsson klippa á borðann og opna Gljúfrastein formlega fyrir almenningi. DÓRA Guðbjartsdótt- ir, ekkja Ólafs Jóhann- essonar, fv. forsætis- ráðherra, lést á Landspítalanum í Fossvogi sl. föstudag, 89 ára að aldri. Dóra Guðrún Magdalena Ásta Guð- bjartsdóttir fæddist í Reykjavík 4. ágúst árið 1915, dóttir Guðbjarts Ólafssonar, skipstjóra og forseta Slysavarna- félags Íslands, og Ást- bjargar Jónsdóttur húsfreyju. Dóra varð stúdent frá MR árið 1935 og veturinn eftir gerðist hún heimiliskennari á Skúmsstöðum í Landeyjum. Dóra lauk prófi í forspjallsvís- indum og efnafræði fyrir læknastúdenta en starf- aði síðar á atvinnudeild Háskólans uns hún gekk í hjónaband. Hún starf- aði mikið fyrir Fram- sóknarflokkinn. Hinn 21. júní árið 1941 giftist Dóra Ólafi Jó- hannessyni, lögfræðingi, síðar prófessor, alþingis- manni og ráðherra. Ólaf- ur andaðist 20. maí árið 1984, 71 árs að aldri. Þau eignuðust þrjú börn; Kristrúnu, f. 1942, Guð- bjart, sem lést tvítugur árið 1967 og Dóru, f. 1951. Tvær telpur misstu þau skömmu eftir fæðingu í mars 1944. DÓRA GUÐBJARTSDÓTTIR Andlát ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur fyrir hönd íslensku þjóðarinnar sent Vladimír Pútín Rúss- landsforseta bréf með sam- úðarkveðjum til rússnesku þjóðarinnar vegna hinna skelfilegu at- burða í Beslan í Norður-Ossetí sl. föstudag. Endanleg tala látinna er enn ekki ljós en þetta er mann- skæðasta gíslataka í sögu Rússlands. Sendi samúðar- kveðjur til Rússlands VEFUR um Gljúfrastein – hús skáldsins var opnaður formlega af Matthíasi Johannessen eftir form- lega opnun safnsins. Þórarinn Eld- járn segir mikið af upplýsingum um safnið og skáldið á vefnum ásamt myndum og fleira. Hann sé ekki síst gerður til að auka aðgengi skóla- fólks að upplýsingum um Halldór. Matthías átti fjölmörg samtöl við Halldór Laxness sem urðu grund- völlur að bók Matthíasar Skegg- ræður gegnum tíðina, sem hægt er að nálgast á vef Gljúfrasteins, www.gljufrasteinn.is. Í ávarpi sínu vitnaði Matthías einmitt í orð Hall- dórs í bókinni: „Ég var að hlusta á útvarpið um daginn. Þar kom fram maður, sem spurður var frétta úr byggðarlagi sínu. Hann byrjaði frá- sögnina svona: „Vorið hefur verið gott fyrir sauðfé.“ Þessi maður kom mér í gott skap.“ Matthías sagði Halldór hafa sagt sveitasagnfræðina komna í blöðin. Fólk væri einnig hætt að leggjast í kör, en kör væri nokkurs konar þjóðfélagsstofnun. „Þetta orð, kör, er ekki til í erlendum málum. Þess vegna er ekki hægt að þýða skegg- ræðurnar á aðrar tungur.“ Halldóra Lena Christians, yngsta barnabarn Halldórs og Auðar, opn- aði við sama tækifæri margmiðl- unarsýningu í móttökuhúsinu. Á snertiskjám er ævi og verkum Hall- dórs Laxness gerð góð skil í máli og myndum. Vefurinn gljufrasteinn.is er unnin í samstarfi við vef Morg- unblaðsins. Gljúfrasteinn opinn til umheimsins „Að svo mæltu er þessi vefur opinn til alheimsins,“ sagði Matthías Johann- essen skáld og fv. ritstjóri þegar hann opnaði vefinn gljufrasteinn.is. „Á EINS árs afmæli lýðveldisins Ísland 17. júní 1945 sat ung kona, starfsmaður röntgendeildar Land- spítalans, í góðu veðri úti á svölum spítalans og vélritaði samning um byggingu húss á Gljúfrasteini, Mosfellssveit, samkvæmt teikn- ingu Ágústs Pálssonar arkitekts. Fáum dögum síðar hófst vinna á staðnum. Framkvæmdastjóri og byggingastjóri frá upphafi var þessi unga kona, Auður Sveins- dóttir. Húsbyggjandinn, unnusti hennar Halldór Laxness, hafði sagt við hana: Þú skalt ráða fram- kvæmdum. Ég get ekkert nema opnað budduna,“ rifjaði Þórarinn Eldjárn, formaður stjórnar Gljúfrasteins, upp, þegar safn skáldsins var formlega opnað á laugardaginn. „Ég man svo vel eftir þessu,“ segir Auður í samtali við Morg- unblaðið. „Ég fór út á svalir þegar ég átti frí í hádeginu og gerði þetta – kláraði það.“ Halldór hefði aldrei skipt sér af nokkrum hlut á heimilinu og því kom það í hennar hlut að sjá um allar framkvæmdir. Á þessum tíma, strax eftir stríð, vantaði allt byggingarefni og sem dæmi fengu þau sement alla leið að austan. Allt hefði verið frum- stætt vegna skortsins. Þórarinn sagði að Halldór hefði á þessum tíma setið löngum stundum á Eyrarbakka og verið að ljúka annarri smíð; Íslands- klukkunni. „Hálfu ári síðar, um jólin 1945, gengu þau Auður og Halldór í hjónaband og settust um leið að í nýja húsinu. Þar með hófst sagan sem gerði Gljúfrastein í einni svipan að einhverri helstu kraftstöð íslenskrar menningar og lista.“ „Í dag hefst nýr kafli í þeirri sögu. Þau kaflaskil má rekja til þess er það varð öllum heyr- inkunnugt 23. apríl 2002, á ald- arafmæli Halldórs Laxness, að ís- lenska ríkið hefði keypt hús, lóð og listaverk og jafnframt þegið gjörvallt innbú Gljúfrasteins að gjöf frá fjölskyldu skáldsins og skyldi þar komið upp safni,“ sagði Þórarinn. Lýsti hann því hvernig þriggja manna stjórn hefði tekið til starfa og haldið utan um endurbætur og breytingar á húsinu og nánasta umhverfi þess til að það gæti þjónað nýju hlutverki. Vélritaði samninginn á svölum Landspítalans Auður Laxness hélt utan um byggingu Gljúfrasteins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.