Morgunblaðið - 06.09.2004, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 06.09.2004, Qupperneq 12
MINNSTAÐUR 12 MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ SVÆÐIÐ sem verkefnið nær yfir er mjög stórt og nær frá Skeljabrekku í Borgarfjarð- arsveit, út fyrir Hafnarfjall og inn að Neðra- Skarði í Leirár- og Melasveit. Í upphafi var metið að það þyrfti að vinna á um 1.500 ha lands og nú hefur verið unnið að landbótum á um 80% þess svæðis. Verkefninu var hrundið af stað fyrir til- stuðlan Guðrúnar Jónsdóttur, fram- kvæmdastjóra Markaðsráðs Borgarfjarðar, sagði Þórunn. Breyta illa förnu landi í gott nytjaland Markaðsráð, sem nú hefur hætt störfum, leitaði eftir samráði við Landgræðsluna, Skógræktina, Búnaðarsamband Borg- arfjarðar og landeigendur á svæðinu um að vinna að því að hefja uppgræðslu og trjá- rækt á svæðum í grennd við Hafnarfjall. Til- gangur verkefnisins var að breyta illa förnu landi í gott nytjaland, auka gildi landsins í þágu landbúnaðar og útivistar auk þess að stuðla að auknu umferðaröryggi á svæðinu. Þá var verkefninu ætlað að stuðla að vernd- un og stækkun Hafnarskógar. Pokasjóður skiptir sköpum „Það skipti sköpum fyrir verkefnið að Pokasjóður tók það strax upp á arma sína og hefur styrkt það um 6 milljónir á ári frá upp- hafi,“ sagði Þórunn. „Án fjármagnsins frá sjóðnum hefðu fram- kvæmdirnar ekki gengið svona hratt og vel. Það skemmir heldur ekki fyrir sú einmuna tíð sem hefur verið undanfarin ár. Landeig- endur á svæðinu hafa lagt fram mikla vinnu til dæmis við áburðargjöf og Vegagerðin veitir mótframlög í skjólbeltagerð. Mun fleiri hafa þó lagt verkefninu lið og má þar nefna Skógræktarfélag Íslands, Borgarfjarð- arsveit og Vesturlandsskóga. Ekki má held- ur gleyma þætti Landgræðslunnar, en við leggjum til ráðgjöf við áætlanagerð og höld- um utan um verkefnið í heild sinni.“ Í sumar hafa verið gróðursettar 10.000 birkiplöntur í skjólbeltin á melunum og hluti plantnanna gróðursettur þannig að þær teygja sig upp í birkileifarnar sem eru fyrir á svæðinu.. Þá hefur 130 tonnum af áburði verið dreift í sumar. Mest á uppgræðslurnar en einnig var borið á jaðra gróðurleifanna sem voru á svæðinu í því skyni að efla stað- argróðurinn og stuðla að sjálfsáningu hans. Nýliðun á birki innan beitarsvæðis „Á hverju ári er metið hvar þarf að vinna. Allar aðgerðir eru skráðar inn á loftmynd af svæðinu og á þann hátt er auðvelt að fylgjast með framkvæmdum á milli ára,“ sagði Þór- unn. „Það er athyglisvert að skoða þessa nýju loftmynd og bera saman við eldri loft- myndir af svæðinu. Sérstaklega er merkilegt að sjá að landið lítur í grófum dráttum eins út á elstu loftmyndinni, sem er frá 1945, og á loftmyndinni frá árinu 2000. En frá árinu 2000 hefur ásýnd landsins gjörbreyst og það verður verulega gaman að skoða nýja loft- mynd af svæðinu þegar hún kemur.“ Hluti landsins er friðaður, en annars stað- ar er það notað til beitar. Þórunn segir að markviss beitarstjórnun komi mjög vel út. Féð er sett á beitilandið í byrjun júní og smalað í septemberbyrjun ár hvert. Á þann hátt er aldrei verið að ganga nærri gróðr- inum á viðkvæmum tímum vaxtarskeiðsins og meira að segja er töluverð nýliðun á birki innan beitta svæðisins. Ef þetta er hægt á örfoka svæði … „Þessi ótrúlegi árangur kemur mörgum á óvart,“ sagði Þórunn. „Margir hugsa sem svo að fyrst þetta er hægt á þessu örfoka svæði hlýtur að vera hægt að gera margt víða um land. Þessi árangur hlýtur að verða mörgum hvatning. Ég er viss um að reynslan hér á eftir að nýtast áfram á þessu svæði enda melarnir hér á Vesturlandi flestir líkir því sem hér er. Einnig verður hún yfirfærð á aðra staði á landinu eftir því sem hægt er.“ Þórunn er samhliða vinnu hjá Land- græðslunni í Msc-námi við Landbúnaðarhá- skólann á Hvanneyri og Msc-verkefnið henn- ar fjallar einmitt um árangursmat á landbótunum undir Hafnarfjalli. „Í verkefn- inu er ég ekki einungis að skoða vist- fræðilega þætti heldur einnig að kanna við- horf almennings á Vesturlandi til landbótanna,“ sagði hún. Ótrúlegur árangur sem kemur mörgum á óvart Ljósmynd/Þórunn Pétursdóttir Ásýnd landsins hefur gjörbreyst við landbæturnar eins og sjá má á myndunum sem teknar voru fyrir og eftir uppgræðsluátakið. Í sumar hefur m.a. 130 tonnum af áburði verið dreift. Þeir sem aka um veginn undir Hafnarfjalli hafa orðið vitni að ótrúlegum breytingum á ásýnd landsins á örfáum árum. Áður voru þarna örfoka melar, en nú virðist gróður hafa náð fótfestu hvar sem litið er. Þórunn Pétursdóttir, héraðs- fulltrúi Landgræðslunnar á Vesturlandi, sagði Ásdísi Har- aldsdóttur að árangurinn væri mun betri en nokkur vænti. TENGLAR ........................................................... www.land.is asdish@mbl.is VESTURLAND Mikil uppgræðsla hefur farið fram frá Skeljabrekku í Borgarfjarðarsveit og út fyrir Hafnarfjall Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Þórunn Pétursdóttir: Þessi árangur hlýtur að verða mörgum hvatning. Hellissandur | Snæfellsjökull hefur ekki farið varhluta af hlýindum í sumar og á undanförnum sumrum. Sumstaðar hafa jaðrar jökulsins hopað mjög mikið, allur hefur hann þynnst og er mikið sprunginn. Norðurhlíðin hefur þó haldið sér en þar liggur jaðarinn upp að miklum jökulgörðum og er hann þar enn nokkuð þykkur. Verra er með norðausturhornið, þar lá jök- ullinn fyrir nokkrum árum niður að Geldingafelli. Nú er hann horfinn þar af stóru svæði. Samfelldur jökull er nú ekki lengur í brekkunni suðvestan við Geldingafell. Þar hefur hryggur skotist upp úr ísbreiðunni í sumar og skilið eftir skafl slitinn frá aðaljöklinum og sá skafl minnkar nú dag frá degi. Morgunblaðið/Hrefna Magnúsdóttir Snæfellsjökull minnkar NEMENDUM við Landbún- aðarháskólann á Hvanneyri hefur fjölgað ört undanfarin ár. Enn varð fjölgun í haust, þótt hún sé minni en und- anfarin ár. Áhugi á fram- haldsnámi í landbúnaðar- fræðum fer vaxandi. Í ræðu Magnúsar B. Jóns- sonar rektors við skólasetn- ingu Landbúnaðarháskólans kom fram að liðlega 170 nemendur eru skráðir til náms í vetur en síðastliðinn vetur voru nemendurnir 160. Aukningin er öll í há- skólanáminu þar sem 100 nema nú á móti 82 síðasta vetur. Heldur færri nemendur eru nú í reglulegu námi við bændadeild, eða 37 á móti 39 í fyrra. Þá eru 33 nemendur skráðir í fjarnám, sjö færri en síðasta vetur. Magnús lét þess getið að ánægjulegt væri hvað áhugi á framhaldsnámi í landbún- aðarfræðum hefði aukist mikið. Það yki styrk Land- búnaðarháskólans sem menntastofnunar. Aukin ásókn í fram- haldsnám

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.