Morgunblaðið - 06.09.2004, Síða 13

Morgunblaðið - 06.09.2004, Síða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2004 13 – kraftur til flín! VI‹ GERUM GOTT BETRA KB ÍBÚ‹ALÁN LÆKKUM Í 4,2% FASTA VEXTI AFTURVIRKIR                                                                                      "                     #  SÍFELLT færist í vöxt að íslensk fyrirtæki nýti sér aðstöðu og vinnuafl í Kína, sem eru miklum mun ódýrari en gerist og gengur hér á landi. Var þetta meðal þess sem kom fram á fundi viðskipta- fulltrúa og -ráðgjafa, sem haldinn var á vegum Viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins (VUR) og Útflutningsráðs. Á fundinum var kynntur nýr upplýsingabæklingur fyrir íslensk fyrirtæki sem eru í útrásarhugleiðingum, en VUR og Útflutn- ingsráð bjóða slíkum fyrirtækjum upp á ráðgjöf um inngöngu á mismunandi markaði erlenda. Pétur Yang Li, viðskiptafulltrúi í sendiráði Ís- lands í Kína, sagði í samtali við Morgunblaðið að fundinum loknum að nú þegar væru tvö íslensk fyrirtæki með skrifstofur í Kína og þeim færi fjölgandi. Þá fjölgaði einnig þeim fyrirtækjum, sér í lagi í fiskiðnaði, sem sýndu því áhuga að hagnýta sér það ódýra vinnuafl sem í boði er í Kína og láta framleiða vörur sínar þar í landi. Í samtali við Morgunblaðið sagði sendiherra Íslands í Kína, Eiður Guðnason, að sem dæmi mætti nefna að Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna væri með skrifstofu í hafnarborginni Quingdao, sem hefur umsjón með þeirri vinnslu sem fer fram á vegum SH í Kína, og líklegt væri að fleiri fyrirtæki í fiskvinnslu sæktu til Kína í framtíð- inni. „Það eru ekki bara stór fyrirtæki sem hafa hag af því að láta framleiða fyrir sig vörur í Kína, heldur gætu millistór og smærri fyrirtæki íslensk grætt á slíku samstarfi við Kínverja,“ segir Eið- ur. „Launakostnaður þar í landi er um 8–10% af því sem gerist hér, og flutningskostnaður land- anna á milli er ekki svo hár að hann éti upp ávinn- inginn, sérstaklega ef varan er sæmilega verð- mæt.“ Menning og viðskipti Þá segir Eiður of algengt að íslensk fyrirtæki eigi viðskipti við Kínverja í gegnum milliliði, t.d. í Danmörku. „Þetta er óþarfi og leifar af gömlu kerfi. Yfirleitt eru kínversk fyrirtæki reiðubúin að eiga viðskipti við íslensk fyrirtæki þó að pant- anir séu ef til vill í smærra lagi,“ segir Eiður. Á áðurnefndum fundi VUR og Útflutningsráðs kynntu viðskiptafulltrúar í hinum ýmsu löndum starfsemi sína. Melchior Lippisch, sem er á suð- urströnd Frakklands, hefur einkum unnið með ís- lenskum fyrirtækjum á heilbrigðissviði og að- stoðað þau við að koma vörum sínum á markað í Frakklandi. Þeirra á meðal eru Focal ehf., sem þróað hefur gæðastjórnunarkerfi fyrir heilbrigð- isstofnanir, og Kine ehf., sem hannað hefur fyrsta tækið sem mælt getur rafboð í vöðvum líkamans með þráðlausum hætti. Þá sagði Unnur Orradóttir Ramette, viðskipta- fulltrúi við sendiráð Íslands í Frakklandi, frá því að síðar í þessum mánuði verður haldin Hálfs- mánaðarhátíð íslenskrar menningar þar í landi. Hafa íslensk fyrirtæki sýnt verkefninu mikinn áhuga og kom fram á fundinum að áhrifa- og ár- angursríkt geti verið að blanda saman viðskiptum og menningu á þennan hátt. Steve Dillingham, einn stjórnenda ráðgjafafyr- irtækisins Strategro í Bandaríkjunum, sem ný- lega hóf samstarf við VUR og ræðisskrifstofu Ís- lands í New York, sagði í samtali við Morgunblaðið að bandaríski markaðurinn gerði afar miklar kröfur til fyrirtækja sem þangað vildu sækja, sérstaklega á sviði líftækni og ann- arra tæknisviða. Viðskiptahugmyndir þyrftu að vera vel útfærðar og rannsakaðar og vísindin að baki þeim vörum sem selja ætti á markaði þyrftu að vera traust. Fyrir þau fyrirtæki sem uppfylltu þessar kröfur, og hefðu upp á að bjóða áhuga- verðar og sérstakar vörur, væri bandaríski mark- aðurinn afar gróðavænlegur. Borgar sig að framleiða í Kína Reuters Hagkvæmt Kínverskt starfsfólk við saumaskap í Shenzhen. Eiður Guðnason, sendiherra í Kína, segir að það séu ekki bara stór fyrirtæki sem hafi hag af því að láta framleiða fyrir sig vörur í Kína. SEM dæmi um ís- lenskt útrásarfyr- irtæki, sem nýtt hef- ur ráðgjafarþjónustu Viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneyt- isins og Útflutnings- ráðs, er Primex ehf., sem framleiðir kítín og kítósan úr rækju- skel, en kítósan- sáraumbúðir eru m.a. notaðar í sjúkrakassa George W. Bush, Banda- ríkjaforseta. Steve Dillingham hefur átt í samstarfi við fyrirtækið og sagði frá því að meðal þess sem kítósan er notað í eru sárabindi sem framleidd eru fyrir bandaríska her- inn. Primex er í samstarfi við fyr- irtækið Hemcon í Bandaríkjunum, sem hefur einkaleyfið á framleiðslu umbúðanna. Kítósan hefur hvetj- andi áhrif á storknun blóðs og hef- ur bandaríski herinn sýnt efninu mikinn áhuga. Framtíðin er björt Dillingham nefndi sem dæmi um þann áhuga að eftir hryðju- verkaárásina ellefta september 2001 hafi mönnum verið ljóst að stefndi í vopnuð átök. Þá hafi efnið verið sett á svokallaða hraðbraut í gegnum vottunarkerfi lyfjaeftirlitsins í Banda- ríkjunum, og hafa kítós- anumbúðir verið not- aðar í Afganistan, Írak og víðar. Þá séu engar sáraumbúðir í sjúkrakassa Bandaríkjaforseta nema kítósanumbúðir frá Primex og Hemcon. Dillingham segir það ljóst að náist samningar við Banda- ríkjaher sé um afar háar upphæðir að ræða og að framtíðin sé því björt fyrir Primex. Nógu gott fyrir forsetann Plásturinn tilbúinn? George W. Bush ● MARGMIÐLUNARKERFI nýopnaðs Þjóðminjasafns var keypt frá Ný- herja. Í kerfinu eru m.a. upplýs- ingastandar, myndvarpar, netspil- arar, flatskjáir, hljóðkerfi og stjórnbúnaður. „Á fjölmörgum stöðum í safninu gefst gestum kostur á að stjórna, í gegnum gagnvirka upplýs- ingaskjái, kynningum eftir eigin höfði án þess að þær trufli aðra gesti þar sem hljóðið frá þeim er einangrað við staðsetningu stand- anna. Einnig verður hægt að velja með gagnvirkum hætti hljóð- skilaboð frá ólíkum tímum. Þá munu fjölmargir skjávarpar og flatskjáir sýna myndefni frá netspil- urum sem stjórnað verður frá skrif- stofu safnsins,“ segir í tilkynningu frá Nýherja. „Á tveimur stöðum í safninu, annars vegar í kirkju og hins vegar í baðhúsi, verður kynn- ingum stjórnað með hreyfiskynj- urum. Þannig fer í gang kynning með hljóðskilaboðum þegar gestir skoða viðkomandi svæði og verður lýsing í takt við skilaboðin.“ Safnið hefur samið við Nýherja um alla þjónustu við tæknibúnað safnsins. Margmiðlunarkerfi Þjóðminjasafns frá Nýherja ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.