Morgunblaðið - 06.09.2004, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 06.09.2004, Qupperneq 22
22 MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er margt merkilegt við Ís- land. Á Íslandi eru fallegustu fjöllin, heitustu hverirnir, stærstu jökl- arnir og svo mætti lengi telja. Á Ís- landi er líka mikil og góð hefð fyrir því að starfsstéttir séu lögvernd- aðar. T.d. má ekki hver sem er leggja rafmagn í íbúðirnar okkar. Nei, vegna þess að til þess þarf sér- stakt nám og próf. Ekki má heldur hver sem er keyra leigubíl- inn sem við tökum og því síður strætó. Nei, til þess þarf meira- próf. Allir búa við öryggi … Það þarf sem sagt sér- þjálfað vinnuafl í nán- ast allt í okkar tilveru. Og það eru líka til starfsheiti yfir flest sem við vinnum við. Það eru til ræstitæknar, skólaliðar, hagfræðingar og læknar, fé- lagsráðgjafar, skrifstofutæknar, verkfræðingar og svo mætti lengi telja. Það má sem sagt segja að Ís- lendingar búi við visst öryggi í þess- um efnum. Þannig að við getum nánast treyst því að ef einhver starfar sem læknir, þá er hann lík- lega læknir og hefur menntun til þess. Og ef við förum upp í leigubíl, þá getum við nánast treyst því að bílstjórinn sé með meirapróf. Annað væri lögbrot. … nema börnin okkar En ef við sendum börnin okkar í skólann kemur annað á daginn. Sér- staklega í skólum á landsbyggðinni. Sums staðar er nefnilega innan við helmingur kennara við skólana með kennsluréttindi. Það er samt oftast mjög hæft fólk sem kemur að kennslu barnanna. Mjög oft há- skólamenntað fólk, en hefur samt ekki réttindi til að kenna. Eða hvað? Jú, það hefur réttindi til að kenna vegna þess að einhver nefnd má veita því tímabundin réttindi. Til eins árs í senn. Nema að viðkom- andi leiðbeinandi sé ekki með há- skólapróf. Þá þarf sérstaka und- anþágu frá menntamálaráðherra. Rútupróf á undanþágu Síðasta vor ætluðu 40 börn í skóla- ferðalag. Því miður fékkst enginn bílstjóri á rútuna sem þau ætl- uðu með, þannig að einn kennarinn sótti um undanþágu til að fá að keyra börnin í þessu ferðalagi. Samgöngu- ráðherra veitti und- anþágu frá meiraprófi fyrir viðkomandi kenn- ara í eina viku, þannig að börnin komust í ferðalagið. Að vísu fékk bílstjórinn ekki sömu laun og rétt- indabílstjóri hefði fengið, þannig að þetta var sparnaður fyrir skólann. Hvít lygi Auðvitað var þetta dæmi að framan ekki satt. Það hefði nefnilega eng- inn fengið undanþágu til að keyra 40 börn í rútu. Það er bara óhugs- andi. Það má enginn gera eitthvað sem hann hefur ekki réttindi til. Enginn má stjórna gröfu án rétt- inda; enginn má stunda lækningar án réttinda; enginn má vera prestur án réttinda; enginn má keyra bíl án réttinda og enginn má leggja raf- magn án réttinda. Það er óhugsandi að gefa undanþágur vegna þessa. Réttindalausir kennarar Nema hjá kennurum. Þar má veita undanþágur frá lögum um lögvernd á starfsheiti grunnskólakennara. Það er meira að segja til sérstök undanþágunefnd. Hún hefur það hlutverk að veita þeim sem eru ekki með kennsluréttindi og sækja um að kenna í grunnskólum und- anþágu. Ef viðkomandi umsækjandi hefur háskólapróf fær hann und- anþágu hjá nefndinni en ef hann hefur ekki háskólapróf er ráðherra heimilt að veita undanþágu í trássi við úrskurð nefndarinnar. Það er meira að segja gert ráð fyrir þessu í kjarasamningum! Auðvelt starf Margir halda að það sé auðvelt starf að vera kennari. Löng frí og stuttur vinnudagur. Það má vel vera að það líti þannig út en það eru fáar eða engar stéttir sem taka vinnuna með heim til sín í jafnmiklum mæli og kennarar gera. Það eru líka fáar stéttir sem hafa jafnmikil áhrif á börnin okkar og kennarar. Kenn- arar eru starfandi með börnunum í átta tíma á dag, níu mánuði á ári. Ef það er einhver stétt í þjóðfélaginu sem þarf á hæfu og dugmiklu starfsfólki að halda, þá er það kenn- arastéttin. Ódýrt vinnuafl Því miður er það nú þannig að það er gert ráð fyrir leiðbeinendum í kjarasamningum. Ekki ætla ég að gera lítið úr leiðbeinendum enda fylli ég þann flokk sjálfur. Það sem mér svíður hins vegar er sú stað- reynd að stéttarfélag kennara skuli sætta sig við þessa stöðu. Það er nefnilega staðreynd að leiðbein- endur halda launum kennara niðri. Það er hinn blákaldi veruleiki. Ódýrt vinnuafl Valdimar Másson skrifar um starfsréttindi ’Það er nefnilega stað-reynd að leiðbeinendur halda launum kennara niðri.‘ Valdimar Másson Höfundur er skólastjóri tónlistarskóla. UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is GUÐMUNDUR nokkur Guðmund- arson hefur farið mikinn í Morgun- blaðinu gegn nútíma ljóðagerð og fór enn hinn 24. 06. 04. Það sem vekur mesta athygli mína í skrifum hans er, hversu óvæginn hann er í garð nútíma ljóðagerðar. Hann kallar skáldin ruglukolla og að enginn þeirra hiki við að ljúka leirhnoðinu með undirskriftinni skáld. Án þess að verða sér til skammar. Hann kallar nútímaskáldin furðufugla, sem séu að reyna að bylta ljóðagerðinni. Og þeir hiki svo ekki við að kalla sig prósa- skáld, til þess eins að upphefja ruglið í sjálfum sér. Hann spyr svo; fyrir hvern þessir ruglukollar séu að yrkja. Og svarar: Að það sé fyrir öfgafull nið- urrifsöfl, sem hafi það að markmiði að gera að engu hina einstæðu afurð hinna snjöllu ljóðskálda. Svo hafi þetta slys, nútímaljóðin og atómljóðin, riðið yfir þjóðina eins og holskefla. Áður fyrr hafi menn haft ánægju af því, að velta fyrir sér mismunandi brag- arháttum ljóða, en við þetta slys hafi í kjölfarið komið annar háttur: Kjaft- háttur ruglukollanna. Svo minnir hann á, að Fréttablaðið og Edda hafi efnt til ljóðasamkeppni. Þar sem 130 skáld hefðu sent inn 400 ljóð og flest þessara ljóða sem birt voru, hafi borið sorglegt vitni um niðursveiflu í ljóðagerð. En veltum nú svolítið fyrir okkur, hvers vegna staða ljóðsins er komin út á þessa braut. Og þá hvers vegna staða hinna snjöllu ljóða, sem Guð- mundur kallar glæsiljóð, er ekki betri en raun ber vitni? Og hvað varð til þess að menn fóru almennt að hætta að yrkja rímuð ljóð, bundin stuðlum og höfuðstöfum? Ég held að þessi góðskáld, og það voru þau mörg, hafi verið skemmti- kraftar þeirra tíma. Þetta var það sem þjóðin hafði sér til dægrastyttingar. Menn gengu með ljóð þeirra upp á vasann og lærðu þau utanbókar. Og kváðust á. Ljóð voru þá vinsæl. Þau voru sjónvarp og tölvuleikir þeirra tíma. Rímandinn var þá á meðal þjóð- arinnar. Og menn ortu: Nú er úti veður vott. Verður allt að klessu. Ekki fær hann Grímur gott að gifta sig í þessu. Sá sem orti þannig var ljóðskáld. En tímarnir breyttust og mennirnir með. Og meiri afþreying kom og þá minnk- aði áhuginn fyrir ljóðinu. Og menn leituðu annað eftir innblæstri. Og upp- úr miðri öldinni komu fram ljóðskáld með nýja tegund ljóða. Ljóðskáld, sem ortu nýstárlega. Þar á meðal var Steinn Steinarr, sem svo sagði 1950 tveimur árum eftir að hann gaf út ljóðabók sína. Tíminn og vatnið: ,,Hið hefðbundna ljóðform er nú loksins dautt.“ Upp úr þessu hófst nýtt skeið í ís- lenskri ljóðagerð. Þar sem skáldin vörpuðu að mestu leyti stuðlum, höf- uðstöfum og rími fyrir róða. Þar var Steinn Steinarr fremstur meðal þeirra, sem formbyltu og endurnýj- uðu íslenska ljóðlist. Og þá þvarr að mestu áhugi manna fyrir rími, stuðl- um og höfuðstöfum. Og menn fóru að nýta sér frjálsræðið og komust að því, að hægt var að tjá sig úr dýpi hjartans án þess að vera bundinn á klafa forms- ins. Og að hið óbundna ljóð gat verið tær snilld hjá þeim sem höfðu eitthvað að segja. Því það spannar haf manns- andans. Þar sem myndmálið kemur í stað formsins. Það getur líka auðveld- lega þróast, dýpkað og risið. Og í dag eigum við skáld, sem hafa helgað sig þessu myndmáli. Stórskáld, sem standa hinum gömlu stórskáldum ekki að baki. Má þar nefna Þorstein frá Hamri, Sigurð Pálsson og Gyrði Elíasson. Bandaríska skáldið McLeish gekk svo langt að segja, að ljóðið ætti ekki að merkja heldur vera. En leynd- ardómur þessara orð er kannski sá, að ljóð sem er, er þarna vegna þess að einhver hafði eitthvað að segja. En það er talað um leirskáld, leir- hnoð og leirburð þeirra og þá í merk- ingunni að ljóða illa, en þau eru líka að reyna að tjá sig og hafa til þess fullan rétt. Það skal hver athuga. Ég vil í lokin beina orðum mínum til Guðmundar og biðja hann framvegis að gæta orða sinna, er hann talar um nútímaljóð og prósaskáld. Því þau munu lifa á meðan menn draga and- ann. Og ef hann vill koma hinu gamla ljóðaformi til vegs og virðingar á ný, þá beiti hann öðrum aðferðum. Ég persónulega hallast frekar að óbundn- um ljóðum og myndmáli þeirra. Því fyrir mér hefur: Nú er úti veður vont. Breyst í: Stafalogn Á stundum eftir storminn þegar veðravonin verður ekki meiri en stafalogn kviknar í brjóstinu krefjandi löngun af mætti minninganna að standa í stafni stefna á mið sjá himin og haf fallast í faðma kærleikans á kvöldrekinu finna fiðringinn alsæll á nafla alheimsins að draga dágóðan þann gula gráðugan. HAFSTEINN ENGILBERTSSON, Nónvörðu 4, 230 Reykjanesbæ. Til varnar ljóðinu Frá Hafsteini Engilbertssyni: ÓVÆGIN gagnrýni hefur komið fram á dreifikerfi Símans í fjöl- miðlum að undanförnu og þykir Símanum ástæða til að draga upp nokkrar staðreyndir. Síminn hefur í næstum 100 ár fjár- fest gríðarlega í dreifikerfi sínu og stöðugar viðbætur hafa litið dagsins ljós eftir því sem ný tækni hefur komið fram. Dreifing á staf- rænu sjónvarpsefni um fjarskiptanet Sím- ans er ný tækni sem eykur möguleika á nýtingu á fjar- skiptakefunum. Slík nýting kerfisins styð- ur svo aftur við og eykur möguleikana á því að hag- kvæmt verði að efla dreifikerfi fyrirtækisins enn frekar. Síminn hefur ákveðið að taka þátt í efn- isveitu gæðaefnis með þetta sjón- armið að leiðarljósi. Dreifikerfi Símans er öflugt í dag, ekki síst í alþjóðlegum sam- anburði. Síminn hefur byggt upp GSM- og NMT-kerfi Símans sem samtals nær nú til 99% þjóð- arinnar, ADSL-þjónustan nær til 92% þjóðarinnar og ISDN nær til um 99,6% þjóðarinnar auk þess sem breiðband Símans nær til um 35.000 heimila. 90.000 heimili sjá sjónvarp yfir ADSL Ein af ástæðunum fyrir því að Síminn hyggur á stafrænt sjón- varp yfir ADSL er að nýta þá miklu fjárfestingu sem liggur í fjarskiptakerfunum. ADSL-kerfið nær til um 90.000 heimila á land- inu og er þegar í boði á 40 stöðum á landinu. Reiknað er með því að stafrænt sjónvarp fari yfir ADSL á öllum þeim stöðum í framtíðinni. Síminn sér kjörið við- skiptatækifæri með sjónvarpi yfir ADSL. Með því eykst nýting kerfisins umtalsvert. Auknar tekjur stuðla að því að hægt er að leggja ADSL í minni bæjarfélög en gert er í dag, sem að öðrum kosti ættu ekki kost á þessari þjónustu. Þannig má koma til móts við fjölmörg bæjarfélög sem sóst hafa eftir ADSL- þjónustu en ekki fengið til þessa. Lykilatriði er að geta veitt vin- sæla sjónvarpsþjónustu um kerfið, og því vill Síminn taka þátt í efn- isveitu með Skjá einn, enska bolt- ann og erlendar stöðvar breið- varpsins sem fyrstu burðarbita. Einnig eru í gangi viðræður um dreifingu efnis frá fleiri sjónvarps- stöðvum. Alþjóðleg þróun Síminn fer svipaða leið og önnur framsækin símafyrirtæki í heim- inum. France Telecom hefur farið þessa leið og gefist vel. Þeir eru komnir með um 500 þúsund við- skiptavini og eru farnir að veita sjónvarpi yfir ADSL í París, Marseille, Nice og Lyon. Örar breytingar í tækni hafa leitt til þess að símafyrirtæki veita ekki eingöngu hefðbundna símaþjón- ustu heldur geta boðið upp á fjöl- breytta, gagnvika afþreying- armöguleika. Síminn er fyrirtæki sem vill veita viðskiptavinum sín- um fjölbreytta þjónustu í framtíð- inni, svo sem í formi samskipta, tölvuleikja og sjónvarpsdreifingar. Það er ekki höfuðatriði með hvaða tækni við veitum þjónustuna, hvort sem það internetþjónusta og sjónvarp um breiðband eða um ADSL-kerfi Símans. Fjarskipta- kerfi Símans myndar eina heild þar sem þjónustan og möguleik- arnir eru fjölmargir og spennandi. Með gagnvirku sjónvarpi verður möguleiki á að nýta ýmsa þjón- ustu í sjónvarpi sem í dag er að- eins aðgengileg um nettengda tölvu eða GSM-síma. Má þar nefna tölvupóst og smáskilaboð. Þá má búast við að framboðið komi til með að aukast nokkuð á næstu árum þar sem ýmsir er- lendir aðilar hafa sýnt áhuga á dreifingu á efni um ljósleið- arakerfi Símans. Samningur Sím- ans um kaup á fjórðungshlut í efn- isveitu styðja þau áform Símans að þróa og efla stafrænt sjónvarp á Íslandi þannig að það standist alþjóðlegan samanburð. Sjónvarpsþjónusta styrkir dreifikerfi Símans Eva Magnúsdóttir skrifar um dreifikerfi Símans ’Síminn fer svipaða leiðog önnur framsækin símafyrirtæki í heim- inum.‘ Eva Magnúsdóttir Höfundur er upplýsingafulltrúi Símans. Á ÁRUM seinni heimsstyrjaldar varð til mikill markaður fyrir múrsteina. Einn af þeim sem settu upp steina- steypu var Eyjólfur Jóhannsson kenndur við Mjólkurfélagið. Eyjólfur kom sér upp aðstöðu þar sem mætast Hafnarfjarðar- og Vífils- staðavegur. Þarna í nágrenni fór svo að myndast þéttbýli á stórum lóðum. Að styrjöld- inni lokinni var á landi Eyjólfs skipu- lagt einbýlishúsahverfi og var það kallað Silfurtún. Sem sannur kapítal- isti var Eyjólfur ekkert að blanda sveitarfélaginu í þetta, hann lagði skólp, vatn og götur. Lóðirnar voru seldar á 25000 kr. árið 1958. Með við- reisnarstjórninni fór hreppurinn að leggja götur, þar sem heita flatir og innheimta gatnagerðargjald. Eig- endur Arnarness létu skipuleggja og seldu nýríkum Reykvíkingum lóðir. Einn eigendanna komst í skuld á bíla- verkstæði og lét eigandann fá lóð upp í skuldina, þar byggði hann hús með rúmgóðum bílskúr. Í skúrnum stund- aði hann sitt handverk, þetta pirraði nágrannana sem kvörtuðu við sveit- arstjórann Ólaf G. Einarsson. Ólafur svaraði þá að lítið væri hægt að gera, þetta væri eini maðurinn í hverfinu sem ekki væri með vinnukonuútsvar. Trúir upprunanum voru Garðbæingar fljótt framarlega í byggingatækni, þar var snemma sett upp húseiningaverk- smiðja, gerði það Sigurlinni Péturs- son. Verksmiðja Sigurlinna framleiddi húseiningar úr steinsteypu, sú fyrsta hér á landi. Á fleiri sviðum voru Garðbæingar framarlega, þeir byrj- uðu fljótt á því að ganga frá götum áð- ur en byrjað var að byggja og höfðu allar lagnir í sérstökum brautum við hliðina á götunum. Ágætur mannfræðingur var spurð- ur að því hvernig Garðbæingar væru. Hann hugsaði sig aðeins um og svaraði svo: 10% eru venjulegt fólk, 5% eru búnir að meika það og 85% eru alveg að meika það. GESTUR GUNNARSSON, tæknifræðingur, Flókagötu 8, Reykjavík. Garðabær Frá Gesti Gunnarssyni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.