Morgunblaðið - 06.09.2004, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 06.09.2004, Qupperneq 26
MINNINGAR 26 MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Kallið er komið, komin er nú stundin, Elsku Doddý mín, þessi orð úr sálminum komu mér í hug er við fréttum látið þitt. Þótt svo þetta verði endirinn hjá öllum, þá vorum við innst inni að vona að þú kæmist heim til ættlandsins. Já, það er óhætt að segja það, hjá okkur Kalla að margs er að minnast. Ég man alltaf fyrst er ég hitti þig, Doddý mín. Við Kalli vor- um nýfarin að búa og komin með tvö börn og þú varst á Húsmæðra- skólanum á Ísafirði, þá komstu út eftir að heimsækja okkur. Þið Kalli voruð nánast eins og systkini og þú varst alltaf svo elskuleg við mig. Svo liðu árið og þú giftist líka, honum Vinný þínum, en ætíð er þið komuð hingað heim gistuð þið hjá okkur á Traðarstígnum. Þá var nú oft glatt á hjalla. Það var okkur ómetanlegt er þú komst til okkar til London er frændi þinn var svo mikið veikur, þá komstu til að styðja okkur og styrkja þar sem við vorum bæði mállaus. Okkur auðnaðist líka einu sinni sú gæfa að heimsækja ykkur hjónin og fjölskyldu ykkar til Tex- as, það er óhætt að segja að þar ríkti sannur fjölskylduandi. Elsku Doddý mín, okkur Kalla finnst við hafa misst systur okkar þar sem þú varst, við náðum líka svo ótrúlega vel saman. Þessar fátæklegu línur langar mig að enda á þessum fallega sálmi. Ég trúi á ljós, sem lýsi mér, á líf og kærleika, á sigur þess, sem sannast er, og sættir mannanna. Á afl sem stendur ætíð vörð um allt, sem fagurt er, á Guð á himni, Guð á jörð og Guð í sjálfum mér. (Ólafur Gaukur.) ODDNÝ ESTHER MAGNÚSDÓTTIR CERISANO ✝ Oddný EstherMagnúsdóttir Cerisano fæddist í Bolungarvík 31. maí 1936. Hún lést í Houston í Texas 28. júlí síðastliðinn og var minningarathöfn haldin um hana í Aðventkirkjunni í Reykjavík 5. septem- ber. Kæri Vinný og fjöl- skylda, Hörður, Gret- ar og fjölskyldur, við Kalli sendum ykkur innilegar samúðar- kveðjur. Elsku Doddý, hafðu þökk fyrir allt og allt, guð geymi þig, elsku vina. Martha og Karvel Pálmason. Við Doddý kynnt- umst í strætó, „Soga- mýri-Rafstöð“. Það var ekki hægt annað en að taka eftir þér, þú fórst alltaf úr á enda- stöðinni, Rafstöð. Þar áttir þú heima. Leggjalöng með langar svartar fléttur og græn augu. Í þá daga var strætó nokkurs konar samkomustaður á hjólum. Allir vissu hvar hver og einn átti að fara út. Ekki voru bjöllur til að ýta á, nei! Bílstjórinn kallaði Soga-vegur, Tungu-vegur o.s.frv. Nokkrum árum seinna lágu leið- ir okkar aftur saman, við unnum í verslunum við Laugaveginn. Alltaf var farið í hádeginu á kaffihúsið á Bankastræti 11. Þar mætti líka Ás- laug vinkona okkar. Þessi þrenn- ing sat þarna yfir léttu snarli og ræddi um bíómyndir, strákamálin og hvort við ættum að bregða okk- ur á Borgina það kvöldið. Hótel Borg var staður unga fólksins, þar var spiluð lifandi músík og dansað til klukkan hálftólf. Þar var tjútt- að, talað og hlegið. Stundum náðist að labba einn rúnt í baby doll skóm og nælonsokkum. Svo var farið heim í strætó. Síðasti vagninn í Sogamýri klukkan tólf. Þið Vinny byggðuð ykkur fram- tíðarheimili í Houston, Texas. Þar varst þú nokkurs konar sendiherra Íslands. Alltaf var heimili ykkar Vinny opið Íslendingum. Þar var oft gestkvæmt og töluð íslenska. Vinny fann Íslendinginn fljótlega í Doddý sinni og sá til þess að hún hefði tækifæri til að koma heim til Íslands á hverju ári og oftast kom hún með börnin sín. Það voru ófáar ferðirnar sem Doddý fór í skóla barna sinna, sýndi myndir og fræddi börnin um Ísland. Einnig fór hún á peysufötum með rokkinn sinn og kynnti hvernig ullin væri unnin í flík. Hún saumaði upphlut á dætur sínar þrjár og dætur þeirra. Handavinnan lék í höndum þínum, hekl og prjón og saum úr línum fínum. Þú ætlaðir að koma heim í ágúst, síminn hringdi: Hún Doddý er dá- in. Ég sit hljóð. Glímunni er lokið, sjúkdómurinn tók völdin. Þú kvaddir þennan heim með bros á brá og bráðum færðu annan heim að sjá. Þá er sælt að svífa sæl á braut þar sem enginn þarf að líða þraut. Sigríður Hannesdóttir. Góð vinkona er fallin frá alltof fljótt að okkar mati sem þótti vænt um hana. Það var barist hraustlega við ill- vígan sjúkdóm til að fá að vera lengur meðal allra ástvinanna en við ráðum víst litlu þegar okkur er ætlaður annar verustaður. Margs er að minnast og margt kemur upp í hugann þegar litið er til baka, all- ar þær ógleymanlegu stundir í leik, vinnu og námi sem nú ylja, ber þá hæst samvera okkar á Ísa- firði námsárin þar og allar góðu stundirnar með Rósu og Magnúsi foreldrum Doddýar þegar við bjuggum saman í sæluhúsinu við Elliðaárnar þar sem alltaf var tek- ið á móti mér sem einni af fjöl- skyldunni. Þó fjarlægðin væri mikil þegar Doddý flyst til Ameríku slitnuðu aldrei vináttuböndin, hún hélt fast utan um sína vini. Ísland og allt sem viðkom landi og þjóð var henni hugleikið og sýndi hún það í verki er hún ung móðir í fjarlægu landi tók gítarinn sinn og íslenska rokkinn, klæddi sig uppá í hátíð- arbúning og fór í skólana í sínu hverfi, sagði frá landinu sínu sem henni þótti alltaf mest til koma. Veit ég að þar fór glæsilegur fulltrúi okkar. Ég sé hana fyrir mér brosandi og afar aðlaðandi unga konu með blikandi beltis- spennur og bringusilfur, þannig vil ég muna Doddý. Eftir lifir minning um góða vinkonu. Laufin falla af lífsins tré og lenda við fætur mér í litum þeirra og lögun sé ég lifandi mynd af þér. (H.T.) Ég votta bræðrum Doddýar, Herði, Grétari og fjölskyldum, eig- inmanni, Vincent, og börnunum hennar mína dýpstu samúð og óska þeim styrks í sorginni. Svana Jósepsdóttir. Æskuvinkona mín, Oddný Magnúsdóttir, hefir kvatt þetta líf eftir langvinn og erfið veikindi. Þótt hún dveldist áratugum saman erlendis, hélt hún ávallt nánu sam- bandi við vini sína og ættingja hér heima. Hún kom svo oft sem kost- ur var til lengri og skemmri dvalar með eiginmanni sínum, Vincent Cerisano og börnunum. Búandi í sólríku Texasríki þótti henni alltaf jafn dásamlegt að fá kaldan gust á kinn og ekki sakaði dálítil rigning- arskúr. Samhent voru þau hjón í gest- risninni og á heimili þeirra var notalegt að dvelja. Til þeirra leit- uðu námsmenn og ferðalangar um ýmsa aðstoð og heimili þeirra hefir um áratuga skeið verið opið Ís- lendingum í Houston og nánd. Oddný hélt móðurmálinu óskertu alla tíð. Hún varðveitti barnatrú sína og kom með börn- unum heim, þegar tími var til kom- inn, að þau gætu staðfest kristin trúarheit sín á íslensku. Það sem einkenndi hana öðru fremur, var sálarkyrrð góðrar mannveru, um- burðarlyndi og mild kímnigáfa. Það var því ávallt gleðiefni að heyra í henni og að hitta hana. Ég þakka henni tryggð við mig og mitt fólk. Hún fylgdist náið með börnunum og barnabörnunum. Í þeirra huga var hún góða frænkan í Ameríku, sem alltaf mundi eftir öllum merkisdögum. Ekkert varð af fyrirhugaðri ferð hennar hingað heim á þessu sumri og nú verða heimsóknirnar ekki fleiri. Epíkúros sagði, að af öllu því sem viskan gefur okkur til ham- ingjuauka í lífinu öllu, væri vin- áttan mikilvægust. Ég þakka Odd- nýju Magnúsdóttur fyrir það, að hafa átt hana að vinkonu. Við Örn sendum Vinny og öllum öðrum ástvinum Doddýar okkar dýpstu samúðarkveðjur. Áslaug Guðbrandsdóttir. Vinkona mín, Oddný Magnús- dóttir, lést í heimaborg sinni, Houston í Bandaríkjunnum. For- eldrar hennar fluttust til Reykja- víkur frá Bolungarvík. Ástæðan voru veikindi móður hennar, sem fór á Vífilsstaðahæli. Magnús, faðir Oddnýjar, var smiður að atvinnu og fékk starf við rafmagnsstöðina við Elliðaár. Þar byggði hann fjöl- skyldu sinni lítið notalegt hús í yndislegu umhverfi. Rósa, móðir Oddnýjar, var ein af þeim heppnu að ná heilsu sinni eftir kynni sín af hvíta dauðanum. Var hún mikil hannyrða- og hagleikskona, saum- aði peysuföt og hvað sem var. Kynni okkar Oddnýjar hófust árið 1973, þegar ég ásamt fjöl- skyldu minni fluttumst frá Maine til Houston í Bandaríkjunum. Að mér nýkominni birtist þessi fal- lega, hávaxna kona mér í mínu um- hverfi. Var það mikil hjálp að eiga hennar ráð hvað við kom þessu nýja óþekkta þjóðfélagi. Síðar fluttist ég í nágrenni við hennar heimili. Við riðum ekki húsum hvor hjá annarri, en töluðumst við á hverjum degi, lásum bréf frá Ís- landi sem við fengum send, deild- um fréttum að heiman. Eins nutu börnin okkar góðs af, kynntust hvert öðru. Oft var farið í sund- laugina hjá Oddnýju og Vinnie. Hann var atvinnuhermaður í flug- hernum. Oddný var meistarakokk- ur og marga máltíðina bauð hún mér og fjölskyldu minni uppá. Eins grillaði Vinnie marga pylsuna og steikur handa minni fjölskyldu. Í gegnum Oddnýju kynntist ég fjöl- skyldu hennar á Íslandi og eins kynntist hún minni fjölskyldu. Gott var þetta fyrir okkur félagslega og eins tungumálalega séð, íslensk- unni haldið við. Veit ég, að börn Oddnýjar skilja íslensku og tala hana. M.a. kom Oddný mjög oft til Íslands með þau. Þar sýndi Vinc- ent, maður hennar, mikinn skilning á þörfum Oddnýjar. Má segja að næstum flest sumur hafi verið far- ið ,,heim“. Oddný var einstök manneskja á margan hátt. Ef einhver Íslend- ingur þurfti einhvers með, þá var Oddný þar, hjálparhella margra eins og verndarengill. Gekk þetta stundum svo langt að ótrúlegt og einstakt er, og Vincent umbar þetta. Hafi þau allra þakkir fyrir. Oddný var gleðinnar kona, hafði gaman af söng og fjöri. Hún stóð fyrir þorrablótum fyrir landann í Houston. Ekki fengum við mat sendan annan en þann sem við Ís- lendingarnir áttum í fórum okkar eftir heimferðir okkar sjálfra. En mitt ílag var m.a. að baka flatkök- ur og skonsur, en hún skaffaði meirihlutann. Mér er kunnugt að Oddný var rétt einu sinni á ferð frá Íslandi drekkhlaðin íslenskum mat, náði ekki í tengiflug til Houston og varð þess vegna að dvelja næturlangt í New York. Mikill hiti var, en Oddný dó ekki ráðalaus, kom matnum fyrir í bað- kerinu og setti á fulla kælingu í herbergjunum, svo að maturinn skemmdist ekki. Dúðaði sjálfa sig og lét sig hafa það þótt kalt væri. Sjúkdómi sínum tók hún eins og hetja, barðist meðan stætt var, en tók svo lokunum af æðruleysi. Hún sagði við mig: Án Vinnies hefði ég ekki getað þetta. Það var eftir fyrstu atrennu og óvæga meðferð við óvægan sjúkdóm, sem því mið- ur oft hefur betur í þeim hild- arslag. Oddnýju auðnaðist sá heið- ur að eignast níu barnabörn. Lifa í farsælu hjónabandi við hlið manns sem hún elskaði og virti alltaf meir og meir. Votta ég Vincent og fjöl- skyldu dýpstu samúð mína, svo og bræðrum Oddnýjar og þeirra fjöl- skyldum hér á Íslandi. Helga Guðbrandsdóttir (Lissa). Síðbúin kveðja og kær þökk skal flutt fé- laga góðum, Barð- strendingnum og Bakkfirðingnum Magnúsi Jóhannes- syni. Þeir kveðja einn af öðrum, hinir öflugu burðarásar í hreyfingu sósíal- ista á Austurlandi áður, sem voru hreyfingunni svo dýrmætir um leið og þeir voru í fararbroddi í sínu heimahéraði til heilla og framfara. Á öllum þéttbýlisstöðum og svo víða í sveitum eystra var þá að finna, einn þeirra er nú kært kvaddur, en til hans og hans ágætu konu Járn- brár lá leiðin gjarnan þegar á MAGNÚS JÓNAS JÓHANNESSON ✝ Magnús JónasJóhannesson fæddist á Grænhóli á Barðaströnd 20. október 1913. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Sundabúð á Vopnafirði 8. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Skeggjastaðakirkju 14. ágúst. Bakkafjörð var komið. Þar voru þeir lengstum máttarstólpar okkar traustir og trúir, Magnús og Hilmar Einarsson, en fleiri góða liðsmenn var svo sannarlega þar að finna. Það var ævinlega gott að funda á Bakka- firði, fundir þar vel sóttir af jafnt samherj- um sem andstæðing- um, umræður jafnan málefnalegar og frjóar og þar átti Magnús sinn ágæta hlut og glöggt var að menn hlýddu grannt á orðræðu hans og fullljóst að engin var það tilviljun, að Bakkfirðingar völdu hann til for- ystu um langt skeið. Magnús var hógvær í málflutningi sínum, færði glögg rök fyrir máli sínu og alltaf fylgdi nokkur þungi orðum hans og þá mest þegar að hagsmunamálum sveitarfélagsins kom, þar sem hafn- armálin voru löngum í öndvegi æðst. Um þau mál öll hafði hann ákveðnar meiningar, sem byggðar voru á traustum grunni sjósóknarans um áratugaskeið, en Magnús var einkar fiskisæll, dugmikill og farsæll í því sem öðru. Minnisstæð er hlýjan í handtaki hans, glettnin mitt í alvörunni og kankvíst bros hans. Hann var gott að hitta fyrir, ekki síðra þó að eiga svo dygga fylgd hans við sameiginlegan málstað sem byggður var á hugsjón- um góðum um jöfnuð í samfélaginu og velferð fólksins í landinu. Hjá Magnúsi átti hin kalda auðhyggja græðginnar ekki upp á pallborðið. Ég minnist margra góðra stunda á heimili þeirra Járnbrár, þar var al- úðin og gestrisnin gjöful í fyrirrúmi og við þau bæði einkar skemmtilegt að eiga orð, fróðleiksfólk góðrar greindar sem fylgdist einkar vel með og myndaði sér sjálfstæðar skoðanir á hlutunum, sem mörkuðust þó öðru fremur af einörðum lífsviðhorfum. Ég sendi börnum og öðru fólki Magnúsar mínar einlægu samúðar- kveðjur. Aldraður héraðshöfðingi hefir kvatt og mætar eru minningarnar sem hann skilur eftir í muna manns. Þar fór um veg vammlaus halur og drengur góður. Veri hann kært kvaddur með mikilli þökk fyrir gamlar góðar stundir. Blessuð sé minning Magnúsar J. Jóhannesson- ar. Helgi Seljan. Elsku mamma. Núna hefur þú fengið hvíldina góðu og komin á góðan stað, þangað sem við öll förum þegar okkar tími kemur. Ég man alltaf hvað þú ljómaðir þegar minnst var á Ísafjörð og Látra í Aðalvík þar sem þú ert fædd og uppalin. Það var eins og þú færir þangað í huganum og upp- KRISTJANA ÁGÚSTSDÓTTIR ✝ KristjanaÁgústsdóttir fæddist á Látrum í Aðalvík 29. ágúst 1920. Hún lést á á E-deild Sjúkrahúss Akranes 11. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akraneskirkju 20. ágúst. lifðir gömlu góðu dag- ana, þótt oft hafi þeir eflaust verið erfiðir líka á þessum slóðum. En það var þannig með þig að þú mundir bara það góða. Þú kvartaðir aldrei yfir neinu þó illa gengi og lítið þurfti til að gleðja þig. Ekki hef- ur það verið auðvelt líf hjá þér að fæða og ala upp tíu börn. Þú varst alveg ótrúleg kona. Stolt varstu og pínulít- ið þrjósk en með kímnigáfuna í lagi og stutt var alltaf í glettnina. Þú gekkst í gegnum erfitt líf andlega og líkamlega, en þú mátt vera stolt yfir því hvað þú hefur verið sterk þrátt fyrir allt. Það lifa margar góðar minningar í huga mér um þig. Takk fyrir lífið sem þú gafst mér. Gott var að vita hversu vel var hugsað um þig síðustu ár þín á E-deild Sjúkrahúss Akraness. Blessuð sé minning þín. Ásdís.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.