Morgunblaðið - 06.09.2004, Síða 30

Morgunblaðið - 06.09.2004, Síða 30
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes VEISTU HVAÐ ÞENNAN DAG VANTAR? GOTT SPARK! KLÍP! EITT KLÍP SEGIR MEIRA EN ÞÚSUND ORÐ ÉG ÆTLA ALDREI AÐ TAKA LÁN... ÉG ÆTLA AÐ VERA EINN AF ÞEIM SEM VERÐUR RÍKUR Á EINNI NÓTTU... ÉG VIL FÁ LÍFIÐ AFHENT Á SILFURFATI GANGI ÞÉR VEL! ÞÚ HLÝTUR AÐ SJÁ AÐ ÉG Á ÞAÐ SKILIÐ!! Risaeðlugrín © DARGAUD ÉG FLUTTI AÐALEGA ÚT AF NÁGRÖNNUNUM. ÞAÐ VAR HRÆÐILEGT AÐ BÚA VIÐ ALLAN ÞENNAN HÁVAÐA ÞAÐ VAR EINS GOTT. ÞESSI HELLIR LOSNAÐI Í FYRRADAG OG ÉG GAT FLUTT INN STRAX GJÖRIÐI SVO VEL OOOO EN FALLEGT! MIKIÐPLÁSS! ÞÆGILEGT! OGHLJÓÐBÆRT FYRVERANDI LEIGJANDINN KVARTAÐI UNDAN RAKA. SJÁIÐ! ÞAÐ ER BARA EINN VEGGUR SEM ER RAKUR KOMUM NÆR HÉR ER HANN ÉG ÁKVAÐ AÐ INNRÉTTA ÞENNAN HLUTA HELLISINS SEM BAÐHERBERGI. ÉG ÞARF AÐ REISA 3 VEGGI KRINGUM ÞAÐ OG ÞÁ ER KOMIN... ÞÁ ER KOMIN... STURTA! JÁÁÁ! EKKI VITLAUST GÓÐ HUGMYND! HENTUGT! MIG LANGAR NÆSTUM AÐ PRÓFA HANA MIG LÍKA MIG LÍKA EKKERT MÁL! LÁTIÐ YKKUR LÍÐA EINS OG HEIM HJÁ YKKUR ÉG ER ÁNÆGÐUR AÐ SJÁ HVAÐ ÞIÐ ERUÐ UPPTEKNIR AF HREINLÆTI ROSALEGA ER ÞETTA GOTT! Dagbók Í dag er mánudagur 6. september, 250. dagur ársins 2004 Stærsta frétt vik-unnar sem leið var frækilegur sigur Hug- ins í undanúrslitum 3. deildar karla í knatt- spyrnu. Á þessu leikur ekki nokkur vafi að mati Víkverja dagsins. Að minnsta kosti 200 Seyðfirðingar mættu á heimaleik Hugins gegn Borgarnesliðinu Skallagrími og mun það vera ígildi 30.000 Reykvíkinga á Laug- ardalsvellinum. Huginn var stofn- aður 1913 og hélt því upp á 90 ára af- mælið í fyrra. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem félagið færist upp um deild í Íslandsmóti karla í knatt- spyrnu. x x x Þessi tímamót eru þó blandinnokkrum kvíða frammi fyrir þeim miklu útgjöldum, sem fylgja því að keppa í 2. deildinni vegna langra ferðalaga, m.a. til Reykjavík- ur, Ólafsvíkur og Selfoss, auk bæja á Norðurlandi. Mikið ríður því á að Seyðfirðingar, hvar sem þeir eru staddir í heiminum, styðji félagið sitt með ráðum og dáð og að fyrirtæki sjái sér fært að veita því stuðning. Velgengni Hugins er dæmi um þá atorku og vongleði sem einkennir Seyðisfjörð nú um stundir eftir margra ára samdrátt og fólks- fækkun. Víkverji dvaldi í nokkra daga á Seyð- isfirði í sumar og undr- aðist mjög þá miklu uppbyggingu sem á sér stað í bænum. Má meðal annars nefna nýju ferju- höfnina, landfyllinguna í botni fjarðarins og framkvæmdir við snjó- flóðavarnir í Bjólfinum. Víkverji dáðist þó mest að elju og atorku Seyðfirðinga í menningar- málum. Listahátíðin Á seyði er hald- in árlega frá júní til ágúst, haldnir eru vikulegir tónleikar í Bláu kirkj- unni á sumrin, auk árlegrar listahá- tíðar unga fólksins, LungA, og margra viðburða árið um kring í menningarmiðstöðinni Skaftafelli, félagsheimilinu Herðubreið og nýju íþróttahúsi, svo eitthvað sé nefnt. Seyðfirðingar geta svo sannarlega verið stoltir af þessari miklu starf- semi, ekki síst í ljósi þess að íbúar bæjarins eru aðeins um 750, eða álíka margir og íbúar einnar götu í Reykjavík, Bólstaðarhlíðar, og tæp- ur þriðjungur af íbúum Hraunbæjar. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is     Tónlist| Í kvöld kl. 20 verður Graduale Nobili með opna æfingu í Langholts- kirkju. Kórinn er á förum til Danmerkur þar sem hann verður fulltrúi Íslands á Norrænu kirkjutónlistarhátíðinni í Árósum. Hlutverk kórsins er að kynna ís- lenska kirkjutónlist fyrir kvenna/barnakór, bæði nýja tónlist og einnig þá sem reynst hefur vel í kirkjusöng. Í förinni verður frumflutt nýtt verk eftir Tryggva M. Baldvinsson, Vesper (Aftansöngur) fyrir kvennakór og orgel. Það er Lára Bryndís Eggertsdóttir sem leikur á orgelið en hún er einnig félagi í Graduale Nobili. Þetta verk mun hljóma á æfingunni í kvöld ásamt fleiri verkum, m.a. In Paradisum eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson sem samið er fyrir ferðina. Aðgangur er ókeypis en tekið verður við frjálsum framlögum í ferðasjóð stúlknanna. Morgunblaðið/Jim Smart Æft fyrir opnum dyrum MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: „Allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrkan gjörir.“ (Fil. 4, 13.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.