Morgunblaðið - 06.09.2004, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 06.09.2004, Qupperneq 33
MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2004 33 Rakarinn morðóði Óperutryllir eftir Stephen Sondheim Frumsýning fös. 8. okt. kl. 20 Miðasala á Netinu verður opnuð þriðjudaginn 7. september: www.opera.is Símasala kl. 10-18 virka daga: 511 4200 Endurnýjun áskriftarkorta er hafin PARIS AT NIGHT e. Jacques Prévert í samstarfi við Á SENUNNI Fi 9/9 kl 20, Fö 10/9 kl 20, Lau 11/9 kl 20 Su 12/9 kl 20 Örfáar sýningar Stóra svið Nýja svið og Litla svið LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 12/9 kl 14, Su 19/9 kl 14, Su 26/9 kl 14 CHICAGO e. Kender, Ebb og Fosse Grímuverðlaunin: Vinsælasta sýning ársins! Lau 18/9 kl 20, Lau 25/9 kl 20, Lau 2/10 kl 20, Lau 9/10 kl 20 THE CONCEPT OF BEAUTY e. Nadiu Banine WHERE DO WE GO FROM THIS e. Peter Anderson Fi 9/9 kl 20 NÚTÍMADANSHÁTÍÐ 3/9 - 11/9 MANWOMAN e. Ólöfu Ingólfsdóttur & Ismo-Pekka Heikenheimo Fö 10/9 kl 20 Lau 11/9 kl 20 Opnunartími miðasölu: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00-18:00 Mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00 Laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is Passi á allar sýningar hátíðarinnar á aðeins 4.900. ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA Lau . 11 .09 20 .00 ÖRFÁ SÆTI Sun . 12 .09 20 .00 NOKKUR SÆTI F im . 16 .09 20 .00 NOKKUR SÆTI Lau . 18 .09 20 .00 NOKKUR SÆTI „G l im rand i ! F rábæ r uppse tn ing , óg leyman lega r senur og tón l is t i n e r f rábæ r . . .að e i l í fu . “ -S tefán H i lma rsson söngva r i - MIÐASALAN er opin á fame.is, á þjónustuborði Smáralindar og í síma 528 8008 JÓNSI SVEPPI Fim. 9. sept. kl. 19.30 Fös. 10. sept. kl. 19:30 SÍÐUSTU SÝNINGAR: Sun. 12. sept. kl. 19.30 Vegna mikils álags á símkerfinu viljum við benda á að hægt er panta miða með tölvupósti í miðasala@smaralind.is eða inn á www.fame.is. 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími BRIM - e. Jón Atla Jónasson gestasýning Lau 11/9 kl. 18 Lau 11/9 kl. 21 SVIK e. Harold Pinter frumsýning 1/10 kl. 20 2. sýning 3/10 kl. 20 HÁRIÐ - sýnt í Íþróttahöllinni gestasýning fös 24/9 kl. 20 - sala hafin! LEIKLISTARNÁMSKEIÐ skráning stendur yfir HÁRIÐ „tryggðu þér miða“ STOPPLEIKHÓPURINN hefur senn níunda leikár sitt, en á verk- efnaskrá hópsins eru sex íslensk leikrit og leikgerðir sem ætluð eru leik-, grunn- og framhaldsskólum landsins. Tvær frumsýningar verða á leikárinu auk þess sem teknar eru upp fjórar leiksýningar frá fyrri leikárum. Fyrri frumsýning leikársins verður í lok september og er þar um að ræða Hrafnkels- sögu Freysgoða í leikstjórn og leik- gerð Valgeirs Skagfjörð, Vignir Jó- hannsson sér um leikmynd og búninga, en með hlutverkin í verk- inu fara Eggert Kaaber og Sig- urþór Albert Heimisson. Seinni frumsýning Stopp- leikhópsins verður í lok nóvember og er þar á ferðinni jólaleikritið Síðasta stráið er byggist á sam- nefndri bók Frederiks H. Thurys í leikgerð Eggerts Kaaber og Katr- ínar Þorkelsdóttur, en þetta er í fyrsta sinn sem Stoppleikhópurinn vinnur leikrit tengt jólunum. Frá fyrri leikárum eru teknar upp sýn- ingarnar Landnáma eftir Valgeir Skagfjörð í leikstjórn höfundar er fjallar um landnám Íslands og sögu Ingólfs Arnarsonar, ævintýrið Hans klaufi eftir H.C. Andersen í leikstjórn Katrínar Þorkelsdóttur, unglingaleikritið Í gegnum eldinn eftir Valgeir Skagfjörð í leikstjórn höfundar þar sem tvö ungmenni segja frá dvöl sinni og angist í heimi fíkniefna og barnaleikritið góðkunna Palli var einn í heiminum í leikstjórn Katrínar Þorkelsdóttur. Að sögn Eggerts Kaaber er leik- ár Stoppleikhópsins í vetur það allra viðamesta í sögu leikhópsins. „Annars vegar í þeim skilningi að við höfum aldrei áður verið með jafnmargar sýningar í gangi á einu leikári og hins vegar í ljósi þess að Hrafnkelssaga Freysgoða er mun umfangsmeiri uppsetning en fyrri sýningar okkar, sem helgast að- allega af því að Stoppleikhópurinn hlaut styrk frá menntamálaráðu- neytinu til að færa verkið á svið sem gerði það að verkum að við gátum t.d., í fyrsta sinn í sögu leik- hópsins, ráðið til verkefnisins sér- stakan leikmyndar- og bún- ingahönnuð, Vigni Jóhannsson. En það er gífurlegur fengur og styrkur sem felst í því að hafa slíkan fag- mann með sér í vinnu við uppsetn- inguna,“ segir Eggert. Hrafnkelssaga Freysgoða eða Hrafnkatla er í hópi þekktustu Ís- lendingasagna, en þar segir frá því þegar Hrafnkell Freysgoði drepur Einar Þorbjarnarson smalamann fyrir þá sök að ríða hestinum Frey- faxa í leyfisleysi. Í kjölfarið stefnir Sámur Bjarnason Hrafnkeli fyrir vígið og dregur það mál mikinn dilk á eftir sér. Spurður hvers vegna Hrafnkelssaga hafi orðið fyr- ir valinu svarar Eggert því til að Stoppleikhópinn hafi einfaldlega langað til að setja þessa þjóð- argersemi okkar í nýtt og skemmtilegt samhengi. „Við höfum orðið vör við að mörgum krökkum finnist erfitt og jafnvel leiðinlegt að lesa Íslend- ingasögurnar og þá er tilvalið að setja þær í svona leikrænan bún- ing,“ segir Eggert og Valgeir Skagfjörð bætir við: „Ein ástæða þess að mörgum finnst sagan tyrfin stafar af því hversu fornt og kannski flókið tungutakið virkar á fólk í dag. Í leikgerðinni förum við þá leið að umskrifa og einfalda málfarið í því skyni að opna fyrir krökkunum þennan heillandi heim.“ Það að nota leiklistina sem fræðsluaðferð er einmitt eitt af höf- uðmarkmiðum Stoppleikhópsins. „Ég veit ekki betur en að Stopp- leikhópurinn sé eina starfandi fræðsluleikhúsið á landinu. Erlend- is eru fræðsluleikhús þekkt fyr- irbæri og finnast víða, enda stað- reynd að leikhúsið er mjög sterkur fræðslumiðill og leiklistin sem slík öflugt tæki í kennslu,“ segir Val- geir. Að sögn Eggerts var ein af fyrstu leiksýningum Stoppleikhúss- ins fyrir tæpum níu árum umferð- arleikrit sem féll í góðan jarðveg hjá unga fólkinu. „Okkur varð fljót- lega ljóst að formið á sýningunni virkaði mjög vel, þ.e. að bjóða fram sýningu sem væri skemmtileg á sama tíma og í henni væri að finna ákveðinn boðskap, án þess nokkurn tímann að vera að predika. Þetta virkaði svo vel og við fengum það góða svörun að við höfum haldið áfram með þetta form síðan. Á þeim árum sem við höfum starfað höfum við borið víða niður, þannig höfum við m.a. fjallað um kynlíf, of- beldi, reykingar, dóp og umferð- armál svo eitthvað sé nefnt. Við hugsum sýningar okkar fyrir mis- munandi aldurshópa, allt frá leik- skólum og yngstu bekkjum grunn- skólans upp í framhaldsskólana.“ Aðspurður um jólaleikritið Síð- asta stráið segir Eggert það ein- mitt hugsað fyrir leikskólana og yngstu bekki grunnskólans. „Sögu- þráður verksins er fenginn úr jóla- guðspjallinu og segir söguna af úlf- aldanum Hósmakaka sem fær þann heiður að vera valinn til að flytja vistir og gjafir vitringanna til Betlehem,“ segir Eggert og vill ekki gefa of mikið upp um í hvaða ævintýrum úlfaldinn lendir. „Kannski má segja að sagan birti okkur nýja hlið á jólaguðspjallinu. Þetta er alla vega afar falleg og hrífandi saga sem hentar vel til að róa börnin niður í jólaæðinu sem oft virðist heltaka samfélagið síð- ustu vikur fyrir jól,“ segir Eggert að lokum. Leiklist | Stoppleikhópurinn sýnir sex íslensk leikrit og leikgerðir á leikárinu Leikhúsið sterkur fræðslumiðill Morgunblaðið/Árni Torfason Sigurþór Albert Heimisson og Eggert Kaaber bregða á leik. www.stoppleikhopurinn.com FORSALA miða á tónleika söng- konunnar Marianne Faithfull hefst í dag hjá fyrirtækinu Concert, en það eru handhafar Mastercard- kreditkorta sem fá að kaupa fyrstu miðana. Faithfull mun mæta til lands með fullskipaða hljómsveit og ætlar hún að flytja safn sinna þekktustu laga í bland við lög af síðustu plötu sinni Kissin Time sem kom út árið 2002. Marianne Faithfull hóf feril sinn sem söngkona árið 1964 með laginu As Tears Go By, sem samið var fyr- ir hana af Mick Jagger og Keith Richards. Einar Bárðason, sem flytur Faithfull til landsins á vegum Concert ehf., segir það stefnu fyr- irtækisins að flytja inn „eldri og reyndari“ tónlistarmenn, en til- kynnt verði um miðasölu síðar. Söngkonan Marianne Faithfull er væntanleg til Íslands í haust og mun halda tónleika hinn 11. nóvember í Háskólabíói. Söngkonan, sem er nú 58 ára gömul, er á leið í Skandinavíutúr og heimsækir Reykjavík, Kaup- mannahöfn, Helsinki og Osló. Forsala haf- in á tónleika Marianne Faithfull AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.