Morgunblaðið - 10.09.2004, Page 4

Morgunblaðið - 10.09.2004, Page 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Borgartúni 23 · 105 Reykjavík · Sími: 512 7575 - www.heimur.is Tölvuheimur er framsækið tímarit um allt sem viðkemur tölvum og tækni. Í nýjasta blaðinu er til dæmis fjallað ítarlega um nýjustu fartölvurnar sem í boði eru hér á landi og fartölvukaupendum leiðbeint. Einnig eru valdar bestu græjurnar, íslenska Windows-útgáfan prófuð, lesendum kennt að nýta tölvuna betur við vinnu sína og margt fleira. Nánari upplýsingar á www.heimur.is eða í síma 512 7575. Tölvuheimur á frábæru áskriftartilboði Nýir áskrifendur Tölvuheims fá fimm blöð á verði tveggja. Þeir sem gerast áskrifendur fyrir 5. október fá hálfs árs áskrift á einungis 1.500 krónur STEINUNN Birna Ragnarsdóttir, píanóleikari og tónlistarkennari, segir það ánægjulegt ef efla eigi tónlistarlíf í grunnskólum borgarinnar. Þau áform skjóti hins vegar skökku við þegar borgin sé á sama tíma ekki að uppfylla skyldur sínar varðandi lög- boðið nám í tónmennt, sem öll börn eigi rétt á. Haft var eftir Stefáni Jóni Haf- stein, formanni fræðsluráðs, í Morg- unblaðinu á þriðjudag að stefnt væri að því að bjóða upp á tónlistarnám í grunnskólum borgarinnar á næstu misserum fyrir nemendur í for- og grunnnámi tónlistar. Vilji til þess væri innan fræðsluráðs að breyta reglum í þessa veru. Stefnt hefði verið að því í vor en ekki tekist. Steinunn Birna sat þar til seint á síðasta ári í menningarmálanefnd og fræðsluráði fyrir Reykjavíkurlistann, og stýrði starfshópi fræðsluráðs um bættan hlut tón- menntar í grunn- skólum borgarinn- ar. Sagði Steinunn Birna m.a. af sér vegna óánægju með stefnu R- listans varðandi tónlistarnámið og túlkun borgarinn- ar á kjarasamningi við tónlistarkenn- ara. Tónlistarskólar beri faglega ábyrgð á hljóðfærakennslu „Ég get ekki séð hvernig borgin getur tekið á sig meiri kennslu í tón- list á meðan lágmarkskröfur eru ekki uppfylltar varðandi tónmenntina, sem víða er ekki til staðar í grunn- skólum borgarinnar. Ef auka á fjár- magn til grunnskólanna til að bjóða upp á tónlistar- kennslu þá er það í sjálfu sér gleðilegt. Það má hins vegar ekki taka þá fjár- muni frá tónlistar- skólunum. Þeir verða að bera fag- lega ábyrgð á hljóðfærakennsl- unni í grunnskól- unum, annars týn- ast þau faglegu gæði sem við höfum byggt upp og er undirstaða þess tón- listarlífs sem við þekkjum í landinu og getum verið stolt af,“ segir Steinunn. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs, segir Steinunni Birnu vera að misskilja ummæli sín í Morg- unblaðinu. Hann hafi aldrei talað um að flytja alla hljóðfærakennslu inn í grunnskólana, heldur ætti að stefna að auknu samstarfi grunnskólanna og tónlistarskólanna, m.a. í þeim skólum sem illa hafi gengið að koma á kennslu í tónmennt. Tónlistarskól- arnir myndu þá bera faglega ábyrgð á hljóðfærakennslu, samkvæmt þeim stöðlum sem settir væru hverju sinni. „Ég sé fyrir mér að fornám, for- skóli og hluti af grunnámi geti verið í skólunum en með þjónustu tónlistar- skólanna. Þannig fyrirkomulag er í Landakoti og er að byrja í Víkurskóla í Grafarvogi og víðar. Uppi er rík krafa foreldra um að þessi þeytingur með börnin úr grunnskóla í tónlistar- skóla minnki. Við höfum verið opin fyrir því að börn séu tekin úr tímum til að fara í hljóðfæraleik, þar sem því er við komið,“ segir Stefán Jón. Spurður hvort rætt hafi verið við eða samið við tónlistarskólana um aukið samstarf segir Stefán Jón svo ekki vera. Um langtímaáætlun fræðsluyfirvalda sé að ræða. Ánægjuefni ef Reykjavík uppfyllti skyldur sínar Steinunn Birna Ragnarsdóttir Stefán Jón Hafstein „STAÐA sjávarútvegs á Íslandi breytist hratt. Verkefni okkar nú er að sækja fram til nýrrar sóknar. Ís- lenskt efnahagslíf aðlagar sig ekki lengur sjávarútveginum með sama hætti og áður. Áhrif sjávarútvegs í íslensku þjóðfélagi hafa verið að minnka. Ekki vegna þess að um- fangið hafi verið að minnka heldur vegna þess að aðrar atvinnugreinar hafa verið að sækja í sig veðrið og því er einungis um hlutfallslega minnkun að ræða. Sjávarútvegur ræður gengisskráningunni ekki lengur og ef að líkum lætur mun hann ekki gera það í framtíðinni vegna aukins umfangs annarra greina.“ Þetta sagði Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra á opnum stjórnmálafundi á Höfn í Hornafirði í gær. Á fundinum hvatti hann til þess að settar yrðu niður deilur um sjávarútveginn og menn sameinuð- ust um að gera styrkja hann í því að gera sem mest úr því sem á land kæmi. Hann nefndi að Kjell Inge Rökke, eigandi norska útgerðarfélagsins Norway Seafood, teldi að Norð- menn gætu lært margt af Íslend- ingum þegar kemur að sjávar- útvegi. Það sama hefði sjávarútvegsráðherra Bret- lands, Ben Bradshaw, sagt og að norski sjávarútvegsráðherrann ven Ludvigsen hefði komið til landsins í þeim tilgangi að kynna sér íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið. Skilað miklum árangri „Hér eru aðeins þrjú dæmi nefnd til sögunnar en ég hef enga tölu á því hversu margir erlendir gestir hafa komið til fundar í ráðuneytinu til þess að kynna sér kerfið okkar. Ekki vegna þess hversu slæmt það er, heldur vegna þess að það hefur skil- að miklum árangri út frá flestum þeim mælikvörðum sem menn setja á slík kerfi, það gerir það einstakt. Það er dálítið merkilegt svo ekki sé dýpra í árinni tekið, að á meðan umræðan hefur oft á tíðum snúist um að níða skóinn af íslenska kvóta- kerfinu þá hafa staðreyndirnar blas- að við. Ég veit ekki um neina þjóð þar sem útgerð er rekin sem alvöru- atvinnugrein, undirstöðu atvinnu- grein í okkar tilviki sem stendur á eigin fótum og er rekin með hagnaði. Með kvótakerfinu geta útgerðar- menn hagrætt í sínum rekstri eins og Kjell Inge benti á, jafnframt því gerir kerfið útgerðarmönnum kleift að koma til móts við síauknar kröfur markaðarins. Kröfur um það að hafa jafnt framboð yfir árið, kröfur um að geta afhent þann fisk sem beðið er um, kröfur um gæði aflans, kröfur um rekjanleika aflans og svo mætti lengi telja. Það eru líka fáar þjóðir ef nokkur sem státar af jafnmiklum ár- angri í líffræðilegri stjórnun. Þrátt fyrir að ekki hafi allt gengið eftir ná- kvæmlega eins og við vildum höfum við staðið skrambi vel, ekki síst í samanburði við aðra. Við verðum að fara að tala tæpitungulaust um þetta og hætta að mála skrattann á vegg- inn. Það verður ekki horfið aftur til fortíðar heldur munum við leggja áherslu á að sjávarútvegsfyrirtæki geti í framtíðinni verið rekinn sem öflug fyrirtæki á alþjóðavísu og hvað sem hver segir þá eigum við ekki annan kost í stöðunni,“ sagði sjáv- arútvegsráðherra. Sjávarútvegsráðherra hvetur til sátta um sjávarútveginn Árni M. Mathiesen Sjávarútvegur ræður ekki genginu lengur LÁSASMIÐUR í Reykjavík kallaði til lögreglu eftir atvik við íbúðar- hús í miðbænum í gær og hyggst leggja fram kæru á hendur manni fyrir að hringja í sig og láta hann opna fyrir sér íbúð á ólögmætan hátt. Lásasmiðurinn bað manninn árangurslaust að sýna sér skilríki til að fá staðfest hvort hann ætti heima í húsinu og hringdi upp úr því á lögregluna, sem kom á vett- vang og tók skýrslu. Lögreglan segir að eigandi hússins hafi verið erlendis þegar atvikið átti sér stað. Lögreglan í Reykjavík segir nán- ast engin dæmi um það að innbrots- þjófar reyni að komast inn í hús með því að reyna að plata lásasmiði á þennan hátt. Lásasmiður kærir ólögmæta aðstoðarbeiðni MÁLFLUTNINGI lauk í Hæstarétti í gær í þjóðlendumálinu í Blá- skógabyggð, gamla Biskupstungna- hreppnum. Áfrýjaði ríkið nið- urstöðu Héraðsdóms Suðurlands, þar sem staðfestir voru úrskurðir óbyggðanefndar um mörk þjóð- lendna og eignarlanda á svæðinu. Höfðaði ríkið mál gegn ein- staklingum, Bláskógabyggð og einni kirkjusókn til að fá kröfum sínum framgengt. Dóms er að vænta í Hæstarétti á næstu vikum. Gæti niðurstaða Hæstaréttar verið fordæmisgefandi um önnur þjóð- lendumál. Málflutningi um þjóðlendur lokið HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðs- dóms Reykjaness yfir hálfþrítugum manni sem grunaður er um árás með öxi á gest veitingahúss í Hafn- arfirði í byrjun september.Varir gæsluvarðhaldið þar til dómur gengur í máli hans, þó ekki lengur en til 15. október. Jafnframt stað- festi Hæstiréttur úrskurð héraðs- dóms um tveggja daga einangr- unarvist hins grunaða í gæsluvarðhaldinu. Staðfestir gæsluvarð- haldsúrskurð BUSAVÍGSLA fór fram í Mennta- skólanum í Reykjavík í gær, en þar eru nýnemar tolleraðir af eldri nemum samkvæmt gamalli hefð í skólanum. Á þessu hausti eru í kringum 250 nýnemar að hefja nám í MR, en að sögn Jóns Bjarna Krist- jánssonar, inspector scholae, gekk vígslan fljótt og skipulega fyrir sig og tók ekki nema um klukkustund að tollera allan fjöldann. Hann sagði vígsluna hafa mikið fé- lagslegt gildi. „Enda gaman fyrir nýnema að vita að þeir eru nú komnir í skóla hefða og hollra siða. Busavígsla í þessu formi á sér langa hefð og það er afar ánægjulegt að geta fylgt þannig í fótspor þeirra sem áður voru í skólanum.“ Að vanda klæddust 6. bekkingar togakuflum úr lökum einum saman meðan á vígslunni stóð.Morgunblaðið/Golli Busar tolleraðir inn í MR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.