Morgunblaðið - 10.09.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.09.2004, Blaðsíða 30
MINNINGAR 30 FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Njáll Guðmunds-son fæddist á Böðmóðsstöðum í Laugardalshreppi 9. sept. 1929. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 30. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Guð- mundur Njálsson, f. 10. júlí 1894, d. 18. nóv. 1971, og Karól- ína Árnadóttir, f. 20. nóv. 1897, d. 25. mars 1981. Njáll var tíundi í röð fimmtán systk- ina en þau eru: Guð- brandur, f. 16. maí 1919, d. 12. júlí 1919, Guðbjörn, f. 16. júní 1920, d. 27. jan. 1999, Ólafía, f. 29. ágúst 1921, Aðalheiður, f. 18. des 1922, Kristrún, f. 2. apríl 1924, d. í Sví- þjóð 10. okt. 1994, Jóna Sigríður, f. 11. maí 1925, Valgerður, f. 10. jan. 1927, Fjóla, f. 19. júlí 1928, Lilja, f. 19. júlí 1928, Ragnheiður, f. 29. mars 1931, Árni, f. 13. júní 1932, Guðrún, f. 18. júní 1933, d. 20. apríl 1974, Herdís, f. 14. sept. 1934, og Hörður, f. 30. jan. 1936. Njáll ólst upp á Böðmóðsstöðum og lærði öll venjuleg sveitastörf sem þá voru unnin. Barna- skóli var farskóli. Hann stundaði nám við íþróttaskóla Sig- urðar Greipssonar í Haukadal. Lauk námi við Bændaskól- ann á Hvanneyri. Lærði húsasmíði við Iðnskólann í Reykja- vík og varð húsa- smíðameistari. Við húsasmíði vann hann í nokkur ár, en fór svo til Danmerkur og lauk þaðan námi vorið 1962 sem byggingafræðingur. Njáll vann síðan við húsateikningar o.fl. m.a. hjá Vegagerð ríkisins við brúarteikningar. Einnig fór hann til Svíþjóðar og vann þar sem verkstjóri við smíði stórskipa. En lengst af vann hann á eigin vegum við húsateikningar. Njáll verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Miðdalskirkjugarði í Laugardal. Njáll vinur minn og mágur er fall- inn frá. Það er mikil eftirsjá að hon- um, þessum ljúfa og drenglundaða manni. Hann ólst upp í stórri fjölskyldu og þurfti sem aðrir að taka þátt í öll- um störfum. Hann var heldur ekki að víkja sér undan því. Hann gekk alltaf í erfiðustu verkin og leyfði ekki af sér. Hann var stór og sterk- ur, áhugasamur, útsjónarsamur og fylginn sér í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Hann hafði enda á yngri árum mikinn áhuga á að þjálfa sig og styrkja í íþróttum, aðallega í köstum og glímu, og fór í því skyni á Íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal. Hann tók þátt í ýmsum íþróttamótum, bæði í frjálsum og glímu, og stóð sig alltaf vel. Hann rak sjálfstæða teiknistofu og hann- aði fjölmörg einbýlishús, raðhús og blokkir. Allt var þetta unnið af mik- illi natni og útsjónarsemi. Frágang- ur hans á teikningum þótti til fyr- irmyndar. Njáli var mjög umhugað um hag systkina sinna og ekki síður systk- inabarna. Hann var einstaklega barngóður og gætti þess alltaf að eiga eitthvað til að gleðja lítið frændfólk, þegar það kom í heim- sókn, svo og börn nágranna sinna. Njáll var alla tíð einhleypur og má segja að hann hafi helgað líf sitt for- eldrum sínum meðan þau lifðu. Þeg- ar þau hættu búskap þá teiknaði hann og byggði fyrir þau notalegt hús á jörðinni. Eftir að Guðmundur faðir hans dó lifði Karólína móðir hans í tíu ár og allan þann tíma hugsaði hann um að henni liði sem best. Eftir fráfall móður sinnar keypti hann húsið og gerði það allt upp og lagði ríkulega vinnu í að gera það sem best úr garði. Njáll var mikið snyrtimenni og öll hans verk voru fáguð og unnin af vandvirkni. Njáll hafði mjög ákveðnar skoð- anir á ýmsum málum og lét þær gjarnan í ljós. Ef honum mislíkaði eitthvað þá sagði hann gjarnan: Þetta er nú ekki svaravert. Með Njáli er genginn mjög heil- steyptur maður sem mátti ekki vamm sitt vita í neinu. Við sem þekktum hann best sökn- um hans sárt og biðjum guð að blessa minningu þessa öðlings. Vilhjálmur Sigtryggsson. Hjartkær frændi okkar er látinn. Hann dó snögglega og það var sárt fyrir ættingja hans og vini. Þegar hugsað er til baka til samveru- stunda með Njáli brjótast fram minningar frá löngu liðnum tímum þegar við áttum heima á Böðmóðs- stöðum. Við systurnar munum fyrst eftir Njáli þegar við vorum 2ja og 5 ára og fluttum í sveitina. Hann bjó þá ásamt yngri systkinum sínum hjá afa og ömmu. Þessi ungi maður var hávaxinn, myndarlegur með mikið liðað hár og hlýlegt viðmót, en oftast var hann alvarlegur og hugsandi. Hann var sérlega barngóður og hændust börn að honum. Kalla, sem var 2ja ára, var fljót að uppgötva það og hékk í honum um leið og hann birtist á kvöldin. Hún gat setið tímunum saman og greitt honum og snúið upp á hárið á honum. Kallaði hún hann lilluna sína og sagðist vera mamma hans. Aldrei sagði hann styggðaryrði við hana sama hvernig hún snerist í kringum hann, en þeg- ar hann varð alveg uppgefinn sagði hans aðeins „Jæja Kalla mín.“ Tók hana síðan á háhest og hljóp með hana út um allt hús. Árin liðu við leik og störf og Njáll vildi fara út í heiminn að læra, sem hann og gerði. Varð hann bygginga- tæknifræðingur frá erlendum skóla. Alltaf kom hann samt heim á Böð- móðsstaði á jólum og á sumrin. Það var mikið hlakkað til og dagarnir taldir. Yngri systkini hans komu líka heim í sveitina á jólum meðan þau voru ógift. Á aðfangadag var vel fylgst með bílaumferð. Við systurn- ar sátum í glugganum hjá ömmu og afa og biðum spenntar. Gleðin náði hámarki þegar bíllinn renndi loks í hlaðið. Ætíð komu systkinin fær- andi hendi og húsið ilmaði af epla- lykt. Um kvöldið safnaðist öll fjöl- skyldan saman, dansaði í kringum jólatréð og allir sungu saman. Systkinin giftust síðan eitt af öðru og hættu að koma heim á jólum, en Njáll hélt áfram að koma í sveitina sína og hugsaði um afa og ömmu. Þegar Njáll var ungur æfði hann frjálsar íþróttir. Hann var góður í þeim og krakkarnir fylgdust spennt með. Ekki dugði honum að æfa sjálfur heldur tók allan krakkaskar- ann undir sinn verndarvæng og á kvöldin voru haldnar íþróttaæfingar á árbakkanum. Hann var óþreyt- andi, ásamt Herði bróður sínum, að hvetja krakkana áfram. Árangurinn varð samt misjafn og ekki urðu allir íþróttamenn. Kalla var nokkuð spretthörð og Njáll var fljótur að uppgötva það og tók til við að æfa hana í hlaupi. Skyldi hún keppa á næsta ungmannafélagsmóti. Hún stóð sig vel og varð önnur í hlaup- inu. Þá varð nú Njalli frændi glaður og hreykinn af frænku sinni. Njáll var einstaklega góður við foreldra sína. Kom til þeirra í öllum sínum fríum og hjálpaði þeim að byggja sér nýtt hús. Ef eitthvað bil- aði eða vantaði þá var hann boðinn og búinn að hjálpa þeim og eftir að afi dó fyllti hann alltaf frystikistuna hennar ömmu og gerði fyrir hana allt sem hann gat. Í hvert skipti sem komið var í heimsókn til ömmu sýndi hún eitthvað nýtt sem Njáll hafði gert í húsinu og það sem hann gerði var bæði vandað og fallegt. Árin hafa liðið og fjölskyldan er stór. Undanfarið höfum við helst hitt Njál á jólaskemmtunum eða kaffidögum í ættarreit Böðmóðs- staða. Hann var alltaf brosandi og hlýlegur og það er erfitt að hugsa til þess að við eigum ekki eftir að sjá hann aftur. Minningarnar um góðan frænda gleymast ekki, en vonandi líður hon- um nú vel hjá ömmu og afa. Svala og Karólína. Minn kæri frændi Njáll er fallinn frá. Hann hefur verið stór þáttur í mínu lífi alla tíð þar sem faðir minn og hann voru mjög nánir bræður. Njáll var með eindæmum barngóð- ur og fengu börnin mín að njóta þess ríkulega. Ég vil þakka fyrir alla þá góðmennsku sem Njáll hefur sýnt mér og fjölskyldu minni. Takk fyrir tímann sem með þér áttum, tímann sem veitti birtu og frið. Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram, lýsa upp veg okkar fram á við. Gefi þér Guð og góðar vættir góða tíð yfir kveðjuna hér, þinn orðstír mun lifa um ókomna daga, indælar minningar í hjarta okkar ber. (P.Ó.T.) Ég votta systkinum hans, fjöl- skyldum þeirra og vinum mína dýpstu samúð. Hvíl í friði. Þín frænka, Jóhanna Guðbjörnsdóttir. Elsku Njáll frændi. Ég er strax farin að sakna heim- sóknanna með mömmu til þín í Vest- urhúsin. Ég þekki engan sem á jafn mikið nammi og þú áttir alltaf. Mér fannst alltaf svo gaman úti í kart- öflugarði með þér því þú hlóst svo mikið, ég var nefnilega duglegri að tína ánamaðka en kartöflurnar. Það var gaman að sjá hvað þú varst ánægður með nýja jeppann þinn þegar við mamma fórum í bíltúr með þér. Þú sýndir öllu áhuga sem ég var að gera og stundum sýndi ég þér fimleikaæfingar því þú vildir fylgj- ast með framförum mínum. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Blessuð sé minning þín, kæri frændi. Þín frænka Anna Björk Eggertsdóttir. Mig langar að minnast mágs míns og vinar Njáls frá Böðmóðsstöðum. Hann var sérstakur persónuleiki miðsvæðis í stórum systkinahópi. Engan þekkti ég meiri Laugdæling en hann né elskari að sínum heima- högum, enda sprottinn upp í fögru umhverfi. Í fjallahring skjólveggs norðurs- ins blöstu við Kálfstindar, Klukku- tindar, Gullkista, Rauðafell. Þegar fjær dró blasti margt við en svo kvað Guðmundur Dan á sínum sokkabandsárum þegar hann sat á skólabekk Laugarvatnsskóla: Mikilli vitinn hulinn hita Hekla skín í morgun átt. Það er ekkert auðvelt að stoppa hér við er skyggnst er um og skoð- aðir útverðir sjóndeildarhrings Böð- móðsstaða en þetta læt ég nægja í bili. Leið Njáls lá í bændaskólann á Hvanneyri þegar aldur leyfði. Hann reyndist vera afbragðs námsmaður. Þar kynntist hann ævintýrum um sög og hamar sem tóku mjög hug hans. Stríðinu var nýlokið þegar þetta var og margslags varningur blasti við okkur lítt búinni þjóð sem að gagni gæti komið, sér í lagi til sveita. Leið Njáls lá þá þegar á þessar „vígstöðvar“ sem gáfu meira í aðra hönd heldur en umhirða um kýr og kindur. Draumurinn um Njál bónda á Böðmóðsstöðum varð ekki að veruleika. En Njáll undi ekki lengi við bragga og hernámsdót. Hugur hans beindist að því að byggja var- anlegt. Þörfin fyrir það var alstaðar brýn. Hann fór í nám. Leið hans lá til Danmerkur, þar lærði hann iðn- fræði sem gaf réttindi til að teikna hús og alls lags mannvirki. Nú var ekki setið auðum höndum því mörg verkefni blöstu við. Þetta þýddi þó ekki það að hans heima- byggð væri lítils verð, nei, öðru nær. Böðmóðsstaðir skyldu verða höfuð- ból, já að því stefndi hann. Breytingar höfðu nú orðið á Böð- móðsstöðum, eigendur jarðarinnar nú orðnir fimm talsins. Njáll átti einn þeirra hluta. Framkvæmdir hófust nú á Böðmóðsstöðum en að öflun jarðhita sem bar árangur. Einnig sameiginleg kaldavatnslögn fyrir staðinn. Njáll var mjög virkur í þessum framkvæmdum og kostaði þær af sínum hluta enda þótt hann ræki engan búskap á staðnum. Allt skyldi gert til þess að byggja upp Böðmóðsstaði sem ríkmannlegast að hans áliti. Það var á ferðinni lífs- gleði að því er virtist, þar sem Njáll var. Nú bar skugga á, það sáu þeir sem glöggir voru, að hann gekk ekki heill til skógar. Ekki vitjað læknis um sinn, einn með sínar hugsanir. Hafði alltaf verið fílhraustur. Þetta hlyti að lagst. Enginn til þess að ráðfæra sig við. Þetta hafði áhrif á sálarlífið, hugarstríð er erfitt við- fangs. Ekki hlutverk mitt eða þitt að dæma. Við Lilja vorum löngum í nánu sambandi við Njál, ég læt hana taka við. Það var skömmu áður en bróðir minn dó, að ég hringdi til hans. „Ég er svo dapur, því ég er svo einmana. En ég þakka þér fyrir að þú hringir það er svo gott að heyra röddina þína, Lilja.“ Þetta hafði djúp áhrif á mig. Ég dreifði huganum inn á gamla tímann þegar við vorum börn. Þá rákum við bú vestan við hlið. Njáll var einu ári yngri en við tví- burasysturnar, en hann var bæði stærri og sterkari. Við höfðum þarna búskap, byggð- um hús en mjög skorti á um bygg- ingarefni. Verst var það með þökin, yfirgerðina. Við Fjóla notuðum birkigreinar, en Njáll hafði ráð á betra efni og á hans húsi var ris, það var flott. Þá var það bústofninn, Njáll hafði stærri hornin og vænni leggina, þetta fannst okkur rökrétt því strákar höfðu meiri rétt heldur en stelpur, það leiddi af sjálfu sér og var í hlutarins eðli. Enginn ágreiningur því bróðirinn var okkur innanhandar ef þörf krafði. Fljótt kom í ljós snyrti- mennskan hjá Njáli, þar skyldi allt vera í röð og reglu, þeim eiginleika hélt hann æ síðan. Ég og börnin okkar minnast Njáls og jólanna samtímis því þá kom hann ævinlega með fullan skó- kassa af „gotti“. Fyrsti jólapakkinn sem opnaður var ævinlega skókassi Njáls. Nú er Njáll horfinn sjónum og við hjónin söknum hans, en minning um handtakið hans og hlýja viðmótið mun ylja okkur þótt leiðir skiljist um sinn. Hafðu þökk fyrir allt. Blessuð sé minning þín. Lilja og Ingimundur. Ekkert varir að eilífu, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Njáll frændi er látinn. Þar fór frá okkur yndislegur maður. Eftir sitja minn- ingar um mann, sem alltaf var kátur og hress og naut þess að vera innan um skyldfólk sitt, börn jafnt sem fullorðna. Við Haddi frændi komum oft við hjá Njáli á grunnskólaárunum, því að stutt var á milli heimila okkar. Okkur Hadda var ávallt vel fagnað og fengum við oft suðusúkkulaði og mjólkurglas í bland við skemmtileg- ar sögur úr sveitinni. Þetta voru góðar stundir fyrir strákpatta og gaman að eiga Njál að frænda og vini. Njáll var mjög ættrækinn mað- ur og áttum við þar sameiginlegt áhugamál, því að þrátt fyrir ungan aldur hef ég áhuga á ættfræði, bæði manna og hrossa, og þótti Njáli gaman að heyra hversu strákur var fróður um forfeður sína. Hann lék sér að því að spyrja mig út úr og at- huga hvað ég vissi. Þá var nú glatt á hjalla og mikið hlegið enda áttum við frændur skap saman. Þegar Böðmóðsstaðafjölskyldan hittist 10. júlí síðastliðinn til þess að minnast 110 ára afmælis Guðmund- ar langafa lét Njáll sig að sjálfsögðu ekki vanta, þó svo að heilsan væri ekki sem best. Hann sýndi okkur ömmu og afahús. Það var gaman að sjá hversu vel Njáll hefur haldið því við. Þá um kvöldið áttum við líka saman eftirminnilega stund, þar sem amma Dísa og Njáll rifjuðu upp æskuárin og ýmislegt skemmtilegt. Þegar Njáll kom í stutta heimsókn til okkar í Lækjarás með Villa afa fyrir rúmum hálfum mánuði óraði mig ekki fyrir því er við kvöddumst með handabandi, að þetta væru okk- ar síðustu stundir saman. Enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Ég kveð Njál frænda minn með söknuð í hjarta, en samt þá trú, að vel verði tekið á móti honum og hann hafi það gott þarna hinum megin. Systkinum Njáls, vinum og vandamönnum votta ég mína dýpstu samúð. Hvíl í friði, frændi. Vilhjálmur Karl Haraldsson. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Við áttum því láni að fagna að kynnast hæfileikum Njáls sem byggingafræðings. Frá upphafi fyr- irtækis okkar hannaði hann öll þau íbúðarhús sem við byggðum. Mátti þar glöggt sjá smekkvísi og mikið verksvit renna saman. Skipti það ekki litlu fyrir upphaf rekstrar okk- ar. Þá urðum við einnig þeirrar gæfu aðnjótandi að njóta samvista við Njál hversdags og á hátíðardög- um, bæði á heimilum okkar í Reykjavík og í sumarhúsum á Böð- móðsstöðum. Gaman var að þeim fundum því Njáll var mikill sagna- maður og viskubrunnur. Sérstak- lega var saga lands og þjóðar honum mikill innblástur sem lét fáa ósnortna. Þökkum samfylgdina í gegnum lífið. Pálmar, Rannveig og fjölskylda. NJÁLL GUÐMUNDSSON INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, Syðri-Á, Ólafsfirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 2. september. Útför hennar fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 11. september kl. 14:00. Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á að láta félagasamtök í Ólafsfirði njóta þess. Árni Helgason, Sigurbjörg Ingvadóttir, Unnur Guðmundsdóttir, Guðrún Ólöf Guðmundsdóttir, Ingi Viðar Árnason, Katrín Sigurðardóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.