Morgunblaðið - 10.09.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.09.2004, Blaðsíða 42
SÝNISHORN af breskri samtíma- listasenu gefur að líta þessa dagana í græna sal Klink og Bank. Lista- mennirnir eiga það sameiginlegt að búa og starfa í London, en eru af ýmsum þjóðernum, frá Japan, Jam- aíka, Hollandi og Íslandi meðal ann- ars. Verkin voru flest unnin hér á Ís- landi og bera þess merki. Eitt er t.d. eldflaug unnin í umbúðir utan af 1944 skyndiréttum, annað er högg- mynd af Halldóri Laxness, enn ann- að eru blýants-, vatnslita og penna skissur af íslenskri náttúru. Af öðr- um verkum sem má segja að séu undir áhrifum af íslenskri náttúru (maður gefur sér það að listamenn- irnir hafi einmitt sóst eftir að verða fyrir áhrifum af landi og þjóð) er heillandi verk eftir Vinita Hassard. Hún hefur skorið fjölda gegnsærra, bláleitra plastsflaskna í sundur og raðað síðan saman eftir endilöngum veggnum og á gólfið. Verkið heitir Hydrotherapy, eða vatnsmeðferð. Hydrotheraphy þýðir lækn- ingaaðferð þar sem vatn er notað til heilsubótar, eins og til dæmis þegar farið er í heit böð. Stemningin sem listamaðurinn nær að laða fram í verkinu er mjög svalandi og hress- andi, eins og ferskvatnsalda hafi lent á veggnum. Ólöf Björnsdóttir, íslenskur Lund- únabúi, sýnir verkið Andalas. Þetta er verk sem kemur á óvart miðað við fyrri verk listakonunnar, en hún hef- ur hingað til einkum verið þekkt fyr- ir vinnu sína við „alter ego“ sitt Lopameyjuna. Andalas er lítið mál- verk af litlum samnefndum nashyrn- ingi, málað einföldum dráttum. Við hliðina eru svo heyrnartól og þar er saga Andalas rakin af þul. Andalas er Súmötru nashyrningur, ákaflega sérstakur og í útrýmingarhættu. Andalas varð fyrsti nashyrningurinn í 112 ár af þessari tegund til að fæð- ast í dýragarði, og þótti fæðing hans miklum tíðindum sæta. Þetta er hjartnæm saga um sérkennilega dýrategund og á að því er verkið seg- ir manni að vera okkur Íslendingum áminning um að fórna ekki nátt- úruverðmætum. Verkið er unnið af næmni og lista- maðurinn nær tengslum við áhorf- endur. „Verkið á að vera trekkur inn í íslenskt samfélag,“ segir þulurinn. Sú fullyrðing gefur verkinu dálítið húmorískan undirtón, svo lágstemmt er það. Fleiri góð verk eru á sýningunni. Myndband Saki Satom er til dæmis fallegt, dálítið kitlandi eins og saka- málasaga, en gott. Hún sýnir gamla japanska heimakvikmynd af fólki að ganga úti í náttúrunni, líklega á sunnudegi, eftir einhverjum hrygg, líklega nálægt á. Nokkrir aðilar segja síðan frá sama atvikinu hver á eftir öðrum, atviki sem hefur greini- lega gerst þegar þeir voru litlir, og allir saman að ganga eftir árbakka. Barnavagn rúllar niður með barni í, vagninn fer út í á, en barnið dettur úr vagninum og lendir á árbakkanum. Þau segja ekki foreldrunum frá þessu, þau hlæja að þessu eftir á, en prísa sig sæla fyrir að ekki fór verr. Þetta er sett upp eins og minning úr æsku, eins og einhver yfirsjón sem líður seint ef nokkurn tíma úr minni. Við inngang sýningarinnar er fyrsta verkið sem mætir manni tvö vídeó Jeroen Offerman, hvort á móti öðru. Það er eins og myndavélin snú- ist í endalausa hringi og tónlist hljómar yfir. Botn fæst ekki í verkið fyrr en maður kemur í hinn enda sal- arins. Þar snýst plata í hringi og ljós- myndirnar sem maður greindi í vídeóverkinu eru þar fyrir ofan. Greinileg að vídeóið hefur einmitt verið tekið þarna ofan í. Tónlistin er söngur, sunginn aftur á bak og spil- aður aftur á bak, þannig að hann kemur rétt út. Minnir mann á frægar sögur af því þegar djöfullegar yf- irlýsingar áttu að heyrast ef rokk- plötur sýrutímans væru leiknar aftur á bak. Enn eru ónefnd verk með húmorískum undirtóni eins og verk Neil Zakiewicz , Foam Man & Sponge Man, og Cat Trap. Þá kemur verkið House in in the ceiling á óvart, en því hefur verið komið fyrir uppi í loftinu. Lítil hús, stigar og aðrar byggingar, eftir Tonico Lemos Auad. Eins og þorp fyrir lítið fólk. Önnur verk sýningarinnar, mál- verk, skúlptúrar eru af sama gæða- flokki og þau sem hér hafa verið nefnd. Þetta er góð sýning, dálítið skrýtin vegna hinnar lundúnísk/ íslensku blöndu, en gæðin ótvíræð. Morgunblaðið/Jim Smart MYNDLIST Klink og Bank ÝMSIR LISTAMENN, ÝMSIR MIÐLAR Opið frá kl. 14–18 fimmtudaga – sunnu- dags. Til 12. september. Þóroddur Bjarnason MENNING 42 FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ VEGLEGUR og glæsilegur dag- skrárbæklingur Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands fyrir veturinn er kominn út og er óhætt að fullyrða að aldrei hafi jafn mikið verið í hann lagt, enda fullar 207 blaðsíður með ítarupplýsingum um hverja tón- leika. Það verður ánægjulegt að sjá Osmo Vänskä aftur á stjórn- andapallinum, sem og þá Gerrit Schüil og Guð- mund Óla Gunnarsson sem báðir mættu að ósekju fá fleiri tækifæri með hljómsveitinni. Íslenskir ein- söngvarar verða talsvert í sviðsljós- inu og nokkrir úrvals einleikarar, þar á meðal fiðluleikararnir Maxim Vengerov og Leila Josefowicz. Eitt mest spennandi viðfangsefni hljómsveitarinnar er áframhald á flutningi allra sinfónía Sjostakovitsj, sem aðalstjórnandinn, Rumon Gamba hóf í fyrravetur. Í vetur verða þær 5. 6. og 7. leiknar, en furðu vekur hvers vegna þær eru ekki allar í sömu litaröð til hagræðis fyrir Sjostakovitsj-aðdáendur. Tón- leikum, þar sem úrvalseinleikar- arnir Einar Jóhannesson og Dimitri Ashkenazy leika á tvær klarinettur með hljómsveitinni má tæpast missa af og 8. sinfóníu Bruckners undir stjórn Petris Sakaris verður líka beðið með eftirvæntingu.    Það er hins vegar ótrúlegt sem við blasir, að Sinfóníuhljómsveit Íslands skuli ekki ætla af eigin hvötum að frumflytja eitt einasta íslenskt tón- verk í vetur ef frá eru taldar þjóð- lagaútsetningar Jóns Þórarinssonar sem Maríus Sverrisson söng með hljómsveitinni í vikunni. Hverju sæt- ir það? Að vísu verða tvö til þrjú ís- lensk verk frumflutt á tónleikum á Myrkum músíkdögum, en þess ber að geta að þótt hljómsveitin standi að tónleikunum í samvinnu við Tón- skáldafélag Íslands er frumkvæðið að verkefnavali þeirra tónleika ekki í höndum hljómsveitarinnar. Það myndi sjálfsagt hvína í bóka- ormum hér á landi ef útgáfu ís- lenskra skáldverka yrði hætt og ein- ungis erlend verk gefin út í staðinn. Er þetta sambærilegt? Já, og rúm- lega það, því meðan bókaútgefendur bera engar lagalegar skyldur gagn- vart lesendum sínum gerir Sinfón- íuhljómsveit Íslands það svo sann- arlega gagnvart hlustendum sínum. Henni ber samkvæmt landslögum að leggja áherslu á flutning íslenskrar tónlistar og auðga tónmenningu þjóðarinnar. Varla er hægt að segja að hljómsveitin standi undir þeirri skyldu í vetur; jafnvel þótt eldri ís- lensk verk hljómi á sjö tónleikum, og hljómsveitin leiki undir með Nýrri danskri á einum tónleikum, þegar tónleikar verða alls um þrjátíu. Íslensk tónskáld hljóta að hafa meir en lítið langlundargeð, því hvaða hljómsveit önnur ætti að spila verk þeirra? Sinfó á síðasta söludegi ’Það er ótrúlegt að Sin-fóníuhljómsveit Íslands skuli ekki ætla að frum- flytja eitt einasta ís- lenskt tónverk í vetur. ‘ AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir begga@mbl.is Áskriftarkort á 6 sýnigar Aðeins kr. 10.700 Stóra svið Nýja svið og Litla svið MANWOMAN e. Ólöfu Ingólfsdóttur & Ismo-Pekka Heikenheimo Í kvöld kl 20, Lau 11/9 kl 20 NÚTÍMADANSHÁTÍÐ 3/9 - 11/9 Opnunartími miðasölu: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00-18:00 Mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00 Laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is GEITIN - EÐA HVER ER SYLVÍA? e. E. Albee Frumsýning su 26/9 kl 20 - UPPSELT Fi 30/9 kl 20 Fö 1/10 kl 20 PARIS AT NIGHT e. Jacques Prévert í samstarfi við Á SENUNNI Í kvöld kl. 20, Lau 11/9 kl 20, fi 16/9 kl 20, fö 17/9 kl 20 Takmarkaður sýningafjöldi LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 12/9 kl 14, Su 19/9 kl 14, Su 26/9 kl 14 CHICAGO e. Kender, Ebb og Fosse Grímuverðlaunin: Vinsælasta sýning ársins! Lau 18/9 kl 20, Lau 25/9 kl 20, Lau 2/10 kl 20, Lau 9/10 kl 20 Aðeins örfáar sýningar í haust KVÆÐAMANNAFÉLAGIÐ IÐUNN SIGURRÓS ofl. Afmælis- og útgáfuhátíð Mi 15/9 kl 20 - Aðeins einir tónleikar Frumsýning fös. 8. okt. kl. 20 Sun. 10. okt. kl. 20 • fös. 15. okt. kl. 20 • sun. 17. okt. kl. 20 ATH. Allar sýningar hefjast kl. 20 Miðasala á Netinu: www.opera.is Símasala kl. 10-18 virka daga: 511 4200 Rakarinn morðóði Óperutryllir eftir Stephen Sondheim Miðasölusími: 511 1200 Netfang: midasala@leikhusid.is Veffang: www.leikhusid.is Opið kl. 13:00-18:00 mán.-þri. Aðra daga kl. 13:00-20:00. Símapantanir frá kl. 10:00 virka daga. • Litla sviðið kl. 20:00 EDITH PIAF - Sigurður Pálsson DÝRIN Í HÁLSASKÓGI - Thorbjörn Egner Sun. 12/9 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun 19/9 kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun 26/9 kl. 14:00 ÞETTA ER ALLT AÐ KOMA - Hallgrímur Helgason Leikgerð Baltasar kormákur Aukasýning lau. 11/9 kl. 16:00, sun. 12/9 örfá sæti laus, mið. 15/9 nokkur sæti laus. Örfáar sýningar eftir! GRÆNA LANDIÐ - Ólafur Haukur Símonarson ÁSKRIFTARKORT - ÞITT SÆTI! Norður, Öxin og jörðin, Mýrarljós, Dínamít og Jesús Kristur ofurstjarna. Verð: 9.900 OPIÐ KORT - ÞITT VAL! 5 sýningar að eigin vali hvenær sem er leikársins! Verð: 9.900 GRÆNA LANDIÐ Aukasýning laugardag kl. 16:00 Í kvöld fös. 10/9 örfá sæti laus, lau 11/9 örfá sæti laus, lau 18/9 nokkur sæti laus, fim 23/9 örfá sæti laus, fös 24/9 örfá sæti laus, fös. 1/10 nokkur sæti laus, lau 2/10 nokkur sæti laus • Stóra sviðið kl. 20:00 Fös. 17/9 nokkur sæti laus, lau. 25/9, fim 30/9. ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA Lau . 11 .09 20 .00 ÖRFÁ SÆTI Sun . 12 .09 20 .00 NOKKUR SÆTI F im. 16 .09 20 .00 NOKKUR SÆTI Lau . 18 .09 20 .00 NOKKUR SÆTI Fös . 24 .09 20 .00 AKUREYRI „Fu l lkomin kvö ldskemmtun . Ó lýsan leg s temning f rá upphaf i t i l enda . Hár ið er mál ið ! “ - G ís l i Mar te inn Ba ldursson s jónvarpsmaður - 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími BRIM - e. Jón Atla Jónasson gestasýning Lau 11/9 kl. 18 NOKKUR SÆTI LAUS Lau 11/9 kl. 21 ÖRFÁ SÆTI LAUS Sun 12/9 kl. 20 NOKKUR SÆTI SVIK e. Harold Pinter frumsýn. fös. 1/10 kl. 20 UPPSELT 2. sýn. sun. 3/10 kl. 20 ÖRFÁ SÆTI 3. sýn. fim. 7/10 kl. 20 ÖRFÁ SÆTI 4. sýn. fös. 8/10 kl. 20 ÖRFÁ SÆTI HÁRIÐ - sýnt í Íþróttahöllinni fös 24/9 kl. 20 - sala í fullum gangi HÁRIÐ „tryggðu þér miða“ MIÐASALAN er opin á fame.is, á þjónustuborði Smáralindar og í síma 528 8008 JÓNSI SVEPPI Fös. 10. sept. kl. 19:30 Sun. 12. sept. kl. 19:30 SÍÐUSTU SÝNINGAR: ATH. 2 AUKASÝN. Vegna gríðarlegrar eftirspurnar Fös. 17. sept. kl. 19.30 Sun. 19. sept. kl. 19.30 Vegna mikils álags á símkerfinu viljum við benda á að hægt er panta miða með tölvupósti í miðasala@smaralind.is eða inn á www.fame.is. Hljómar í kvöld Leikhúsgestir munið spennandi matseðil S: 568 0878 Moggabúðin Geisladiskahulstur, aðeins 700 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.